Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 106
BRÚÐARHÚS Í LAUFÁSI 105 (1) Frá upphafi til 1813 er það var tvö stafgólf, þil þess með miðsyllum og það var innarlega í bænum. (2) Árabilið 1813-1840 er húsið var af sömu stærð og þilgerð en stað- setn ingin innan bæjarhúsaþyrpingarinnar var ný þ.e. utarlega í bænum. 3) Í núverandi mynd á núverandi stað allt frá 1840: 3 stafgólf og án mið syllna í veggþili. Grindargerð brúðarhúss Brúðarhúsið hefur nokkra sérstöðu meðal húsa í Laufásbæ, eins og hann lítur nú út, hvað grindargerð varðar. Flest önnur hús bæjarins eru að meira eða minna leyti smíðuð eða endursmíðuð af Jóhanni Bessasyni smiði frá Skarði á árunum 1867-7713 og er á þeim svipað handbragð og grindargerð. Brúðarhúsið er aftur á móti eldra, líklega reist í núverandi mynd um 1840 af úttektum að dæma. Í þeim húsum sem Jóhann Bessason smíðaði er grindin af bindingsverki og þiljur eru negldar utan á hana. Oftast er það með þeim hætti að þverslár eða listar uppi og niðri eru negldir á grindina en þiljum er komið fyrir í grópum á þeim. Hús Jóhanns eru auk þess oftast portbyggð. Í hinu forna stafverki var grind húsa byggð upp af stöfum, syllum og aurstokkum, öðru nafni undirsyllum, og var þiljum rennt í grópir í sjálfum burðarviðunum. Í yngri gerðum stafverks ber nokkuð á því sem kallast miðsylla sem lá í gegnum stafi milli syllu og aurstokks. Ekki verður fullyrt um hvort sá siður komst á í því skyni að nýta timbur sem best eða hvort hér er um að ræða áhrif tíðarandans. Ef til vill er þetta bland beggja atriða. Út frá vitnisburði úttekta í Laufási má ráða að f lest hús hafi þar verið gerð með stafverki framan af og breytingin yfir í bindingsverk verður ekki alfarið fyrr en með handbragði Jóhanns Bessasonar skömmu eftir miðja 19. öld. Í úttektum brúðarhússins er greinanlegur munur á orðfæri um hús- grindina milli úttektanna 1828 og 1854 sem bendir í þessa átt. Fyrra árið eru syllur í húsinu en á því seinna eru þar lausholt. Munurinn á þessu tvennu kemur glögglega fram í úttektum á bæjargöngunum í Laufási. Þar kemur skýrt fram að syllur séu þar að hluta og lausholt að hluta. Göngin eru með sama hætti enn þann dag í dag og er augljós munurinn á þessu tvennu. Syllur virðast hafa skírskotun til grindargerðar stafverks og sitja upp á rönd í klofa á stoð en lausholt eru töppuð ofan á stafi og vísa þannig heldur til bindingsverks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.