Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Page 28
Miðvikudagur 17. júní 2009 29Umræða Hver er konan? „dóra guðrún guðmundsdóttir, forstjóri Lýðheilsu- stöðvar.“ Hvað drífur þig áfram? „Ást mín á manninum mínum, börnunum mínum og lífinu.“ Hvar ertu uppalin? „reykjavík, Hofsósi og Blönduósi.“ Hvaða bók lastu síðast? „a primer in positive psychology.“ Hvert er hlutverk Lýðheilsustöðv- ar? „að vinna að bættri lýðheilsu á íslandi ásamt því að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu.“ Hvert er hlutverk nýja sjóðsins? „að veita ungu fólki án atvinnu í sumar tækifæri á því að vinna að skapandi verkefnum sem hafa jafnframt heilsueflandi skilaboð.“ Hvað var samtals veitt mikið í styrki úr sjóðunum tveimur? „úr Forvarnasjóði voru veittar rúmar 45 milljónir og til stendur að veita 5 milljónir úr styrktarsjóði fyrir ungt fólk án atvinnu í sumar.“ Hversu árangursríkt finnst þér forvarnastarf allajafna? „Þegar unnið er að forvörnum byggðum á þekkingu, í samstarfi við hlutaðeig- endur næst yfirleitt góður árangur en mikilvægt er að hafa í huga að ekki er nóg að hafa viljann að verki heldur er nauðsynlegt að byggja á þekkingar- grunni og meta árangur.“ Hver er öflugasta forvörnin að þínu mati? „aðgerðir sem hafa áhrif á aðgengi, þar með talið verðlag, skipta miklu máli. í því samhengi er mikilvægt að ýta ekki undir aðgengi að því sem skaðar heilsuna eins og áfengi, tóbaki og óhollri matvöru og annarri óhollustu. Á sama tíma og við þurfum að tryggja gott aðgengi að heilsusam- legri valkostum þannig að holla valið verði ávallt auðvelda valið.“ Hver eru algengustu neyslu- vandamál Íslendinga? „Tóbak, áfengi og slæmt mataræði.“ Hvað geta foreldrar gert til þess að efla forvarnir innan fjölskyld- unnar? „Það er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma fyrir börnin sín, efli náin tengsl við þau, séu þátttakendur í lífi þeirra alveg frá upphafi og séu góðar fyrirmyndir.“ Á að selja léttvín í verslunum Á íslandi? „nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta fyrirkomulag sem er til staðar í dag hjá ÁTvr mjög fínt. Búðirnar eru opnar hvenær sem er nema á sunnudögum.“ Steinunn VaLdÍS ÓSkarSdÓttir 44 Ára ÞingMaður „já, það yrði betra aðgengi að geta keypt vín með matnum og svoleiðis.“ Stefán karL Lund 55 Ára ísLendingur „Hefði ég verið spurður fyrir mánuði hefði ég sagt já. en núna ætla ég að segja nei.“ SVeinbjörn eySteinSSon 45 Ára aTvinnuLaus „nei, það yrði bara minna úrval.“ SigurjÓn tryggVaSon 58 Ára ísLendingur Dómstóll götunnar dÓra guðrún guðmundS- dÓttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, segir að 5 milljónir verði veittar úr sjóðnum í sumar. Lýðheilsustöð veitti einnig styrki úr forvarnasjóði sínum til ýmissa uppbyggjandi rannsókna og forvarnarstarfs. DRIFIN ÁFRAM AF ÁST „Ég bara veit það ekki.“ freyja obSomer 19 Ára skipTineMi FrÁ BeLgíu maður Dagsins Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, lét að því liggja í blaðinu í byrjun þessa árs að eft- ir að hafa tapað formannsslag við Davíð Oddsson 1991 hafi Þorsteinn Pálsson eiginlega haft lifibrauð sitt úr hendi hans í 15 ár. Fyrst sem ráðherra og síðar sendiherra. Þar með taldi hún það einhvern veg- inn ódrengilegt af ritstjóranum Þor- steini Pálssyni að gagnrýna Davíð í Fréttablaðinu. Þetta kemur upp um auðsveipni og flokkshollan þankagang. Umb- unar- og tyftunarkerfi Sjálfstæðis- flokksins og formannsins var fólg- ið í því að útdeila almannafé, sem hann réð yfir með aðgangi að rík- issjóði, til dæmis með því að veita mönnum sendiherrastöður. Gegn sendiherrastöðu átti Davíð sem sagt að hafa keypt hollustu Þorsteins að eilífu og því óleyfilegt af honum að gagnrýna Davíð fyrir peningamála- stjórn síðustu ára. Eða bítur maður í höndina sem færir manni fæðuna? Verðleikar og kunningjaveldi? Páll Hreinsson hófst til metorða og virðingar í byrjun tíunda áratug- arins og átti meðal annars hlut að samningu stjórnsýslulaga og upp- lýsingalaga. Björn Bjarnason, þá- verandi dómsmálaráðherra, lagði til að hann yrði skipaður hæsta- réttardómari úr hópi umsækjenda sumarið 2007. Úr stöðu hæstarétt- ardómara er hann nú kominn í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll er áreiðanlega mætur mað- ur sem unnið hefur sín störf sam- viskusamlega og af kunnáttusemi og þekkingu í þágu stjórnvalda. Það breytir ekki því að Páll hefur átt frama sinn og virðingu undir einum manni öðrum fremur; Davíð Odds- syni, en síðan Birni Bjarnasyni. Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, er áreiðanlega einnig mætur maður og vinnur störf sín sjálfsagt af fagmennsku og þekk- ingu. Áður fyrr var hann virkur í Sjálf- stæðisflokknum og sat meðal annars í stjórn Heimdallar árin 1973 til 1975. Hann vann líka sem blaðamaður á Morgunblaðinu áður en hann sneri sér að lögmannsstörfum. Nú situr hann einnig í rannsóknarnefnd Al- þingis. Árið 2004 fékk Davíð Oddsson í hendur álit Tryggva, umboðsmanns Alþingis, um skipan Björns Bjarna- sonar á Ólafi Berki Þorvaldssyni, frænda Davíðs, í embætti hæstarétt- ardómara. Fréttir birtust um að Davíð, þá forsætisráðherra, hefði haft í hótun- um um að endurnýja ekki ráðningar- samning við Tryggva í starfi umboðs- manns Alþingis, svo mjög mislíkaði Davíð álit hans. Lögum samkvæmt er umboðs- maður Alþingis eins konar brjóst- vörn borgaranna gagnvart misbeit- ingu valds af þess hálfu. Því vekur athygli að Tryggvi skyldi ekki tilkynna það opinberlega að æðstráðandi framkvæmdavaldsins, Davíð Odds- son, hefði gert atlögu að embættinu. Síðar átti Tryggvi eftir að taka sér 10 mánuði til þess að skila áliti um skip- an Árna Mathiesen á Þorsteini, syni Davíðs Oddssonar, í dómaraembætti. Kannski er engin furða að menn verði að hugsa sig vel um við slíkar aðstæð- ur. En eru það ekki afglöp að hafa ekki látið þjóðina vita um atlögu fram- kvæmdavaldsins að embætti sem hefur þann tilgang fremstan að verja hana gegn valdníðslu stjórnarherr- anna? Hvar er hinn óháði sjónarhóll? Eins er farið með Tryggva og Pál; báðir áttu þeir starfsframa sinn og virðingarstöðu að umtalsverðu leyti undir Davíð Oddssyni sem deildi og drottnaði vel á annan áratug sem for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins. Nú sitja þeir í rannsóknar- nefnd á vegum Alþingis og hafa reynt að telja þriðja nefndarmanninn, Sig- ríði Benediktsdóttur, á að yfirgefa hana. Carsten Valgren, hagfræðingur hjá greiningardeild Danske Bank, ritaði eftirfarandi í Fréttablaðið 10. janúar síðastliðinn: „Ísland er lítið, einsleitt samfélag þar sem innbyrðis tengsl eru mikil. Þetta er bæði mikill styrkleiki og veikleiki. Þetta er rót kreppunnar. (...) Útilokun tiltekinna vandamála og ákvörðun um að þagga þau nið- ur þróast mjög auðveldlega og af því leiðir að erfitt er að grípa inn í þegar þau hafa hreiðrað um sig.“ Eru Páll og Tryggvi veikleiki eða styrkleiki nefndarinnar sem rann- sakar á vegum Alþingis aðdraganda og orsakir þeirrar kreppu sem Val- gren talar um? Höndin sem fæðir nefndarmenn kjallari 1 icesave-menn reka saman skrifstofu Björgólfur guðmundsson, sigurjón Árnason og Halldór j. kristjánsson reka saman skrifstofu við köllunar- klettsveg. 2 Stundar ekki skyndikynni Breska leikkonan sienna Miller fékk á sig druslustimpilinn eftir ástarævintýri sitt með kvænta leikaranum Balthazar getty. 3 rannsaka þeir sjálfa sig? jón F. Thoroddsen hagfræðingur segir í nýrri bók að þeir sem til þekki fullyrði að gögnum hafi verið eytt innan bank- anna á fyrstu vikum eftir bankahrunið. 4 Vill að Seymour Hoffman leiki georg jón gnarr vill helst að philip seymour Hoffman leiki georg Bjarnfreðarson í Bandaríkjunum. 5 „gunnar er mikill maður“ elín Þórðardóttir forstjóri sagði gunnar Birgisson mikinn mann í Morgunblaðsgrein. 6 tónlistarmenn snoðaðir og fjötraðir Talibanar börðu tónlistarmenn, rökuðu höfuð þeirra og bundu þá við tré. 7 bananar bannaðir skólayfirvöld forskóla í plymouth á englandi hafa bannað banana í skólanum. mest lesið á dv.is mynDin dvel ég í draumahöll gamla kempan Árni Tryggvason brá á leik með viðari eggertssyni við afhendingu grímuverðlaunanna í gær og sýndi að hann hefur engu gleymt þegar hann söng vögguvísuna sígildu sem hann notaði til að svæfa Mikka ref þegar hann lék Lilla klifurmús í Þjóðleikhúsinu fyrir margt löngu. mynd Sigtryggur ari jÓHann HaukSSon blaðamaður skrifar. „Eins er farið með Tryggva og Pál; báðir áttu þeir starfsframa sinn og virðingar- stöðu að umtals- verðu leyti undir Davíð Oddssyni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.