Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Qupperneq 33
Föstudagur 12. júní 2009 33Helgarblað Mér líður stundum eins og við séum stödd í draumi. Eftir þetta vitum við að það getur allt gerst í þessu lífi svo það er um að gera að fara varlega,“ segir Svava Johansen framkvæmdastjóri þegar hún er spurð hvernig hún upplifi atburðarásina frá því að bankarnir hrundu síðasta haust. Svava bætir við að hún hafi aldrei haft jafnmikinn áhuga á hagfræði og heim- speki líkt og núna. Hún drekki í sig all- an fróðleik á þessu sviði. „Það á örugglega við um fleiri. Við sjáum hlutina mjög gegnsætt í dag og sjálf hef ég lært mikið á undanförnu ári. Ég held að margt slæmt hafi gerst en það sé ekki alslæmt þegar upp er staðið. Mér finnst til dæmis fólk vera orðið eðlilegra aftur. Það myndað- ist einhver dýrkun á „ofurhetjum“ sem margfölduðu félög sín á stuttum tíma. Við hin sem vorum í rekstri á eðlilegum hraða vorum ekki alveg að skilja þetta enda kom í ljós að mikið af þessu var bara loftbólur. Þetta skekkti mjög þjóðfélagið hvað varðar laun og virðismat og margir höfðu örugglega upplifað sig sem lúsera fyrir að hafa ekki náð nema brotabroti af launum gömlu skólafélaganna,“ segir Svava og bætir við: „Um daginn heyrði ég í tví- tugri stúlku sem sagðist mun ánægð- ari með líf sitt núna en fyrir hrunið. Hún sagði að fólkið úti á götu væri allt vinalegra og eðlilegra. Ég held að margir finni fyrir þessu. Við höfðum misst tengslin við raunveruleikann – öll þjóðin.“ Erfitt að manna verslanirnar Eins og flestir vita rekur Svava tísku- verslanakeðjuna NTC. Hún segir erfitt að vera í rekstri í dag en er ákveðin í að standa upprétt í gegnum kreppuna. „Þetta er viss áskorun en maður verð- ur bara að standa sig. Finna lausnir og halda áfram. NTC er rótgróið fyrir- tæki, við rekum 18 verslanir sem allar selja fatnað og skó. Við höfum haldið okkur innan þess ramma og höfum verið staðráðin í að halda okkar rekstri einungis á Íslandi.“ Svava segir bankana hafa verið duglega við að bjóða henni til sölu fjöldann allan af verslunum í hin- um og þessum löndum. Gylliboðin hafi vissulega heillað en þau hafi ver- ið ákveðin í að halda sig á Íslandinu góða. „Við sjáum ekki eftir því í dag,“ segir hún brosandi og bætir við: „Við höfum þurft að semja upp á nýtt við alla erlendu birgjana og upplýsa þá um ástandið en það hefur tekist vel í flestum tilfellum. Það hjálpar að hafa verið góður viðskiptavinur í yfir tut- tugu ár. Það má ekki gleyma því að kreppan er alstaðar og erlendu birgj- arnir þurfa á okkur að halda því salan hefur líka minnkað hjá þeim.“ Þrátt fyrir hækkandi tölur á at- vinnuleysisskrá segist Svava eiga í vandræðum með að finna starfs- fólk í verslanir sínar. Nóg sé af ung- um krökkum sem vilji vinnu en erf- iðara sé að finna reynslumiklar eldri konur. „Margar konur sem misst hafa vinnuna virðast hafa ákveðið að vera heima í sumar. Þær segjast ekki vilja vinnu fyrr en í haust, að þær ætli að nýta sér atvinnuleysisbæturnar fyrstu þrjá mánuðina. Að mínu mati eru þær að misnota sér ástandið allsvakalega því á meðan þær eru á bótum þurf- um við hin að borga brúsann og það gengur hratt á atvinnuleysisbótasjóð. Þetta er ekki alveg í takt við það sem er að gerast og ég tel að þarna vanti meira eftirlit.