Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Side 13
fundinum í gegnum síma. Hann seg- ist hafa greitt atkvæði með því að selja S-hópnum hlut ríkisins í VÍS því það hafi verið hans faglega afstaða á þeim tíma. Hann segir að það hafi lengi ver- ið á stefnuskrá bankans að selja því ríkið hafi ætlað sér að eignast VÍS til fulls en að það hafi ekki gengið og því hafi skapast „pattstaða“ á milli stærstu eigenda tryggingafélagsins, S-hóps- ins og Landsbankans, meðal annars um hvort setja ætti félagið á markað eða ekki. Landsbankinn hefði því vilj- að losa um þessa pattstöðu með því að selja hlutinn því hann hafi gagnast lítið. „Þetta var patt- staða sem þýddi það að félagið var ekki nægilega vel starfhæft því ekki tókst að ná meirihluta í því,“ segir Guðbjartur og bætir því við að það hafi skapast meirihluti um það í bankaráðinu að selja hlutinn í VÍS. Guðbjartur segist hins vegar ekki vita hvort eitthvert pólitískt plott hafi legið þar á bak við því hann hafi aðskil- ið söluna á VÍS frá einkavæðingu bank- anna og því hafi salan á VÍS á þessum tíma ekkert snúist um S-hópinn. „Hafi menn verið með eitthvert plott þarna á bak við þá var það í höndum þeirra sem voru að plotta en ekki mínum,“ segir Guðbjartur og bætir því við að- spurður að hann hafi ekki fengið það á tilfinninguna að óeðlilega hafi ver- ið staðið að sölunni á hlutnum í VÍS, þó svo að Helgi S. Guðmundsson hafi vissulega alltaf gengið erinda S-hóps- ins og Framsóknarflokksins. Björgólfsfeðgar ósáttir Í gögnum einkavæðingarnefndar kemur fram að Samson-hópurinn var mjög ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að selja S-hópnum hlut bankans í VÍS. Daginn eftir að gengið var frá sölunni, 29. maí árið 2002, sendi lögmaður Samson-hóps- ins, Þórunn Guðmundsdóttir, bréf til einkavæðingarnefndar þar sem hún spurði ýmissa spurninga um söluna fyrir hönd umbjóðenda sinna. Í bréfinu spyr Þórunn meðal annars hvort einkavæðingarnefnd hafi verið kunnugt um viðskiptin og hvort ekki hefði verið eðlilegt að einkavæðingarnefnd hefði rætt um söluna á hlut Landsbankans í VÍS á fundi sem hún átti með Samson dag- inn áður. Af bréfi Þórunnar er ljóst að Samson-hópurinn hefur litið svo á að salan á hlutnum í VÍS hafi rýrt verðgildi bankans vegna þess að um 17 prósent af hagnaði Landsbank- ans fyrri hluta ársins 2002, 155 milljónir króna, voru til- komin út af eignarhlutn- um í VÍS. Valgerður segist ekkert hafa vitað Í svarbréfi einkavæðing- arnefndar til Þórunnar kemur fram að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið kunnugt um viðskiptin með hlutabréfin í VÍS. Ástæðan hafi ver- ið sú að salan hafi verið innanbúðar- mál í Landsbankanum og að það sé ekki hlutverk einkavæðingarnefndar að hafa afskipti af „einstökum ákvörð- unum er varða stjórnun og rekstur Landsbanka Íslands“. Í minnisblöðum einkavæðingarnefndar kemur fram að nefndin hafi litið á söluna í VÍS sem „viðskiptamál bankans“. Í minnisblöðum einkavæðingar- nefndar kemur einnig fram að Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi viðskiptaráð- herra, hafi heldur ekki verið kunnugt um sölu bankaráðs Landsbankans á bréfunum í Vátryggingafélaginu. Í viðtali við DV segir Valgerður að hún muni