Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 36
424 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R kvæmdir við endurbæturnar sem lagðar skulu fyrir eigendur til samþykktar. Unnin skal verklýsing um þessar fram- kvæmdir, ásamt reikningum og skýrslu allt samkvæmt reglum Húsfriðunarnefndar ríkis- ins.“ Fyrst eftir undirskrift og glæsilegar yfirlýsingar var mikill hugur í læknum og hjúkrunarfræðingum. Hanna Rósa Sveinsdóttir í Minjasafninu lagði mikið af mörkum á þessum undirbúnings- tímum. Af hálfu lækna er rétt að nefna Ingvar Þóroddsson, Girish Hirlekar, Björn Sigurðsson, og frá hjúkrunarfræðingum komu Hallfríður Alfreðsdóttir, Anna Lísa Baldursdóttir og Hólmfríður Kristjáns- dóttir. Fleiri lögðu hönd á plóg, til dæmis Ólafur H. Oddsson, Pedro Riba, Loftur Magnússon, Brynjólfur Ingvarsson. Væri vert að fara rækilega í gegnum alla þá vinnu sem fór í fjáröflun, fundahöld, sam- ráð við fagaðila í Reykjavík og á Akureyri, hugmyndavinnu með handverkssnilling- unum sem endurbyggðu húsið, Sverri Her- mannssyni, Kristjáni Péturssyni og Snorra Guðvarðarsyni. Ég gleymi einhverjum og biðst velvirðingar á því. Sem dæmi um einhug og áhuga lækna má nefna fundargerð frá 1994, þar sem formaður Læknafélaga Akureyrar gerir grein fyrir óvæntum verkefnum við húsið strax í byrjun og spyr „hvort einhverjir félagar vildu ekki með eigin hendi hjálpa til við endurbætur á því.“ Læknar brugðust vel við og lögðu til dæmis talsverða vinnu í að útvega hleðslusteina í undirstöður hússins og einhverjir sýndu jafnvel tilþrif við hleðslustörfin sjálf. Einnig kom fram á sama fundi að fólk hafði þegar sett sig í samband við LAk og spurst fyrir um hvort félagið vildi ekki taka að sér varðveislu muna sem þá voru í einkaeign. Eftir mikla þolinmæðisvinnu var loks komið að uppskeru: Viljayfirlýsing um framtíðarstarfsemi Gamla spítalans Gudmanns Minde á Akureyri var undir- rituð 2009, sjá fylgiskjal í rafrænni útgáfu greinarinnar. Við opnunarathöfnina 2009 var vel fagnað og fjölmiðlar gerðu deginum góð skil. Hanna Rósa Sveinsdóttir var einn af ræðumönnum dagsins og rakti 15 ára byggingarsögu í stórum dráttum. Þar kom vel fram hve margt varð miklu flóknara og dýrara í reynd en upphaflega var áætlað. Fjármagn þurfti að sækja með ærinni fyrirhöfn þar til tímamót urðu 2005 „með samstilltu átaki og árlegum framlögum frá fjár- laganefnd (í gegnum húsfriðunarnefnd) og frá Akureyrarbæ. Hússtjórn Gamla spítala gerði samning við Fasteignir Akureyrar árið 2006, um að Fasteignir héldu utan um viðgerðir á húsinu en hússtjórnin sæi um að útvega fjár- veitingar til viðgerðanna. Sú skipan mála hefur reynst farsæl og hafa Fasteignir Akureyrar sinnt þessu verkefni af alúð sem ber að þakka” eins og segir í Vikudegi 2009. Eftir opnunina hafa læknar og hjúkr- unarfræðingar notað húsið til fundahalda á hverju ári, en sýningahald bíður enn betri tíðar með blóm í haga. Það er spurning hvert ætti að sækja hugmyndir eða fyrirmyndir að þjónustu staðarins við ferðamenn með svipuðu sniði og tíðkast á fjöldamörgum stöðum erlendis. Eða erum við Íslendingar orðnir svo uppteknir af dægurmenningunni, að fortíðin og sagan séu komin áleiðis á ruslahauginn? Kannski fer þá eins fyrir Gudmanns Minde og Nonnahúsi, að útlendingar hafi framar öðrum áhuga á að líta þar inn og anda að sér sögunni. Hanna Rósa Sveinsdóttir afhenti Guðrúnu Heiðu, dóttur Kristjáns Péturssonar, mynd af þeim Kristjáni og Sverri Hermannssyni fyrir framan Gamla spítala. Með myndinni fylgir áletrun þar sem segir að framlag þeirra Kristjáns og Sverris sé ómetanlegt og verði aldrei fullþakkað. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 4 1 2 1 2 1 Vaxandi háþrýstingur? Lerkanidipin Actavis – Sértækur kalsíumgangaloki með aðalverkun á æðar 13 0/ 90 12 0/ 80 Virkt innihaldsefni: Hver 10 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 9,4 mg af lerkanidipíni. Hver 20 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af lerkanidipín hýdróklóríði, sem samsvarar 18,8 mg af lerkanidipíni. Ábendingar: Lerkanidipin Actavis er ætlað til meðferðar við vægum til meðal háum háþrýstingi (essential hypertension). Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Ráðlagður skammtur er 10 mg einu sinni á dag a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Auka má skammtinn upp í 20 mg eftir einstaklingsbundinni svörun hvers sjúklings. Skammtabreytingar ætti að gera í skrefum þar sem liðið geta u.þ.b. 2 vikur þar til blóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins eru að fullu komin fram. Sumir einstaklingar, sem ekki tekst að stilla með fullnægjandi hætti með einu blóðþrýstings- lækkandi lyfi, gætu haft gagn af því að bæta lerkanidipíni við meðferð með betablokka, þvagræsilyfi (hýdróklórtíazíði) eða angíótensín breytiensíma hemli. Þar sem svörunarferill skömmtunar er brattur en stöðugur við skammtastærð milli 20 og 30 mg, er ólíklegt að verkun aukist við stærri skammta, en hætta er á auknum aukaverkunum. Aldraðir: Þó gögn um lyfjahvörf og klínísk reynsla bendi ekki til að þörf sé á aðlögun skammtastærða ætti að gæta sérstakrar varúðar við upphaf meðferðar hjá öldruðum. Börn og unglingar: Ekki er mælt með notkun lerkanidipíns fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára þar sem ekki er nein klínísk reynsla af notkun þess hjá þeim. Skert starfsemi nýrna eða lifrar: Gæta þarf sérstakrar varúðar þegar meðferð sjúklinga með meðal til alvarlega nýrna- eða lifrarbilun er hafin. Þó þessir sjúklingar þoli hugsanlega venjulegan ráðlagðan skammt, þarf að fara varlega við aukningu skammta í 20 mg á dag. Blóðþrýstingslækkandi áhrif geta verið meiri hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þannig að fyrir þá þarf að meta hvort aðlaga þurfi skammta. Ekki er mælt með lerkanidipíni fyrir sjúklinga með alvarlega lifrar- eða nýrnabilun (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.). Lyfjagjöf: Töflurnar ætti að taka með vatni a.m.k. 15 mínútum fyrir mat. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju díhýdrópyridíni eða einhverju hjálparefnanna. Hindrun á útflæði frá vinstri slegli. Ómeðhöndluð hjartaþröng (congestive cardiac failure). Óstöðug hjartaöng. Minna en mánuður frá stíflufleyg í hjartavöðva. Alvarlega skert starfsemi nýrna eða lifrar. Samhliða notkun með: Sterkum CYP3A4 hemlum, ciclosporíni, greipávaxtasafa. Meðganga og brjóstagjöf. Konur á barneignaaldri nema notaðar séu virkar getnaðarvarnir. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (desember 2014): 10 mg, 28 stk.: 1.905 kr., 10 mg, 98 stk.: 3.550 kr., 20 mg, 98 stk.: 5.665 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning nýjustu samantektar um eiginleika lyfsins: Desember 2014. Desember 2014. 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur. 14 0/ 10 0 15 0/ 110 Frá öldungadeild Miðvikudaginn 7. október kl. 16 verðum við með fyrsta fræðslufundinn. Þá flytur dr. janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, erindið „Farsæl öldrun og fjölþætt heilsurækt á efri árum“. Síðan fylgir Steinunn jóhannesdóttir, rithöfundur, eftir með erindi um Hallgrím Pétursson miðvikudaginn 4. nóvember. Erindið nefnir hún „Sá var fagur, sem það kunni smíða“. Loks ljúkum við árinu miðvikudaginn 2. desember með því að dr. Gísli Már Gíslason, líffræðingur, sem er okkur að góðu kunnur, flytur okkur sjálfvalið erindi sem við munum kynna síðar. Eins og áður hittumst við kl. 15.30 til að rabba saman og fá okkur kaffi og vínarbrauð. Fundirnir eru haldnir í húsakynnum Læknafélags Íslands að Hlíðasmára 8 í kópavogi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.