Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 27
Föstudagur 12. júní 2009 27Fókus Útgáfulisti Klassíska kiljuklúbbsins lengist eftir helgi: dularfull kona og fuglamál Hin árlega Víkingahátíð í Hafnar- firði hefst við Fjörukrána um helg- ina. Á meðal þess sem þar verður í boði eru víkingamarkaður, vík- ingaskóli, bardagasýningar og kraftakeppni sem tröllið Magnús Ver Magnússon stjórnar. Þá ætlar hljómsveitin Specials að leika fyrir dansi bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld. Víkingahátíðin í Hafnarfirði er elsta og stærsta hátíð sinnar teg- undar sem haldin er á Íslandi. Síðan 1995 hafa Hafnarfjörður og Fjörukráin verið leikvöllur vík- inga sem hafa í gegnum tíðina sýnt flesta þætti menningar víkinga- aldar, siglingar, handverk, matar- gerð, leiki, sagnalist, bogfimi, bar- daga og tónlist. Hingað hafa komið og tekið þátt í því að heiðra minn- ingu forfeðra okkar þúsundir lista- manna hvaðanæva úr Evrópu og Ameríku. Á hátíðinni í ár, sem stend- ur til 17. júní, verður enn reynt að kynna til sögunnar nýja og ferska strauma, nýjar hetjur verða kall- aðar til og reyndar ásamt gömlum kempum sem tryggir gestir hátíð- arinnar þekkja. Alls má gera ráð fyrir að nú verði víkingar nær þrjú hundruð, íslenskir sem erlendir. Markaðurinn verður opinn alla há- tíðardagana, frá klukkan 13 til 20, fyrir utan næsta mánudag þegar verður lokað. Svo verða dansleikir flest kvöldin fram á morgun. Nánari upplýsingar um hátíðina á fjorukrain.is. Víkingahátíðin í Hafnarfirði hefst um helgina: Víkingarnir mættir í Fjörðinn m æ li r m eð ... Djúpið Langt síðan gagnrýnandi dV hefur staðið upp jafndjúpt snortinn eftir sýningu á nýju íslensku leikriti. Tölvu- leikurinn infamous Ef valið stendur á milli þess að sjá grease eða spila þennan leik: þessi. Hrunið skemmtilegur og líflegur annáll um hrunið sem að mestu er unninn upp úr fréttaskrifum fjölmiðla og af netsíðum einstaklinga. Tölvuleikurinn ufC 2009 „skugga- og sudda-rudda- mudda-tudda- legur,“ segir gagnrýnandi dV. THe BoaT THaT roCkeD góðir leikarar, skotheldur söguþráður og geðveik tónlist. Föstudagur n Dísel á players Vá, það verður stemmari á Players þetta kvöldið enda stígur sveitin dís- el á svið. Miðasala er við innganginn og tónleikarnir hefjast um 00.30. n menn að fá sér kvöld á prikinu Þessu máttu ekki missa af. Fysta M.a.F.s.-kvöld Priksins þar sem þeir gísli galdur og danni deluxxx koma saman í fyrsta sinn og gera allt brjálað ásamt Magga noem sem sér um vídjóset. Fjörið byrjar á miðnætti. n Gogoyoko Grapevine kvöld á Grand rokk Fram koma dísa, Mads Mouritz og Bárújárn. Eitt þúsund krónur inn. Ballið byrjar klukkan 22. n Dj stef á Hverfisbarnum Það þarf ekki að spyrja að því. Maður er alveg með þetta. gunni stef verður á Hvebbanum í kvöld og þeytir skífunum eins og honum einum er lagið. tryllingurinn hefst á miðnætti. n Dj símon á vegamótum dídjééé símon mun gera allt vitlaust á Vegamótum í kvöld. Hann veit hvað stúlkurnar vilja heyra og hvað strákarnir eru að hugsa. góða skemmtun. laugardagur n addi intro á prikinu addi Intro þeytir skífunum á Prikinu í kvöld og hann kann sitt fag. Hann mun skemmta gestum fram á rauða nótt. addi byrjar að spila á miðnætti. n afmæli fm 957 á nasa útvarpsstöðin Fm 957 fagnar 