Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 28
föstudagur 12. júní 200928 Fókus u m h e l g i n a Koppafeitin Komin á Koppinn Söngleikurinn Grease var frumsýndur í Loftkastalanum í gær. Sagan um krakkana í Rydell High-skólanum á sér vísan stað í hjarta margra og nú gefst nýrri kynslóð tækifæri til að upplifa allan ærslaganginn, dansinn og sönginn í einum vinsælasta fjölskyldusöngleik allra tíma á íslensku sviði. Nánari upplýs- ingar um sýninguna og sýningartíma eru á loftkastalinn.is. Hrunið á toppinn Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannes- son sagnfræðing þaut af miklum krafti beint í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson þessa vikuna. Fyrsta prentun seldist upp hjá útgefanda á mánudag og von var á annarri prentun í gær, fimmtudag. Aðrar bækur um efnahagsástandið seljast einnig vel, til að mynda Sofandi að feigðarósi, Ný framtíðarsýn og Stoðir FL bresta en sú fyrstnefnda hafði setið á toppi listans í sex vikur fyrir útkomu Hrunsins. Von var á tveimur titlum til viðbótar í kringum helgina, Íslenska efnahagsundrinu eftir Jón F. Thoroddsen og Hvítbók Einars Más Guðmundssonar. Bryndís Loftsdóttir hjá Eymundsson segir bókaútgáfu hafa verið óhemju fjörlega það sem af er árinu; út hafi komið um 40 barnabækur og 180 fullorðinsbækur eða samtals 220 titl- ar. „Í maí var nokkur aukning á sölu íslenskra bóka miðað við maí 2008 í verslunum okkar og má helst rekja þá aukningu til þeirrar staðreynd- ar að meira var selt af bókum til út- skriftargjafa en undanfarin ár,“ segir Bryndís. Það hefur sjálfsagt aldrei verið létt verk að finna hentuga gamanleiki fyr- ir íslenska leikara og leikflokka. Enda hefur það gengið upp og ofan. Ekki síst þegar menn hafa lagt í kómedíur af ætt hins klassíska skóla Moliéres og frönsku snillinganna: Marivaux, Scribes, Feydeaus, Labiches; skóla sem hefur raunar einnig getið af sér álitlega fulltrúa í ensku leikhúsi. Í þessum leikbókmenntum er oftar en ekki unnið með flókna leikfléttu, fá- ránlegan misskilning og mistök sem þróast út í stjórnlaust klúður: per- sónurnar hendast að lokum um, æða fram og aftur, út og inn, birtast oftast á vitlausum augnablikum, ofurseld- ar eigin klaufaskap, lygum og sauðs- hætti, á meðan áhorfendur hlæja og hlæja. Þannig á það að minnsta kosti að vera í góðum farsaleik. Til að valda þessu formi þarf að sjálfsögðu mikla leik-fimi, slípaða leiktækni, fyrir nú utan húmorinn og hugkvæmnina. Franskir leikarar, með skólun í pantómímu, þögulli sviðstjáningu, nettum afkáraskap og ýkjum, sem aldrei verða groddaleg- ar; það er fátt skemmtilegra en að sjá slíka bregða sér á leik. Jafndapurt er að sjá til leikara sem hætta sér út á skeiðvöllinn, án þess að eiga þangað sérstakt erindi. Því miður hallast sýningin á Við borgum ekki! Við borgum ekki!, sem var frumsýnd um helgina á Nýja sviði Borgarleikhússins, mjög á þá hliðina. Nú skal tekið fram að þessi rúmlega þrjátíu ára gamli leikur Dar- io Fos, sem hér hefur verið sýnd- ur tvisvar áður af atvinnumönnum (hugsanlega einnig af áhugamönn- um), er langt frá því að vera með því snjallasta sem samið hefur verið af þessu tagi. Hann byggist allur á einni sitúasjón: tvær giftar konur hafa tekið