Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 10
Föstudagur 12. júní 200910 Fréttir Lán þeirra sem tóku myntkörfulán vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóði Svarfdæla í lok árs 2007 hafa tvöfaldast. Stór hluti lántakenda er gamalt fólk. Sparisjóðsstjórinn segist ekki vita til þess að fólk sé komið í vanskil vegna lántöku til kaupa stofnfjárbréfa. Anna Björnsdóttir stofnfjáreigandi hefur sett sig í samband við lögfræðinga þar sem hún telur forsendur stofnfjáraukningar brostnar. Sveinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður, segir sjóðinn hafa beitt rangri aðferð þegar hlutabréfaeign var bókfærð. Það hafi komið honum í koll. Brostnar forsendur stofnfjáraukningar Lán þeirra sem tóku myntkörfulán vegna stofnfjáraukningar í Spari- sjóði Svarfdæla í lok árs 2007 hafa tvöfaldast. Stór hluti þeirra er gam- alt fólk. Lánin námu 3,7 milljón- um króna þegar þau voru tekin en standa nú í 7,5 milljónum hjá þeim sem tóku myntkörfulán. Fyrirhugað var að gera sjóðinn að hlutafélagi þegar stofnfjáraukningin átti sér stað. Því var frestað sumarið 2008. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla eru 150 og samkvæmt heimildum DV tóku meira en 90 prósent af þeim lán vegna stofnfjár- aukningarinnar sem nam 500 millj- ónum króna. Þar af var stór hluti sem fékk myntkörfulán hjá Fjár- festingarbankanum Saga Capital á Akureyri. Ekki vanskil ennþá Samkvæmt heimildum DV er stór hluti myntkörfulánanna á gjald- daga árið 2012 og því ekki í vanskil- um. „Það hefur ekki reynt á gjald- daga þessara bréfa,“ segir Jónas Pétursson sparisjóðsstjóri. Hann segist ekki vita til þess að fólk sé komið í vanskil vegna lántöku til kaupa stofnfjárbréfa. Samkvæmt heimildum DV er verið að vinna að lausn til að tryggja hag stjórnfjár- eigenda. Brostnar forsendur „Ég tel brostnar forsendur fyr- ir þessu innborgaða stofnfé. Það átti að gera sparisjóðinn að hluta- félagi og það var ekki gert,“ segir Anna Björnsdóttir, stofnfjáreigandi í Sparisjóði Svarfdæla. Hún hefur sett sitt mál í hendur lögfræðinga þar sem hún telur forsendur fyrir stofnfjáraukningunni brostnar. Í júlí 2008 var samþykkt að hætta við að breyta sjóðnum í hlutafé- lag. „Ástæða þess að við ætlum að bíða er staða á erlendum fjármála- mörkuðum,“ sagði Jóhann Antons- son, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla, í samtali við 24 stundir á þeim tíma. Vafasöm bókhaldsaðferð „Forsendur voru brostnar strax og stofnfjáraukningin var framkvæmd. Stofnfé var aukið of mikið og of snögglega með lántökum. Margir stofnfjáreigendur eru gamalt fólk sem átti ekki peninga til að mæta þessu. Lánakjörin voru líka óhag- stæð sem fólki stóð til boða og það var ekki boðið út. Það var erfitt fyr- ir stofnfjáraðila að kyngja þessu og ég var mjög mótfallinn því að fara svona að þessu,“ segir Sveinn Jóns- son, stofnfjáreigandi og fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins. Hann var stjórnarformaður sjóðsins á árunum 1994 til 2004. Árið 1993 sameinuðust Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Hríseyjar og Sparisjóður Árskógsstrandar und- ir núverandi nafni. „Þessi samein- ing gekk ágætlega. Þegar græðgis- væðingin tók við og allir ætluðu að græða á hækkun hlutabréfaverðs en ekki á grunngildum starfseminnar fór þetta fljótt,“ segir Sveinn. Hann segir að þegar hann lét af störfum árið 2004 hafi sjóðurinn átt lítið af hlutabréfum fyrir utan lítinn hlut í Kaupþingi og Sparisjóðabankan- um. Bréfin í Kistu og aukinn hlutur í Sparisjóðabankanum voru keypt eftir að Sveinn lét af störfum. „Þessi snöggi gróði kom bara til af því að það var verið að færa hlutafjáreign á markaðsvirði. Áður fyrr var þetta fært á kaupverði. Þú veist aldrei hvað bíður þín. Þú get- ur ekki leyft þér að fullyrða að þetta sé hagnaður fyrr en þú ert búinn að útleysa hann,“ segir hann. Stjórn kosin í júlí „Þjóðfélagið í heild myndi örugg- lega vilja breyta ýmsum ákvörðun- um sem voru teknar. Það á líka við um sparisjóðina,“ segir Jóhann Ant- onsson, stjórnarformaður Spari- sjóðs Svarfdæla, aðspurður hvort stofnfjáraukning sjóðsins hafi verið mistök á sínum tíma. Hann segir að áhrifa bankahrunsins í haust gæti víðast hvar í þjóðfélaginu. Það bitni á sparisjóðum líkt og öðrum. