Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 17. apríl 2009xx Sakamál
Líkin í aLdingörðunum Juan Corona var sakfelldur
fyrir morð á 25 farandverkamönnum. lík þeirra fundust í grunnum gröfum
í aldingörðum ávaxtabúgarða í sutter-sýslu í Kaliforníu. Á þeim tíma var um
að ræða hroðalegustu og alræmdustu raðmorð í sögu Bandaríkjanna og að
sögn lögreglustjórans á staðnum var ekki útilokað að jafnvel fleiri lík hefðu
verið grafin á svæðinu. lesið um Juan Vallejo Corona og líkin í aldingörðunum í
næsta helgarblaði dV.
Morðin í Kaliforníu
Um áratugaskeið fannst fjöldi ungra karlmanna myrtur við hraðbrautir Kaliforníu. Líkin voru vel flest illa
leikin vegna pyntinga og kynferðislegrar misnotkunar. Árið 1975 munaði litlu að morðinginn yrði handtek-
inn en fyrir kaldhæðni örlaganna slapp hann fyrir horn.
Á áttunda áratug síðustu ald-
ar og á fyrstu árum þess níunda
var framinn fjöldi morða í grennd
við hraðbrautir Kaliforníu í
Bandaríkjunum og sum fórnar-
lambanna fundust í nágrannarík-
inu Oregon.
Fórnarlömbin voru ungir karl-
menn og táningsdrengir sem
höfðu flestir sætt pyntingum og
verið kynferðislega misnotað-
ir. Á sumum líkanna mátti sjá
brunaför eftir sígarettukveikjara
bifreiðar og ennfremur fannst í
mörgum mikið magn áfengis og
róandi lyfja og því ekki ólíklegt
að fórnarlömbin hafi ekki verið í
stakk búin til að veita mótspyrnu
þegar þeim var misþyrmt.
Morðaðferðirnar voru mis-
munandi. Sumir höfðu verið
kyrktir, sumir skotnir í höfuð-
ið og aðrir drepnir með blöndu
af pyntingum og lyfjagjöf. Mörg
fórnarlambanna áttu það sam-
eiginlegt að hafa verið í hernum,
og höfðu verið á leið til eða frá
herstöð sinni. Aðrir þeirra myrtu
voru strokudrengir, puttalingar
eða höfðu kynnst morðingjanum
á krám samkynhneigðra.
Vel gefinn barþjónn
Randy Steven Kraft ólst upp í Kali-
forníu og var talinn vel gefinn og
námfús. Árið 1965 hóf hann störf
sem barþjónn á bar fyrir sam-
kynhneigða skammt frá heim-
ili sínu. Um það leyti var eftir því
tekið að hann var orðinn háður
valíum sem hann tók vegna kvið-
verkja og mígrenis. Árið 1968 út-
skrifaðist hann úr hagfræði með
BA-gráðu og sama ár gekk hann
í flugher Bandaríkjanna. Kraft
var staðsettur á Edwards-herflug-
stöðinni í Los Angeles-sýslu. Árið
1969 sagði Kraft foreldrum sínum
að hann væri samkynhneigður og
fékk lausn úr hernum af „heilsu-
farsástæðum“ sama ár. Í kjölfarið
tók Kraft upp sitt gamla starf sem
barþjónn.
Síðla árs 1971 fann lögregl-
an rotnandi lík Waynes Josephs
Dukette, þrítugs samkynhneigðs
barþjóns, við Ortega-hraðbraut-
ina. Talið var að hann hefði lát-
ist 20. september 1971 en engin
augljós merki voru um að brögð
hefðu verið í tafli. Fatnaður og
eigur Dukettes fundust aldrei, en
talið er að hann hafi verið fyrsta
fórnarlamb Krafts.
Kraft sleppur fyrir horn
Litlu munaði að Kraft yrði hand-
tekinn árið 1975. Þannig var mál
með vexti að nítján ára strákur,
Keith Daven Crotwell sem hafði
gefið skólann upp á bátinn, fór
frá Long Beach á puttanum 29.
mars 1975.
