Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Síða 21
föstudagur 17. apríl 2009 21Fókus Sautján myndir verða sýndar á sautján dögum á Bíódögum, kvik- myndahátíð Græna ljóssins sem hefjast í Háskólabíói í dag og standa til 4. maí. Á hátíðinni er venjan að sýna rjómann af nýjum óháðum kvikmyndum hvaðanæva úr heiminum. Og að þessu sinni er opnunarmyndin íslenska heim- ildamyndin Me & Bobby Fischer í leikstjórn Friðriks Guðmunds- sonar. Í Me & Bobby Fischer eru vin- irnir Sæmundur Pálsson, eða Sæmi rokk, og skáksnillingurinn Bobby Fischer í forgrunni. Aðal- fókusinn er á atburðarásina sem fer af stað þegar Fischer hring- ir í Sæma um miðja nótt eftir að hafa verið handtekinn í Japan fyrir nokkrum árum og segir: „Mér hef- ur verið rænt af vondum mönn- um.“ Sæmi, sem hafði ekki hitt Fis- cher í 33 ár, ýtir öllu til hliðar og heldur þvert yfir hnöttinn til að frelsa vin sinn. Af öðrum myndum sem sýnd- ar eru á hátíðinni má nefna Bigger Faster Stronger, umtalaða heim- ildamynd í anda Michaels Moore um það hvernig sterar og notk- un þeirra hafa tröllriðið vest- rænni menningu, mafíumyndina Gomorra sem hlaut Gullpálm- ann í Cannes, BAFTA-verðlaun sem besta erlenda mynd ársins og fimm helstu verðlaunin á Evr- ópsku kvikmyndaverðlaununum, Boy A sem hlaut fern Bafta TV- verðlaun og dómnefndarverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Berlín en hún fjallar um ungan dreng sem er sleppt úr haldi eftir áralanga fangavist og loks má nefna óskars- verðlaunamyndina Man on Wire, heimildamynd um línudansar- ann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listrænan glæp aldarinnar“ árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Nánar um myndir hátíðarinnar á graenaljosid.is. Bíódagar, kvikmyndahátíð Græna ljóssins, hefjast í Háskólabíói í dag: sæmi, Bobby, mafían og sterar m æ li r m eð ... DraumalanDið Mögnuð mynd. Kemur á besta tíma þegar uppgjör á sér stað á grunn- hugmyndum seinustu ára. Pisa við lækjargötu Ekkert skakkt við pisa monsters vs aliens skemmtileg saga, flott útlit, góður húmor og ferlega flott leikaragengi í miklu stuði. maDworlD Eins blóðugur og þeir gerast. skemmtilegur leikur með frábærri grafík. knowing Ekki fara á þessa mynd nema ein- hver sé tilbúinn að greiða þér fyrir það. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n all-star-kvöld á Prikinu allir helstu plötusnúðar landsins verða samankomnir á prikinu í kvöld. Þar má meðal annars nefna, gísla galdur, danna deluxxx, Benna B-ruff, adda Intro, dj Moonshine, dj Kára, dj Kocoon og rottweiler- hunda. fjörið byrjar klukkan 22. Ókeypis inn. n stefán Hilmarsson í salnum Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar mun koma fram á einstökum tónleik- um í salnum í kvöld. Efnisskráin verður heldur betur blönduð og spannar feril stefáns undanfarna tvo áratugi. Miðaverð er 3.500 krónur. tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. n ge-ology á jackobsen plötusnúðurinn og taktsmiðurinn ge-Ology mun trylla lýðinn á Jackobsen í kvöld. um er að ræða einstakan viðburð fyrir hip-hop aðdáendur. upphitun á neðri hæð er í höndum didda fel, sesars a og Emmsjé gauta. Á efri hæðinni eru það dj Intro og B-ruff sem sjá um stemninguna. Húsið opnað klukkan 22 og kostar 1.500 kr. inn. n rekstrarstjórinn