þessa atburðarás ekki mjög vel þar sem langt sé um liðið en að hún hafi ekki gefið fyrirmæli um að selja skyldi hlut ríkisins í VÍS til S-hópsins, líkt og komið hefur fram í umræðum um söluna. „Ég kom ekki að ákvarð- anatökunni en ég kann að hafa vitað af þessu áður en sagt var frá sölunni í fjölmiðlum,“ segir Valgerður. Af gögnum einkavæðingar- nefndar að dæma virðist því sem bankaráðið eitt hafi tekið ákvörðunina um að selja hlut ríkisins í VÍS til S-hópsins. S-hópurinn hafði gríðar- legan áhuga á VÍS Í bréfinu gagnrýndi Þórunn jafnframt aðkomu Ei- ríks S. Jóhanns- sonar, forstjóra fjárfestingafé- lagsins Kald- baks, að mögulegum kaupum á hlut ríkisins í Lands- bank- anum. Kaldbakur var eitt af þeim þremur félögum sem átt höfðu í við- ræðum við einkavæðingarnefnd um möguleg kaup á hlut ríkisins í VÍS, hin tvö voru Samson og S-hópurinn. Í bréfi Þórunnar er minnst á að Eirík- ur hafi jafnframt verið í stjórn tveggja þeirra félaga sem mynduðu S-hóp- inn, Samvinnutrygginga og Andvöku, en það voru tvö af þeim félögum sem keyptu hlut Landsbankans í VÍS. Þór- unn spurði einkavæðingarnefnd hvort þessi tengsl Eiríks við tvo af hópun- um gerðu Kaldbak ekki vanhæft til að kaupa Landsbankann. Staða Eiríks í einkavæðingarferli Landsbankans og Búnaðarbankans er áhugaverð í ljósi þess að hann tengdist báðum hópunum og báðir höfðu þeir mikinn áhuga á eignarhlut Landsbank- ans í VÍS. Í minnispunktum einkavæð- ingarnefndar frá fundum sem haldnir voru með áhugasömum fjárfestum í lok júlí kemur fram að bæði S-hópur- inn og Kaldbakur höfðu áhuga á hlut Landsbankans í VÍS. Kaldbaksmenn sögðu að eignastaða bankans í VÍS væri áhugaverð og gerðu þeir fyrirvara um að áhugi þeirra á Landsbankanum kynni að breytast ef eignarhaldið á VÍS breyttist. Í minnispunktum einkavæð- ingarnefndar kemur fram að Kald- baksmenn hafi talið VÍS vera „stóra sóknarfærið“. Að sama skapi taldi S-hópurinn að sóknar- færin fælust aðallega í kaupum og samstarfi við VÍS samkvæmt minnispunktunum, en þar kom jafnframt fram að fjárfestarnir ættu í kring- um 50 prósenta hlut í félaginu og væru í viðræðum um kaup á öllu félaginu. „Viðræðurn- ar“ um kaup S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS virðast því hafa verið hafnar í lok júlí 2002, tæpum mánuði áður en S-hópurinn keypti hlutinn. Ljóst er því að báð- ir hóparnir, S-hópurinn og Kaldbakur, höfðu augastað á VÍS og spilaði þessi áhugi stóran þátt í áhuga þeirra á Landsbank- anum. Komast hvorki lönd né strönd S-hópurinn fékk því að kaupa VÍS á endanum þrátt fyrir að hann fengi ekki að kaupa Landsbankann. Það er jafnframt ljóst af gögnum einka- væðingarnefndar að ein af helstu ástæðunum fyrir því af hverju bæði S-hópurinn og Kaldbakur, sem með- al annars tengdust í gegnum Eirík S. Jóhannsson, vildu fá að kaupa bankann var eignarhluturinn í VÍS. Í gögnum einkavæðingarnefndar kemur jafnframt fram að Samson- menn hafi ekki nefnt að þeir hefðu sérstakan áhuga á VÍS, að minnsta kosti lýstu þeir honum ekki yfir við nefndina. Hins vegar voru þeir ekki ánægðir með söluna á hlut ríkisins í VÍS. Þrátt fyrir að ýmis teikn hafi ver- ið á lofti um að óeðlilega hafi verið staðið að þessari sölu komust opin- berir