“ Neikvæðar fréttir slæmar fyrir sálina Aðspurð segist Svava finna fyrir breyttu verslunarmunstri hjá við- skiptavinum sínum. Í dag leiti fólk að ódýrari fatnaði í meira mæli en fyrir hrun. „Við erum að vinna í að gera betri samninga og lækkum verð- ið strax og við náum betra verði. Við erum líka að leita fyrir okkur á ódýrari markaði en viljum halda gæðunum,“ segir hún en ítrekar að kreppan sé al- staðar svo innkaupaverð fari lækk- andi. „Í raun er verðið okkar lægra en á hinum Norðurlöndunum og fólk er að kveikja á því og verslar frekar hér heima sem er gott. Þannig náum við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi sem er undirstaða þess að ná okkur upp úr efnahagslægðinni,“ segir hún en bætir við að það sé erfitt að gera sér grein fyrir stöðunni. Hver sérfræðingahöndin sé upp á móti annarri og ýmsar kenningar á lofti, loforð um nýtt og betra samfélag eða hörmungarspár svartsýnismanna. „Eitt er þó víst að endalausar slæmar fréttir eru ekki góðar fyr- ir sálarlífið og mér finnst undar- legt hvernig fjölmiðlar mála alltaf dekkstu mögulegu myndina. Okk- ar eiginlegi fjársjóður er andleg og líkamleg heilsa og geta okkar til að standa sterk á erfiðum tímum. Með það í huga er örugglega ekki best að kasta fram stöðu mála eins og hún gæti hugsanlega verið verst. Þessum hristingi sem við lentum í má líkja við að sitja í flugvél í mikilli ókyrrð. Þá er mikill styrkur í að flugáhöfnin kunni til verka og á sama hátt eiga ráða- menn þjóðarinnar og fjölmiðlar að upplýsa án þess að yfirbuga fólk með neikvæðum fréttum,“ segir Svava sem er bjartsýn á framtíðina og viss um að við náum okkur upp úr lægðinni. „Spurningin er frekar hvernig stöndum við eftir? Í hvaða andlega ástandi verðum við sem þjóð? Ég held að við getum komist hratt frá erfiðleikum með því að nota orkuna sem myndast þegar á móti blæs, snúa henni á jákvæðan hátt og gefa allt í botn. Maður fer nefnilega ótrú- lega langt á jákvæðni,“ segir hún og brosir og bætir við að henni þyki hrein unun að hitta jákvætt, kraft- mikið fólk. „Eitt lítið bros getur gert kraftaverk – það á sko við í dag. En því miður er allt of mikið af svart- sýnu fólki, jafnvel heilsuhraustu og fjárhagslega öruggu, sem spú- ir neikvæðum orðum um ástand- ið og fólkið í kringum sig. Þegar ég hitti þannig fólk langar mig mest að henda öllu frá mér og lyfta því upp – hjálpa því. Mér finnst ofsalega sorg- legt þegar fólk kann ekki að njóta þess sem það hefur. Svona nei- kvæðar manneskjur verða að gera sér grein fyrir hvers konar byrði það kemur yfir á þá sem hlusta því nei- kvæðni getur verið keðjuverkandi,“ segir hún ákveðin. Skilnaðir bitna á börnunum Fyrir nokkrum vikum komust deilur NTC og aðstandenda E-label í fjöl- miðla en þeir síðarnefndu sökuðu NTC, með Svövu í fararbroddi, um að koma í veg fyrir að samningar við verksmiðjur næðust. Svava harm- ar hvaða stefnu málið tók í blogg- heimum en þar var hún sökuð um að beita sér gegn íslenskri fatahönnun. „Það gæti ekki verið meira fjarri lagi því ég er mjög stolt af íslenskri hönn- un og hef lagt mitt af mörkum henni til liðs auk þess sem við höfum marg- oft selt íslenska hönnun. Við eigum þekkta góða hönnuði en það eru líka ungir og flottir krakkar þarna úti sem eiga mikla möguleika. Dönsk fata- hönnun veltir 500 milljörðum