þátt í stórfelldu búðarráni og eru að reyna að fela þýfið fyrir eiginmanni annarrar þeirrar, sem er heiðarleg- ur maður og má ekki vamm sitt vita. Eins þótt hann sé verkamaður og því ofurseldur arðráni og kúgun borg- arastéttarinnar; honum finnst alveg hræðilegt til þess að hugsa að fólk taki vörur úr hillum án þess að greiða uppsett verð. Þarf að taka fram að hann virkar heldur svona treggáfað- ur og því hægt að ljúga ýmsu að hon- um? Svo líður ekki á löngu áður en löggan er mætt á svæðið og þá færist heldur betur fjör í leikinn. Búðarrán- ið réttlæta frúrnar, eða öllu heldur sú þeirra sem er gift heiðvirða aul- anum og ræður ferðinni, með því að verslunin sé að okra á þeim, á sama tíma og atvinnurekendur lækka sí- fellt kaupið; það er vitaskuld ekkert réttlæti í því, og ekki nema eðlilegt að alþýðan taki málin í sínar hend- ur. Hljómar kunnuglega, ekki satt! Og er væntanlega ástæðan fyrir því, að leikurinn er dreginn fram einmitt nú og dustað af honum rykið. Við viljum sýna tímabær verk í leikhúsinu, segja samtíðinni eitthvað sem skiptir máli! Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Það sem fyrst og fremst háir sýn- ingunni er skortur á leikstjórn. Ég man ekki til að Þröstur Leó Gunnars- son, sá mæti leikari, hafi áður fengist við að leikstýra; af ferilskrá hans, sem birt er í leikskránni, verður ekki séð að svo hafi verið. Það er greinilega ekki heldur hans fag, alltént ekki verk þessarar tegundar. Leikurinn situr frá upphafi fastur í klisju realismans sem aðeins einn leikari sneiðir með öllu hjá: Halldór Gylfason – og kem- ur ekki á óvart, eftir það sem maður hefur séð til hans á síðustu misser- um. Halldór áttar sig á því, sem aðr- ir gera ekki, að hér er það karikatúr- inn, skopmyndin, sem unnið er út frá; hann er að vísu í heldur þakklát- ara hlutverki en hinir að þessu leyti, en engu að síður: vitanlega hefði vel verið hægt að klúðra því líka. Ari Matthíasson leikur heiðvirða verka- manninn, þennan sem er kvæntur þjófnum. Ari hefur ekki sést lengi á sviði og hefur ekki liðkast í þeirri fjarveru sem leikari. „Replikkan“ var aldrei verulega góð hjá Ara, alltaf svolítið einhæf og er það einnig nú, og hið stjarfa augnaráð, sem hann notar til að sýna aulaskap persón- unnar, verður fljótt leiðigjarnt. Leik- arinn hefði þurft að fá einhvern virki- lega góðan „coach“ til að taka sér tak, áður en hann rifjaði upp forna takta. Maríönnu Clöru Lúthersdóttur hef ég séð gera betur en í hlutverki eig- inkonunnar, t.d. bæði í Killer Joe og Dubbeldusch; hún er efnileg leik- kona, en hlutverkið kallar á aðsóps- meiri persónuleika, enda þykist ég vita að Fo hafi skrifað það handa henni Fröncu sinni Rame, þeim mikla leik-kvenkosti. Þrúður Vil- hjálmsdóttir og Jóhann G. Jóhanns- son voru frekar litlaus í hlutverkum vinahjónanna sem dragast saklaus inn í alla vitleysuna. Satt best að segja andaði maður léttar í hvert sinn sem Halldór birtist á sviðinu; það var nautn að fylgjast með honum, hvort heldur sem var í gervi lögregluþjón- anna, dvergsins eða gamla manns- ins. Og mér er eiginlega alveg sama þó hann fari út á blábrún smekkvís- innar sem vonda löggan; það er helst að enskuslettunum hafi verið ofauk- ið, þó að