20 ára starfsafmæli með heljarinnar veislu á nasa. Zúubergrúppan með Ingó veðurguði, Einari Ágústi og fleiri góðum mönnum mun stíga á svið og skemmta fólki ásamt plötusnúð- um stöðvarinnar. Húsið opnað á miðnætti. n swiss á players nei, þessir eru ekki svissneskir en sveitin ætlar samt að hressa, bæta og kæta á Players þetta kvöldið. Miðasala er við innganginn og byrjar ballið 00.30. n Træangular jacobsen Þeir Bensol, Casanova og diddi Luv ætla að gera allt vitlaust á jacobsen. djúpir sálartónar í hjarta reykjavíkur. Viðbætt hljóðkerfi og allt að gerast. n fjáröflunartónleikar Benny Crespo’s Gang og Bloodgroup á Grand rokk sveitirnar halda til Kanada seinna í mánuðinum og þurfa því að fá smá aur áður en haldið er vestur um haf. Ásamt þeim koma fram sveitirnar agent Fresco og sykur. Húsið opnað klukkan 21 og miðaverð er 1.000 krónur. Hvað er að GERAST? vígalegir víkingar tveir reffilegir á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði í fyrrasumar. mYnD Gunnar Gunnarsson sé að ná almennilegum myndum. Því ákvað ég að nota þyrlu. Það er tölu- vert dýrara því maður þarf að vera í þyrlunni í fimm til sex klukkutíma í senn en þetta er eini möguleikinn til að taka almennilegar loftmyndir.“ Hurðin var tekin úr þyrlunni og ól fest um Thorsten miðjan. Síðan þurfti hann að standa nánast fyr- ir utan þyrluna, eins og hann orð- ar það sjálfur, og beygja sig vel nið- ur til að ná myndunum. Aðspurður segir hann það ekki ógnvænlegt. „Ég er svo mikill adrenalínfíkill að fyrir mér er þetta bara skemmtilegt,“ segir hann hlæjandi. Hann er mikill náttúruunnandi og hefur ekki síður gaman af útivist. „Ég er mikið í ísklifri, klettaklifri, kaj- aksiglingum og öðrum jaðaríþrótt- um. Ég tek ekki bara myndir af nátt- úrunni og kem síðan ekki nálægt henni.“ Gerð bókarinnar gekk vel að mestu leyti og hann lét hvorki kolbil- að veður né erfiðar aðstæður stöðva sig. „Ég fékk til mín aðstoðarkonu frá Svíþjóð. Hún var 17 ára og stödd á Íslandi á vegum skóla í Svíþjóð. „Stúlkuna langaði að taka myndir af norðurljósum og ég sagði það lítið mál,“ rifjar Thorsten upp. Þau héldu á Skjaldbreið í 17 stiga frosti. Unga stúlkan spurði Thorsten hvar þau myndu nú gista og hvort það væri hótel þarna. Hann hélt nú ekki. Þau myndu bara gista í tjaldi. „Í tjaldi í 17 stiga frosti?“ spurði hún gátt- uð, en hún hafði aldrei tjaldað áður, hvað þá í svona kulda,“ segir Thor- sten brosandi. Þau festust í sprungu á leiðinni og velti sænska aðstoðar- konan fyrir sér hvað í ósköpunum þau gætu þá gert. „Þetta var ekkert mál. Ég hringdi í vin minn og setti inn staðsetningu okkar í GPS-tækið og hann var kominn innan tveggja klukkutíma.“ Þau voru dregin upp úr sprungunni og enduðu á því að taka myndir langt fram eftir nóttu og gista í tjöldum í 17 stiga frosti. „Ég held að þetta hafi verið mjög eftirminnilegt kvöld fyrir hana. Hún gleymir þess- ari reynslu seint,“ segir Thorsten og skellir upp úr. Hann er sérstaklega hrifinn af svæðinu í kringum Landmanna- laugar. „Fjallabak er einn uppá- haldsstaðurinn minn á landinu en síðan finnst mér svæðið í kring- um Öskju mjög fallegt. Þar má finna landslag sem á sér enga hlið- stæðu í heiminum,“ segir Thorsten. Hann hefur einnig sínar skoðanir á stóriðjustefnu Íslendinga en ein af ástæðunum fyrir komu hans til landsins var einmitt stórbrotin nátt- úran. „Mér finnst þessi stefna persónu- lega vitlaus. Það er svo mikil einstefna í gangi hérna í pólitík. Það er verið að gera út á auðlindir landsins en ekki hugsjónina og fólkið. Mér finnst að það eigi að nota hugmyndaauðgi fólksins í stað þess að vera í keppni við helstu iðnaðarþjóðir heims.