eftirlitsaðilar hins vegar hvorki lönd né strönd við rannsókn málsins þar sem Landsbankinn synjaði þeim um aðgang að gögnum sem varpað hefðu getað ljósi á söluna. Þessi þátt- ur í einkavæðingu ríkisbankanna, sem spilaði veigamikið hlutverk í henni, telst því enn þann dag í dag vera órannsakaður þar sem opinber- ir aðilar hafa ekki haft heimild- ir til þess fram að þessu að rannsaka söluna. föstudagur 17. apríl 2009 13Fréttir Úr SKýrSlu rÍKiS- endurSKoðunar um Söluna á hlut rÍKiSinS Í landS- BanKanum: „sala landsbankans á umtalsverðum hlut sínum í Vís í lok ágúst s.l. hafði að mati ríkisendurskoðunar óheppileg áhrif á söluferlið og var til þess fallin að vekja tortryggni. Þessi sala var hins vegar hvorki á valdi framkvæmdanefndarinnar né ráðherranefndarinnar og því er bersýnilega ósanngjarnt að beina gagnrýni vegna sölu bankans á hlutnum í Vís að þessum aðilum.“ ÆTLAÐI AÐ RANNSAKA SÖLU BANKANS Á VÍS neitaði ríkisendurskoðun um upplýs- ingar Þáverandi bankastjóri landsbankans, Halldór Kristjánsson, synjaði sigurði Þórðar- syni ríkisendurskoðanda um upplýsingar um sölu landsbankans á hlut sínum í Vís. Vildi rannsaka söluna í maí árið 2005 vildi sigurður Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðandi, fá upplýsingar um sölu landsbankans á hlutnum í Vís. Bankaráðsmaðurinn guðbjartur Hannesson, þingmaður samfylking- arinnar og forseti alþingis, minnist þess ekki frá fundum bankaráðsins að óeðlilega hafi verið staðið að sölunni á hlut ríkisins í Vís. 30. ágúst 2002 Einkavæðingar- nefnd svarar bréfi samson og lýsir því að nefndin hafi ekki komið að sölunni á hlut ríkisins í Vís. 9. september 2002 Einkavæðingar- nefnd ákveður að ganga til einkavið- ræðna við samson, en ekki Kaldbak eða s-hópinn, um kaup á landsbankanum. 4. nóvember 2002 Ákveðið að ganga til einkaviðræðna við s-hópinn, en ekki Kaldbak, um kaup á Búnaðarbankanum. 4. febrúar 2003 gengið frá sölu á rúmlega 21 prósents hlut í Vís til s-hópsins. s-hópurinn orðinn allsráðandi í Vís. 31. desember skrifað undir kaupsamning við samson út af landsbankanum. 16. janúar skrifað undir kaupsamning við s-hópinn vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. 24. maí 2005 ríkisendurskoðun óskar eftir upplýsingum frá landsbankanum um söluna á hlut bankans í Vís sam- kvæmt beiðni frá fjárlaganefnd alþingis. 8. júní 2005 Halldór Kristjánsson, bankastjóri landsbankans, synjar ríkis- endurskoðun um upplýsingar um sölu bankans á hlut íslenska ríkisins í Vís. mars 2009 fjölmiðlum veittur aðgangur að gögnum einkavæð- ingarnefndar um einkavæðingu bankanna í fyrsta skipti. Bankaráðsformaðurinn Helgi s. guðmundsson var formaður bankaráðs landsbankans þegar hlutur ríkisins í Vís var seldur til s-hóps finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar. Helgi hafði um árabil unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir framsóknarflokkinn og var skipaður í bankaráðið af finni Ingólfssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, árið 1998. „Við fengum hins vegar engar upplýsingar frá Landsbankanum eins og kemur fram í bréfinu frá Halldóri og þar með féll þetta mál bara niður.“ 2003 2004 2005 2009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.