Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 24
föstudagur 26. júní 200924 Fréttir www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið More than ten thousand fingers have played beautiful music on this piano, since it arrived in Eyrarbakki village in 1871. It was brought across the Atlantic on a large merchantman, then hauled into a small fishing boat and rowed ashore, where four strong men carried it into the village in a terrible rainstorm. But you can touch it now in the Húsið museum in Eyrarbakki. Open May 15th - Sept. 15th: 11 - 18 Other times by arrangement Tel: +354 483 1504 husid@husid.com www.husid.com sögn hennar fékk setrið tvo styrki sem námu 33 þúsund dollurum hvor, eða rúmlega 4 milljónum íslenskra króna samtals. Umsvifamikill fjárfestir Guðmundur hefur verið umsvifa- mikill fjárfestir undanfarin ár. Hann á fyrirtækið Lífsval með Landsbank- anum, Ingvari Karlssyni og Ólafi Wernerssyni. Ólafur er bróðir þeirra Karls og Steingríms sem kenndir eru við fjárfestingafélagið Milestone. Var einnig talað um að Nóatúnsfjöl- skyldan hefði verið í samstarfi við þá í gegnum félag sitt Saxhól. Lífsval er stærsti jarðeigandi landsins en félagið mun eiga á annað hundrað jarðir. Samkvæmt ársreikn- ingi félagsins árið 2007 átti félagið jarðir fyrir um 4,3 milljarða króna. Félagið rekur bú á Skriðufelli í Jök- ulsárhlíð og Ytrafelli í Eyjafirði. Auk þess er félagið með stærsta kúabú landsins á jörðinni Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Samkvæmt frétt af búinu er ætlunin að hafa þar 500 mjólkurkýr með framleiðslugetu upp á hátt í þrjár milljónir mjólk- urlítra árlega. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvernig staða Lífsvals er í dag en Landsbankinn er skráður stærsti hluthafi félagsins. Fjölmiðlafælinn Að sögn viðmælenda DV er Guð- mundur á Núpum ekki mikið fyrir athygli fjölmiðla enda hefur lítið ver- ið fjallað um hann á undanförnum árum. Frjáls verslun birti þó ítarlega umfjöllun um hann árið 1998 eftir að Guðmundur hafði gengið frá sölu á jörðum við Núpa í Ölfusi og Þóru- staði á Vatnsleysuströnd til Hita- veitu Reykjavíkur. „Guðmundur Al- bert Birgisson er fæddur í Reykjavík 1. júlí 1961. Hann er elstur fjögurra systkina. Foreldrar hans eru Birgir Guðmundsson Albertsson kennari og kaupmaður og móðir hans heit- ir Evlalía Kristín Guðmundsdótt- ir. Birgir, faðir Guðmundar, kenndi lengi í Langholtsskóla, var formað- ur Kristilegra skólasamtaka, stýrði barnatíma í Sjónvarpinu og var ið- inn fararstjóri hjá Ferðafélagi Ís- lands. Birgir er fæddur og uppalinn á Hesteyri í Jökulfjörðum þar sem faðir hans, Guðmundur Halldór Al- bertsson, stundaði útgerð og kaup- mennsku. Fjölskyldan fluttist burt ásamt öðrum íbúum á Hesteyri árið 1942 en 1952 fór þorpið allt í eyði,“ sagði í frétt Frjálsrar verslunar árið 1998 sem Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifaði. Peningar voru leikfangið „Guðmundur Birgisson var snemma einbeittur og stefnufastur í því ætlun- arverki sínu að eignast peninga. Til eru myndir af honum barnungum þar sem hann situr og leikur sér að peningum sem voru hans eftirlætisleikföng,“ segir í blaðagrein Frjálsrar verslunar. Guð- mundur er mikill bílaáhugamaður. Þegar hann var 17 ára, árið 1979, fór hann til Þýskalands og keypti sér Mer- cedes Benz 280 SEL sem þótti