Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Page 31
Miðvikudagur 17. júní 200932 Ættfræði Kári Þorgrímsson bóndi í Garði ii, SkútuStaðahreppi Kári fæddist í Garði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann stundaði barnaskólanám við skól- ann á Skútustöðum. Á unglings- árunum var Kári í byggingavinnu á Egilsstöðum og í Mývatnssveit, vann í hjáverkum á bifvélaverk- stæði í Reykjahlíð og var til sjós frá Hornafirði tvær vertíðir, 1987 og 1988. Auk þess stundaði hann bú- störf á búi foreldra sinna. Kári settist í bú með foreldr- um sínum að Garði II, tók síðan við búinu og hefur verið þar bóndi lengst af. Þá hefur hann verið rún- ingsmaður og unnið sjálfboðaliðs- störf fyrir Landgræðsluna. Kári sat í stjórn ungmennafé- lagsins Mývetnings í fimm ár og var formaður félagsins í tvö ár, er með- limur í Náttúruverndarsamtökum Íslands, sat í sveitarstjórn Skútu- staðahrepps 1990-95, hefur setið í nefndum fyrir hreppinn og sat um skeið í stjórn Búnaðarfélags Skútu- staðahrepps. Kári hefur haft mikil afskipti af málefnum landbúnað- arins, einkum þeim þáttum er lúta að framleiðslu- og markaðsmál- um. Þá sat hann í stjórn Veiðifélags Mývatns í nokkur ár. Fjölskylda Kona Kára er Jóhanna Njálsdóttir, f. 9.11. 1962, bóndi og húsfreyja í Garði II. Hún er dóttir Njáls Þórð- arsonar, viðgerðarmanns á Húsa- vík, og k.h., Kolfinnu Árnadóttur húsmóður. Börn Kára og Jóhönnu eru Hildigunnur, f. 7.3. 1984, nemi í Danmörku en maður hennar er Karl Ingólfsson húsasmiður og nemi; Þór, f. 4.10. 1989, verkamað- ur á Húsavík. Systur Kára eru Stefanía, f. 11.4. 1950, öldrunarfulltrúi og rithöf- undur í Reykjavík; Sigrún Huld, f. 4.6. 1952, hjúkrunarfræðingur í Kópavogi; Sigríður Kristín, f. 20.9. 1956, sagnfræðingur og kennari í Reykjavík, en maður hennar er Þór Hjaltalín sagnfræðingur. Foreldrar Kára voru Þorgrímur Starri Björgvinsson, f. 2.12. 1919, d. 5.10. 1998, bóndi í Garði, og k.h., Jakobína Sigurðardóttir, f. 8.7. 1918, d. 29.1. 1994, skáldkona. Ætt Þorgrímur var sonur Björgvins Helga, b. í Garði Árnasonar, b. í Garði Jónssonar, b. í Garði Jóns- sonar, b. í Garði Marteinssonar, frá Baldursheimi Þorgrímsson- ar. Móðir Björgvins var Guðbjörg Stefánsdóttir, b. í Haganesi Gam- alíelssonar, skálds og b. í Ytri- Neslöndum Halldórssonar. Móðir Guðbjargar var Björg Helgadóttir, Ásmundssonar, pr. á Skútustöð- um. Móðir Þorgríms Starra var Stef- anía, dóttir Þorgríms, b. á Starra- stöðum Bjarnasonar, bróður Sigurlaugar, ömmu Indriða G. Þor- steinssonar rithöfundar og fyrrv. ritstjóra, föður Arnaldar glæpa- sagnahöfundar. Móðir Þorgríms var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Stefaníu var Valgerður Jónsdóttir, pr. á Mælifelli Sveinssonar, læknis og náttúrufræðings Pálssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur, Þorsteins- sonar. Móðir Jóns á Mælifelli var Þórunn Bjarnadóttir, landlækn- is Pálssonar. Móðir Þórunnar var Rannveig Skúladóttir, landfógeta í Viðey Magnússonar. Jakobína var dóttir Sigurðar, b. í Hælavík og síðar símstöðvar- stjóra á Hesteyri Sigurðssonar, b. á Læk Friðrikssonar, b. í Rekavík bak Höfn Einarssonar, b. á Horni Sig- urðssonar, b. á Horni Pálssonar, b. í Reykjarfirði á Ströndum Björns- sonar, ættföður Pálsættarinnar. Móðir Sigurðar Sigurðssonar