Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Page 4
Íslenskir framhaldsskólanemendur
geta verið ansi hugmyndaríkir þeg-
ar það kemur að hrekkjum og þá sér-
staklega í aðdraganda ýmissa keppna
þeirra á milli. Þannig beið eins og
hálfs metra hnísa, þyrlupallur og tug-
ir vörubretta eftir nemendum Verzl-
unarskóla Íslands þegar þeir mættu
til náms í gærmorgun. Hrekkurinn er
úr herbúðum Fjölbrautaskóla Suður-
nesja en ræðulið hans mætir ræðu-
liði Verzlunarskóla Íslands í úrslitum
Morfís í Háskólabíói í kvöld, föstu-
dagskvöld, klukkan átta.
Þetta er í fyrsta skiptið í 36 ára
sögu Fjölbrautaskóla Suðurnesja
sem hann tekur þátt í úrslitum Morf-
ís en svokölluð „stríðsnefnd“ skól-
ans tók forskot á sæluna í fyrrinótt
og málaði meðal annars þyrlupall á
bílastæði Verzlinga.
Allt í gríni gert
„Þetta var allt í gríni gert. Við höf-
um aldrei áður náð í úrslit Morfís og
því er stemningin í skólanum fyrir
keppninni gríðarleg,“ segir formaður
stríðsnefndar Nemendafélags Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja sem ekki vill
koma fram undir nafni vegna hættu á
að verða lögsóttur.
„Við höfum fylgst með öðrum
skólum sem hafa tekið þátt í úrslit-
unum og oft á tíðum hafa þeir strítt
hvor öðrum í aðdraganda keppn-
innar. Við vildum að sjálfsögðu taka
þátt í því og gáfum þeim þess vegna
þessa fallegu hnísu sem ættuð er úr
Faxaflóa. Alvöru hnísa handa alvöru
fólki,“ segir formaðurinn og hlær.
En hnísan var ekki það eina sem
mætti Verzlingunum í gærmorgun
heldur beið þeirra einnig einkenn-
ismerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja
sem var á stærð við lítið fjölbýlishús
á bílastæði skólans. Einkennismerk-
ið var búið til úr tugum vörubretta
sem stríðsnefndin skrúfaði saman á
bílastæði skólans um nóttina.
Þyrlupallur við anddyrið
Þá var einnig búið að mála risastór-
an þyrlupall á bílastæðið fyrir framan
anddyri Verzlunarskólans. Formaður
stríðsnefndar NFS segir brandarann
liggja í augum uppi.
„Útrásarvíkingarnir í Verzló geta
núna lent á þyrlunni sinni beint fyr-
ir utan skólann á morgnana. Með
tilkomu þyrlupallsins geta þeir lagt
Range Rover-inum sínum enda er
það ekkert kúl í dag að eiga Game
Over,“ segir formaður stríðsnefndar-
innar og hlær.
Líffræðikennararnir sáttir
Hafsteinn Gunnar Hauksson, forseti
Nemendafélags Verzló og liðsmaður
í Morfís-liði Verzlinga, segir í sam-
tali við DV að nemendurnir hafi ekki
beint átt von á þessu en að þetta hafi
vakið mikla athygli.
„Menn urðu svolítið sjokkerað-
ir á þessu, við höfum lítið verið í
hrekkjum fyrir keppni. Líffræðikenn-
ararnir voru hins vegar mjög sáttir.
Hnísan liggur núna inni í líffræði-
stofu og verður rannsökuð,“ segir
Hafsteinn Gunnar.
