Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 30
Föstudagur 12. júní 200930 Helgarblað EftirminnilEgustu sukkaugnablik gullæðisins Góðærið er búið, kosningar að baki og sumarið komið. Og enn berast fréttir af lygilegu bruðli íslenskra auðmanna og útrásarvíkinga í gullæðinu sem óð hér uppi á fyrstu árum 21. aldar, samanber gullátið í lúxusferð Landsbankans til Mílanó. Af því tilefni rifjar DV hér upp eftirminnilegustu augnablikin í þessu undarlega tímabili í sögu þjóðarinnar. 900 fermetra sumarhús sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, réðst í miklar framkvæmdir þegar hann hugðist reisa eitt glæsilegasta íbúðarhús landsins á jörðinni Veiðilæk í norð- urárdal. síðast þegar fréttist voru framkvæmdir stopp vegna ógreiddra krafna sem verktakafyrirtækið sem sá um bygginguna átti á sigurð. samkvæmt teikningum hússins, sem er um 900 fermetrar, á það meðal annars að hýsa fullkomna heilsulind með tveimur gufuböðum og hvíldarstofu með arni, fimmtíu fermetra vínkjallara, útieldhús og fimm baðherbergi. Ljóst er að kostnaður við byggingu hússins hleypur á hundruðum milljóna króna. sir Elton í afmælisveislunni Ólafur Ólafsson sem oftast er kenndur við samskip efndi til heljarinnar veislu í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Ólafur fékk goðsögnina Elton john til þess að koma fram í veislunni sem haldn var í kæligeymslu samskipa í janúar 2007. sagan segir að Ólafur hafi borgað herra Elton rúmar 70 milljónir króna fyrir klukkustundar einkatónleika. að tónleikun- um loknum hélt popparinn frægi upp í einkaþotu og flaug af landi brott. Á endanum átu þeir gullið Líklega má segja að hátindi gullæðisins hafi verið náð á haustdögum á því herrans ári 2007 þegar Landsbankinn bauð nokkrum mikilvægum viðskiptamönnum og háttsettum starfs- mönnum í lúxusferð til Mílanó. í kvöldverðarboði eitt kvöldið í þeirri ferð var nefnilega á boðstólum risotto með gullflögum eins og greint var frá í síðasta tölublaði Mannlífs. Þessi sögulega veisla var haldin í hallargarði kastala sforza-ættarinnar en hann er ein þekktasta bygging Mílanóborgar. „Ég hugsaði með mér að það væri ekki hægt að ganga lengra en að éta gullið,“ sagði einn gestanna í samtali við Mannlíf sem vissi ekki að hægt væri að borða gull fyrr en honum var boðið upp á það í veislunni. „Ég hélt að það væru aðeins guðirnir sem borðuðu gull.“ Á meðal þeirra sem tóku þátt í gullátinu voru sigurjón Árnason, þáver- andi bankastjóri Landsbankans og aðalarkitektinn að mörgum slíkum boðsferðum bankans síðustu árin fyrir hrunið. Pylsukaup á þyrlu Þegar menn eru farnir að skjótast á þyrlu út í sjoppu til að fá sér pylsu má segja að menn séu orðnir ríkir eða klikkaðir nema hvort tveggja sé. Viðskiptavinum í Baulunni í Borgarfirði brá í brún í júlímánuði í fyrra þegar stærðarinnar þyrla hóf að lækka flugið ofan við vegasjoppuna og lenti loks á miðju bílastæðinu. út gengu menn sem samkvæmt heimildum fréttavefjarins skessuhorns höfðu verið við veiðar í Kjarrará þegar hungrið fór að sverfa að. samkvæmt heimildum dV voru þarna á ferð Bakkabræðurnir svokölluðu, Ágúst og Lýður guðmundssynir. sagan segir þó að þeir sem í hlut áttu hafi verið svo ólánsamir að gleyma krítarkortunum í veiðihúsinu og fengu því skrifað hjá vertinum í Baulu. afmæli aldarinnar Björgólfur thor Björgólfsson hélt upp á fertugsafmæli sitt með eftirminnilegum hætti. Hann bauð vinum og vandamönnum upp á Keflavíkurflugvöll þar sem gestir voru vinsamlegast beðnir um að skrá sig inn en enginn vissi hvert ferðinni var heitið. Björgólfur flaug 130 af sínum bestu vinum til jamaíka og var dvalið í kastala sem nefnist trident. skemmtikraftarnir í veislunni voru ekki af verri endanum. rapparinn 50 Cent kom og söng alveg örugglega „go, shorty it´s your birthday“ fyrir afmælis- drenginn, Ziggy Marley, sonur Bobs, lét sig ekki vanta í afmælið frekar en breski geimkúrekinn jamiroquai. Hundraða milljóna nágrannadeila af þeim peningaeyðslusögum og frásögnum af flottræfilshætti sem gengið hafa um Hannes smárason er nágrannadeila hans við guðmund Kristjánsson í Brimi ein sú eftirminnilegasta. Á tímabili bjuggu þeir báðir í glæsihúsum við Fjölnisveg í reykjavík, Hannes í húsi númer 9 en guðmundur í númer 11. Þegar Hannes hugðist stækka bílskúrinn sinn kom guðmundur í veg fyrir það þar sem honum fannst bílskúrinn fara of nálægt sinni lóð. deilu þeirra kumpána lyktaði með því að Hannes keypti húsið af guðmundi til að geta haldið sínu striki í fram- kvæmdunum. samkvæmt séð og heyrt borgaði Hannes samtals 220 milljónir króna fyrir húsin tvö. Heyrðust um tíma sögur af meintri hugmynd Hannesar um að byggja brú á milli húsanna. Ef rétt er er brúin í það minnsta ekki enn orðin að veruleika, og verður það vart úr þessu í ljósi boðafallanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.