var Kristín Arnórsdóttir, b. í Rekavík Ebenezerssonar, b. á Dynjanda Ebenezerssonar, b. í Efri-Miðvík Jónssonar, bróður, sammæðra, Gríms Thorkelíns, leyndarskjala- varðar og prófessors. Móðir Jakobínu var Stefanía Halldóra, systir Ingibjargar, móð- ur Þórleifs Bjarnasonar, námstjóra og rithöfundar. Stefanía var dóttir Guðna, b. í Hælavík Kjartanssonar, b. á Atlastöðum Ólafssonar. Móð- ir Kjartans var Soffía Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöðum Einarssonar, og Guðrúnar Lárentínusardóttur, b. á Hóli í Bolungarvík Erlends- sonar, sýslumanns á Hóli Ólafs- sonar, bróður Jóns fornfræðings (Grunnavíkur-Jóns). Ásdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hún var í Vest- urbæjarskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1999, lauk BA-prófi í spænsku frá HÍ og stund- aði nám í spænsku við háskólann í Santi Jaco á Kúbu. Þá lauk hún MPAEd.-prófi í spænsku við HÍ. Ásdís starfaði við leikskóla í Reykjavík með námi, kenndi spænsku við Iðnskólann í Reykjavík og við Kvennaskólann og kennir nú spænsku við MH. Ásdís er mjög virk í Salsafélagi Íslands. Fjölskylda Maður Ásdísar er Halldór Örvar Stefánsson, f. 29.5. 1972, jarðeðlis- fræðingur. Börn Ásdísar og Halldórs Örv- ars eru Ronja Halldórsdóttir, f. 3.1. 2004; Hugi Halldórsson, f. 10.8. 2005; Embla Rebekka Halldórsdótt- ir, f. 30.12. 2008. Systir Ásdísar er Hrafnhildur Þórólfsdóttir, f. 3.12. 1980. Foreldrar Ásdísar eru Þórólfur Hafstað, f. 27.9. 1949, jarðfræðingur hjá ÍSOR, og Þuríður Jóhannsdóttir, f. 12.2. 1952, kennslufræðingur við KHÍ. Þess má geta að Ásdís, sem er fædd á þjóðhátíðardaginn, er góð vinkona Steinunnar Guðmunds- dóttur sem oft er nefnd lýðveld- isbarnið, enda var hún fyrsta barnið sem fæddist á þjóðhátíðar- daginn 1944. Ásdís sendir henni af- mæliskveðjur. Ásdís Þórólfsdóttir SpænSkukennari í reykjavík Jóhannes Björnsson er þrítug- ur í dag. Hann er húsasmiður hjá Ístaki en unnusta hans, Petra Marteinsdóttir, er verslunarstjóri hjá Dómínós. Jóhannes er bú- settur í Mosfellsbænum en er nú samt með annan fótinn á bænum Flekkudal í Kjós þar sem hann er fæddur og uppalinn. Þar verður drengurinn með kaffi og kökur fyrir fjölskylduna í dag: „Já, þetta verður nú bara á ró- legri nótunum í faðmi fjölskyld- unnar. Það verður engin stór- veisla á afmælisdaginn sjálfan, enda virkur dagur daginn eftir. Stórveisluhöld verða því að bíða betri tíma.“ En hvernig er það að eiga af- mæli á sjálfan þjóðhátíðardag- inn? „Það er ósköp notalegt. Líklega hefur Jón Sigurðsson séð til þess að oft hafi verið meira umleikis og meira um gestagang en ella á afmælinu mínu. Ég er hins vegar alinn upp í sveit svo ég varð ekki eins mikið var við skrúðgöngur, lúðrasveitir og ræðuhöld, eins og krakkarnir í bænum.“ Áttu þér eftirminnilegt af- mæli? „Ætli það sé ekki jarðskjálfta- afmælið mikla árið 2000. Að vísu fann ég sjálfur ekkert fyrir þeim fræga skjálfta því ég var í bíl á leiðinni frá Kópaskeri og í bæinn. En það er óneitanlega sérstakt að þjóðin haldi upp á afmælið manns með þjóðhátíð og land- ið með jarðskjálfta. Svo á Agnes, systir mín, afmæli 29. maí. Hún fékk því Suðurlandsskjálftann í fyrra á sínum afmælisdegi. Fjöl- skyldan er farin að hafa varann á þegar við eigum afmæli.