Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 32

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 32
420 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Fyrirtækið Stjörnu-Oddi framleiðir mælitæki til rannsókna á fólki Rannsókn á vörn við HIV-smiti Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu smárra en harðgerðra mælitækja til ýmiss konar dýra- og umhverfisrann- sókna. Nýlega var fyrirtækið fengið til að framleiða hitamæla í sérstaka hringi sem ætlaðir eru í leggöng kvenna sem vörn við HIV-smiti. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjörnu-Oddi framleiðir mælitæki til rannsókna á mönnum og er því nýtt skref í starfsemi fyrirtækisins. Ásgeir Bjarnason er þróunarstjóri Stjörnu- Odda en hann stundaði nám í heilbrigðis- verkfræði við Háskólann í Reykjavík og síðan meistaranám í Finnlandi þar sem hann sérhæfði sig í hönnun ígræðanlegra mælitækja. Hann varð fyrir svörum þegar blaðamaður heimsótti fyrirtækið í Garða- bæinn á dögunum. Hann sýnir mér hitamælinn sem ætl- aður eru í HIV-hringina og segir að í raun- inni sé þetta ekkert annað en hitamælir en þó þannig gerður að hann skráir sjálf- krafa hitastig á fyrirfram ákveðnum fresti. „Þessi mælir er aðeins um eitt gramm en getur vistað allt að 65.000 mælingar en þá verður að taka hann og lesa af honum. Hvern mæli er hægt að nota ótal sinnum.“ Nokkur hundruð rannsóknir „Dýratilraunirnar sem við höfum fram- leitt hitamæla í skiptast gróflega í tvennt. Annars vegar eru rannsóknir á tilrauna- stofum þar sem verið er þróa ýmis lyf og bóluefni, sérstaklega við ýmiss konar veirusýkingum. Ígræðanlegir hitamælar frá okkur hafa verið notaðir um árabil við slíkar rannsóknir með mjög góðum ár- angri þar sem fylgst er með áhrifum bólu- efnisins og sýkinga á líkamshita dýrsins. Það má segja að það hafi leitt okkur inn í þessa rannsókn á HIV-hringnum. Þessar bóluefnarannsóknir eru yfirleitt mjög stórar og það skiptir okkur miklu máli að þegar rannsóknarniðurstöður eru birtar í vísindatímaritum sé vísað til þess að hita- mælarnir hafi verið frá okkur. Okkar hef- ur verið getið í nokkur hundruð birtum vísindagreinum um rannsóknir á land- spendýrum og sjávardýrum og þannig hefur okkar orðstír í vísindasamfélaginu spurst jafnt og þétt út á undanförnum árum og leitt okkur inn í hverja rann- sóknina á fætur annarri. Það eru margir á þessum markaði en það sem stóru aðil- arnir eru að sækjast eftir er stöðugleiki í framleiðslu og gæði tækjanna. Þá höfum við líka framleitt mæla til vistfræðirannsókna á dýrum, bæði í hafi og á landi. Þá er þeim komið fyrir í villtum dýrum og síðan fylgst með þeim í tiltekinn tíma þar til tækið er tekið úr og lesið af því.“ Aðspurður um hvort ekki sé mögulegt að láta tækin senda upplýsingarnar þráðlaust segir Ásgeir það vel mögulegt en þá takmarki það stærðina, minnið, og í flestum tilfellum henti betur að láta tækið safna upplýsingunum fremur en að senda þær jafnóðum.“ Ásgeir segir að vissulega séu ýmis tæki í boði til rannsókna og mörg hver mun ódýrari en þau sem Stjörnu-Oddi framleiðir. „Við höfum ekki reynt að fara í samkeppni við ódýrari vörurnar heldur haldið okkur við framleiðslu á sérhæfðari tækjum sem þola meira og eru öruggari við alls kyns aðstæður. Það hefur leitt okkur inn í ýmsar forvitnilegar rannsókn- ir og verkefni en haldið okkur utan við fjöldaframleiðslu sem Asíuþjóðirnar eru hvort eð er miklu öflugri í en við. Dæmi um sérhæft verkefni sem var sérstaklega skemmtilegt var rannsókn í Japan á lífs- ferli skógarbjarna. Við lögðum til bæði hitamæla og hjartsláttarmæla í birnina sem sýndu mjög stóra sveiflu eftir árs- tímum. Það var aðeins einn vísindamaður sem fylgdist með björnunum og hann ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Hitamælirinn sem settur er í HIV-hringinn er ekki stærri en raun ber vitni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.