Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 14
Föstudagur 12. júní 200914 Fréttir Brynjólfur Harðarson er á leiðinni til Noregs að starfa hjá sama jarð- verktaka og Sturla Jónsson. Hann er með flugmiðann í vasanum og fer út á næstunni. „Aðstæðurnar eru bara þannig að ég sé ekki fram á að geta staðið við mitt, þannig að ég ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verð- ur með þessu,“ segir hann. „Þegar það er komið á skrið úti, kemur familían út. Við ætlum að vinna eins og við get- um,“ segir hann. Spurður um ástæðu þess að hann valdi Noreg, líkt og svo margir aðrir Íslendingar, segir Brynjólfur að hann hafi áður búið og starfað þar í landi. „Ég hef reynslu af Noregi og bæði tala og skrifa norsku.“ Hann segir það ekki hafa reynst mjög erfitt að fá vinnu í Noregi. „Nei, það er ekki mikið mál, en ég bendi þeim sem eru að fara út að hafa samband við Íslendingafélög- in í löndunum, þau aðstoða mann um hvert maður á að leita.“ Brynjólfur býst við því að fá tvöföld laun í Noregi miðað við þau laun sem hann fær hér á landi. „Ég er með all- an pakkann, stóra fjölskyldu og allt. Aðstæðurnar eru þannig að ég kæri mig ekki um að krakkarnir mínir séu að erfa þessar skuldir, því þau munu koma til með að byrja að borga líka einn daginn.“ Hann segir efnahagsástandið hér á landi ekki hafa komið vel við sig og fjölskyldu sína. „Það má segja að hag- urinn hafi versnað, við vorum í smá basli í fyrra en náðum svo að rétta úr kútnum. Síðan þá hefur þetta hrann- ast upp hjá okkur. Ég sé ekki fram á að það verði nein betrun fram und- an næstu árin. Launin hér eru ekki lé- leg, en þau duga bara ekki til. Menn eru að vinna í upp undir 14-15 tíma á sólarhring og hafa ekki í sig og á. Þá er orðið andskoti erfitt að vera hér,“ seg- ir hann og bætir við: „Það verður of- boðslegur barningur hjá aumingja fólkinu hérna. Hvað á fólk eiginlega að gera?“ valgeir@dv.is Brynjólfur Harðarson „Ég sé ekki fram á að það verði nein betrun fram undan næstu árin. “ Brynjólfur Harðarson flytur til Noregs: Hjálplegt að leita til Íslendingafélaganna Svíþjóð skattheimta á einstaklinga: 28,89-59,09% atvinnuleysi: 8,0% Verð á Big Mac-hamborgara: 632 íSK Meðalhiti í stokkhólmi í júlí: 18 gráður Noregur skattheimta á einstaklinga 0-47,8% atvinnuleysi: 3,1% Verð á Big Mac-hamborgara: 805 íSK Meðalhiti í Ósló í júlí: 17,5 gráður DaNmörK skattheimta á einstaklinga: 0-63% atvinnuleysi: 5,7% Verð á Big Mac-hamborgara: 172 íSK Meðalhiti í Kaupmannahöfn í júlí: 18 gráður þýSKalaND skattheimta á einstaklinga: 0-45% atvinnuleysi: 7,6% Verð á Big Mac-hamborgara: 615 íSK Meðalhiti í Berlín í júlí: 19 gráður BretlaND skattheimta á einstaklinga: 0-50% atvinnuleysi: 6,6% Verð á Big Mac-hamborgara: 484 íSK Meðalhiti í London í júlí: 17 gráður íSlaND skattheimta á einstaklinga: 0-37,2% atvinnuleysi: 8,7% Verð á Big Mac-hamborgara: 640 íSK Meðalhiti í reykjavík í júlí: 10,6 gráður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.