Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 25
föstudagur 26. júní 2009 25Fréttir
Eimskip heldur aðalfund sinn á
þriðjudag. Er talið víst að mikilla
frétta sé að vænta af óskabarni
þjóðarinnar sem nú hefur verið
starfandi hérlendis í 95 ár. Stjórn
félagsins hefur verið óbreytt frá
því síðasta haust þrátt fyrir að
stærstu hluthafar Eimskips standi
höllum fæti vegna bankahrunsins.
Grettir er skráður fyrir þriðjungi
hlutafjár en það er félag Björgólfs
Guðmundssonar. Fyrir stuttu var
tilkynnt um að Björgólfur bæri
persónulega ábyrgð á 58 milljarða
skuld við Landsbankann. Front-
line Holding er líka skráð fyrir
þriðjungi en það er félag Magn-
úsar Þorsteinssonar. Hann var ný-
verið lýstur gjaldþrota af Héraðs-
dómi Norðurlands.
Eimskip yfirtekið
Samkvæmt heimildum DV verður
tilkynnt um það á aðalfundinum
á þriðjudag að erlendir kröfuhaf-
ar yfirtaki rekstur Eimskips. Hald-
inn var fundur með kröfuhöfum
í Kaupmannahöfn fyrir viku þar
sem rætt var um fjárhagslega end-
urskipulagningu og yfirtöku með
aðkomu fjármálateymis. Gylfi Sig-
fússon verði þó áfram forstjóri fé-
lagsins. DV sagði frá því 8. maí síð-
astliðinn að blaðið hefði heimildir
fyrir því að Eimskip yrði yfirtekið
af erlendum kröfuhöfum.
Þá sagði Gylfi Sigfússon í sam-
tali við DV 6. maí að unnið væri
daglega með ýmsum aðilum
frá Landsbankanum, Straumi-
Burðarási og erlendum kröfuhöf-
um að endurskipulagningu félags-
ins. Tilefni skrifa DV í maí voru
upplýsingar um að Gylfi hefði selt
Eimskipi félagið IceExpress. Það
félag hafði keypt ShopUSA af konu
Gylfa árið 2007 en hún átti helm-
ingshlut í því. Við kaup Eimskips
á IceExpress fylgdi ShopUSA hins
vegar ekki með.
Losna ekki við Versacold
Eimskip keypti kanadíska kæli-
og frystigeymslufyrirtækið Versa-
cold árið 2007. Kaupverðið var á
þeim tíma nálægt 68 milljörðum
íslenskra króna. Eimskip hefur
unnið að því undanfarið að finna
kaupanda að Versacold. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur það
gengið illa. Er Eimskip sagt hafa
fengið eitt tilboð sem var mjög lágt
og langt undir bókfærðum skuld-
um.
Í byrjun árs sendi Eimskip
frá sér tilkynningu um að félag-
ið gerði ráð fyrir að sölu eigna í
Norður-Ameríku myndi ljúka í
febrúar. Þrem mánuðum síðar
kom tilkynning um að söluferl-
ið tæki lengri tíma en áætlað var.
Markmiðið væri þó að ljúka því
fyrir lok júní. Nú liggur fyrir að það
mun ekki nást.
Eimskip seldi um miðjan maí
finnska skipafélagið Container-
ship sem félagið hafði fest kaup
á haustið 2006. Þá var tilkynnt
að með sölunni lækkaði Eim-
skip skuldir sínar um 11 milljarða
króna og myndi bókfæra 3,9 millj-
arða króna tap vegna sölunnar.
Óljóst með þrjú skip
DV greindi frá því 8. maí að þrjú
skip Eimskips lægju við bryggju
í Álasundi í Noregi og Árósum í
Danmörku. Um var að ræða skip-
in Storfoss, Dalfoss og Langfoss.
Þessi þrjú skip voru fjármögn-
uð af sænska bankanum Nord-
ea. Í maí sást á heimasíðu Eim-
skips að skipin hefðu legið við
bryggju í nokkrar vikur. Nú eru
þessi skip hins vegar ekki lengur
skráð á heimasíðu félagsins. Eim-
skip hefur hins vegar ekki sent
neina tilkynningu frá sér um sölu
þessara skipa. Þessi þrjú
skip voru smíðuð fyr-
ir norska skipafélag-
ið CTG sem er að
fullu í eigu Eim-
skips. CTG lét líka
smíða þrjú önnur
skip sem enn eru
í fullum rekstri
hjá Eimskipi. Þau
skip fjármagn-
aði hins vegar
Landsbankinn
á sínum tíma.
