Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 45
Föstudagur 12. júní 2009 45Helgarblað
Árið var 1917 og Rússland var í
upplausn. Eftir októberbylting-
una geisaði borgarastyrjöld milli
bolsévíka Leníns og andstæðinga
þeirra, hvítliða.
Fjarri valdamiðstöðvunum í St.
Pétursborg og Moskvu, austur af
Baikal-vatni við landamæri Kína og
Mongólíu, er landsvæðið Transba-
ikalía. Yfirmaður rússneska hersins
þar var Grígorí Semjónóv, herskár
kósakki af mongólskum ættum,
fæddur og alinn upp í Transbaikal-
íu.
Nánasti undirmaður hans og
besti vinur var úr hinum enda hins
mikla Rússaveldis. Róman Ung-
ern von Sternberg var alinn upp í
Eistlandi, af gamalgróinni aðals-
ætt Eystrasalts-Þjóðverja. Hann
hafði barist í fyrri heimsstyrjöld og
í stríði Rússa og Japana og tekist að
ná kafteinstign þrátt fyrir miklar
efasemdir yfirmanna um geðheilsu
hans.
Ungern von Sternberg var hald-
inn ofuráhuga á hirðingjaþjóðum
Mið-Asíu og lifnaðarháttum þeirra,
og stundaði búddisma.
Herskáir uppdópaðir
búddistar
Í Síberíu stofnaði hann „Reglu
hernaðarbúddista“ sem skip-
uð var honum, Semjónóv
og öðrum Baikal-kósökkum. Grund-
vallaratriði reglunnar, sem átti að
gera iðkendum kleift að berjast af
óheyrðri djörfung og grimmd, voru
skírlífi og taumlaus neysla áfengis og
eiturlyfja.
Eftir byltinguna sneru Semjónóv
og Ungern herjum sínum gegn bol-
sévíkum. Í upphafi börðust þeir við
hlið hvítliða, andstæðinga bolsévíka,
en vildu þó ekki telja sig til þeirra eða
lúta stjórn foringja þeirra. Semjónóv
átti aðra velgjörðarmenn: hina fornu
fjendur, Japani, sem vildu nota sér
ringulreiðina í Rússlandi og auka við
áhrifasvæði sín í Asíu.
Semjónóv skipaði Ungern land-
stjóra yfir litlum bæ í Transbaikalíu,
Dauria, á meðan hann sjálfur barð-
ist við bolsévíka, rændi og ruplaði og
var almennt til vandræða.
Baróninn var ekki lengi að komast
upp á lagið. Hann lét fremja grimmd-
arlegar fjöldaaftökur daglega. Sjötíu
til áttatíu manns var slátrað í hvert
sinn; hvort sem það voru bolsévíkar,
Gyðingar eða aðrir sem þóknuðust
honum ekki.
Heilög skylda
Haustið 1920 var Ungern von Stern-
berg kominn með leiða á smábæj-
arlífinu. Hann var með miklu stærri
áform. Hann ætlaði að leggja undir
sig Úrga, höfuðborg Mongólíu.
Mongólía var á þessum tíma
undir yfirráðum Kínverja, sem
höfðu tekið völdin nokkrum árum
áður undir því yfirskini að vernda
landið fyrir bolsévíkum. Úrga, eða
Örgöö, var lífleg borg, þar bjuggu
30.000 manns, sumir í húsum, aðrir
í hirðingjatjöldum. Í miðjum bæn-
um var markaður þar sem kaup-
menn frá Kína, Rússlandi og þjóð-
um Mið-Asíu mættust.
Það var að vísu Semjónóv sem
skipulagði herferðina til Úrga upp-
haflega. Hann vildi aðeins auka við
ríkidæmi sitt, en komst ekki sjálfur
vegna anna á öðrum vígstöðvum.
Baróninn var hins vegar fullviss um
að frelsun Mongólíu frá Kínverjum
væri hans heilaga skylda.
