Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Page 22
föstudagur 17. apríl 200922 Helgarblað „Ég hef alltaf verið mjög pólitísk, haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og verið virk í grasrótinni,“segir Birg- itta Jónsdóttir, skáld, þúsundþjala- smiður á tölvur og frambjóðandi í Borgarahreyfingunni. Birgitta hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir starf sitt með Borg- arahreyfingunni og hefur mælst með fjögurra til fimm prósent fylgi í síð- ustu skoðunarkönnunum. Hún seg- ist vera farin að trúa því að hún kom- ist inn á þing og ætlar sér að vinna í samstarfi við fólkið. Persónukjör fram yfir flokkskjör Borgarahreyfingin var stofnuð við samruna Samstöðu – bandalags grasrótarhópa og annarra hópa sem hafa starfað að lýðræðismálum. Á heimasíðu hreyfingarinnar segir. „Framboðið hlaut nafnið Borgara- hreyfingin og grasrótarstarfið mun væntanlega áfram starfa sjálfstætt framboðinu til stuðnings undir nafni Samstöðu. Stjórnmálahreyfing sem ætlar sér að koma á breytingum. Við viljum hreinsa út spillingu, koma á virkara lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins. Við viljum persónukjör en ekki bara flokkskjör. Þegar framboð- ið hefur náð sínum markmiðum inni á þingi verður það lagt niður.“ Vorum að missa af öllu Það er auðheyrt á Birgittu þegar spjall hennar við blaðamann hefst að henni er mikið niðri fyrir og að hún vill sjá breytingar á þjóðfélaginu. „Það var bara búið að aftengja þjóðina, börnin voru geymd á stofn- unum frá átta til fimm. Síðan voru þau send á námskeið, því næst var farið í búðina með þau og svo í stressi heim að elda og þá áttu foreldrarnir eftir að sinna sínum áhugamálum. Við vorum farin að haga okkur eins og við værum alltaf að missa af öllu. Það var orðinn allt of mikill hraði í samfélaginu. Hrunið hefur fengið fólk til að líta sér nær, hugsa aðeins inn á við og hugsa betur um sig og sína.“ Viska þjóðarinnar á stofnun Birgitta heldur áfram að tala um hve ótengd þjóðin hefur verið undan- farin ár og bendir í því samhengi á eldri kynslóðina. „Gamla fólkið okk- ar er látið dúsa á stofnunum og þetta eru okkar viskubrunnar. Ég var svo heppin að alast upp með langömmu minni um tíma og þvílíkum fróðleik sem hún miðlaði til okkar sem yngri vorum. Það sem fólk veit því mið- ur ekki er að ef það hefur nóg rými og aðstæður til veitir ríkið styrki til þeirra sem vilja sjá um aldraða ætt- ingja sína. Það er því miður allt of al- gengt að fólk þekki ekki réttindi sín og finnist það hálfpartinn vera að svindla ef það notfærir sér þau.“ Fólk hafði hlutverk „Undanfarna áratugi hefur lands- byggðin flust mikið til höfuðborg- arsvæðisins og hefur þetta reynst gamla fólkinu utan af landi sérstak- lega erfitt. Hér áður fyrr hafði þetta fólk hlutverk í þorpunum sínum þrátt fyrir að vera komið til ára sinna. Sem dæmi voru konurnar saumakonur og svo framvegis. Hér týnist það í kerf- inu og verður einmana. Það er búið að sneiða allt þjóðfélagið í sundur og við höfum bara tekið þátt í því.“ Birg- itta bendir á að erlendis sé það mjög algengt að sjálboðaliðar vinni hin ýmsu störf á stofnunum fyrir gamalt fólk, komi meðal annars og lesi fyr- ir það og fleira sem heldur þeim fé- lagsskap. „Þetta þurfum við að vinna betur hér á landi, sérstaklega í öllu atvinnuleysinu sem nú ríkir.“ Hæfileikarík þjóð Birgitta segir að hægt sé að gera mik- ið af góðum hlutum tengt atvinnu- leysinu. „Vinnumiðlun hefur eðlilega ekki tök á að vera í sambandi við allt það fólk sem hefur misst vinnuna en að mínu mati ætti að ráða hóp af verkefnastjórum til námskeiðahalda og stofna ýmsa hópa fyrir atvinnu- lausa, allt frá kór atvinnulausra, ým- iss konar hjálparstarfs og gagnlegu viðhaldi þekkingar. Þegar maður skráir sig atvinnulausan merkir mað- ur við þá hæfni sem maður hefur og Íslendingar eru upp til hópa mjög reynslumiklir og hæfileikaríkir. Því tel ég að nota megi þetta hæfileika- ríka fólk til margs og stofna til hinna ýmsu verkefna án þess að það þurfi að kosta mikið.