“ Í bókinni má ekki einungis finna landslagsmyndir heldur einnig portrettmyndir af venjulegum Ís- lendingum víða um landið sem og þjóðþekktum einstaklingum. Ein myndanna er af Baltasar Kormáki leikstjóra og eiginkonu hans Lilju Pálmadóttur á sveitasetri þeirra, Hofi á Höfðaströnd. Aðspurður seg- ir Thorsten það hafa verið lítið mál að fá fólk til þess að opna dyrnar. „Ég hringdi að sjálfsögðu á undan mér,“ segir hann og skellihlær. „Ég keyrði ekki bara norður og bankaði á hurð- ina hjá þeim og spurði hvort ég mætti taka mynd af þeim. En þeim fannst þetta góð hugmynd og heiður að vera í svona bók.“ Eins er merkileg mynd af Magnúsi Scheving í bókinni. Þar situr hann inni í Latabæjarstúdíóinu í íþróttaálfsbúningnum en sem Magn- ús Scheving. „Ég hef unnið með hon- um um tíma. Margir kalla hann of- virkan og geðveikan en fyrir mér er hann bara duglegur og frábær mann- eskja. Það er ekki til neitt sem heitir hroki í honum,“ segir Thorsten. Fyrir Thorsten búum við á einu stórkostlegasta landi í heimi og því reyndi hann að festa það á filmu til að deila með öðrum. „Þessi gríðar- legi kraftur sem er í landslaginu og landinu. Þetta er einstakt land og ég held að Íslendingar séu hægt og ró- lega að uppgötva það sjálfir.“ Eins og Thorsten sagði áður er hann ekki á leiðinni í burtu þrátt fyrir bágt efna- hagsástand. „Ég er þessi manneskja sem hugsar að eitthvað jákvætt komi út úr þessum erfiðu tímum og ég lít á þetta sem tækifæri til þess að fá að byrja upp á nýtt. Þetta var ekki eðlilegt hvað var í gangi, eins og árið 2007, þannig að ég lít á þetta sem góðan hlut. Það á eitthvað gott eftir að koma út úr þessu öllu,“ seg- ir hann bjartsýnn og ætlar að sitja sem fastast. „Ísland er allt of flott land til þess að flýja. Það blæs smá vindur og allir hlaupa í burtu. Þetta fólk verður hlaupandi allt sitt líf.“ Og Thorsten er svolítill Íslendingur í sér því þrátt fyrir erfitt efnahagsástand byggir hann einbýlishús handa fjöl- skyldunni. „Ég er að klára að byggja 380 fer- metra einbýlishús. Það er kannski svolítið 2007 en ég er svo jákvæður og ég hef það að reglu að gera bara hlutina. Ég er til dæmis með hug- myndir að tveimur bókum til við- bótar en ætli að sé ekki aðeins of snemmt að ræða það.“ hanna@dv.is klifrað í stuðlabergi Vð reynisfjöru í Mýrdal. „Ég er að klára að byggja 380 fermetra einbýlishús. Það er kannski svolítið 2007 en ég er svo jákvæður og ég hef það að reglu að gera bara hlutina. Ég er til dæmis með hugmyndir að tveimur bókum til viðbótar en ætli það sé ekki aðeins of snemmt að ræða það.“ erfið myndataka Hér sést thorsten við tökur í þyrlunni. mynd Guðmundur Tómasson. magnús scheving afslappaður í gervi íþróttaálfsins. loftmynd úr Mýrdal. aDvenTurelanD athyglisverð og ánægjuleg sumarmynd um nörda sem gera það besta úr lífinu án þess að ganga í star trek-búningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.