Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Qupperneq 20
íslandi allt Miðvikudagur 17. júní 2009 21 HVAÐ ER AÐ GERAST á Íslandi í sumar? JAZZHÁTÍÐ Dagsetning: 24. – 27. júní Staðsetning: Egilsstaðir (24) Lýsing: Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi er elsta jazzhátíð landsins. Gífurlega skemmtilegir tónleikar á Egilsstöðum, í Fjarðabyggð og fleiri stöðum á Austurlandi. HERNÁMSDAGURINN Dagsetning: 1. júlí Staðsetning: Reyðarfjörður (25) Lýsing: Hernámsins á Reyðarfirði og þeirrar miklu sögu sem staðurinn hefur að geyma er minnst, með göngu, viðburðum í Stríðsárasafninu og fleira. HUMARHÁTÍÐ Dagsetning: 3. – 5. júlí Staðsetning: Höfn í Hornafirði (27) Lýsing: Skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna þar sem allt- af er mikið líf og fjör. Hátíðin hefur stækkað rosalega mikið síðustu ár og er orðin miðpunktur sumarsins á Hornafirði. Nánar á www.humar.is. EISTNAFLUG Dagsetning: 9. – 12. júlí Staðsetning: Egilsbúð í Neskaupstað (26) Lýsing: Alvöru rokk og ról hátíð þar sem hörðustu rokkunn- endur þjóðarinnar koma saman og hlusta á bæði innlendar og erlendar hljómsveitir spila. 18 ára aldurstakmark. KÁTIR DAGAR Dagsetning: 16. – 19. júlí Staðsetning: Langanesbyggð (28) Lýsing: Það verður kraumandi kæti á öllu svæðinu, á Þórshöfn, Bakkafirði og í Svalbarðshreppi. Ýmsir viðburðir, sýningar, opin hús, tónleikar, dansleikir, gönguferðir, náttúruskoðun, íþróttamót, leikir og margt fleira. FRANSKIR DAGAR Dagsetning: 23. – 26. júlí Staðsetning: Fáskrúðsfjörður Lýsing: Menningarhátíð með frönsku ívafi. Skemmtileg fjöl- skylduhátíð með fjölda frábærra viðburða. Skemmtiatriði, leiktæki, sýningar, tónleikar, brekkusöngur og margt fleira. ORMSTEITI Dagsetning: 14. – 23. ágúst Staðsetning: Egilsstaðir og Fljótdalshérað (24) Lýsing: Ormsteiti er skemmtileg gleðihátíð þar sem gestir eiga kost á að fara í skipulagðar gönguferðir, skógarsam- veru, grilla í skóginum, fara á tónleika á Skriðuklaustri og óhefðbundna íþróttaleika þar sem keppt verður meðal annars í rabarbarakasti. Sjá nánar á www.ormsteiti.is. JÓNSMESSUHÁTÍÐ Dagsetning: 27. – 28. júní Staðsetning: Eyrarbakki (29) Lýsing: Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kringum Jónsmessuna með tilheyrandi viðburð- um og skemmtunum. BRÚ TIL BORGAR Dagsetning: 27. – 28. júní Staðsetning: Borg í Grímsnesi (30) Lýsing: Hollvinir Grímsness verða með hátíð á Borg. Hressandi handverkssýning, búvélasýning og bílasýning. GOSLOKAHÁTÍÐ Dagsetning: 3. – 5. júlí Staðsetning: Vestmannaeyjar (31) Lýsing: Nostalgíuhátíð fyrir fólk yfir fertugu. Menn rifja upp hvað var gert í gosinu, tónleikar, böll, myndalistarsýningar og margt fleira. Stórhátíð einnig fyrir börnin á laugardeginum. BRYGGJUHÁTÍÐ Dagsetning: 17. – 20. júlí Staðsetning: Stokkseyri (32) Lýsing: Mikið fjör er á Stokkseyri þessa helgina þar sem verður varðeldur og bryggjusöngur á föstudagskvöldinu. Mánudaginn 20. júlí sem er Þorláksmessa að sumri verður sameiginleg skötuhátíð hrúta- og súluvina, verður þá borðuð skata í tilefni dagsins. FÆREYSKIR FJÖLSKYLDUDAGAR Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Stokkseyri (32) Lýsing: Færeyskir fjölskyldudagar verða haldnir á Stokkseyri í sumar um verslunarmannahelgina. Fjölmargir listamenn munu skemmta svo öll fjölskyldan ætti að finna sér eitthvað við sitt hæfi. TRAKTORSTORFÆRA OG FURÐUBÁTAKEPPNI Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Flúðir – Hrunamannahreppi (33) Lýsing: Traktorstorfæra og furðubátakeppni eru fastir liðir um verslunarmannahelgina á Flúðum þar sem öllum er velkomið að koma og taka þátt. HARMONIKKUHÁTÍÐ Í ÁRNESI Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Árnes (34) Lýsing: Félag harmonikkuunnenda verður með sína árlegu harmonikkuhátíð í Árnesi. Dansleikir öll kvöld, hljómsveitir, tónleikar, markaður og fleira skemmtilegt. ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM Dagsetning: 30. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Heimaey (31) Lýsing: Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er löngu orðin þekkt fyrir taumlausa gleði og skemmtun. Hún hefst með Húkkaraballinu á fimmtudeginum og lýkur svo á mánudeginum. SUMAR Á SELFOSSI Dagsetning: 8. – 9. ágúst Staðsetning: Selfoss (35) Lýsing: Skemmtileg fjölskylduhátíð þar sem von er á gestum frá Evrópu, sjálfboðaliðum á vegum Veraldarvina, sem munu setja mark sitt á bæjarlífið og samfélagið með salsa-uppákomum og um leið aðstoða við hreinsun stranda og verkefni tengd uppbyggingu í fuglafriðlandi. KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI Dagsetning: 7. – 9. ágúst Staðsetning: Kirkjubæjarklaustur (36) Lýsing: Margir frábærir tónlistarmenn spila skemmtilega tónlist. Gestum er bent á að vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklaust- urs til að njóta þar tónlistar og náttúrufegurðar. SUMARHÁTIÐ Á RANGÁRBÖKKUM VIÐ HELLU Dagsetning: 13. – 16. ágúst Staðsetning: Rangárbakkar við Hellu (37) Lýsing: Hátíð fyrir alla fjölskylduna. Gengur út á hestakeppnir, hefðbundnar og óhefðbundnar, ratleiki og þrautir. Einnig verður sýning og vörukynning á öllu mögulegu sem tengist landbúnaði og ekki má gleyma skemmtunum og böllum. Aðgangur að svæðinu kostar 3.000 krónur og gildir miðinn fyrir alla dagana. Ókeypis verður fyrir börn 12 ára og yngri. JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á SIGLÓ Dagsetning: 20. – 21. júní Staðsetning: Siglufjörður (14) Lýsing: Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins á Siglufirði hefur verið haldin frá 2007 með fastmótaðri dagskrá. Meðal annars eru list- eða ljósmyndasýningar í gallerí Gránu, málþing og síldartónleikarnir í Bátahúsinu. BJARTAR NÆTUR Dagsetning: 20. júní Staðsetning: Húnaþing vestra (15) Lýsing: Fjöruhlaðborð í Hamarsbúð, Vatnsnesi. Þjóðlegar veitingar, sem notið hafa vinsælda og athygli vítt um land. Glens, gaman, tónlist og fjöldasöngur verður að venju í stórtjaldinu. ÞÓRDÍSARGANGA Á SPÁKONUFELLI Dagsetning: 3. júlí Staðsetning: Spákonufell á Skagaströnd (16) Lýsing: Hópur fólks ætlar í hina geysilega skemmtilegu Þórdísargöngu á Spákonufell með fararstjóra. Lagt verður að stað klukkan 21 og verður sagt frá Þórdísi spákonu, staðháttum, landslagi og þjóðsögum. BLÚSHÁTÍÐ Dagsetning: 26. – 27. júní Staðsetning: Ólafsfjörður (17) Lýsing: Hátíðin er elsta blúshátíð landsins. Á þeim áratug sem hátíðin hefur verið haldin hafa margir sérlega efnilegir og góðir tónlistarmenn komið fram, innlendir sem erlendir. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Dagsetning: 1. – 5. júlí Staðsetning: Siglufjörður (14) Lýsing: Þjóðlagahátíðin er alhliða tónlistarhátíð með rót sína í þjóðlagaarfinum. Auk tónleika er boðið upp á fjölmörg námskeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju. 26. LANDSMÓT UMFÍ Dagsetning: 9. – 12. júlí Staðsetning: Akureyri (18) Lýsing: Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu íþróttamót á Íslandi þar sem keppt er í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. HÚNAVAKA Dagsetning: 17. – 19. júlí Staðsetning: Blönduós (19) Lýsing: Skemmtileg hátíð þar sem markmiðið er fyrst og fremst að bæjarbúar og gestir geti gert sér glaðan dag saman og notið fjölbreyttrar flóru menningar og lista þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. EIN MEÐ ÖLLU OG ALLT UNDIR Dagsetning: 31. júlí - 3. ágúst Staðsetning: Akureyri (18) Lýsing: Akureyringar eru ekki þekktir fyrir neitt annað en taumlausa gleði og skemmtun. Ein vinsælasta hátíðin um verslunarmannahelgina þar sem bæjarbúar bjóða gesti velkomna. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Dagsetning: 31. júlí – 2. ágúst Staðsetning: Sauðárkrókur (20) Lýsing: Unglingalandsmótin eru góð blanda af fjölbreyttri íþróttakeppni og annarri heilbrigðri afþreyingu fyrir ungt fólk. Lögð er áhersla á fjölskylduvænt umhverfi en hátíðin er vímuefnalaus með öllu. SÍLDARÆVINTÝRIÐ Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Siglufjörður (14) Lýsing: Siglfirðingar minnast þess þegar Siglufjörður var síldarhöfuðstaður heimsins. Reynt er að endurskapa stemm- inguna hverja verslunarmannahelgi með virkri þátttöku heimamanna og gesta. Þvílíkt fjör. FISKIDAGURINN MIKLI Dagsetning: 7. – 8. ágúst Staðsetning: Dalvík (21) Lýsing: Skemmtileg bæjarhátíð með afar vandaðri og fjölbreyttri skemmtidagskrá. Á aðalsviði spila, syngja, ræða og leika listir sínar landsþekktir menn meðal minna þekktra úr byggðarlaginu. Þess utan er boðið upp á skemmtisiglingu um fjörðinn, götuleikhús og margs konar sýningar. Af þeim ber einna hæst ferskfiskasýning þar sem telja má vel á annað hundrað fiska og furðufiska. GRENIVÍKURGLEÐI Dagsetning: 14. – 15. ágúst Staðsetning: Grenivík (23) Lýsing: Á Grenivík er haldin árlega útisamkoma sem nefnist Grenivíkurgleði. Skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna þar sem heimamenn ásamt gestum gera sér góða helgi. KÁNTRÝDAGAR Dagsetning: 14. – 16. ágúst Staðsetning: Skagaströnd (16) Lýsing: Kántrýdagar verða að venju haldnir á Skagaströnd í sumar. Þeir eru fyrst og fremst hugsaðir sem skemmtun fyrir heimamenn en engu að síður eru gestir velkomnir. BERJADAGAR Dagsetning: 21. – 23. ágúst Staðsetning: Ólafsfjörður (22) Lýsing: Tónlistarhátíðin Berjadagar er haldin árlega í Ólafsfirði um miðjan ágúst. Á Berjadögum er flutt aðgengi- leg kammertónlist auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt. GÖNGUVIKA Dagsetning: 17. – 23. ágúst Staðsetning: Fjallabyggð (14 og 17) Lýsing: Í gönguviku er hægt að fara í skipulagðar göngu- ferðir um nágrennið í fylgd leiðsögumanns. Göngurnar eru miserfiðar allt frá berjagöngum þar sem rölt verður um hin glæsilegu berjalönd Fjallabyggðar og tínd ber, upp í erfiðar og langar fjallgöngur. TÓNLISTARHÁTÍÐIN VIÐ DJÚPIÐ Dagsetning: 18. – 23. júní Staðsetning: Ísafjarðarbær (7) Lýsing: Tónleikar og masterklassar heimsþekktra tónlistarmanna. Aðalkennarar hátíðarinnar að þessu sinni eru gítarleikarinn Pétur Jónasson og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Sérstakur gestur er svo danska tónskáldið Bent Sørensen. FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN BÍLDUDALS GRÆNAR Dagsetning: 25. – 28. júní Staðsetning: Bíldudalur (8) Lýsing: Skemmtileg fjölskylduhátíð þar sem meðal annars eru tónleikar, golfmót, sjó- stangaveiðimót, Skrímslasetrið, hoppukastalar, leiksýningar, rækjuveisla á hafnarbakkanum, langeldagrill og dorgveiðikeppni. Öll atriði eru í umsjón heimamanna. HAMINGJUDAGAR Dagsetning: 2. – 5. júlí Staðsetning: Hólmavík (9) Lýsing: Bæjarhátíðin samanstendur af úti- skemmtun, dansleik, tónleikum, gönguferðum, furðuleikum Sauðfjárseturs á Ströndum og ýmissi afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. DÝRAFJARÐARDAGAR