Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 20
Föstudagur 12. júní 200920 Fréttir Blaðamaður DV skráði sig inn á vefsíðurnar einkamal.is og priv- at.is sem fjórtán ára stelpa. Hann lýsti sér sem stelpu sem hafði aldrei prufað internetið og væri að kynna sér hvað það hefði upp á að bjóða. Á innan við sólarhring fékk blaðamaður fjölmarga pósta frá karlmönnum á öllum aldri sem vildu kynnast þessari fjórtán ára stúlku nánar. Átján ára aldurstak- mark er á þessum síðum og því byrj- aði blaðamaður öll samskipti á að segja mönnum frá því að hann væri aðeins fjórtán ára. Sumir kærðu sig ekki um samskipti við svona unga stúlku en fjölmargir vildu ólmir spjalla nánar við þessa ungu snót. Blaðamaður hóf póstsamskipti á vefsíðunum við nokkra einstaklinga sem í kjölfarið leiddu til samskipta á msn-spjallforritinu. Grófar kynlífslýsingar Öll samskiptin byrjuðu á vinalegu nótunum. Karlmennirnir vildu vita hvort blaðamaður væri í skóla, hvar hann ætti heima og hvað honum þætti skemmtilegt. Ótrúlega fljótt breyttust þessar saklausu samræð- ur í mjög klámfengið spjall mið- aldra karlmanna við fjórtán ára stúlku sem enn var hrein mey. Gekk einn svo langt að bjóða stúlkunni tuttugu þúsund krónur fyrir mey- dóminn. Þegar blaðamaður spurði af hverju hann vildi borga fyrir kyn- líf sagði hann að þá væru meiri líkur að hann gæti hitt blaðamann aftur. Karlmennirnir spöruðu ekki lýs- ingarnar og fóru út í það í smáatrið- um hvernig þeir myndu fullnægja þörfum ungu stúlkunnar. Blaða- maður var steinhissa hve óhrædd- ir þeir voru að klæmast við stúlku undir lögaldri þar sem það varðar við lög. Einn gaf blaðamanni meira að segja upp símanúmerið sitt og sagði honum frá því þegar hann stundaði kynmök við fimmtán ára stúlku heima hjá afa hennar fyrir nokkrum árum. Miklu, miklu meira en við höldum Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisafbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, finnst ískyggilega mikið af málum á netinu þar sem miðaldra karlmenn tæla ungar stúlkur. „Það er fullt af körlum sem eru tilbúnir til að svara auglýsingum stúlkna á netinu. Svona er bara ver- öldin. Það er miklu, miklu meira um þetta en maður gerir sér grein fyrir. Við finnum fyrir aukningu í mál- um þar sem ungar stúlkur hleypa mönnum inn á spjallrásir sem end- ar oftast með kæru. Þá er oft um að ræða tilraun til kynlífs eða ein- hvers konar kynferðisbrot. Við fáum ábendingar um karlmenn sem setja sig í samband við ungar stúlkur. Þær segja foreldrum sínum frá því og við grípum inn í ef fólk lætur okkur vita. Við höfum líka verið með nokkur mál þar sem stúlkur yngri en fimm- tán ára komast á spjall við karlmenn sem endar með því að það kemst á samband,“ segir Björgvin. Trúnaður er lykilatriði Lögreglan hefur ekki leyfi til að villa á sér heimildir inni á síðum eins og einkamal.is til að hafa hendur í hári karlmanna sem vilja komast í kyn- ferðislegt samband við stúlkur und- ir lögaldri. Lögreglan vaktar ekki síður sem þessar heldur vinnur ein- göngu út frá ábendingum. Björgvin segir að hægt sé að refsa karlmönn- um sem reyna að tæla ungar stúlkur á netinu þó komi ekki til kynferðis- legs sambands. „Það er refsivert. Í því getur ver- ið innifalin ákveðin blygðunarsemi. Ef barnið ýtir undir samskiptin rýrir það málið lagalega séð út frá refsi- rammanum. Það verður því að líta á hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Björgvin. Hann telur lykilatriði að trúnaður ríki á milli barna og for- eldra þegar kemur að netheimum. „Ég hef alltaf sagt að það verði að ríkja alger trúnaður á milli barna og foreldra um netnotkun. Það er lykilatriði að foreldrar og börn tali saman og börn fái vitneskju og séu upplýst um þær hættur sem leynast um leið og þau stinga nefinu inn í netsamband. Það á ekki að byrja á leyndarmálum þarna því þá versna þau eftir að börnin verða eldri. Það verður að ríkja alger trúnaður um þessi mál.“ Tælandi brýtur niður varnir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefna- stjóri hjá Barnaheill, finnur fyr- ir aukningu í því að ungar stúlkur taki af sér eða láti taka af sér djarfar myndir og setji þær á netið. „Það er aukning í því að krakkar setji inn slíkar myndir af sér á netið. Það virðist vera að þessi þröskuld- ur um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki hafi lækkað mjög mikið. Enn fremur er svokölluð nettæling orð- in algengari. Sá sem tælir byrjar að byggja upp traust barnsins og brjóta niður varnir þess og jafnvel gera fjölskyldu og foreldra tortryggilega. Spjallið byrjar með saklausu tali en færist síðan yfir í klámfengið tal. Svo fær sá sem tælir barnið jafnvel til að hitta sig.“ Myndir sem kúgunartæki Margrét segir jafnvel dæmi um það að karlmenn biðji stúlkur um að taka mynd af sér í gegnum vef- myndavél og senda sér myndirnar. Þá nota karlmennirnir myndirnar sem kúgunartæki. „Þetta er liður í tælingunni – að ná sterku taki á barninu. Maðurinn hótar að senda myndina eitthvað lilja KaTrín GunnarsdóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is TælinG á neTinu Með tælingu á netinu er átt við að fullorðinn einstaklingur setur sig í samband við barn á netinu og reynir að byggja upp trúnað, traust og vináttu barnsins, t.d. með því að hrósa barninu og sýna því umhyggju. Hann reynir enn fremur að skapa vantraust hjá barninu gagnvart fjölskyldu þess. sá fullorðni segist yfirleitt vera annar en hann er, og oft að hann sé barn eða unglingur. Hann fer svo að misbjóða börnunum með klámfengnu og kynferðislegu tali og athöfnum og gera kröfur um kynferðislegar athafnir hjá barninu t.d. í gegn um vefmyndavél eða að hitta barnið. slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Enn fremur er mikilvægt að átta sig á því, að myndir sem eru teknar í gegn um vefmyndavélar er nánast ókleift að uppræta ef þær komast í dreifngu á netinu. (tekið af barnaheill.is) „Við finnum fyrir aukningu í málum þar sem ungar stúlkur hleypa mönnum inn á spjallrásir“ TUTTUGU ÞÚSUND króNUr FYrIr MEYDóMINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.