Eimskip
Eimskip heldur aðalfund næsta þriðjudag. Samkvæmt heimildum DV verður þá tilkynnt um yfirtöku
erlendra kröfuhafa á félaginu. Haldinn var fundur með kröfuhöfum í Kaupmannahöfn fyrir viku. Eim-
skip gengur illa að selja kanadíska félagið Versacold. Einungis eitt tilboð hefur borist og er það sagt
mjög lágt og langt undir bókfærðum skuldum.
yfirtEkið á þriðjudag
föstudagur 8. maí 200910
Fréttir
Gylfi Sigfússon
DV birti á miðvikudag upplýsing-
ar um að Eimskip hefði keypt félag í
eigu eiginkonu forstjórans. Eimskip
keypti félagið IceExprsess í febrú-
ar 2008. IceExpress keypti félagið
ShopUSA í september 2007 af Hildi
Hauksdóttur, eiginkonu Gylfa Sig-
fússonar, forstjóra Eimskip. Í lok árs
2007 var IceExpress orðið stærsti
undirverktaki Eimskip í Banda-
ríkjunum.Í viðtali við DV afneit-
aði Gylfi eignarhlut eiginkonunnar.
Hann sagði hana einungis starfa fyrir
ShopUSA. Þess skal auk þess getið að
við kaup Eimskip á IceExpress fylgdi
ShopUSA ekki með í kaupunum.
Tengslin gagnrýnd
Eins og sést í afritum sem birtast
með greininni á Hildur Hauksdóttir
50 prósent í ShopUSA holding ehf..
Það er því ekki rétt hjá Gylfa að kona
hans eigi ekki eignarhlut í félaginu.
Þar sést líka að faðir hennar Haukur
F. Leósson fer með prókúruumboð
félagsins. Samkvæmt heimildum
DV var sett út á tengsl ShopUSA við
Eimskip fyrir nokkrum árum. Þau
voru talin óheppileg. Þá sagðist Gylfi
ekki hafa neinna hagsmuna að gæta
vegna ShopUSA. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að það er ekki rétt. Einn-
ig lét Gylfi þau orð falla að þetta væri
eitthvað sem væri farið að tíðkast
á Íslandi. Nýir viðskiptahættir hafi
komið með yfirtökum útrásarvíking-
anna á íslenskum fyrirtækjum.
Fjárfestu í sex skipum
Í janúar 2004 keypti Eimskip 51
prósent hlut í norska skipafyrir-
tækinu CTG. Í október 2005 keypti
félagið síðan 49 prósent hlut í fé-
laginu og átti eftir það félagið að
fullu. Strax um sumarið 2004 hóf
Eimskip að láta smíða ný skip fyr-
ir CTG. Í lok árs 2005 hafði félagið
sex skip í smíðum. Heildarfjárfest-
ingin í þessum sex nýju skipum er
talinn hafa numið átta milljörðum
króna. Öll skipin voru smíðuð í Nor-
egi í dýrustu skipasmíðastöðvum
heims. Sem dæmi hafi einungis eitt
af þeim skipum sem Landsbankinn
fjármagnaði verið fjármagnað með
venjulegu láni. Hin tvö munu hafa
verið fjármögnuð með yfirdrætti.
Þrjú skip liggja við bryggju
Samkvæmt heimildum DV fjár-
magnaði Landsbankinn þrjú af
þessum skipum, Svartfoss, Holm-
foss og Polfoss. Hin þrjú skipin voru
fjármögnuð af sænska bankanum
Nordea sem er stærsti banki Norð-
urlandanna. Þau skip heita Storfoss,
Langfoss og Dalfoss. Að sögn heim-
ildamanns DV hefur Storfoss leg-
ið við bryggju í Álasundi í Noregi í
nokkurn tíma. Dalfoss og Langfoss
liggja við bryggju í Árósum í Dan-
mörku. Samkvæmt heimasíðu Eim-
skip hefur Dalfoss legið sex daga við
bryggju, Langfoss 16 daga og Stor-
foss 20 daga. Þau hafa þó legið mun
lengur í höfn. Ástæða þess að dag-
arnir eru ekki réttir er sú að þau hafa
verið færð á milli bryggja í millitíð-
inni og þá er byrjað að telja aftur.
Sex milljónir á dag
Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna
skipin þrjú sem Nordea fjármagn-
aði liggja við bryggju en ekki þau
sem Landsbankinn fjármagnaði. Þó
er talið að þar sem Nordea á veð í
þeim hafi Eimskip ákveðið að skila
þeim. Í samtali við DV sagðist Páll
Benediktsson, upplýsingafulltrúi
skilanefndar Landsbankans, ekki
kannast við þessar fullyrðingar.
Samkvæmt heimildum DV kost-
ar það Nordea nálægt 6 milljónum ís-
lenskra króna á dag að láta þessi skip
standa án þess að þau séu notuð. Ef
þau standa í mánuð kostar það Nor-
dea því í kringum 170 milljónir króna
án þess að tekjur komi inn á skipin.
Þessi kostnaður leggst ekki á Lands-
bankann þar sem skipin þrjú sem
þeir fjármögnuðu eru stöðugt í sigl-
ingum.
Sá orðrómur er auk þess á kreiki
að norskt dótturfélag Samskipa sem
heitir Silver Sea sé í viðræðum um
leigu á skipunum sem Nordea fjár-
magnaði. Þetta hefur ekki fengist
staðfest.
Yfirtekið af erlendum
kröfuhöfum
Þeir sem DV ræddi við finnst skrýtið
að ekki sé búið að skipta um stjórn
Eimskip. Þar sitja ennþá fulltrúar
gömlu hluthafanna. Þrír þeirra eru
fulltrúar Björgólfs Guðmundssonar.