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og það kemur að því að maður hættir,“ seg- ir Jóhann. Hann gefur þó ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu þeg- ar ný stjórn verður kosin í júlí. Aðal- fundur var haldinn í síðustu viku en þá var ákveðið að bíða með stjórn- arkjör fram í júlí. Rekinn á undanþágu Sparisjóður Svarfdæla er einn af þeim sem sóttu um 20 prósenta eig- infjárframlag frá ríkinu vegna erfið- leika í rekstri. Sparisjóðurinn tap- aði 2,2 milljörðum á síðasta ári og er eigið fé sparisjóðsins 33 milljón- ir króna. Jónas segir stefnt að því að fá 467 milljóna króna nýtt eigið fé frá ríkinu til að bæta eiginfjárhlutfall sparisjóðsins. Sjóðurinn er rekinn á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu. Reglur kveða á um að eiginfjárhlut- fall verði að nema átta prósentum til að fjármálastofnun megi starfa. Tapaði á Exista Um mitt ár 2007 var eigið fé sjóðs- ins 2.480 milljónir króna. Sjóður- inn átti 7,1 prósent í Kistu. Kista átti 7,17 prósent í Exista. 19. júlí 2007 þegar úrvalsvísitalan stóði í 9.000 stigum var hlutur Sparisjóðs Svarf- dæla í Exista metinn á 2,9 milljarða króna. Tap sjóðsins 2008 nam 2,2 milljörðum eins og áður var nefnt. Sjóðurinn tapaði 1.800 milljónum á hlut sínum í Kistu og Sparisjóða- bankanum. Auk þess tapaði sjóður- inn 350 milljónum króna á hlut sín- um í öðrum félögum. Sjóðurinn jók hlut sinn í Sparisjóðabankanum í október 2007 þegar SPRON og Byr minnkuðu hlut sinn í bankanum sem þá bar nafnið Icebank. Hann hafði áður átt um 1,5 prósent en jók hlutinn í þrjú prósent. Tengsl við Saga Capital Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, féllst á að vera ráðgefandi vegna endur- skipulagningar sparisjóðsins. Í samtali við DV sagðist Þorvaldur ekki vilja tjá sig um málefni Spari- sjóðs Svarfdæla þar sem hann tæki þátt í endurskipulagningu sparisjóðsins. Saga Capital lánaði fjölda stofnfjáreigenda fyrir stofn- fjáraukningunni í lok árs 2007 eins og áður var nefnt. Sparisjóð- ur Svarfdæla á 3,1 prósent í Saga Capital og Jóhann Antonsson, stjórnarformaður Sparisjóðsins, situr jafnframt í stjórn Saga Capit- al. Hann á auk þess 0,7 prósent í Saga Capital. Stofnfjáreigendur sem DV ræddi við sögðu það einkennilegt að Þorvaldur hefði verið ráðinn í að endurskipuleggja sparisjóð- inn. Hagsmunatengsl Saga Capit- al og Sparisjóðs Svarfdæla væru það mikil. Þegar aðalfundur var haldinn í síðustu viku var tilkynnt um að Þorvaldur hefði verið ráð- inn. Saga Capital fékk sem kunn- ugt er verðtryggt lán frá ríkissjóði upp á 19 milljarða króna til sjö ára á tvö prósent vöxtum vegna krafna frá Seðlabankanum. Menningarhús opnað í ágúst Í upphafi árs 2007 ákvað Spari- sjóður Svarfdæla að gefa bæjar- félaginu menningarhús að and- virði 200 milljóna króna. Þetta var ákveðið eftir að sjóðurinn skilaði methagnaði árið 2006 eða 902 milljónum króna. Árið 2008 var þetta framlag hækkað um 100 milljónir króna. Húsið verður formlega tekið í notkun í byrjun ágúst. Spurður um framtíðina segist Jónas bjartsýnn. „Auðvitað þarf að takast á við úrlausn ýmissa erfiðra verkefna. Því er ekki að neita,“ segir Jónas. Hann segir að þrátt fyrir stöðu sjóðsins hafi það ekki haft áhrif á atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu. „Atvinnulífið er heilt yfir nokkuð gott hérna á svæðinu,“ segir hann. SpaRiSjóðuR SVaRfdæla Átti 7,1 prósent í Kistu Kista átti 7,17 prósent í Exista Átti þrjú prósent í sparisjóðabank- anum Verðmæti sjóðsins í Exista gegnum Kistu 19. júlí 2007: 2,9 milljarðar króna Tap 2008: 2.200 milljónir króna 1.800 milljónir vegna Exista og sparisjóðabankans 350 milljónir vegna hluts í öðrum félögum annaS SigMundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Stjórnarformaðurinn jóhann antonsson stjórnarformaður segir að það komi að því að hann hætti. Ráðgjafi Þorvaldur Lúðvík, forstjóri saga Capital, er ráðgefandi vegna endurskipulagningar sparisjóðsins. Mikil tengsl eru á milli sparisjóðs svarfdæla og saga Capital. Mynd HEiða HElgadóTTiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.