Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 16
föstudagur 26. júní 200916 Fréttir
Það er eitthvað alveg sérstakt við
áramótin í hugum Íslendinga. Þjóð-
arsálin er gíruð inn á að skemmta
sér eins og enginn sé morgundag-
urinn. Síðasta tækifærið til að sletta
úr klaufunum áður en leiðindin við
að uppfylla nýársheitin taka við.
Þetta hefur glöggt mátt sjá hjá rík-
asta fólki landsins síðustu árin. Ára-
mótin voru uppskeruhátíð flott-
heitanna, þar sem hafrana skildi frá
sauðunum. Fremstur meðal jafn-
ingja á meðan best lét var Ármann
Þorvaldsson, þá forstjóri Kaupþings
í Bretlandi. Áramótin 2005–2006 var
nýársgleðskapur hans þegar orðinn
þekktur í bransanum. Árin á undan
hafði hann meðal annars sjálfur stig-
ið á svið og tekið þekkta Tom Jones-
slagara.
Tom Jones reið á vaðið
En þessi áramót ákvað Ármann að
skipta um gír og fara með gleðskap-
inn í áður óþekktar hæðir. „Why get
the cheap Icelandic version if you
can get the real act?“ sagði Ármann
í teitinu 1. janúar 2006 þegar hann
kynnti hinn eina sanna Tom Jones
til leiks. „Hann mætti með tuttugu
manna band og spilaði í um klukku-
tíma,“ hafði tímaritið Hér & nú eft-
ir Þórdísi Edwald, konu Ármanns,
skömmu eftir atburðinn. Spurð um
hvað hefði kostað að fá kappann
svaraði Þórdís: „Ég veit það ekki, er
búin að gleyma því, þú verður bara
að hringja í hann og spyrja.“
Duran Duran mætir til leiks
Ári síðar bætti Ármann verulega í
og fékk glysgrúppuna Duran Dur-
an til að spila í einkagleðskapnum,
auk þess sem boðið var upp á sviðs-
mynd úr Indiana Jones, til að gera
upplifunina enn sérstakari. Heim-
ildir Fréttablaðsins á þessum tíma
hermdu að kostnaðurinn við að fá
Duran Duran hefði numið um 35
milljónum króna á gengi þess dags.
Væntanlega mun meira í dag. Ára-
mótateitið lagðist illa í marga á Ís-
landi, sem fannst þarna bruðlið farið
alveg fram úr hófi. Sú umræða kom
þó ekki í veg fyrir að ári síðar stóð til
að toppa þetta allt saman og halda
flottasta áramótapartí Íslandssög-
unnar.
Partíið sem aldrei varð
Þegar ráðist var í að skipuleggja
veitingastaðinn Nítjándu, sem er
á tveimur efstu hæðum Turnsins á
Smáratorgi, var góðærið í hámarki.
Til stóð að opna staðinn að kvöldi
GEORGE MICHAEL ÁTTI AÐ
LENDA Á ÞAKINU í ÞYRLU
sölvi Tryggvason
blaðamaður skrifar
Ein stórkostlegasta veisla Íslandssögunnar hafði verið skipulögð við
opnun veitingastaðarins í Turninum á Smáratorgi áramótin 2007 til
2008. Áformað var að heimsfrægi popparinn george Michael myndi
lenda á þaki Turnsins í þyrlu og birtast veislugestum öllum að óvör-
um. Hann átti að syngja eitt lag og fljúga svo út í nýársnóttina.
„Why get the cheap
Icelandic version if you
can get the real act?“