Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Page 36
föstudagur 17. apríl 200936 Lífsstíll
Mislitar varir Á sýningu Emmanuels ungaro mátti sjá
mislitar varir á öllum fyrirsætunum. Þetta hljómar undarlega,
en þetta verður aðaltískan á næstu misserum. ungaro bland-
aði saman bleikum varalit og appelsínugulum. Þessi blanda
virkar mjög vel. Byrjaðu á því að skrúbba á þér varirnar til þess
að fjarlægja dauðar húðfrumur, settu síðan varasalva á þig
og veldu skemmtilega liti. passaðu samt að nota liti sem þú
myndir nota eina og sér, enga trúðaliti.
umsjón: Hanna EIríKsdóttIr, hanna@dv.is
EMMa andlit
BurBErry
Emma Watson er sögð vera hið nýja
andlit breska tískuhússins Burberry.
að sögn breska götublaðsins daily
mail gerði Harry potter-stjarnan
milljóna punda samning við hið
virta tískufyrirtækki Burberry. fyrsta
takan átti að fara fram um síðustu
helgi, en hætt var við tökuna
snögglega því Emma var ekki par
sátt að vera mynduð ásamt öðrum
ungum stúlkum - hún var stjarna
myndatökunnar. Emma neitaði að
taka þátt í myndatökunni og að
lokum fékk Harry potter-stjarnan
sínu framgengt. Emma mun koma
til með að pósa ásamt fjórum
myndarlegum karlmönnum.
vantar þig Bikiní?
alþjóðlega fjármálakreppan hefur
sagt til sín í hverju heimshorni og
hefur hugsunarháttur hvers og eins
breyst töluvert á síðustu misserum.
Kreppan hefur þó ekki stöðvað
verslanakeðjuna selfridges í að selja
eitt dýrasta bikiní fyrr og síðar í einni
af verslunum sínum. Bikiníið er
hannað af pistol panties og kostar
litlar 370 þúsund krónur. Bikiníið er
handunnið með fimm þúsund
swarovski-kristöllum. Það er
spurning hvort konan sem skellir sér
á þetta bikiní hafi efni á því að
ferðast langt eftir svona útgjöld?
andlit haustlín-
unnar
madonna er sögð snúa aftur sem
andlit tískurisans louis Vuitton fyrir
haust 2009 línuna. madonna pósaði
eftirminnilega inni á frönsku
kaffihúsi fyrir vorlínuna 2009 og
segir sagan að marc jacobs,
yfirhönnuður louis Vuitton, hafi
verið yfir sig ánægður með
útkomuna. madonna pósaði djarft
fyrir ljósmyndarann steven meisel,
en þetta var í fyrsta sinn sem þau
bæði unnu fyrir louis Vuitton.
madonna og steven eru sögð vinna
vel saman, en eitt af fyrstu
verkefnum ljósmyndarans var að
mynda madonnu fyrir plötuumslag-
ið á like a Virgin.
Tískuspekúlantar um heim allan tóku saman þau trend sem sáust hvað mest á tísku-
vikunum sem voru að líða og er þetta útkoman.
tískutrendin
Ósamstæðar línur
Verða sjóðheitar í sumar. jakkar og pils
mega vera ósamstæð í kven- og herra-
klæðnaði. Þess má geta að toga-stíllinn
er kominn aftur í tísku. allar konur verða
að eiga einn slíkan kjól í sumar.
Blazerjakkar
Því karlmannlegri því betri. B
lazerjakkarnir
mega vera í öllum litum og s
niðum. stuttar
ermar eru mjög töff. Ef kæra
stinn þinn er
grannur er um að gera að ste
la hans.
Húðlitað
Er málið í sumar. margir eru hræddir
við þennan lit, en hann kemur í hinum
ýmsu útgáfum. prófaðu þig áfram.
Risastórir eyrnalokkar
nú erum við ekki að tala um
miðlungsstóra eyrnalokka
heldur risastóra. Ætli það sé
ekki best að spyrja sjálfa sig:
„Hvernig eyrnalokka myndi
pamela í dallas ganga með?“
Fjaðrir
fjaðrir gera ölll dress fallegri. Það
skiptir engu máli hvernig fjaðrir
þú færð þér eða hvernig þú notar
þær. Vinsælt er að setja þær um
hálsinn eða um úlnliðinn.
Háir hælar
Þeir eru ekki kallaðir „killer“-hælar fyrir
ekki neitt. Ef Victoria Beckham getur
gengið á svona hælum getur þú það líka.
Síðar peysur
Þær eru kósí og fallegar.
Það er algjört möst að
eiga eina slíka í sumar.
Rúskinn
rúskinn kemur
sterkt inn í sumar.
jakkar, töskur,
frakkar og buxur í
rúskinni eru heit.
Stór hálsmen
rétt eins og stóru eyrnalokkarnir eru stór
hálsmen alveg málið í sumar. Það er um að gera
að flippa smá og kaupa nokkur skemmtileg
hálsmen fyrir sumarið sem lífga upp á dressið.
Hárið upp
takið hárið frá andlitinu og leyfið
sólinni að skína skært í andlitið.
Það er svo frískandi eftir þungu
vetrarmánuðina að setja hárið upp.
Mittisjakkar
Þessi fílingur kemur sterkt inn í sumar. mittistjakkar í hvaða stíl sem er eru flottir í sumar.
Pallíettur
pallíettur eru alltaf sexí og alltaf viðeig-
andi, sérstaklega þegar tekur að kvölda.
Það er um að gera að finna sér fallega
pallíettuflík fyrir sumarið.
í sumar
Skemmtilegar litasamstæður
Þetta trend hefur verið í tísku um
tíma og það heldur áfram í sumar.