Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Qupperneq 23
Föstudagur 12. júní 2009 23Umræða Hver er konan? „ulla heiti ég.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er fædd í Kaupmannahöfn og þar var ég þar til ég var tæplega ellefu ára. Pabbi er íslendingur en mamma er dönsk og við erum þrjú systkinin sem erum öll fædd í danmörku. Þegar ég var orðin ellefu ára fluttumst við svo til íslands.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Þar hlýt ég að svara spagettí.“ Hvert er uppáhaldshúsverkið þitt? „Það myndi ég segja vera uppvaskið. Viss slökun í því.“ Hvar langar þig helst að búa? „Á íslandi.“ Áhugamál utan hjálparstarfsemi? „Það er kannski að lesa góðar bækur og fara í leikhús og bíó.“ Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? „Það hefur breyst með árunum. upphaflega las ég aldrei neitt nema danskar pocket- bækur en svo þegar kiljur fóru að koma út á íslensku fór ég að lesa þær af öllu tagi. nú er ég farin að lesa íslenskar glæpasögur en það er mjög stutt síðan. Ég fylgist vel með íslenskum höfundum og les íslenskar bækur mikið en ekki fyrr en þær koma í kilju.“ Hefurðu alltaf viljað hjálpa fólki? „já, ég hugsa að það sé svolítið í mér að hjálpa minni máttar.“ Gefur þessi orða þér aukinn kraft í þitt starf? „Þess orða kom mér al- gjörlega í opna skjöldu. En auðvitað sér maður að aðrir taka eftir ef maður gerir góða hluti og það er auðvitað mjög ánægjulegt eftir tuttugu ára starf. Enda hef ég aldrei fengið svona áður. Ég var aldrei í íþróttum og hef ekki unnið í spilum eða neitt. Þetta var mjög óvænt.“ Fá samtökin stuðning frá íslensk- um fyrirtækjum? „já, við höfum fengið hann en ekki mjög mikinn. Það er mikill minnihluti af framlög- um til okkar. Árið 2008 kannski þegar allt gekk svo vel fengum við meira en áður. stærstu framlögin koma frá einstaklingum.“ Hafa SOS-barnaþorpin eitthvert lokatakmark? „takmarkið er kannski að þar sem þorpin eru geti viðkom- andi lönd sjálf tekið þau yfir. Mörg löndin eru farin að dæla í þetta fé og það má segja að það sé takmarkið. Ætlarðu að ferðast innan- eða utanlands í sumar? „Hvort tveggja, meðal annars út af ástandinu í efnahagsmálum.“ LÁra Guðrún SiGurðardóttir 35 Ára LæKnir og nEMi „Ég ætla að ferðast innanlands, hérna í reykjavík.“ Jórunn SJöFn GuðLauGSdóttir 42 Ára banKastarFsMaður „Ég er á báðum áttum.“ Gunnar ÁrnaSOn 41 Árs KEnnari „Ég hugsa að ég fari ekki út í sumar.“ HaLLdór ó. SiGurðSSOn 56 Ára starFsMaður í rEgnboganuM Dómstóll götunnar uLLa MaGnúSSOn, framkvæmdastýra sos-barnaþorp- anna á íslandi, var á dögunum sæmd heiðursorðu alþjóðasamtakanna sos-Kinderdorf fyrir framúrskarandi störf í þágu samtakanna. orðan er sú æðsta sem samtökin veita. ullu finnst spagettí best að borða og er farin að lesa íslenskar glæpasögur. Slökun í uppvaSkinu „Ég ætla ekki að ferðast neitt. Ég verð bara úti á sjó í allt sumar.“ PÁLL GuðnaSOn 45 Ára sjóMaður maður Dagsins „Niðri við höfnina sjáum við lif- andi minnisvarða um íslenska heimsku, tvö nýmáluð hvalveiði- skip á leiðinni til að drepa dýr sem enginn vill éta.“ Snemma árs 2007 var ég stadd- ur í Tallinn í Eistlandi að fylgj- ast með eftirmálum uppþotanna í kringum Rússastyttuna svoköll- uðu, en miklar óeirðir brutust út í borginni þegar rússneskumæl- andi íbúar mótmæltu því að stytta af rússneskum hermanni úr síðari heimsstyrjöld var flutt úr miðbæn- um. Þá fannst mér það nánast eins og að ganga inn í annan heim að sjá lögreglumenn standandi í hóp- um á hverju götuhorni, brynju- klædda og öllu viðbúna. Árið 2007 fannst mér afar ódýrt að vera í Tallinn og verð á veitinga- stöðum aðeins brot af því sem ger- ist hér. Þegar eistneskur