Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 180

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 180
SJÁLFSMYND JÖRUNDAR HUNDADAGAKONUNGS? 179 Jürgensen (1785-1843) konunglegs úrsmiðs í Kaupmannahöfn og þar með bróðursonur Jörundar. Jörundur var því afabróðir Christian Nees, sem Sigríður fékk myndina hjá. Niðurstaða Halldórs var eftir sem áður að virða upprunasögu myndarinnar og nafnsetningu hennar. Það er að hún væri af Jörundi og vó þar þungt að Matthías Þórðarson hefði ekki borið brigður á frásögnina. Þegar þeim Jørn og Lesley hafði verið sögð upprunasaga myndarinnar bentu þeir á nokkra hnökra í frásögninni.3 Þar ber fyrst til að Jörundur átti aldrei afturkvæmt til Danmerkur eftir Íslandsdvölina, en var f luttur til Englands, þar sem hann sat í fangelsi og var síðan sendur til Tasmaníu. Myndin gæti því ekki verið máluð af Jörundi í Danmörku þó að hún hefði getað borist þangað því að Jörundur skrifaðist á við Fritz bróður sinn. Jörundur var að sönnu drátthagur og gerði myndir, sumar þeirra eru líka skopmyndir, en það eru hins vegar allt teikningar. Yfir 200 mynda hans hafa varðveist en ekki er vitað til að hann hafi fengist neitt við að mála. Þessir annmarkar á frásögninni urðu til þess að Jørn velti fyrir sér hvort upprunaleg ættfærsla Sigríðar um móðurbróður Christians Nees væri ekki rétt og að myndin væri eftir Fritz Jürgensen, bróðurson Jörundar. Fritz var frægur teiknari og málari á sinni tíð og er talinn fyrsti skopteiknari hversdagslífsins í Kaupmannahöfn. Hans þekktasta verk er teikniserían Gyssebogen, sem hann gerði árið 1843, fyrir systur- son sinn Christian, sem kallaður var Gysse, og bókin er kennd við. Claus Bjerring rithöfundur og málari hefur rannsakað teikningar Fritz um árabil og gaf út bók um þær árið 1999.4 Jørn sýndi Bjerring ljósmynd af sjálfsmynd Jörundar og hann vísaði þegar til eldri bókar um Fritz frá árinu 1897 eftir Nicolai Bøgh.5 Þar birtust 160 teikningar auk bréfa og málverka eftir Fritz. Nú rúmri öld síðar er ekki vitað nema hvar hluti þeirra mynda er niðurkominn. Í þessari bók birtist meint sjálfs mynd Jörundar og henni fylgdi saga sem er á þessa leið. Á árunum 1858-1859 bjó Fritz í Helsingør og myndaði þar klúbb ásamt nokkrum vinum sínum og félögum, sem þeir nefndu Republikken eða Lýðveldið eftir samnefndu skopriti, sem þeir héldu úti vikulega innan hópsins en fóru leynt með. Ekki mun það þó hafa verið vegna þess að þeir væru raunverulegir lýðveldissinnar heldur vegna þess að þetta voru galgopaleg skrif með gamanmálum um félaga hópsins. Einn þeirra var póstmeistari að nafni Testman frá Lütjenburg. Jørn telur að það geti verið Peder Otto Testman (1806-1890) faðir Caroline Testman, frægrar danskrar kvenréttindakonu.6 Fritz hefur líka málað og teiknað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.