og glasabarnið á Q-Bar dj svenni og dj Árni gunnar, betur þekktir sem rekstrarstjórinn og glasabarnið, þeyta skífunum eins og þeim einum er lagið. diskó, hip hop og hústónlist mun óma alla nóttina. Ókeypis inn. n Dj jónas á vegamótum Komið í þægilegu skónum því nú verður dansað. dj Jónas þeytir skífunum á Vegamótum í kvöld og það verður án efa stuð. Ókeypis inn. laugardagur n reykjavík á karamba Karamba er heitasti staðurinn í reykjavík í dag og reykjavík er heit- asta hljómsveitin á Karamba í kvöld. Ballið byrjar upp úr 22. Ókeypis inn. n klezmer kaos á nasa frans-íslenska Klezmer-sveitin spilar á Nasa í kvöld. Þetta er í annað sinn sem sveitin spilar hér á landi. sveitin hefur notið mikillar velgengni um heim allan. tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.500 kr. n Á móti sól á Players „Keyrðu mig heim, ég er fullur.“ Það verður mikið fjör á tónleikum ÁMs í kvöld á players. fjörið byrjar upp úr miðnætti og kostar 1.500 krónur inn. n addi intro á Prikinu addi Intro veit hvað krakkarnir vilja heyra. Húsið opnað á miðnætti og þá verður sko tekið á því. n einar Ágúst á english Pub söngvarinn Einar Ágúst strýkur gít- arinn í kvöld á English pub fyrir góða gesti ásamt Vigni snæ Vigfússyni. Hvað er að GERAST? verður maður að hugsa eins og gáfu- menni,“ útskýrir Þorfinnur og kímir. „Ég kenndi honum kvikmyndagerð í staðinn.“ andstyggileg upplifun Uppleggið og markmiðið með gerð myndarinnar á fyrstu metrunum var margvíslegt að sögn Þorfinns. „Þetta var eiginlega eins og lag- terta. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar við vorum að byrja árið 2006 var að ná myndum af því svæði sem varð að Hálslóni. Það er 25 ferkílómetrar að stærð og er mik- ilvægt svæði fyrir bæði heiðagæsir og hreindýr, gróið land með þriggja metra djúpum jarðvegi. Þarna hafa hreindýr rásað um og eignast kálfa í hundruð ára og gæsin er búin að ala þarna upp unga sína í kannski fimm, sex þúsund ár. Að koma á þetta svæði árið 2006 iðaði allt þarna af lífi. Svo þegar ég kom þang- að þegar búið var að fylla lónið varð ég vitni að drekkingum á hreiðrum og dauða gæsarunga. Svæðið var steindautt. Það var andstyggileg og mjög döpur upplifun.“ náttúran sem persóna Draumalandið er sagt líklega eitt viðamesta heimildamyndaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Kostnaðurinn er sextíu milljónir króna og gæti Þorfinnur trúað því að þetta sé dýrasta íslenska heimilda- mynd sem gerð hefur verið. „Það markast af því að mikið af efninu er tekið á 35 mm filmu sem eru forréttindi í heimildamynda- gerð, í það minnsta á Íslandi. En ég lagði upp með það í byrjun að við yrðum að ná þessum heimildum á sem hreinast og best form því þetta kemur aldrei aftur. Þess vegna var svo nauðsynlegt að fólk myndi upp- lifa náttúruna sem persónu í mynd- inni en ekki sem fjöll og firnindi tekin út um glugga á flugvél. Ég er sveitapiltur og í þeirri sveit sem ég ólst upp í voru alls konar tabú, það mátti til dæmis ekki veiða fyrir ofan brú því þá myndi einhver stórgripur drepast. Þetta er það sem við vildum ná fram, að náttúran öðlaðist líf.