Læknablaðið - 01.09.2015, Síða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 433
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Aleris i Norge søker hudlege og gynekolog
Aleris er en av Nordens ledende aktører innen helse- og sykehusdrift, pleie og omsorgstjenester, psykiatri
og barnevern. Konsernet har ca. 9000 ansatte i Norge, Sverige og Danmark.
www.aleris.no
Aleris Helse er i stor vekst og opplever økt etterspørsel. Vi søker flere dyktige spesialister i heltid
eller deltid:
• Hudlege (Trondheim)
• Gynekolog (Bergen)
Vi søker deg som ønsker å jobbe i et spennende fagmiljø med en kompetent legegruppe
bestående av både allmennleger og spesialister. Vi tilbyr topp moderne utstyr.
Du bør ha gode samarbeidsevner, engasjement for arbeidet og god serviceinnstilling.
Vi tilbyr gode betingelser og faglige utfordringer i et dynamisk og godt arbeidsmiljø. Vi er
behjelpelige med å skaffe bolig.
Tiltredelse etter avtale. Søknadsfrist: Snarest
Kontaktpersoner:
Anne-Elin Hanebrekke (Bergen) tlf: +47 926 06 685 • anne-elin.hanebrekke @aleris.no
Maja Mortensen (Trondheim) tlf: +47 911 71 018 • maja.mortensen @aleris.no
Halldór Bjarki Einarsson, sérnámslæknir
við heila- og taugaskurðdeild háskóla-
sjúkrahússins í Árósum, varði þann 19.
júní síðastliðinn doktorsritgerð sína í vefja-
verkfræði. Ritgerðin heitir New Resorption
Pathways in Polycaprolactone Degradation;
roles of Mononuclear and Multinucleated Giant
Cells. Þriggja manna doktorsmatsnefnd var
skipuð háskólakennurum frá Danmörku,
Hollandi og Bandaríkjunum, en formaður
hennar var prófessor Thorsten Ingemann
Hansen frá lýðheilsustofnun háskólans í
Árósum. Andmælendur voru Dr. Marco
Helder frá læknadeild Vrije-háskólans í
Amsterdam og Stuart Goodman, prófessor
í heilbrigðisverkfræði og bæklunarskurð-
lækningum við Stanford-háskólasjúkra-
húsið í Kaliforníu.
Ritgerðin fjallar um ígræðslu plast-
efnasambanda en megintilgáta vefjaverk-
fræðinnar er sú að slík efnasambönd þjóni
sem sniðmót fyrir enduruppbyggingu
líffæra. Stofnfrumur á sniðmótinu sjálfu
má virkja með frumuboðefnum sem getur
leitt til sérhæfingar og enduruppbygg-
ingar þess vefjar sem óskað er eftir að
myndist. Í rannsókninni voru viðbrögð
ónæmiskerfisins við ofangreindu efnasam-
bandi rannsökuð. Hvatti það til samruna
einkjörnunga og myndunar á fjölkjarna-
frumum með átfrumueiginleika. Þessir
eiginleikar gera frumunum kleift að brjóta
niður efnasambandið. Hefst það með
virkjun hins svokallaða komplementkerfis
og opsónunar. Í kjölfarið á sér stað agnaát
á þessari fjölliða sameind í líkingu við
niðurbrot örveira sem skyldar átfrumur
geta stuðlað að. Með rannsókninni var
jafnframt sýnt fram á að samræktun T-
fruma og átfruma, auk nýliðunar þeirra
við sjálfan ígræðslustaðinn, efli niðurbrot
sniðmótsins. Niðurstöðurnar benda þar
með til þess að plastefnasambönd á borð
við polycaprolactone geti valdið bæði
ósérhæfðum og sérhæfðum ónæmisvið-
brögðum. Í niðurlagi ritgerðarinnar er því
vakin athygli á brýnni nauðsyn þróunar
sniðmóts fyrir vefjanýmyndun með sam-
rýmanleika vefja líkamans fyrir ígræðslu.
Halldór lauk diplómaprófi á sviði
frumulíffræði, með áherslu á samruna ein-
kyrndra fruma, frá háskólanum í Árósum
árið 2005 eftir árs dvöl á Yale í Banda-
ríkjunum. Því næst hóf hann formlega
doktorsnám í vefjaverkfræði í Danmörku
samhliða læknanámi, en embættisprófi
í læknisfræði lauk Halldór árið 2012 frá
læknadeild háskólans í Árósum.
Doktor í vefjaverkfræði