“ 30 ára í dag Jóhannes, smiður úr Kjósinni jarðSkjálftaafmæli 17. júní 30 ára n Edelsonia Aratea Tabucanon Vesturbergi 70, Reykjavík n Enrice Ernst Garði, Húsavík n Baldur Andri Stefánsson Austurbraut 1, Reykja- nesbæ n Eva Dögg Albertsdóttir Vegghömrum 26, Reykjavík n Björn Hjartarson Bjarmalandi 2, Reykjavík n Bergþór Haukdal Jónasson Gunnarsbraut 47, Reykjavík n Jón Ölver Kristjánsson Stóradal, Blönduósi n Hlynur Hjaltason Stekkum 1, Selfossi n Páll Lúthersson Gerðavegi 2, Garði n Silja Jóhannesdóttir Álfheimum 60, Reykjavík n Þóra Gísladóttir Brimhólabraut 29, Vestmannaeyjum n Helga Arnardóttir Þingholtsstræti 30, Reykjavík 40 ára n Rikke Houd Holst Christensen Hringbraut 63, Reykjavík n Pétur Þröstur Baldursson Þórukoti, Hvammstanga n Svava Rögn Þorsteinsdóttir Akurgerði 54, Reykjavík n Sóley Magnúsdóttir Huldugili 50, Akureyri n Ásgrímur Stefán Reisenhus Víðivangi 1, Hafnarfirði n Þórarinn Guðjónsson Hæðargerði 27, Reyðarfirði n Helga Jóhanna Stefánsdóttir Hringbraut 28, Reykjavík n Svava Jónsdóttir Réttarbakka 3, Reykjavík n Magnús Jóhann Björnsson Syðra-Hóli, Blönduósi n Grzegorz J. Mieszczankowski Gauksási 17, Hafn- arfirði n Páll Kristjánsson Framnesvegi 24a, Reykjavík n Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir Grófarsmára 20, Kópavogi n Helena Marta Jakobsdóttir Illugagötu 21, Vest- mannaeyjum 50 ára n Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Reynihvammi 5, Egils- stöðum n Zbigniew Jan Mika Stóragarði 7, Húsavík n Hilmar Sighvatsson Kristnibraut 71, Reykjavík n Ólöf Gerður Ragnarsdóttir Álftamýri 24, Reykjavík n Guðrún Guðbjartsdóttir Álftarima 36, Selfossi n Jens Einarsson Hlemmiskeiði 1, Selfossi n Halldór U Snjólaugsson Hlíðargötu 15, Fáskrúðsfirði n Hannes Karlsson Vanabyggð 4d, Akureyri n Sveinn Þórður Birgisson Lindarbyggð 28, Mosfellsbæ n Hulda Laxdal Hauksdóttir Hafnarbraut 41, Höfn n Helga Þormóðsdóttir Bústaðavegi 55, Reykjavík n Sigurjón Guðmundsson Brekkubyggð 19, Blönduósi n Magnús Stefánsson Stóragerði 22, Reykjavík n Dagný Björk Pétursdóttir Álfhólsvegi 26, Kópavogi n Gunnlaugur G Snædal Vesturbrún 12, Reykjavík 60 ára n Andrés Bjarni Sigurvinsson Tjaldhólum 7, Selfossi n Loftur Ásgeirsson Lokastíg 26, Reykjavík n Ragnheiður Sigurðardóttir Sólvallagötu 40d, Reykjanesbæ n Jóna Bergsdóttir Miðleiti 5, Reykjavík n Sverrir Thorstensen Lönguhlíð 9a, Akureyri n Jolanta Bozena Sliwinska Fífuseli 33, Reykjavík n Gísli Helgi Árnason Viðarrima 3, Reykjavík n Hrafnhildur Eysteinsdóttir Arnarási 3, Garðabæ n Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson Barðavogi 40, Reykjavík n Matthías Jóhannsson Bakka, Hólmavík 70 ára n Björk E Jónsdóttir Efstaleiti 10, Reykjavík n Þorsteinn Hjaltason Heimalandi, Hellu n Gunnar Kristjánsson Bugðustöðum, Búðardal n Kristmann Guðmundsson Lyngheiði 18, Selfossi n Baldvin Árnason Holtagötu 15a, Selfossi 75 ára n Karl Jóhann Samúelsson Prestastíg 6, Reykjavík n Lilja Hjartardóttir Laufási 1, Garðabæ n Bragi Björgvinsson Sæbergi 18, Breiðdalsvík n Rögnvaldur Haraldsson Sóleyjumima 9, Reykjavík 80 ára n Ragnar Kristjánsson Hrannarstíg 30, Grundarfirði n Hulda Magnúsdóttir Maríubakka 2, Reykjavík n Margrét Árnadóttir Kirkjubæ, Eyrarbakka n Sigurvin Guðbjartsson Fjarðarstræti 59, Ísafirði 85 ára n Jón Björnsson Ægisíðu 92, Reykjavík n Jakobína S. G. Hafliðadóttir Drekavogi 20, Reykjavík n Þóra Sigurjónsdóttir Hásteinsvegi 62, Vestmanna- eyjum 95 ára n Ólafur Hólm Einarsson Hraunvangi 7, Hafnarfirði Til hamingju með afmælið! 