Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 42
430 LÆKNAblaðið 2015/101
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
tískusveiflum, tæknisveiflum í greiningum, mannabreytingum í
læknastétt og svo framvegis. Því má reikna með að einhvers kon-
ar OD sé til staðar. Jafnvel einhver þróun í tíma. Í því ljósi verður
að álykta út frá greininni að engin tengsl séu á milli búsetu á
jarðhitasvæðum og einstakra krabbameina. Dreifing HR-gilda
sem sýnd eru í töflu III í greininni um háhitasvæðið3 gefur ekkert
annað til kynna.
Heimildir
1. Sigurðsson H, Flóvenz ÓG. Háhitasvæði og krabbamein. Læknablaðið 2015; 101: 276-7.
2. Rafnsson V, Kristbjörnsdóttir A. Háhitasvæði og krabbamein: Svar við umfjöllun Helga
Sigurðssonar og Ólafs G. Flóvenz. Læknablaðið 2015; 101: 328-30.
3. Kristbjörnsdóttir A, Rafnsson V. Incidence of cancer among residents of high termperature
geothermal areas in Iceland: A census based study 1981 to 2010. Environmental Health 2012;
11: 1-12.
4. Udny Yule G. Why do we sometimes get nonsense-correlations between time-series? — A
study in sampling and the nature of time-series. J Roy Stat Soc 1926; 89: 1-63.
5. Greenwood M, Udny Yule G. An inquiry into the nature of frequency distributions repre-
sentative of multiple happenings with particular reference to the occurrence of multiple
attacks of disease or of repeated accidents. J Roy Stat Soc 1920; 83: 255-79.
6. Efron B, Morris C. Stein’s paradox in statistics. Sci Am 1977; 236: 119-27.
7. Galton F. Typical laws of heridity. Nature 1877; 15: 492-5.
8. Leamer EE. Macroeconomic Patterns and Stories. Business and Economics. Springer 2008.
9. Casella G, Berger RL. Statistical Inference second edition. Duxbury, Pacific Grove 2002.
Yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar á akranesi
Framlengdur er umsóknarfrestur um stöðu yfirlæknis Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, áður með fresti til 15. ágúst sl.
Sérfræðimenntun í heimilislækningum er skilyrði ásamt staðgóðri reynslu af stjórnunarlegum verkefnum. Vaktskylda fylgir starfinu svo og þátt-
taka í kennslu heilbrigðisstétta.
Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Áskilinn er réttur til að hafna
umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.
Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við endurskipulag og þróun nútímalegrar þjónustu á heilsugæslusviði þar
sem leiðarljós er lýðheilsa og forvarnir.
Stöður heilsugæslulækna
Framlengdur er umsóknarfrestur um lausar stöður heilsugæslulækna við Heilsugæslustöðina á Akranesi, áður með fresti til 15. ágúst sl.
Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg eða staðgóð reynsla af læknisstörfum á heilsugæsluviði. Vaktskylda fylgir starfinu svo og
þátttaka kennslu heilbrigðisstétta.
Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Áskilinn er réttur til að hafna
umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.
Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is undir flipanum útgefið efni. Umsóknarfrestur um störfin
er til 18. september 2015. Upplýsingar gefa: Þórir bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000, netfang thorir.bergmundsson@
hve.is og Guðjón S. brjánsson, forstjóri í s. 432 1010, netfang gudjon.brjansson@hve.is
Vakin er athygli á möguleika fyrir 2-3 áhugasama heilsugæslulækna að koma til starfa og fá tækifæri til að móta og þróa starfsemina í ljósi ýmissa
hugmynda um aukið samstarf við sveitarfélagið á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Akranes er stærsta bæjarfélagið á Vesturlandi en þar búa tæplega 7000 manns. Hröð íbúafjölgun hefur verið á Akranesi síðasta áratuginn en það tekur aðeins um 40 mínútur að keyra frá
Reykjavík upp á Akranes um Hvalfjarðargöng. Reglubundnar strætisvagnaferðir eru á milli Akraness og Reykjavíkur. Yfirbragð bæjarins er friðsælt og barnvænt. Stofnanir bæjarins eru róm-
aðar fyrir gott faglegt starf og íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma. Frábær aðstaða er til útivistar, meðal annars með 18 holu golfvelli.
Þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar er Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit og íbúafjöldi er um 7600. Á stöðinni starfa 4-5 heilsugæslulæknar auk 7 hjúkrunarfræðinga í ungbarna-
og mæðravernd, heimahjúkrun, skólahjúkrun, heilsueflandi móttöku og öðrum almennum og sérstökum verkefnum. Næringarfræðingur, sálfræðingar og iðjuþjálfi starfa í tengslum við
heilsugæslustöðina. Við stöðina er starfar sérhæft teymi fagfólks við greiningu hegðunar- og þroskafrávika barna.
Heilsugæslustöðin er hluti af Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem tók til starfa 1. janúar 2010 og samanstendur að auki af starfsstöðvum í borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík,
búðardal, Hólmavík og Hvammstanga.