Mánuði síðar fannst höfuðið af
Keith í smábátahöfninni á Long
Beach og var ljóst að hann hafði
ekki komist langt. Lögreglan leit-
aði logandi ljósi á Long Beach að
bílnum sem Keith hafði fengið
far í og hafði árangur sem erfiði.
Í ljós kom að bifreiðin var skráð á
Randy Steven Kraft.
Þegar lögreglan yfirheyrði
Kraft 19. maí 1975 viðurkenndi
hann að hafa gefið Keith far, en
þeir hefðu bara ekið um í reiði-
leysi. Kraft fullyrti að hann hefði
skilað Keith af sér á lífi á kaffihúsi
sem opið var allan sólarhringinn.
Rannsóknarlögreglan mun
hafa viljað leggja fram kæru á
hendur Kraft en saksóknaraemb-
ætti Los Angeles-sýslu hafnaði
því og bar við að ekkert væri lík-
ið og ekkert væri vitað um dánar-
orsök.
Átta árum síðar
14. maí 1983 stöðvaði lögreglan
Kraft þar sem hann ók eftir San
Díegó-hraðbrautinni. Kraft steig
út úr bifreiðinni og hellti inni-
haldi bjórflösku á götuna í leið-
inni. Lögreglumaðurinn tók eft-
ir því að gallabuxur Krafts voru
óhnepptar. Kraft tókst ekki að
framkvæma þau próf sem fyrir
hann voru lögð til að meta hversu
drukkinn hann væri og var því
settur í járn og handtekinn fyrir
ölvun við akstur.
Þegar lögreglan athugaði bif-
reið Krafts betur rak hún augu í
mann í farþegasætinu aftur í bif-
reiðinni, að hluta til hulinn jakka,
og tómar bjórflöskur við fætur
hans.
Þar var um að ræða líkið af
Terry Gambrel, tuttugu og fimm
ára landgönguliða, og hafði hann
verið kyrktur. Fjöldi annarra
sönnunargagna fannst í bílnum,
þeirra á meðal áfengi, róandi lyf
og blóð sem ekki var úr Gambrel.
Síðar fundust á heimili Krafts,
sem hann deildi með vini, fatn-
aður og fleiri eigur manna sem
höfðu fundist látnir við hrað-
brautir Kaliforníu síðastliðinn
áratug og fjöldi ljósmynda af
fórnarlömbunum, annaðhvort
meðvitundarlausum eða dánum.
Listi á dulmáli
Einnig fann lögreglan lista á dul-
máli með 61 tilvísun til fórnar-
lamba Krafts, þar á meðal fjög-
urra tvöfaldra morða, eða samtals
65 fórnarlamba. Ljóst er að í það
minnsta eitt nafn vantar á listann;
nafn Terrys Gramble, enda var
Kraft handtekinn áður en hann
fékk tækifæri til að færa Terry til
bókar.
Almennt telur lögreglan að
Kraft hafi verið ábyrgur fyrir 67
morðum og jafnvel fleirum, en
hann var að lokum ákærður fyrir
sextán.
Kraft lýsti yfir sakleysi sínu við
réttarhöldin sem fram fóru 1988
en var sakfelldur fyrir öll ákæru-
atriðin og dæmdur til dauða 29.
nóvember 1989. Dauðadómur-
inn var staðfestur af hæstarétti
Kaliforníu 11. ágúst 2000.
Af þeim 67 mönnum sem Kraft
er grunaður um að hafa myrt hafa
lík tuttugu og tveggja fórnarlamba
aldrei fundist.
Randy Steven Kraft bíður ör-
laga sinna á dauðadeildinni í San
Quentin-fangelsinu.
umsJón: KolBeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
Þegar lögreglan athugaði bifreið Krafts betur
rak hún augun í mann í farþegasætinu aftur í
bifreiðinni, að hluta til hulinn jakka, og tómar
bjórflöskur við fætur hans.
Randy Steven Kraft
Bókfærði fórnarlömb sín á
lista sem ritaður var á
dulmáli.
... á Dalveg 16a
Sími: 554 3430
Erum fluttir...