50 ára í dag 18. júní 30 ára n Marcin Marek Oleszek Engihjalla 1, Kópavogi n Soumia Ababou Hverfisgötu 74, Reykjavík n Agnieszka Anna Fidut Hólabraut 6, Reykjanesbæ n Sævar Örn Albertsson Birkigrund 21, Kópavogi n Kristjana Eysteinsdóttir Lækjartúni 18, Hólmavík n Ágúst Ingi Arason Garðhúsum 10, Reykjavík n Ingibjörg Magnúsdóttir Hverafold 86, Reykjavík n Kristján Snorri Ingólfsson Urðarstíg 2, Hafnarfirði n Álfheiður Rut Ragnarsdóttir Austurbrún 4, Reykjavík n Valtýr Örn Valtýsson Goðaborgum 8, Reykjavík n Særún Ása Rúnarsdóttir Heiðarbraut 7d, Reykja- nesbæ 40 ára n Antoni Nawrocki Ásholti 36, Reykjavík n Mohammed Harimache Eyjabakka 9, Reykjavík n Dariusz Kalabunski Eskivöllum 3, Hafnarfirði n Anton Már Magnússon Hjallavegi 21, Suðureyri n Daníel Thor Helgason Flétturima 20, Reykjavík n Auður Daníelsdóttir Sólbraut 11, Seltjarnarnesi n Jóhann Hreiðar Hreiðarsson Eiðsvallagötu 38, Akureyri n Sigurjón Einarsson Sóltúni 14 Hvanneyri, Borgarnesi n Jón Sævar Ólafsson Bjarnastaðavör 10, Álftanesi n Álfheiður Eymarsdóttir Háteigsvegi 18, Reykjavík 50 ára n Hrönn Geirsdóttir Ægissíðu 24, Grenivík n Sigurveig Sigurðardóttir Hjallavegi 32, Reykjavík n Ragnar Sigurðsson Proppé Álfhólsvegi 141, Kópavogi n Gyða Þórisdóttir Funafold 77, Reykjavík n Gunnlaugur Gestsson Norðurtúni 26, Álftanesi n Ása Margrét Jónsdóttir Hjarðartúni, Hvolsvelli n Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir Sílatjörn 16, Selfossi n Sigurlaug Ingvarsdóttir Skólabraut 9, Njarðvík n Deborah Anne Eaves Strandgötu 12, Tálknafirði n Witold Gackowski Hrannargötu 5, Reykjanesbæ 60 ára n Elísabet Haraldsdóttir Ásvegi 10 Hvanneyri, Borg- arnesi n Ragnheiður Valdimarsdóttir Heiðargerði 33, Reykjavík n Trausti Friðfinnsson Arahólum 4, Reykjavík n Guðmundur E Lárusson Lautavegi 13, Laugum n Halldór Halldórsson Vatnsendabletti 45, Kópavogi n Kjartan Örn Kjartansson Básbryggju 51, Reykjavík n Hjálmur Geir Hjálmsson Þjóðbraut 1, Akranesi n Bjarni Guðmundsson Leynisbraut 4, Akranesi n Gústaf Hannesson Víðimel 39, Reykjavík n Margrét Valdemarsdóttir Álfheimum 46, Reykjavík 70 ára n Egill Árnason Langholtsvegi 190, Reykjavík n Baldur Bragason Þverholti 15, Mosfellsbæ n Jóhanna Guðjónsdóttir Álfaheiði 30, Kópavogi n Stella Gísladóttir Ársölum 3, Kópavogi 75 ára n Þórir Björnsson Álfaskeiði 84, Hafnarfirði n Jón Pálsson Álftamýri 20, Reykjavík n Guðlaug Jónasdóttir Melteigi 6, Reykjanesbæ n Svanur Sveinsson Birkigrund 61, Kópavogi 80 ára n Kristín Kristjánsdóttir Keilusíðu 9a, Akureyri n Kristín Vilhjálmsdóttir Hraunbæ 180, Reykjavík n Guðrún Jónsdóttir Mýrum 14, Patreksfirði n Bragi Vestmar Björnsson Ásbúð 96, Garðabæ n Vilborg S Guðmundsdóttir Tjarnarlundi 1a, Akureyri n Kristín Haraldsdóttir Þórólfsgötu 15, Borgarnesi 85 ára n Þórður Þ Kristjánsson Ofanleiti 5, Reykjavík n Guðrún Sigurjónsdóttir Víðivöllum 3, Selfossi 90 ára n Sigurborg Ágústa Þorleifsdóttir Aflagranda 40, Reykjavík n Guðmundur Höskuldsson Hæðargarði 33, Reykjavík Til hamingju með afmælið! auglýsingasíminn er 512 70 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.