Hrekkir, eins og þessi sem stríðs-
nefnd NFS stóð fyrir, eru alþekkt-
ir meðal framhaldsskólanema. Árið
2006 var til að mynda mjög eftir-
minnilegt hvað hrekki varðar en þá
áttust við Morfís-lið Menntaskól-
ans í Reykjavík og lið Menntaskól-
ans í Hamrahlíð. Mikið gekk á í þeim
hrekkjum en nemendur MR mál-
uðu meðal annars mann í hjólastól,
líkt og um bílastæði fyrir fatlaða væri
að ræða, á næstum því öll bílastæði
Menntaskólans við Hamrahlíð.
föstudagur 17. apríl 20094 Fréttir
Sandkorn
n Steingrímur J. Sigfússon
spilaði út sinni stærstu kosn-
ingabombu þegar hann sem
sjávarút-
vegsráðherra
tilkynnti
að smá-
bátamenn
mættu veiða
kvótalaust
við strönd-
ina. Fjöldi
atkvæða
á landsbyggðinni mun skila
sér til VG fyrir vikið. Jafnframt
er ljóst að sægreifar landsins
munu berja á Steingrími af
hörku. Vandinn er sá að ekki er
einfalt að veita kvótaflokkun-
um styrki.
n Raunhæfur möguleiki virð-
ist nú á að Þráinn Bertelsson
nái kjöri á Alþingi fyrir Borg-
arahreyfinguna í Reykjavík
norður. Þráinn fór líka mikinn
á framboðsfundi sjónvarps-
ins og bölvaði hinum spilltu
valdaflokkum í sand og ösku,
svo vart gekk hnífurinn milli
hans og Ástþórs Magnússon-
ar. Athyglisvert er að Þráinn
hefur alveg snúið við blaðinu
síðan í febrúar er hann reyndi
af alefli að komast á þing fyrir
Framsóknarflokkinn. Þá lof-
aði hann og prísaði ríkisstjórn
Samfylkingar og vinstri grænna
á bloggsíðu sinni og bætti við:
„Og allt þetta í boði Framsókn-
arflokksins – sem er nú geng-
inn í endurnýjun lífdaganna,
kátur eins og lamb á vordegi.“
n Þráinn tilkynnti svo fram-
boð sitt í efsta sæti Framsókn-
ar í öðru Reykjavíkurkjördæm-
anna. Upp úr miðjum febrúar
kom babb í bátinn þegar flokk-
urinn samþykkti að stilla upp á
lista en ekki hafa prófkjör eins
og Þráinn vildi. Þá sagðist hann
ekki aðhyllast „pólitík reyk-
fylltra bakherbergja“ og sagði
sig úr Framsóknarflokknum.
Hann gekk síðan til liðs við
Borgarahreyfinguna og var að
lokum valinn í efsta sæti fram-
boðslista hennar í Reykjavík
norður. Ekki var haldið prófkjör
svo líklega var Þráinn valinn í
framboðið í „reykfylltu bakber-
bergi“ en hann hefur þó ekki
séð ástæðu til að amast við því.
Lýðveldishúfa
kr 1.500.-
Nóatúni 17
S: 534 3177 eða 820 7746
www.icefin.is
HVAL RAK upp AÐ
ANDDYRI VERZLÓ
Nemendum Verzlunarskóla Íslands brá heldur betur í brún þegar þeir mættu til skóla
á fimmtudagsmorgun. Eins og hálfs metra hnísa beið þeirra við anddyri skólans auk
þess sem þyrlupallur hafði verið málaður á bílastæðið. Hrekkurinn tengist ræðukeppn-
inni Morfís. Þar etja kappi Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Verzlunarskóli Íslands. Hefð
er fyrir hrekkjum skóla í milli í þeirri keppni.
AtLi Már GyLfAson
blaðamaður skrifar atli@dv.is
„Menn urðu svolítið sjokkeraðir á þessu, við höf-
um lítið verið í hrekkjum fyrir keppni. Líffræði-
kennararnir voru hins vegar mjög sáttir.“
ræðulið fs Hnísan var hluti af hrekk sem stríðsnefnd
Nemendafélags fjölbrautaskóla suðurnesja gerði í
aðdraganda Morfís en þetta er í fyrsta skiptið í 36 ára
sögu skólans sem lið á hans vegum kemst í úrslit Morfís.
Hnísan Hnísa er hvalateg-
und en ein slík tók á móti
nemendum við Verzlunar-
skóla íslands í gærmorgun.