Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 23
mund á Núpum fyrir Sonju frænku
hans. „Hún ánafnaði mér Picasso-
skissu. Guðmundur á Núpum er ekki
ennþá búinn að skila henni til réttra
eigenda,“ segir Guðmundur Frankl-
ín. Hann hafi þó ekki gengið hart að
honum að skila henni.
Fasteignir yfir á eiginkonuna
Guðmundur á Núpum færði tvær
fasteignir í sinni eigu yfir á eiginkonu
sína Unni Jóhannsdóttur, 10. októ-
ber í fyrra á sama tíma og banka-
hrunið gekk yfir. Um er að ræða ein-
býlishús á Hofsvallagötu 1 sem var
á sínum tíma í eigu athafnamanna
eins og Björgólfs Guðmundssonar og
Herlufs Clausen. Björgólfur Thor ólst
upp í húsinu.
Hin fasteignin sem um ræðir er á
Sóleyjargötu 7 í Reykjavík.
Tíu milljarða sjóður
Minningarsjóður um Sonju Wendel
Benjamínsson de Zorrilla var stofnað-
ur eftir andlát hennar árið 2002. Meg-
inhlutverk hans átti að vera að styrkja
langveik börn á Íslandi og í Banda-
ríkjunum. Eigur Sonju voru metnar á
9.500 milljónir króna árið 2001 sam-
kvæmt bókinni Ríkir Íslendingar, sem
kom út það ár. Ætlunin var að stærst-
ur hluti þeirra eigna færi í minningar-
sjóð Sonju. „Þetta lýsir henni mjög vel
og hug hennar til barna. Hún var sjálf
barnlaus en þótti ýmislegt mega betur
fara hvað börnin varðar. Þetta verður
vonandi öðrum til eftirbreytni,“ sagði
Guðmundur á Núpum í samtali við
Fréttablaðið árið 2002 þegar sjóður-
inn var stofnaður.
Allt tilbúið 2004
„Milljarða króna styrktarsjóður
í nafni Sonju Zorrilla, The Sonja
Foundation, mun að öllum líkind-
um verða tilbúinn nú í maí til að
taka við umsóknum frá félögum og
samtökum í Bandaríkjunum og á Ís-
landi sem starfa í þágu barna. Að-
eins á eftir að ganga frá nokkrum
tæknilegum atriðum og selja fáeinar
eignir Sonju heitinnar, en þau mál
eru aðallega í höndum bandarískra
lögmanna í New York,“ sagði í frétt
sem birtist í DV í mars 2004.
„Þessi mál eru fyrst og fremst í
höndum manna í Bandaríkjunum
og þeirra að tjá sig um gang þess-
ara mála. Sem er ekki tímabært því
það á eftir að ganga frá ýmsu og til
dæmis selja nokkrar eignir hverra
andvirði á að renna í sjóðinn,“ sagði
Guðmundur á Núpum þá í samtali
við DV.
Eignir á Flórída
Samkvæmt heimildum DV hafa ein-
ungis tvö rannsóknasetur hérlend-
is fengið styrk úr sjóðnum auk fóst-
urgreiningardeildar Landspítalans.
Er talið að þeir styrkir nemi ekki
meira en nokkrum milljónum króna.
Stjórnarmenn sjóðsins eru Guð-
mundur á Núpum og bandaríski lög-
fræðingurinn John Ferguson. Fergu-
son var lögfræðingur Sonju í um 20
ár.
Báðir sjóðsstjórarnir eiga fast-
eignir í bænum Naples á Flórída.
Eins og sést á myndum sem fylgja
fréttinni eru íbúðir þeirra örfá skref
frá ströndinni. Samkvæmt vefsíð-
unni zillow.com er fasteign Guð-
mundar metin á 130 milljónir króna
og eign Johns Ferguson á 120 millj-
ónir króna.
Enginn styrkur borist
Í lok árs 2006 barst Birni Mekkinóssyni
bréf frá John Ferguson sjóðsstjóra um
vilyrði fyrir styrk til náms við UCLA-
háskólann í Los Angeles árin 2007 og
2008. Björn er að læra hljóðblöndun
við UCLA. Átti hann að fá 5.000 doll-
ara styrk þessi tvö ár, eða 645 þús-
und íslenskar krónur á ári miðað við
núverandi gengi. Honum hefur hins
vegar aldrei borist styrkur frá sjóðn-
um þrátt fyrir að hafa fengið undirrit-
að bréf frá sjóðnum eins og sést í skjali
sem DV hefur undir höndum.