“ Auk myndefnis sem tekið hef- ur verið síðustu þrjú ár er mikið af gömlu myndefni í Draumalandinu, til dæmis fréttamyndum. Þá má geta þess að fjölskyldumyndirnar sem sjást í myndinni eru í eigu fjölskyldu Andra Snæs og er hann litli glókoll- urinn sem hleypur þar um í náttúr- unni. ekki áróðursmynd Sumir segja málflutninginn í Draumalandinu einsleitan, mynd- in sé jafnvel áróðursmynd og gefa því lítið fyrir það sem kemur fram í henni. „Ég segi við það fólk: Farið á myndina. Við höfum nefnilega ekki fengið þau viðbrögð að þetta sé áróð- ursmynd nema frá fólki sem hefur ekki séð hana,“ segir Þorfinnur. Einhverjir hafa spyrt Þorfinn sam- an við heimildamyndagerðarmann- inn umdeilda Michael Moore. „Það hafa einhverjir reynt það, einhverj- ir misvitrir menn. En þessi umræða kom upp áður en myndin var frum- sýnd þannig að ég tek nú lítið mark á því. En auðvitað hefur þessi mynd að einhverju leyti skoðun. Allar mynd- ir hafa skoðun. Bara með því að taka upp ákveðið efni og með því að ákveða hvað lendir á klipparagólfinu ertu að taka ákvörðun. Og með því ertu aldrei hlutlaus. Það er ekkert til sem heitir hlutlaus heimildamynd.“ Ekkert samhengi er á milli þess að myndin sé frumsýnd núna og að kosningar séu handan við hornið að sögn Þorfinns. „Við bara frumsýnd- um um leið og myndin var tilbúin. Þetta hefur ekkert með kosningarn- ar að gera. Það er bara tilviljun að hún sé frumsýnd svo skömmu fyrir þingkosningar. Kannski er það guðs blessun, ég veit það ekki.“ Fluga og guð Þorfinnur, sem hefur sérhæft sig í heimildamyndagerð, er þekktastur fyrir mynd sína um ógæfumanninn Lalla Johns sem frumsýnd var fyr- ir sjö árum. Auk hennar hefur hann meðal annars gert myndir þar sem hestar og hagamýs eru í forgrunni. Spurður hvort það sé ekki svolítið stórt stökk að gera núna mynd um þau stóru mál sem Draumalandið tekur á er Þorfinnur snöggur til svars. Eða spurnar. „Ertu að segja að ég sé svo illa gef- inn að ég geti ekki gert svona mynd?“ spyr hann í léttum dúr. „En eins og sagði áðan lærði ég að vera gáfaður af Andra Snæ.“ En munurinn á því að gera mynd um Lalla Johns og mynd eins og Draumalandið hlýtur að vera mikill, eða hvað? „Munurinn er bara formlegs eðl- is. Lalla Johns-myndin er kennd við „fluga á vegg“-bíó, eða sannleiksbíó, þar sem það er enginn þulur heldur er það lífið og átök hans í lífinu sem keyra söguna áfram. Draumalandið er hins vegar póstmódernískt brjál- æði þar sem öll trixin í bókinni eru notuð til að segja söguna. Þess vegna er að mörgu leyti guðlegra sjónar- horn í Draumalandinu á meðan maður er fluga á vegg í myndinni um Lalla Johns. Lalli er míkrókosmos, Draumalandið er makrókosmos.“ Að sögn Þorfinns er ekkert í hendi með samninga um sýningar á Draumalandinu í öðrum löndum. „Hún er svo glóðvolg að það er ekkert farið að pæla í því ennþá að neinu ráði. En það er mikill áhugi fyrir henni, til dæmis búið að bjóða henni á hátíðir og fleira. Við eigum bara eftir að fylgja henni almennilega úr hlaði. Fyrst verðum við að lenda hér og svo verður farið af stað.“ kristjanh@dv.is ANDRI KENNDI MÉR AÐ VERA GÁFAÐUR Þorfinnur guðnason kvikmyndagerðarmaður „Ég hélt að það yrðu meiri læti,“ segir Þorfinnur um viðbrögð við mynd sinni, draumalandinu. Bobby Fischer skáksnill- ingurinn var skrautlegur fýr. Myndin Me & Bobby fischer verður frumsýnd á Bíódögum. PusH Hallæris roleplay cult unglinga- myndaprump með stefnuna á asíumarkað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.