kunningi minn kom í heimsókn snemma í vikunni á vegum Evrópusam- bandsins hafði allt snúist við. Nú var komið að mér að dást að nýja æfóninum hans, eða vísa honum á veitingastaði í Reykjavík sem aðeins útlendingar hafa efni á að stunda. Það hefur verið mikill uppgang- ur í Eistlandi undanfarin ár og þó að nú sé kreppa þar sem annars staðar hafa Eistlendingar hagað sér mun skynsamlegar en Íslendingar gerðu meðan allt lék í lyndi. Sem dæmi má nefna að Eistlendingar komu sér upp talsverðum gjald- eyrisvaraforða, enda er eistneska krónan tengd evrunni og eru þeir því skyldugir til að eiga evruforða sem nemur krónum í umferð. Eng- um datt í hug að gera slíkt hér í góðærinu þrátt fyrir umsvif bank- anna. Þetta er enn merkilegra fyrir þær sakir að Eistlendingar hafa að- eins um 18 ára reynslu af markaðs- búskap, en virðast þó kunna betur á hann en Íslendingar sem hafa verið sjálfstæð þjóð mun lengur. Átakasvæðið reykjavík Eitt af því fyrsta sem ég sýndi þess- um eistneska kunningja mínum var Alþingishúsið og benti honum á hvar óeirðirnar hér hefðu átt sér stað og hvernig forsætisráðherra komst undan æstum hópi mót- mælenda. Við gengum áfram upp Túngötu þar sem má sjá sendiráð stórveldanna Frakklands og Rúss- lands. Á báðum hafa menn sett upp rimla og víggirt hlið, rétt eins og var gert í því bandaríska eftir 11. september 2001. Reykjavík er ekki lengur friðsæll lítill smábær. Á horni Garðastrætis og Tún- götu er minnisvarði sem er þakkar- gjöf til Íslands fyrir að það var fyrst allra ríkja til að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsþjóðanna, ein af fáum ákvörðunum sem voru tekn- ar á valdatíma Sjálfstæðisflokks- ins, fyrir tilstilli Jóns Baldvins, sem virðist hafa skilað varanlegum ár- angri. Mig minnti að minnisvarð- inn hefði verið gjöf frá öllum þrem löndunum, en það kemur í ljós að hann er frá Lettlandi. Ég spyr kunningja minn hvernig standi á því að Eistland skuli vera svona mikið betur statt heldur en Lett- land. Minnisvarði íslenskrar heimsku Hann svarar því að ein helsta ástæðan, fyrir utan sparsemi Eist- lendinga, hafi verið sú að þeir hefðu ekki haft sína eigin banka. Lettneski bankinn Parax hafi hins vegar lánað fé til útlanda og ætl- að sér stóra hluti sem hafi kostað þjóðina mikið. Nú berjist Lettar við að fá seinni hluta láns frá ASG, sem virðist mun erfiðara en að fá fyrri hlutann. Til þess að standast skilyrði þurfa þeir meðal annars að loka mörgum minni sjúkrahús- um og slá saman sveitarfélögum, sem telja á fjórða hundrað í landi með um tvær milljónir íbúa. Eist- lendingurinn telur að næsta haust muni reynast Eystrasaltslöndun- um erfitt og ekki sé útilokað að Eistland þurfi þá einnig að leita aðstoðar AGS. Hann telur afarkosti sjóðsins þó ekki endilega óheppi- lega og hagræðingu í sveitarstjórn- armálum hreint og beint nauðsyn- lega. Niðri við höfnina sjáum við lif- andi minnisvarða um íslenska heimsku, tvö nýmáluð hvalveiði- skip á leiðinni til að drepa dýr sem enginn vill éta. Standa þau beint á móti hinum fjöldamörgu hvala- skoðunarskipum sem mun meiri hagnaður er af. Endurupptaka hvalveiða er síðasta gjöf Sjálfstæð- isflokksins til þjóðarinnar, sem sit- ur nú uppi með ónýtt mannorð á alþjóðavísu. En það er þó gott að vita að við eigum enn vini í Eystra- saltslöndunum. Ísland í skugga Eistlands mynDin tjaldborg heimilanna andstæðingar icesave-samkomulagsins tjölduðu á austurvelli á fimmtudag til að vekja athygli á málstað sínum. Mynd KriStinn MaGnúSSOn kjallari VaLur GunnarSSOn rithöfundur skrifar „Niðri við höf- nina sjáum við lifandi minnis- varða um ísl- enska heimsku...“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.