“ Einnig segist Birgitta sjá möguleika í því að verkefnastjór- ar héldu utan um tungumálakennslu og matreiðslukennslu innflytjenda. „Það sem vantar núna er að setja hlutina í gang.“ Erfiðleikar kveikja í sköpunargáfu fólks Aðspurð hvað hún vilji sjá gerast í kosningunum sem fram undan eru segist hún vilja sjá alvöru breyting- ar. „Við í Borgarahreyfingunni finn- um fyrir töluvert miklum stuðningi og vonumst til að fá umboð fyrir þeim breytingum sem við stöndum fyrir og þá sem oddaflokkur. Það er ekki gott fyrir þjóðina að hafa tvo turna við völd eins og verið hefur.“ Birgitta viðurkennir þó að hún hafi áður orðið fyrir miklum vonbrigð- um með val fólksins eftir að flokk- arnir fóru á bak við þjóðina og seg- ir hún skýringuna á því vera að fólk óttist oft á tíðum breytingar. Núna vill hún hins vegar meina að hljóð- ið í þjóðinni hafi breyst. „Við finnum fyrir því að fólk hafi meira hugrekki núna en nokkurn tíman áður. Við höfum unnið mikið með það hvern- ig best er að fá fólk til að vera ekki sama um hlutina og það hefur sýnt sig að í miklum erfiðleikum eins og þjóðin glímir við nú kviknar frekar í sköpunargáfu fólks, samanber hjá fólki sem býr í löndum þar sem mik- ið er um hörmungar.“ Völdin til fólksins Markmið Borgarahreyfingarinnar er að færa völdin til fólksins. „Það er mikið aðhald fyrir pólitíkusa að fólk- ið hafi meiri völd en það hefur gert hingað til. Það er sárt að hugsa til þess að það þurfi táragas og stríð til þess að rödd fólksins heyrist. Þessa stöðu viljum við ekki sjá aftur.“ Birg- itta vill meina að það þurfi að breyta öllu kerfinu og taka vel til í þjóðfé- laginu. „Fólk er að missa allt undan fótum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við erum ennþá að sjá drulluna vella upp og eigum erf- itt með að kyngja því að það vorum við sem létum þetta viðgangast. Nú er tími breytinga og við megum alls ekki gleyma því að einstaklingar geta breytt heiminum.“ Vill boða til þjóðfundar Fljótlega eftir kosningar vill Birgitta halda þjóðfund þar sem hún boðar þjóðina til fundar. „Það er mikilvægt að afla réttra upplýsinga og setja sig í samband við fólkið. Fólk vill fá svör og á skilið að fá svör. Ég vil til dæmis vita hvað ger- ist ef við borgum ekki alþjóða gjald- eyrissjóðnum á tíma. Ég tel líka mik- ilvægt að fólkið í landinu viti hvar verður skorið niður á næstunni en enginn virðist vilja tala um það af hreinskilni.“ Einnig segist Birgitta vilja nýta sér sérfræðikunnáttu er- lendra aðila. „Við höfum ýtt þeim aðilum sem þekkingu hafa á vanda- málunum okkar hratt og örugglega frá okkur og gert lítið úr þekkingu þeirra.“ Dimmast fyrir dögun Birgitta segir að þjóðin þurfi að vanda sig vel í kosningunum því heimurinn fylgist grannt með. „Við erum fyrsta þjóðin sem kýs eft- ir hrunið og þar af leiðandi er mik- il pressa á okkur um að velja rétt og vanda til verks. Við verðum einfald- lega að athlægi ef við förum í sama farið.“ Spurð um framtíðina seg- ir Birgitta að ekki megi vænta mjög bjartra tíma strax. „Gefum okkur tvö ár, en munum að það er alltaf dimm- ast fyrir dögun. Það er undir okkur öllum komið hvort við brjótum okk- ur niður í ástandinu eða byggjum okkur upp og gleymum því ekki að sama hvar og hversu illa við erum stödd er engin manneskja öðrum æðri, það kenndi hún móðir mín mér,“ segir Birgitta að lokum. kolbrun@dv.is Dimmast „Það var bara búið að aftengja þjóðina, börnin voru geymd á stofnunum frá átta til fimm. Síðan voru þau send á nám- skeið, því næst var farið í búðina með þau og svo í stressi heim að elda og þá áttu foreldrarnir eftir að sinna sínum áhugamálum. Við vorum farin að haga okkur eins og við værum alltaf að missa af öllu. Það var orðinn allt of mikill hraði í samfélaginu“ Birgitta Jónsdóttir hefur lengi látið sér annt um samfélagið. Núna lætur hún til sín taka og býður sig fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar. fyrir Dögun Birgitta Jónsdóttir Birgitta hefur lengi haft áhuga á pólitík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.