Ungern sagðist annaðhvort vera
sjálfur Genghis Khan endurborinn
eða endurholdgun búddistaguðs-
ins Mahakala. Hann klæddist æv-
inlega glansandi silkiserkjum og
skrautlegum kínverskum jökkum
sem hann festi á heiðursmerki sín
úr rússneska hernum. Hann ferð-
aðist aldrei án föruneytis spá- og
seiðmanna.
Allra þjóða kvikindi
Her Ungerns von Sternberg fjöl-
breyttur samtíningur var úr öllum
áttum:
Kósakkar, hirðingjar, hvítliðar
sem lent höfðu á hrakhólum, mong-
ólskir þjóðernissinnar, tíbeskar úr-
valssveitir að láni frá Dalai Lama,
Japanir og fleiri Asíuþjóðir, allt frá
Baskírum til Kóreumanna.
Samtals voru þetta 6.000-8.000
menn. Aðeins hinir hollustu fengu
almennileg vopn, sem Ungern hafði
fengið frá vinum Semjónóvs, Jap-
önum, á meðan meirihluti hersins
notaðist við hvað sem tiltækt var, frá
veiðirifflum til miðaldaspjóta.
Særðu burt Kínverja
Her Ungerns gerði fyrst atlögu á
Úrga 26. október 1920, eftir að spá-
menn Ungerns höfðu lagt blessun
sína á dagsetninguna. Sú atlaga
mistókst og Kínverjar ráku „frelsis-
herinn“ örugglega á flótta. Ungern
kom sér fyrir í 200 km fjarlægð frá
borginni, þar sem munkur í þjón-
ustu hans bjó til brúður í mynd kín-
versku herforingjanna, skreytti þær
hári af kínverskum hermönnum og
brenndi þær svo á báli við mikla
særingarathöfn.
Eftir nokkrar tilraunir til viðbót-
ar féll Úrga loks í hendur Ungerns
og félaga 3. febrúar 1921. Innfædd-
ir fögnuðu í byrjun hinum skraut-
lega innrásarher en sá fögnuður
snerist fljótlega upp í skelfingu.
Þúsundum bandbrjálaðra kósakka
og öðrum óþjóðalýð var sleppt
lausum á borgina og við tók hrotta-
leg svallveisla rána, nauðgana og
morða.
Nauðganir og útrýmingar
„Hernaðarbúddistarnir“ sem
svarið höfðu skírlífiseið nauðg-
uðu innfæddu konum miskunn-
arlaust og Mongólarnir sem vildu
frelsa þjóð sína undan oki Kínverja
gerðu slíkt hið sama. Gyðingum,
Þjóðverjum og kommúnistum var
útrýmt skipulega að fyrirmælum
Ungerns.
Börn og gamalmenni voru hökk-
uð í spað af sveðjuglöðum kósökk-
um. Heilu þorpin í nágrenni Úrga
voru jöfnuð við jörðu eða brennd
með öllum íbúum.
Bakaður lifandi
Staða hins litla Gyðingasam-
félags í Úrga var ekki öfunds-
verð. Á leiðinni til borgarinnar
hafði baróninn og her hans mætt
litlum hópi Gyðinga – e.t.v. tveim-
ur eða þremur fjölskyldum – sem
flúið höfðu ofsóknir ógnarstjórnar
Kínverja í borginni. Ungern sigaði
hernum á fólkið og voru allir teknir
og myrtir.
Kynbræðra þeirra sem eftir urðu
biðu ekki fegurri örlög. Dauða-
sveitir gengu hús úr húsi í útlend-
ingahverfi Úrga, drógu heilu fjöl-
skyldurnar út á götu og pyntuðu til
dauða.
Fyrrverandi hvítliði lýsti því
síðar hvernig kollegar hans, með
þau fyrirmæli að gera út af við alla
kommúnista, tóku ungan bakara-
son, grunaðan um stuðning við bol-
sévíka og „bökuðu“ hann lifandi.
Danskur kaupmaður að nafni Ol-
sen, enn lengra að heiman en Bar-
óninn sjálfur, var dreginn um stræti
borgarinnar aftan í óðum hesti fyrir
að voga sér að kyngja ekki ofbeldis-
faraldrinum möglunarlaust.