tilgangurinn með þeim hafi verið nokkuð ljós. Þetta hefði ekki þurft að fara svona, hefði réttur leikstjóri ver- ið kvaddur til. Þó að verkið sé sem fyrr segir ekki eitt af snilldarverkum farsabókmenntanna, má vel hafa af því skemmtan í góðum flutningi. Ég hefði treyst Þrúði og Jóhanni til að gera mun betur, undir viðeigandi leikstjórn; þau eru vel liðtæk bæði. Og við eigum ágæta leikstjóra sem kunna orðið þá kúnst að blása lífi í svona bókmenntir; ég nefni aðeins Sigurð Sigurjónsson, Ágústu Skúla- dóttur eða Þór Túliníus, en fleiri hefðu ugglaust komið til greina. Ég hef víst einhvern tímann sagt það áður: íslenskt leikhús verður að temja sér miklu meiri virðingu fyrir hlut- verki leikstjórans. Meðalmennsk- an hefur fengið að vaða hér uppi of lengi; burt með hana, og það nú þeg- ar! Hér kynnu raunar að leynast leif- ar gamallar hefðar, eða, réttara sagt, landlægs óvana: það er sem sé ekk- ert óskaplega langt síðan leikstjórn var nánast aukabúgrein hjá sumum helstu leikurum þjóðarinnar. En nú ætti leiklistin að vera löngu vaxin úr grasi áhugamennskunnar (eða hinn- ar hálfköruðu atvinnumennsku) og óþarft að segja fólki, að leikstjórn er nokkuð sem kallar á sérstaka hæfi- leika, sérstaka menntun og sérstaka verkþjálfun; og að svið atvinnuleik- húsanna eiga ekki að vera æfinga- búðir fyrir byrjendur, staður til að prófa getu fólks sem hefur litla sem enga reynslu – eins þótt það sjálft sé vel kynnt og vel tengt innan stofnan- anna. Við eigum lifandi og kröftugt áhugamannaleikhús, bæði í byggð- um landsins og skólum; þar geta verðandi leikstjórar spreytt sig, áður en þeim er treyst til að fara inn í þau hús þar sem „mínútan er milljón!“ – svo vitnað sé í einn hinna sárafáu farsa sem íslenskir hafa skrifað. Áhuga- mannaleikhúsið okkar myndi ekki standa jafn sterkt og það gerir, hefði það ekki nýtt sér marga af færustu leik- stjórum okkar – og hefðu þeir að sínu leyti ekki verið til í að vinna með amat- örunum. Megi SÚ hefð lengi lifa. Leikur Fos hefur verið þýddur upp á nýtt af Magneu J. Matthíasdóttur, stað- færður og lagaður að ríkjandi aðstæð- um. Ég sé reyndar í leikskrá að „leik- hópurinn“ skrifar sig fyrir „staðfærslu og leikgerð“; það er sjálfsagt að hver fái það hrós sem honum ber. Í því var sitt- hvað sniðugt og annað minna sniðugt, eins og gengur. Yfirleitt hljómaði þýð- ingin prýðilega. Og rétt að taka fram að stemningin á Nýja sviðinu var ágæt á laugardagskvöldið var, þó að ekki hafi hlátrarnir nú beinlínis fossað niður áhorfendabekkina, flætt um salinn og sviðið og sameinað okkur í einni alls- herjar hringiðu taumlausrar kátínu, í frelsandi útrás hlátursins – sem er auðvitað tilgangur og réttlæting leik- listar af þessum toga. Jón Viðar Jónsson Dauft yfir Dario Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir dario fo. Þýðandi: Magnea j. Matthíasdóttir Leikstjórn: Þröstur Leó gunnarsson Tónlist: Halldór gylfason Leikmynd og búningar: stígur steinþórsson Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson leiklist Leikstjórnarskortur „Það sem fyrst og fremst háir sýningunni er skortur á leikstjórn,“ segir í dóminum um Við borgum ekki! Við borgum ekki! sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.