Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 10
ÁGRIP AF SÖGU MINNINGARMARKA OG STEINSMÍÐI Á ÍSLANDI 9
manna og höfðingja sem ólíklegir eru til að hafa setið löngum að stein-
höggi, auk þess sem mun auðveldara er að meitla rúnir í grjót en gotn eskt
letur því rúnaformið einkennist af beinum strikum. Við lestur grein -
ar Þórgunnar Snædal Rúnaristur á Íslandi sem hér hefur verið vitnað til
má sjá að rúnalegsteinar virðast f lestir úr kaþólskri tíð. Skýring á því
gæti verið aukin hræðsla við rúnanotkun á legsteinum eftir siða skipti. Í
grein Þórgunnar er vitnað til bréfaskrifta Arngríms lærða Jónssonar og
danska fornfræðingsins Ole Worm en Worm taldi eftir lestur Crymogæu
Arn gríms að hér á landi væri að finna marga legsteina frá landnámsöld
og vildi fá frekari vitneskju um þá. Mun Arngrímur hafa færst nokkuð
undan og bent meðal annars á að Íslendingar væru tregir til að fjalla um
þessa hluti eða opinbera nokkra kunnáttu sína í þessum efnum því þeir
sem gæfu sig að rúnum ættu á hættu að á þá félli grunur um svarta-
galdur.6
Flatir steinar og grafarhellur
Eins og fyrr er getið voru rúnalegsteinar áfram meitlaðir eftir siðaskipti en
þó í minna mæli en áður. Á seinni hluta 16. aldar og þó sérstaklega á 17.
öld fer að bera á innlendum f lötum legsteinum, aðallega úr blá- og grágrýti
og um miðja 17. öld, og síðar, stórum erlendum grafar hellum sem einungis
voru settar yfir efnamikla einstaklinga. Með endurreisninni í Evrópu
fóru að tíðkast stórar grafarhellur með ýmsum kristn um táknmyndum
og tilvísunum í Biblíuna. Táknfræðin og skreyt ið virðast ná hámarki á
barokktímanum og á yngri legsteinum hérlendis þessarar gerðar má greina
áhrif rókókóstíls. Um graftákn segir Björn Th. Björnsson listfræðingur:
Vesturevrópsk graftákn eru f lest af tvennum rótum, ýmist forn-
klassiskrar listar eða af stofni kristinnar táknfræði, sem á uppruna
sinn í leyndarmerkjum hinna ofsóttu frumkristnu safnaða. Það
eru slík tákn sem setja meginsvip sinn á legsteina og önnur graf-
minnis merki miðalda, endurreisnar og barokkstíls, en með upp-
gangi borgarastéttarinnar og nýklassiska stílsins á ofanverðri 18. öld
taka forngrísk og rómversk tákn og stílgervingar að hasla sér rúm
á minningarmörkum. Þegar kemur fram á 19. öldina eru þau víða
um lönd nærri einráð, svo sem súlan, odddrangurinn [óbeliskinn],
kerið, sveigurinn, harpan og hverskyns allegóriskar myndir sálar,
nætur eða aftureldingar. Að sama skapi létu undan og hurfu nær
með öllu þau minni sem tengjast „memento mori“, áminningu
dauðans, svo sem beinagrindin, hauskúpan og leggirnir, maðurinn