Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 12
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi ætlaði sér að rannsaka sölu Landsbankans á tæplega 50 prósenta hlut bankans í Vátryggingafélagi Ís- lands (VÍS) til S-hópsins svokall- aða í ágústlok árið 2002. S-hópur- inn greiddi 6,8 milljarða króna fyrir hlutinn, samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur á Alþingi í febrúar árið 2005, en seldi hlutinn síðan til Exista á 31,5 milljarða árið 2006. Sigurður sendi Halldóri Krist- jánssyni, bankastjóra Landsbank- ans, bréf í maí árið 2005 þar sem hann bað um upplýsingar um sölu bankans á hlut íslenska ríkisins í VÍS. Halldór neitaði Ríkisendurskoðun um þessar upplýsingar og bar fyrir sig bankaleynd. Þetta kemur fram í svarbréfi Hall- dórs til Ríkisendurskoðunar sem DV hefur undir höndum. Bréfið er hluti af þeim gögnum einkavæðingarnefndar um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem forsætisráðu- neytið veitti fjölmiðlum aðgang að nýlega. Ítarlega var rætt um aðdragandann að einkavæðingu bankanna tveggja í Morgunblaðinu í lok mars og því fjall- ar DV ekki um hann sérstaklega held- ur tekur aðeins fyrir þær upplýsingar sem koma fram í gögnunum um söl- una á hlutnum í VÍS. Ríkisendurskoðun fékk engar upplýsingar Í svarbréfinu til Sigurðar Þórðar- sonar segir Halldór Kristjánsson að Landsbankinn hafi verið skráð félag á markaði síðan árið 1998 og verði að gæta jafnréttis í upplýsingagjöf til allra samkvæmt reglum Kauphall- ar Íslands. „Landsbankanum er því ekki fært að veita frekari upplýsing- ar um einstök mál en þær sem koma fram í opinberum tilkynningum bankans.“ Þess í stað vitnaði Halldór í opinberar tilkynningar Landsbank- ans um söluna á hlutnum í VÍS og lét fylgja með flagganir um söluna frá Kauphöll Íslands. DV fékk nýlega sams konar svör frá Nýja Landsbankanum þegar þess var krafist að blaðið fengi aðgang að fundargerðum Landsbankans frá sumrinu 2002 til að hægt væri að at- huga hvernig ákvörðunin um að selja hlut Landsbankans í VÍS hefði ver- ið tekin. Í svari Landsbankans kom fram að upplýsingalög ættu ekki við um Landsbankann þar sem bankinn væri hlutafélag. Salan á hlutnum í VÍS gagnrýnd Sala Landsbankans á hlut ríkisins í VÍS hefur löngum verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Sverri Hermannssyni fyrrum bankastjóra Landsbankans. Talið er líklegt að með sölunni hafi Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn ver- ið að halda í heiðri hina alræmdu helmingaskiptareglu sem löngum einkenndi samstarf þeirra og sala ríkisstjórnarinnar á Landsbankan- um og Búnaðarbankanum var dæmi um. Málið var hins vegar það að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn vildu að sam- flokksmenn sínir fengju að kaupa Landsbankann líkt og gögn einka- væðingarnefndar sýna. S-hópurinn var einn af þeim þremur hópum sem lýstu yfir áhuga á að kaupa Lands- bankann, hinir tveir voru Kaldbak- ur og svo Samson-hópur þeirra Björgólfsfeðga og Magnúsar Þor- steinssonar sem á endanum keypti bankann. Sverrir Hermannsson hefur með- al annars haldið því fram að friða hafi þurft framsóknarmenn og Fram- sóknarflokkinn til þess að þeir sættu sig við að fá bara að kaupa Búnaðar- bankann. Ekkert frekar aðhafst Sigurður Þórðarson, fyrrverandi rík- isendurskoðandi, segir að hann hafi sent bréfið til Landsbankans eftir að starfsmenn