Einkasjóður
Í svari sem Ferguson sendi DV kem-
ur fram að um einkasjóð sé að ræða.
Því sé hann ekki skuldbundinn til
þess að veita upplýsingar um styrk-
veitingar úr sjóðnum. Árið 2004 voru
nokkur listaverk í eigu Sonju seld hjá
Christies í New York. Samkvæmt til-
kynningu sem fylgdi sölunni kemur
fram að söluandvirðið eigi að nota
til styrktar börnum í Bandaríkjunum
og á Íslandi. Ferguson segir að Guð-
mundur á Núpum hafi keypt eitt verk
úr safni hennar.
DV fjallaði um minningarsjóð
Sonju í lok árs 2007. Þá sögðust við-
mælendur blaðsins ekki kannast við
að sjóðurinn hefði enn veitt neina
styrki. Eina tilkynningin sem finnst
um styrki úr sjóðnum erlendis er
5.000 dollara styrkur til Saint Mary-
spítala í New York árið 2006, sem
nam 300 þúsund krónum íslensk-
um á þeim tíma. Auk þess koma
fram gögn þar sem Lee-sýsla á Flór-
ída krefur sjóðinn um 9.000 dollara
vegna vangoldinna skatta árið 2007,
eða sem nam 550 þúsund krónum á
þeim tíma. Lögfræðiskrifstofa Johns
Ferguson er skráð með aðsetur í New
York og í bænum Naples á Flórída.
Þrír styrkir
Í samtali við DV segir Vilhjálmur
Bjarnason, viðskiptafræðingur og
frændi Sonju, að sjóðurinn hafi veitt
Háskóla Íslands tvo styrki. Rannsókna-
setur í barna- og fjölskylduvernd stað-
festi það í samtali við DV að hafa feng-
ið styrk frá sjóðnum en vildi ekki gefa
upp fjárhæðina sem þeim var veitt.
Fósturgreiningardeild Landspítalans
hefur líka tilkynnt um að hafa fengið
styrk frá sjóðnum.
Rannsóknasetur í fötlunarfræð-
um við Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands fékk styrki árin 2007 og 2008.
„Okkur var bent á að sækja um styrk
frá sjóðnum. Við höfum fengið tvo
styrki og ég hef því ekkert annað en
gott að segja af sjóðnum,“ segir Rann-
veig Traustadóttir, forstöðumaður
Rannóknaseturs í fötlunarfræðum. Að
föstudagur 26. júní 2009 23Fréttir
Hátíðarmatseðill
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
Steikt Lúðufiðrildi með
hvítlauksristuðum
humarhölum og humarsósu
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Hunangsgljáð andabringa
„Orange” með rusty kartöflum
og ristuðu grænmeti
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
200 gr. ristaðir humarhalar
með mangó-chilli cous cous,
salat og kartöflubátar
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Glóðuð Nautalundarpiparsteik,
ristaðir humarhalar, grænmeti
og rjómalöguð piparsósa
Dessert
Hátíðardessert
Laugaás 30 ára
25. júní
Framhald á
næstu síðu
Stórauðug Eigur sonju voru metnar
á 9.500 milljónir árið 2001. stærstur
hluti þeirra átti að renna til styrktar
langveikum börnum á íslandi og í
Bandaríkjunum.
Til styrktar börnum Hér má sjá forsíðu fréttablaðsins haustið 2002 þegar tilkynnt
var um stofnun sjóðsins.
Hús sjóðsstjórans Hér má sjá hús guðmundar á núpum, sjóðsstjóra sonju Zorrilla-
sjóðsins. sonja átti þetta hús þar til hún lést. mynd KriSTinn mAgnúSSon
Hofsvallagata 1 guðmundur
a. Birgisson á núpum færði
þetta hús yfir á eiginkonu
sína nokkrum dögum
eftir bankahrunið. Húsið var
á sínum tíma í eigu Björgólfs
guðmundssonar og ólst
Björgólfur thor þar upp.
mynd BrAgi Þór JóSEFSSon