Steiktir lifandi
Kínverjar voru hraktir í burtu,
frjálsir ferða sinna, en handan
borgarmúranna beið þeirra ekkert
nema hrjóstrug sléttan og frekari
hersveitir Barónsins, sem slátruðu
þeim á flótta.
Hermenn Ungerns sluppu ekki
heldur við helvítið sem myndaðist
í Úrga í kjölfar innreiðar fjölþjóða-
hersins. Allra þeirra sem andmæltu
Baróninum biðu ömurleg örlög.
Einn kafteinn í her hans var hýdd-
ur til dauða, annar kyrktur og hinn
þriðji brenndur á báli. Liðhlaupar
voru ekki aðeins brenndir, heldur
hægt og rólega steiktir á bálinu.
13. mars 1921 lýsti Ungern von
Sternberg sig einvald yfir hinu sjálf-
stæða konungsríki Mongólíu.
Á vormánuðum púslaði hann
her sínum saman á ný og hóf metn-
aðargjarna innrás norður í hin nýju
Sovétríki, með það að markmiði
að „frelsa“ hirðingjaþjóðir Síberíu.
Herafli Rauða hersins var sendur til
að stöðva hann en sá her laut stjórn
Damdins Sükhbaatar, ungs mong-
ólsks andspyrnuleiðtoga sem fyrr
hafði barist gegn Kínverjum.
Tilgangslaust og vonlaust
Fjölþjóðaher Ungerns var ekki svip-
ur hjá sjón og átti ekki roð í Rauða
herinn og einbeittar mongólskar
andspyrnusveitir Sükhbaatars.
Sumarið 1921 elti hver ósigurinn
annan og jafnvel sterkustu særingar
spámannafjölda Barónsins virtust
ekki virka á Rauða herinn. Úrga féll
í júlí, á meðan Ungern þvældist um
sléttur Síberíu.
21. ágúst var Baróninn blóðþyrsti
handsamaður af eigin hermönnum,
langþreyttum á tilgangs- og von-
lausum hernaði, og afhentur sov-
éskum yfirvöldum á silfurfati. Eftir
stuttan málamyndaherrétt var hann
tekinn af lífi af aftökusveit 15. sept-
ember. Hann var 35 ára gamall.
Frelsishetjan Damdin Sükhbaat-
ar lýsti stuttu síðar yfir sjálfstæði Al-
þýðulýðveldisins Mongólíu. Höfuð-
borgin Úrga, sem þjáðist svo mjög
á valdatíð Barónsins, var endur-
skírð honum til heiðurs: Úlan Bator,
„Rauða hetjan“.
Eftir Veru Illugadóttur
Semjónóv Flúði undan rauða
hernum til Mansjúríu þar sem hann
starfaði fyrir japönsku leyniþjónust-
una. Hann var handsamaður í innrás
sovétmanna 1945 og tekinn af lífi.
„Þúsundum band-
brjálaðra kósakka og
öðrum óþjóðalýð var
sleppt lausum á borg-
ina.“
„Dauðasveitir gengu
hús úr húsi, drógu
heilu fjölskyldurnar
út á götu og pyntuðu
til dauða.“
Ungern von Stern-
berg barón Hinn
mongólski jörundur
hundadagakonungur var
morðóður geðsjúklingur.
Mongólskir aðalsmenn í Úrga
skömmu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði.
Rússneskur aðalsmaður ættaður frá Eystra-
saltslöndum var einvaldur í sjálfstæðri
Mongólíu í fimm mánuði sumarið 1921. Hann kallaði sig
„hernaðarbúddista“ og lýsti sig Genghis Khan endurborinn.
Stutt seta hans á valdastóli einkenndist af slíkum hrottaverk-
um og hryllingi að hann var kallaður „Blóðugi baróninn“.
BLÓÐÞYRSTUR
EINVALDUR
Í MONGÓLÍU