einn af flottari bílum landsins á þeim tíma. Bíllinn var hins vegar fljótlega seldur. Á árum áður sást stundum til Guð- mundar á Rolls Royce-bifreið sem Sonja Zorrilla geymdi í húsi sínu að Núpum í Ölfusi. Hún flutti bílinn inn frá Flórída árið 1995 en hann er árgerð 1983. Að sögn heimildarmanna er bíll- inn nú að Núpum við húsið sem Sonja átti og Guðmundur á í dag. Bíllinn varð óökufær fyrir nokkrum árum þegar Guðmundur ætlaði að keyra hann út úr bílskúrnum að Núpum en eyðilagði hlið bílsins. Að sögn heimildarmanna hafði Sonja ætíð sagt að eini arfurinn sem Guðmundur á Núpum fengi væri þessi Rolls Royce. Garðyrkjumaður Guðmundur byrjaði snemma í at- vinnurekstri en á unglingsárum var hann í lóðaslætti og garðyrkju. Hann lauk verslunarskólaprófi en nam síð- an við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan prófi af skrúðgarðyrkjubraut árið 1983. Á meðan á náminu við garðyrkjuskól- ann stóð keypti hann jörð að Núpum í Ölfusi ásamt skólabróður sínum Páli Melsted en Guðmundur keypti hann þó fljótlega út. Þegar hann var við nám í skólan- um kynntist hann konu sinni Unni Jóhannsdóttur sem þá bjó í Hvera- gerði. Unnur er átta árum eldri en Guðmundur og átti tvö börn þeg- ar hún kynntist honum. Saman eiga þau Guðmundur dótturina Eddu Sonju sem er á unglingsaldri. Mjög náinn Sonju Viðmælandi sem DV ræddi við sagði að Guðmundur hefði dvalið löngum stundum með Sonju frænku sinni á meðan hún átti við veikindi að stríða síðustu tvö ár ævi sinnar. Taldi við- mælandinn að þetta nána samband hans við Sonju hefði haft töluverð áhrif á hjónaband hans og Unnar. Guðmundur hefur að sögn viðmæl- enda reynst börnunum tveimur vel sem Unnur átti þegar þau kynntust. Rændur á Spáni Guðmundur á einbýlishús á Spáni og DV sagði frá því 2007 þegar 20 milljóna króna Mercedes Benz-bifreið hans var stolið fyrir utan heimili hans. Sam- kvæmt heimildum DV á Guðmundur líka fasteignir í Slóvakíu með Runólfi Oddssyni, hálfbróður Davíðs Odds- sonar. Runólfur er ræðismaður Slóv- akíu á Íslandi. Guðmundur átti líka hlut í HB Granda sem hann hefur selt. Hann átti 32 prósenta hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands sem verðbréfafyrirtækið Virðing tók yfir. Þrátt fyrir að viðmælendur séu sammála um að Guðmundur hafi tapað miklum peningum við banka- hrunið er þó ekki talið líklegt að hann standi uppi eignalaus. Flestir eru þó sammála um að þögn hans um minn- ingarsjóð Sonju frænku sinnar sé frek- ar undarleg. Er jafnvel talið að um það sé samkomulag milli hans og banda- ríska lögfræðingsins Johns Ferguson að gefa sem minnstar upplýsingar um sjóðinn. Guðmundur á Núpum virðist hafa misst töluvert af viðskiptafélög- um að undanförnu. Er það mat margra þeirra sem DV ræddi við að hann hefði oft á tíðum ekki komið heiðarlega fram við þá. Þeim færi því ört fækkandi í viðskiptaheiminum sem vildu stunda með honum viðskipti eða við hann. Sóleyjargata 7 guðmundur a. Birgisson á núpum færði íbúð í þessu húsi yfir á eiginkonu sína nokkrum dögum eftir bankahrunið. Mynd Heiða HelGadóttiR Íbúð Guðmundar guðmundur a. Birgisson á núpum, annar sjóðsstjóranna, á íbúð sem metin er á 130 milljónir króna á flórída. Íbúð Fergusons john ferguson, hinn sjóðsstjórinn, á íbúð sem metin er á 120 milljónir króna á flórída.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.