Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Qupperneq 34
föstudagur 17. apríl 200934 Helgarblað
HIN HLIÐIN
Lífið er megrun
Nafn og aldur?
„Jóhannes Haukur Jóhannesson, 29 ára.“
Atvinna?
„Leikari.“
Hjúskaparstaða?
„Í skráðri sambúð.“
Fjöldi barna?
„Ein pínulítil stelpa.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, ég hef átt nokkra páfagauka og einn
kött.“
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Ég fór síðast á Rósenberg að hlusta á Kjart-
an Arnald flytja eigið efni í bland við ábreið-
ur. Hann var helvíti góður drengurinn.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Nei, það hef ég ekki gert og stefni ekki á
það.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju?
„Það eru sennilegast Levi‘s-buxurnar mínar
sem ég kaupi alltaf aftur og aftur. 506- eða
512-snið. Einfaldlega vegna þess að þær
virka.“
Hefur þú farið í megrun?
„Líf mitt er megrun, þetta er eilífðarbarátta.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl-
um?
„Já, oftar en einu sinni. Maður verður að
gera það ef manni er misboðið, þetta 101-
lið með álpappír á hausnum má ekkert eiga
einkarétt á þessu.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Nei, það held ég að sé bara vitleysa. Við
fáum bara einn séns.“
Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að
hafa haldið upp á?
„Ég skammast mín ekki fyrir að hafa haldið
uppá neitt. Ég fíla Bítlana, Pink Floyd, 80‘s
rokk, MeatLoaf og söngleikjatónlist.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Annie‘s song með John Denver. Það er
heitt!“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Ég hlakka til frumsýningarinnar á Söngva-
seið sem er 9. maí. Það er svo gaman að æfa
þennan söngleik og ég held að það verði
enn skemmtilegra að leika í honum fyrir
fullan sal af fólki.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur?
„The English Patient, þetta er tímalaust
listaverk sem hægt er að njóta endalaust.“
Afrek vikunnar?
„Fór á skíði í fyrsta sinn á ævinni í Odds-
skarði. Ég veit ekki hvað fólk er að gera
mál úr þessu, ég var kominn í fullorðins-
brekkuna fyrir hádegi.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei, ég trúi ekki á svoleiðis vitleysu.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Já, ég spila á gítar og píanó. Þyki einnig
liðtækur á lágfiðlu eða víólu en hef svo
sem ekkert verið að nýta mér það í starfi.“
Viltu að Ísland gangi í Evrópusamband-
ið?
„Ég vil að Ísland skoði þann möguleika,
já.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Peningar, og nóg af þeim. Þeir geta
nefnilega keypt hamingju. Ég hef séð
það gert.“
Hvaða íslenska ráðamann mundir þú
vilja hella fullan og fara á trúnó með?
„Ég nenni ekkert á fyllirí með þeim.“
Hvaða fræga einstakling myndir þú helst
vilja hitta og af hverju?
„Paul McCartney, bara af því hann er
snillingur.“
Hefur þú ort ljóð?
„Hefur páfinn lifað skírlífi?“
Nýlegt prakkarastrik?
„Geri ekki svoleiðis.“
Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest?
„Þú segir nokkuð, mér hefur ansi oft ver-
ið líkt við Brendan Fraser (George of the
jungle).“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Ég reyni nú yfirleitt að trana fram öllu
sem ég hef fram að færa en það yrði þá
helst víóluleikurinn. Það vita fáir af því.“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei, auðvitað ekki.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Heima, Súfistinn í Hafnarfirði, á leik-
sviði, Akureyri, Hafnarfjörður og á
Vatnajökli.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en
þú ferð að sofa?
„Kyssi stelpurnar mínar góða nótt.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Olía!“
Jóhannes haukur Jóhannesson er einn af færustu leikurum landsins af
yngri kynslóðinni og hefur gert það gott undanfarið. hann segir lífið vera
eina megrun og nennir ekki á fyllirí með ráðamönnum. Jóhannes á pínu-
litla stelpu og telur olíu vera leið íslands út úr kreppunni.
mynd sigtryggur ari
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
Bæjarflöt 8E · 112 Reykjavík
SÍMI: 567 4262 · GSM: 893 3236
FAX: 567 4267 · sagtaekni@sagtaekni.is
www.sagtaekni.is
STEYPUSÖGUN
KJARNABORUN
MÚRBROT
Sími: 567 4262
sagtaekni@sagtaekni.is · www.sagtaekni.is
Sími 565-4440 & 616-3078 smurning@smurning.is
www.smurning.is
Land Cruiser 100 -WW Bora - Mazda 2
Engin skipti
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.