Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 35

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 35
LÆKNAblaðið 2015/101 423 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R um öðruvísi lækningar og 1987 Málþing um kransæðasjúkdóma. Eftir þetta voru haustþing árlegur við- burður, næstu 6 skiptin samfleytt á sama stað, síðan ýmist þar eða annars staðar í fáein ár og loks að Hólum MA síðustu 18 árin og þá jafnframt í samstarfi við Norð- austurlandsdeild Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Þetta urðu fljótt vel sóttar samkomur með langt að komnum fyrir- lesurum og vaxandi aðsókn bæði heima- manna og frá nágrannabyggðum. gudmanns Minde Upphafið að endurgerð fyrstu spítalabygg- ingarinnar á Akureyri, Gudmanns Minde, má rekja til ársins 1992. Á almennum fundi í Læknafélagi Akureyrar á hótel KEA 1992 „gat hann (Halldór Halldórsson for- maður) þess að Læknafélag Íslands hefði hug á því að kaupa hús það er hýsti fyrsta sjúkrahús á Akureyri, Gudmanns Minde. Hugmyndir eru um að nýta húsið sem orlofshús og/eða læknaminjasafn.“ Næst gerist það á stjórnarfundi Lækna- félag Akureyrar á Heilsugæslustöðinni á Akureyri 1993, að „formaður (Pétur Péturs- son) hefur framsögu um að læknasamtökunum hafi verið boðið til kaups húsið Aðalstræti 14, Gudmanns Minde af eiganda þess Eiði Baldvinssyni, en í því húsi var fyrsti spítalinn á Akureyri 1873 – 1901. Læknafélag Íslands hefur vísað málinu frá sér, og sýnt er að Læknafélag Akureyrar hefur ekki bolmagn til húsakaupa. Stjórn LAk ákveður því að kanna hvort FSA gæti haft forgöngu um kaup á þessu húsi, og er stjórn FSA skrifað bréf þess efnis.“ Grípum niður í bréf stjórnarformanns til FSA frá 1993, sjá bls. 422. „Læknasamtökunum hefur verið boðið til kaups húsið Aðalstræti 14, Gudmanns Minde, af eiganda þess, Eiði Baldvinssyni. Í húsi þessu var fyrsti spítali á Akureyri hýstur á árunum 1873 – 1901 … Þótt stjórn LAk renni blóðið til skyldunnar, hefur félagið ekki bolmagn til að ráðast í nein húsakaup. Læknafélag Íslands hefur vísað málinu frá sér. Það er því eindregin áskorun stjórnar Læknafélag Akureyrar, að FSA hafi forgöngu um kaup á þessu húsi og varðveizlu þess. Enda var það í upphafi gefið af einkaaðila og síðar selt, þegar sjúkrahúsið við Spítalastíg tók til starfa, og söluverðmætið nýtt af Sjúkra- húsinu á Akureyri, forvera FSA. LAk er hins vegar reiðubúið til hvers konar samráðs og ráðgjafar varðandi nýtingu hússins í framtíðinni.“ Samstarfssamningur Fljótlega komst góður skriður á málið. Læknar og hjúkrunarfræðingar funduðu með fulltrúum Akureyrarbæjar, Fjórð- ungssjúkrahússins og Minjasafnsins á Akureyri, fyrst um hugmyndir, síðan um uppkast að rekstrarsamningi. Varð öllum aðilum æ ljósara mikilvægi þess að varð- veita Gudmanns Minde, sögu hússins og þjónustunnar sem þar var veitt. Samn- ingsdrög voru svo endanlega samþykkt á fundi Læknafélags Akureyrar í júní 1994. Þessu lauk með undirritun samstarfs- samnings 1994 um kaup, endurbyggingu og rekstur Gudmanns Minde. Þar segir í fyrstu grein: „Aðilar að samningi þessum eru Húsfriðunarsjóður Akureyrarbæjar, Læknafélag Akureyrar, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Norð-Austurlandsdeild, Minjasafnið á Akur- eyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að vinna að kaupum og endurbyggingu á Gamla spítalanum og sjá um rekstur hans skv. nánari skilgreiningum. Bjartsýnin var mikil eins og fram kemur í grein 4.1. Verkefnið var þetta: „Gamli spítalinn verður rekinn í þremur megineiningum, sem safn, félagsaðstaða fyrir félög rekstraraðila og húsvarðaríbúð. Safnið er minjasafn um sögu sjúkrahúss, lækninga og hjúkrunar á Akureyri og skal rekið í samráði við Minjasafnið á Akureyri, sem veitir faglega ráðgjöf og umsjón samkvæmt sérstöku sam- komulagi við safnstjóra þess.“ Í grein 4.3. var farið nánar yfir áætlun um endurbætur: „Rekstraraðilar hússins hafa umsjón með framkvæmdum við endurbyggingu hússins í samráði við Húsfriðunarnefnd ríkis- ins og í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi. Endurbótum verður skipt í eftirfarandi áfanga: endurbætur á safnhluta hússins og félagslegri aðstöðu og endurbætur á húsvarðaríbúð. Samfara endurbótum fyrsta áfanga verða þó gerðar minniháttar lagfæringar á öðrum hlutum hússins. Fjármögnun endurbóta verður þannig háttað að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Húsfriðunarsjóður Akureyrarbæjar leggja fram ákveðna fjárhæð í upphafi. Rekstraraðilar húss- ins munu síðan fjármagna framhaldsendur- bæturnar með framlögum úr Húsfriðunarsjóði ríkisins, Húsfriðunarsjóði Akureyrarbæjar og sérstökum fjáröflunum. Rekstraraðilar skulu sækja um styrki til umræddra sjóða í samráði við eigandann, Húsfriðunarsjóð Akureyrar- bæjar. Gera skal kostnaðaráætlun um fram- Valur Þór Marteinsson frá Læknafélagi Akureyrar, Haraldur Egilsson frá Minjasafninu á Akureyri, Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarstofu og Anna Lísa Baldursdóttir frá Norðausturlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga takast í hendur eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.