embættisins funduðu með fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin bað um að málið yrði rann- sakað. „Þeir báðu okkur um að kíkja á þetta og í framhaldi af því skrifaði ég þetta bréf til Landsbankans. Við fengum hins vegar engar upplýsing- ar frá Landsbankanum eins og kem- ur fram í bréfinu frá Halldóri og þar með féll þetta mál bara niður af okk- ar hálfu,“ segir Sigurður og bætir því við aðspurður að embættið hafi ein- faldlega lent á vegg bankaleyndar í bankanum. Hann segir að Ríkisendurskoðun hafi því aldrei getað rannsakað söl- una á hlut Landsbankans í VÍS frek- ar þrátt fyrir tilmæli um það frá fjár- laganefnd. Ekki talið þarft að grípa til aðgerða Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem var for- maður fjárlaganefndar árið 2005, segir að beiðnin um rannsókn Rík- isendurskoðunar á VÍS-sölunni hafi verið hluti af umfjöllun nefndarinn- ar um einkavæðingu bankanna sum- arið 2005. Hann segir þó að nefndin hafi ekki rannsakað söluna á hlutn- um í VÍS sérstaklega. „Hana hefur sennilega borið eitthvað á góma en við vorum fyrst og fremst að ræða um einkavæðingu bankanna,“ seg- ir Magnús en Ríkisendurskoðun að- stoðaði nefndina við að viða að sér upplýsingum um einkavæðinguna. Hann segir að umfjöllun fjárlaga- nefndar um einkavæðingu bank- anna hafi ekki leitt af sér skýrslu eða greinargerð þar sem fjárlaganefnd hafi ekki fundið neitt í rannsókn sinni sem benti til þess að óeðlilega hefði verið staðið að einkavæðingu bankanna. „Nefndin sá ekki neina ástæðu til að senda neina skýrslu frá sér því að hún fann ekkert í þessari rannsókn sinni sem þótti óeðlilegt. Ef við hefðum fundið eitthvað óeðli- legt hefðum við hins vegar gert það,“ segir Magnús. Finnur skipaði Helga Formaður bankaráðs Landsbank- ans á þessum tíma var Helgi S. Guð- mundsson, sem um áratugaskeið hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Framsóknarflokkinn, með- al annars verið formaður fjármála- nefndar hans. Helgi hafði jafnframt starfað hjá Samvinnutryggingum frá 1982 til 1989 og síðar hjá VÍS til 1998 eftir að starfsemi Samvinnu- trygginga hafði verið flutt þangað inn. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, var í september 2002 forstjóri og einn af helstu eigendum VÍS. Finnur hafði skipað Helga sem formann banka- ráðsins árið 1998 eftir að bankinn var hlutafélagavæddur og var Hall- dór Kristjánsson skipaður banka- stjóri Landsbankans af bankaráðinu í kjölfarið samkvæmt tillögu Finns Ingólfssonar. Í kjölfar sölunnar var S-hópurinn orðinn allsráðandi í VÍS. Stefna bankans að selja, segir Guðbjartur Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og forseti Alþing- is, sat í bankaráði Landsbankans þeg- ar ákveðið var að selja hlut ríkisins í VÍS. Aðrir bankaráðsmenn voru áður- nefndur Helgi, Kjartan Gunnarsson, Jónas Hallgrímsson og Birgir Run- ólfsson en þeir voru allir skipaðir af viðskiptaráðherra eftir tilnefningu frá stjórnmálaflokkunum á Alþingi. Guðbjartur segir að hann hafi verið erlendis þegar endanlega ákvörðunin um að selja hlutinn til S-hópsins hafi verið tekin. Hann tók þátt í bankaráðs- föstudagur 17. apríl 200912 Fréttir GaGnRýni SVERRiS á VÍS-Söluna: sverrir Hermannsson, fyrrverandi þingmaður og bankastjóri landsbankans, hefur verið afar gagnrýninn á þá ákvörðun að selja s-hópi framsóknarmannanna finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar tæpan 50 prósenta hlut bankans í vátryggingafélaginu Vís. Þetta hefur sverrir rætt í fjölda blaðagreina á liðnum árum. sverrir segir að Helgi s. guðmundsson og Kjartan gunnarsson, varaformaður bankaráðsins, hafi ákveðið að selja s-hópnum hlutinn á tæplega 7 milljarða króna en að hluturinn hafi verið metinn á tæpa 12 milljarða. Ástæðuna fyrir þessu segir sverrir vera þá að friða þurfti framsóknarflokkinn vegna þess að forsvars- menn hans vildu að aðilar tengdir flokknum fengju að eignast landsbankann en ekki Búnaðarbankann eins og síðar varð raunin. sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar selja landsbankann Björgólfsfeðgum, sem voru handgengnir flokknum meðal annars í gegnum davíð Oddsson. sverrir segir að s-hópurinn hafi síðar selt hlutinn í Vís fyrir rúma 30 milljarða króna og þeir því innleyst hagnað upp á nærri 25 milljarða út af hlutnum í vátrygginga- félaginu. „gjöfin til s-hópsins var því miklu meiri en þessir 5 milljarðar króna sem þeir fengu í afslátt,“ segir sverrir en hann segir að þessi ákvörðun Kjartans og Ólafs hafi verið samþykkt af Valgerði sverrisdóttur, þáverandi viðskiptaráðherra úr framsóknarflokknum. „Þetta gerðu þessar hetjur og brutu þannig af sér og ættu að vera tugthúslimir ef einhver vildi við þessu líta,“ segir sverrir en hann telur að eftirlitsstofnanir ættu að rannsaka sölu bankaráðsins á hlutnum. ÆTLAÐI AÐ RANNSAKA SÖLU BANKANS Á VÍS Ríkisendurskoðun ætlaði að rannsaka sölu Landsbankans á hlut bankans í VÍS árið 2005 en fékk engar upplýsingar frá bankanum vegna bankaleyndar. Fjárlaganefnd Alþingis bað um rannsóknina en aðhafðist ekkert eftir að synjunin barst frá Landsbankanum. Salan á VÍS hefur löngum verið gagnrýnd sem dæmi um helmingaskiptaregluna sem var í gildi á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í ríkisstjórnartíð þeirra. Ákvörðunin um söluna var alfarið tekin af bankaráði Landsbankans án beinnar aðkomu Valgerðar Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra. Guðbjartur Hannesson, þáverandi bankaráðsmaður og núverandi forseti Al- þingis, segist ekki vita hvort eitthvert pólitískt plott hafi verið á bak við söluna eða ekki. inGi F. VilHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is 10. júlí 2002 auglýsing einkavæðingarnefndar um að óskað sé eftir tilkynningum frá áhugasömum fjárfestum um kaup á kjölfestuhlutum í landsbank- anum og Búnaðarbankanum birt í Morgunblaðinu. 25. júlí 2002 frestur til að senda inn tilkynning- ar rennur út. samson, Kaldbakur og s-hópurinn valdir til frekari viðræðna um kaup á hlutnum í landsbankanum. 28. ágúst 2002 Bankaráð landsbankans selur rúmlega 27 prósenta hlut ríkisins í Vátryggingafélagi íslands til s-hóps- ins. samið um sölurétt á rúmlega 21 prósents hlut í Vís. 29. ágúst 2002 lögmaður samson-hópsins, Þórunn guðmundsdóttir, sendir bréf til einkavæðingarnefnd- ar þar sem hún lýsir því yfir að umbjóðendur hennar hafi verið ósáttir við söluna á hlut landsbankans í Vís. allsráðandi í VÍS Eftir sölu landsbankans á hlutnum í Vís í ágúst árið 2002 voru finnur Ingólfsson og félög tengd honum orðin allsráðandi í Vís. Halldór Ásgrímsson var formaður framsóknarflokksins á þessum tíma og hrikti i ríkisstjórnarsamstarfinu við sjálfstæðisflokkinn út af Vís-málinu; gerð var krafa um að s-hópurinn fengi Vís. 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.