Dagsetning: 3. – 5. júlí Staðsetning: Þingeyri (10) Lýsing: Heillandi bæjarhátíð með víkingaþema á söguslóðum Gísla Súrssonar. Þriggja daga hátíðarhöld með alls kyns skemmtilegum uppákomum fyrir alla fjölskylduna. SÆLUHELGIN Á SUÐUREYRI Dagsetning: 9. – 12. júlí Staðsetning: Suðureyri við Súgandafjörð (11) Lýsing: Ein elsta og skemmtilegasta bæjarhátíð landsins er á Suðureyri við Súgandafjörð. Segja má með sanni að Sæluhelgin sé þjóðhátíð Súgfirðinga sem skemmta sér saman og taka vel á móti gestum. HESTAÞING STORMS Dagsetning: 10. – 11. júlí Staðsetning: Þingeyri (10) Lýsing: Hestamannafélagið Stormur heldur sitt árlega hestaþing þessa helgi. Gæðingakeppni, kappreiðar, útreiðatúr, grill og fleira. ÓSHLÍÐARHLAUP OG VESTURGATAN Dagsetning: 17. – 19. júlí Staðsetning: Bolungarvík og víðar (12) Lýsing: Þessa helgi fara fram tvö af sérstæðustu víðavangshlaupum landsins. Í Óshlíðarhlaupinu er farið frá Bolungarvík til Ísafjarðar, um hina alræmdu Óshlíð, og í Vesturgötunni er hlaupið fyrir nesið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar um eina sérstökustu veglagningu síðustu aldar. BRYGGJUHÁTÍÐ Dagsetning: 18. júlí Staðsetning: Drangsnes (9) Lýsing: Bryggjuhátíðin hefst jafnan með dorg- veiðikeppni yngstu kynslóðarinnar um morgun- inn. Grillmeistarar hreppsins grilla svo grásleppu, saltfisk, krabba og önnur sjávarskrímsli handa gestum. Bryggjuhátíðin endar með varðeldi við samkomuhúsið og dansleik fram á rauðanótt. EVRÓPUMEISTARAMÓT Í MÝRARBOLTA Dagsetning: 31. júlí – 2. ágúst Staðsetning: Ísafjarðarbær (7) Lýsing: Mýrarboltafélag Íslands heldur mót í þessari áhorfendavænstu íþrótt í heimi. Ekkert er jafn skemmtilegt og að horfa á fullfrískt fólk velta sér eins og svín upp úr drullunni í Tungudal. LEIKLISTARHÁTÍÐIN ACT ALONE Dagsetning: 14. – 16. ágúst Staðsetning: Ísafjarðarbær (7) Lýsing: Einleikjahátíðin Act alone hefur verið haldin á Ísafirði síðan 2004. Þar gefst gestum kostur á að kynnast þessu sérstæða leikhúsformi og er það eitt einkenni hátíðarinnar að ókeypis er inn á allar sýningar. REYKHÓLADAGURINN Dagsetning: 29. ágúst Staðsetning: Reykhólahreppur (13) Lýsing: Þetta er eins konar uppskeruhátið (hlunnindahátíð) með ýmsum uppákomum um miðjan daginn og síðan veisla og skemmtun/ dansleikur um kvöldið. Frítt hefur verið inn á Hlunnindasýninguna og í sundlaugina þennan dag. Einnig verður sýning á forn-dráttarvélum og áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur sýnt sína báta. SÓLSETURSHÁTÍÐ Á GARÐSKAGA Dagsetning: 26. – 28. júní Staðsetning: Sveitarfélagið Garður (38) Lýsing: Sólsetrið á Garðskaga er einstök sjón og tímasetning hátíðarinnar er vel við hæfi þar sem sumarsólstöður eru nýafstaðnar og sólsetrið gyllir hafið á meðan Garðbúar og gestir þeirra syngja og gleðjast við varðeldinn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. SANDGERÐISDAGAR Dagsetning: 28. – 30. ágúst Staðsetning: Sandgerði (39) Lýsing: Skemmtilegir dagar þar sem Sandgerðingar leggja áherslu á að gamlir og nýir Sandgerðingar hittist, bjóði gestum í bæinn og eigi saman þrjá góða daga. Mikið fjör í Sandgerði þessa helgi. LJÓSANÓTT Dagsetning: 4. - 6. september Staðsetning: Reykjanesbær (40) Lýsing: Ljósanóttin verður haldin í 10. skiptið í ár. Mikið verður um dýrðir þá daga sem hátíðin stendur og meðal annars stór atvinnu- og þjónustusýning, Reykjanes 2009, í Reykjaneshöll þar sem fjöldi fyrirtækja og sveitarfélaga á Reykjanesi taka þátt. noRÐuRlAnd AuSTuRlAnd VESTfiRÐiR SuÐuRlAnd REykjAnES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.