Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Qupperneq 53
Föstudagur 12. júní 2009 53Lífsstíll
UndUr agave agave-sírópið kemur upphaflega frá
Mexíkó og hefur notkun á því aukist mikið hérna heima á
síðustu árum. Frábært er að nota sírópið í stað sykurs og hun-
angs. Einnig er gott að setja agave-sírópið ofan á pönnukök-
urnar. Ávaxtasykursmangið er einstaklega hátt í agave-sír-
ópinu ásamt því að vera einsykra og er því auðveldara fyrir
líkamann að breyta sírópinu í orku. agave-síróp fæst í öllum
betri heilsuverslunum og heilsudeildum stórverslananna.
„Það frábæra við crossfit er að prins-
ippin sem þetta gengur út á eiga
jafnt við skrifstofumann, ömmu
gömlu, afreksíþróttamann eða ungl-
ing,“ segir Leifur Geir Hafsteinsson,
dósent við viðskiptadeild Háskól-
ans í Reykjavík og framkvæmdastjóri
Crossfit Sport. Mikil gerjun hefur
verið í íþróttinni sem hefur sprottið
upp úr grasrótinni á nokkrum árum
og nú iðka nokkur hundruð manns
íþróttina af krafti hér á landi. Cross-
fit er æfingakerfi sem er sambland af
alhliða vöðvaþjálfun og þrekþjálfun.
Til þess að ná árangri eru meðal ann-
ars notaðar ýmiskonar lyftingaæfing-
ar og æfingar með eigin þyngd, svo
sem upphífingar. Allt er þetta gert í
kappi við klukkuna.
Þeir sem eru ókunnugir greininni
gætu haldið að í crossfit væru aðeins
þeir sem eru í allra besta líkamlega
forminu. Ef farið er inn á vefsíðuna
crossfit.com, má sjá æfingamynd-
bönd sem virðast býsna svakaleg fyr-
ir óreynda. Leifur Geir segir þó að
crossfit sé fyrir alla og mælir með að
fólk leiti til þjálfara þegar það byrjar í
crossfit og auðvelt sé að fallast hend-
ur í upphafi og hætta við. „Það sem
þjálfarinn verður að gera er að vera
góður að laga álagið og þyngdarstig-
ið að þér og þinni getu. Þetta er eitt-
hvað sem allir geta nýtt sér, áhrifin
eru meiri en af því sem hefst af gutli.
Því miður er algengt að líkamsrækt-
ariðnaðurinn búi til lausnir sem fólk
vill heyra, en ekki hvað virkar best,“
segir hann.
En getur fólk byrjað sjálft í crossfit
án þess að fara til þjálfara? „Þeir sem
hafa reynslu af líkamsrækt geta gert
það. Þú eykur áhættuna eitthvað við
að gera æfingar án leiðsagnar, þarna
eru auðvitað ólympískar lyftingar og
kraftlyftingar. Þú þarft að læra tækn-
ina og verða kunnugur hreyfingun-
um áður en þér er hleypt út í 100 pró-
sent álag. Við leggjum mikla áherslu
á það. Hins vegar er mesta áhættan
fólgin í því að gera ekki æfingar og
sitja kyrr. Það næsthættulegasta er að
gera þær án leiðsagnar og það besta
er að fara til þjálfara,“ segir hann.
Leifur Geir Hafsteinsson er crossfit-frumkvöðull á Íslandi:
Æfingakerfi úr grasrótinni
uMsjón: hanna Eiríksdóttir, hanna@dv.is
fjölbreytt fÆði
Æskilegt
„Engin ein fæðutegund, hversu holl
sem hún er talin, inniheldur öll
nauðsynleg næringarefni í
hæfilegum hlutföllum,“ eru fyrstu
skilaboð bæklings frá Lýðheilsustöð
til að ráðleggja fólki frá tveggja ára
aldri um mataræði og næringarefni.
Mælt er með að mataræðið sé sem
fjölbreyttast. hollt mataræði stuðlar
að betra líferni og getur spornað við
sjúkdómum svo sem æðasjúkdóm-
um og ýmsum tegundum
krabbameins. Litlir hlutir sem þú
gerir oft skipta máli þannig að gott
er að passa hvað þú setur til dæmis
á brauðsneiðina. hér á eftir fylgja
nokkrar leiðbeiningar um æskilega
samsetningu fæðunnar.
hæfilegt er að prótein veiti 10-20%
heildarorku. ráðleggingar fyrir hópa
fólks miðast við 15% orkunnar úr
próteinum. hæfilegt er að fá 25-35%
orkunnar úr fitu, þar af komi ekki
meira en 10% orkunnar úr harðri
fitu. ráðleggingar fyrir hópa fólks
miðast við 30% orkunnar úr fitu.
hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 50-
60% af orkunni, þar af ekki meira en
10% úr viðbættum sykri. ráðlegg-
ingar fyrir hópa fólks miðast við 55%
orkunnar úr kolvetnum. Æskilegt er
að fæðutrefjar séu að minnsta kosti
25 grömm á dag miðað við 2.400
kílókaloría fæði.
byrja alla daga
á HafragraUt
Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari sigraði í tveggja sólarhringa löngu hlaupi í Dan-
mörku í lok maí. Hann tók mataræði sitt í gegn fyrir þremur árum og byrjaði að borða
hafragraut á morgnana. Gunnlaugur segir að uppistaðan í mataræði sínu sé kjöt, fisk-
ur, ávextir og grænmeti. Hann heldur neyslu kolvetna og sykurs í miklu hófi.
Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari
byrjar alltaf daginn á að fá sér stóra
skál af hafragraut. „Þetta er dálítið
sérstök steypa. Ég elda mér hafra-
graut og set út í hann annaðhvort
speltflögur eða All-Bran, skyr, hun-
ang, rúsínur og kanil. Þetta er morg-
unmaturinn minn alla daga. Þarna
fæ ég kolvetnaskammtinn minn fyr-
ir daginn og þetta dugar vel,“ seg-
ir Gunnlaugur og bætir því við að
hann taki einnig mikið af vítamínum
í morgunsárið.
Gunnlaugur vann það þrekvirki
í lok maí að sigra með miklum yfir-
burðum í tveggja sólarhringa lang-
hlaupi á Borgundarhólmi í Dan-
mörku. Gunnlaugur hljóp 334
kílómetra á 48 klukkustundum og
var ellefu kílómetrum á undan næsta
manni. Gunnlaugur hleypur að stað-
aldri sex til sjö sinnum í viku; 150 til
200 kílómetra vikulega.
Tók mataræðið í
gegn fyrir þremur árum
Gunnlaugur segist hafa byrjað að fá
sér alltaf hafragraut á morgnana fyrir
þremur árum þegar hann tók matar-
æði sitt í gegn. „Þetta voru kaflaskil.
Ég hreinsaði út allt það sem kalla má
ruslfæði. Ég borða til dæmis aldrei
skyndibita, sælgæti eða kex og drekk
aldrei gosdrykki,“ segir Gunnlaugur
og bætir því við að hann hafi einn-
ig hreinsað út kolvetnaríka fæðu að
mestu: brauð, hrísgrjón, pasta og
einnig kartöflur. „Þegar ég borða
brauð reyni ég bara að borða gott,
dökkt brauð,“ segir Gunnlaugur.
Hann segir að uppistaðan í matar-
æði sínu hafi æ síðan verið kjöt, fisk-
ur, grænmeti og ávextir. „Þetta er ég
búinn að borða í þrjú ár og ætla ekki
að breyta því,“ segir hlauparinn.
Hann segir að þetta breytta mat-
aræði hafi orðið til þess að hann létt-
ist um tíu kíló og að hann sé miklu
orkumeiri fyrir vikið. „Þyngdin er
eins og ég vil hafa hana og orkan
er alltaf næg,“ segir Gunnlaugur en
hann hefur hvílt sig á hlaupunum
frá því að hann sigraði í hlaupinu á
Borgundarhólmi en ætlar nú að fara
að draga hlaupaskóna fram á nýjan
leik. „Ég hvíli mig yfirleitt í svona
tvær vikur eftir löng hlaup eins og
þetta; til að láta fæturna jafna sig.“
Vill sigrast á erfiðum
áskorunum
Gunnlaugur breytti mataræði
sínu þegar hann byrjaði að hlaupa
meira og taka hlaupin alvarlegar en
hann hafði gert áður. Hann segist
hlaupa svona mikið vegna þess að
honum finnist það skemmtilegt og
að það sé áhugavert að takast á við
áskoranirnar sem fylgi hlaupun-
um. „Það er þetta: Að takast á við
áskoranir sem eru erfiðar og leitast
við að sigrast á þeim,“ segir hlaup-
arinn en með tímanum, eftir því
sem hann hleypur lengri og lengri
vegalengdir, verða þær minna mál
og ekki eins mikið þrekvirki fyrir
hann. „Þetta er svo afstætt. Núna
finnst mér sólarhringshlaup vera
stutt þegar ég hef hlaupið í tvo sól-
arhringa og maraþonhlaup er bara
sprettur. Þetta venst og verður allt-
af minna og minna mál.“
Hann segir að það sé gríðarlega
mikilvægt að vera agaður þegar
maður hleypur eins mikið og hann
gerir og að það sé mikilvægt að
setja sér stífar reglur og fylgja þeim.
Gunnlaugur fer til að mynda oft að
hlaupa klukkan sex á morgnana og
hleypur þá í klukkustund áður en
hann fer til vinnu sinnar hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga þar
sem hann starfar sem hagfræðing-
ur.
Hljóp 334 kílómetra
gunnlaugur júlíusson sigraði í tveggja sólar-
hringa hlaupi í danmörku á dögunum þar sem
hann hljóp 334 kílómetra. hann tók mataræði
sitt í gegn fyrir þremur árum þegar hann byrjaði
að æfa stífar en áður. hér sést gunnlaugur, í
grænu treyjunni í miðjunni, eftir að hafa tekið
við sigurverðlaununum í hlaupinu.
Leifur Geir Hafsteinsson „Ég tek
ekki við fólki sem ætlar að vinna
kraftaverk á mánuði. Ég vil fólk sem
ætlar að breyta lífi sínu varanlega,
helst ætti fólk að æfa í eitt ár.“
Crossfit
Er vinsælt á íslandi í dag.