á ári og er fjórða stærsta útflutningsgrein þeirra en íslensk 5 milljörðum og ég held að við gætum tífaldað þessa tölu með réttri markaðssetningu. Tónlist og fatahönnun geta verið spennandi tekjulindir ef rétt er haldið á spilun- um,” segir hún og er mikið niðri fyr- ir. Svava tekur undir að álagið sé mikið á mörgum heimilum vegna efnahagshrunsins. Margar fjölskyld- ur berjist í bökkum sem skili sér oft í andlegri vanlíðan. „Skilnaðarhrin- an er þegar hafin, því miður og það fylgir þessu ástandi víst. Ég vildi samt að fólk myndi ekki hlaupa til og skilja þótt erfiðleikar blasi við í ann- ars góðu sambandi. Fólk verður að vera þolinmótt, gefa eitthvað eftir og prófa að setja sig í spor makans, vera skilningsríkara. Það eru svo margar manneskjur sem þurfa að líða fyrir einn skilnað, sérstaklega öll börnin,“ segir hún en Svava og athafnamað- urinn Ásgeir Bolli Kristinsson eiga saman soninn Ásgeir Frank. Skilnaður þeirra Bolla vakti mikla athygli á sínum tíma en fjallað var um málið á síðum slúðurblaða. „Ís- land er svo lítið að hér eru nánast allir þekktir. Blöðin hafa sýnt manni áhuga í viðskiptum og öðru og svo getur maður fengið það í bakið þeg- ar eitthvað gerist hjá manni per- sónulega og það getur verið sær- andi. Þetta var svo sem í lagi fyrir mig sjálfa en ég á ungan son og um- fjöllunin fór fyrir brjóstið á honum og það særði mig. Það verður að vera skilningur á þessu hjá blaða- mönnum. En sem betur fer gróa öll sár og mótlætið styrkir mann.“ Sonurinn biður fyrir efnahagnum Ásgeir Frank verður þrettán ára í ág- úst og gengur í Flataskóla í Garðabæ. Svava segist ánægð með það hvern- ig skólanum hafi tekist að halda krökkunum í andlegu jafnvægi þeg- ar allt hrundi í vetur. „Þau hafa verið upplýst á réttan hátt, þannig að þau geti tekist á við hlutina og svo að þetta verði þeim lærdómur en dragi ekki úr þeim kjark eða hræði. Þessir krakkar eru yfirleitt mjög glaðir og kraftmiklir og kennararnir eiga skil- ið hrós fyrir hlýju og kærleika, sér í lagi þegar allt dundi yfir í haust,“ segir hún og bætir við að sonurinn hafi bætt íslenska efnahagnum inn í kvöldbænirnar sínar. „Mér finnst það svo sætt hjá honum. Hann bið- ur fyrir öllum sem hann þekkir og bætir efnahagnum við í lokin og segist viss um að allt fari vel. Þetta segir mér að hann sé meðvitaður en glaður og brattur. Það eina sem slær hann út af laginu er ef Manchester United tapar leik. Það höndlar hann ekki alveg,“ segir hún og brosir. Svava hefur verið viðloðandi tískubransann frá unglingsaldri þegar hún kom inn í fyrirtæki Bolla. Þegar þau skildu keypti Svava hans hlut og hefur rekið sístækkandi fyr- irtækið síðan. Hún segir starfsval sitt þó ekki tilviljun háð. Áhugi á rekstri hafi kviknað í gegnum pabba hennar sem rak heildsölufyrirtæk- ið RJC í 50 ár. Faðir Svövu, Rolf Jo- hansen, lést fyrir tveimur árum en Svava segir þau feðgin hafa átt vel skap saman. Horfir björtum augum á framtíðina „Að mínu mati eru þær að misnota sér ástandið allsvakalega því á meðan þær eru á bótum þurfum við hin að borga brúsann og það gengur hratt á atvinnuleysisbótasjóð.“ Framhald á næstu síðu Svava Johansen spilar á spil við kærastann þar sem þau leggja jafnvel eitthvað undir. MYNDir HEiða HElgaDóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.