Einn viðmælandi sem blaðið ræddi
við taldi mjög líklegt að breyting
yrði gerð á stjórninni á næsta að-
alfundi Eimskip. Gylfi Sigfússon
sagði að aðalfundur yrði haldinn í
lok maí.
Einn heimildarmaður sagði að
erlendir kröfuhafar myndu þá yfir-
taka félagið og fara með yfirstjórn
þess. Gylfi eigi þó áfram að fara
með stjórnina. Guðmundur P. Dav-
íðsson, framkvæmdastjóri Eimskip
á Íslandi, verði þó látinn fara. Guð-
mundur er bróðursonur Björgólfs
Guðmundssonar. Hann var ráðinn
til Eimskip í september 2007 um
það leyti sem yfirtaka Björgólfs var
að hefjast. Guðmundur starfaði fyr-
ir það sem framkvæmdastjóri Grett-
is, félags Björgólfs, stærsta hluthafa
Eimskip. Á árunum 2003 til 2007
starfaði hann í Landsbankanum.
Björgólfur sendi sem kunnugt
er yfirlýsingu frá sér í vikunni. Þar
kom fram að persónulegar ábyrgðir
hans tengdar Eimskip og Icelandic
séu 50 milljarðar í gegnum félagið
Gretti.
Óskynsamlegar fjárfestingar
Fjárfestingar Eimskip á síðustu
árum þóttu margar hverjar ekki
skynsamlegar. Einn viðmælandi
sem DV ræddi við og þekkir vel til
málefna Eimskip nefndi sem dæmi
yfirtökuna á kanadíska félaginu
Atlas árið 2006. Þá hafi 20 fjárfest-
um verið kynnt félagið en einungis
Eimskip hefði boðið í það. Þrátt fyr-
ir það hækkaði Eimskip tilboð sitt.
Kaupverðið þá var 34,5 milljarðar
íslenskra króna. Sama hafi átt við
um aðrar fjárfestingar. „Þetta voru
menn sem vissu ekkert hvað þeir
voru að gera,“ sagði einn viðmæl-
andi DV.
DV mun í næstu viku fjalla meira
um málefni Eimskips.
Laug að óskabarni
þjóðarinnar
annaS SiGmundSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Gylfi Sigfússon Ljóst er að gylfi laug bæði að dV og að Eimskip um tengsl sín við shopusa.
Langfoss og dalfoss Þessi skip liggja
við höfn í Árósum í danmörku. sænski
bankinn Nordea fjármagnaði þau og
hafa þau staðið við bryggju í nokkurn
tíma.
ShopuSa á Íslandi
Hér sést að Hildur
situr í stjórn félagsins
og faðir hennar Haukur
f. Leósson fer með
prókúruumboð.
Miðvikudagur 6. Maí 20098
Fréttir
Gylfi Sigfússon
AfneitAr eignArhlut
eiginkonu sinnAr
Eimskip gekk í febrúar frá kaup-
um á bandaríska fyrirtækinu Ic-
eExpress. Félagið var á þeim tíma
í eigu Lárusar Ísfelds. Við kaupin
sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim-
skips, í samtali við Morgunblaðið
að kaupverðið væri trúnaðarmál
en það væri í rauninni greitt með
hagræðingunni. Innifalið í verðinu
var ekki rekstrarleyfi fyrir fyrirtæk-
ið ShopUSA. Gylfi tók við sem for-
stjóri Eimskips í maí 2008. Hann
hafði tvö árin á undan starfað sem
framkvæmdastjóri Eimskip Amer-
icas sem nær yfir flutningastarf-
semi Eimskips í Bandaríkjunum og
Kanada.
Félag konunnar keypt
Haustið 2007 keypti IceExpress
ShopUSA fyrir eina milljón dollara
sem þá var nálægt 60 milljónum
króna. Þá var Gylfi framkvæmda-
stjóri Eimskip Americas. Selj-
andinn var meðal annars Hildur
Hauksdóttir, eiginkona Gylfa Sig-
fússonar. Hlutur hennar var skráð-
ur 45 prósent þegar salan átti sér
stað. Faðir hennar, Haukur F. Leós-
son, er skráður fyrir framkvæmda-
stjórn ShopUSA og prókúruhafi
félagsins. Haukur varð frægur
fyrir að hafa verið gert að hætta
sem stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur haustið 2007 þegar
REI-málið stóð sem hæst . Hann
var auk þess endurskoðandi Sjálf-
stæðisflokksins og skrifaði upp
á ársreikning flokksins fyrir árið
2006 eftir risastyrkina frá FL Group
og Landsbankanum.
Gylfi neitar hlut Hildar
Í samtali við DV segir Gylfi Sigfús-
son að kona sín hafi ekki fengið
neitt greitt þegar ShopUSA var selt
til IceExpress. „Þú ert bara að vaða
reyk,“ segir Gylfi við blaðamann
aðspurður um sölu Hildar á hlut
sínum í ShopUSA. Hún vinni hjá
ShopUSA en eigi ekkert í félaginu.
Samkvæmt hluthafalista ShopUSA
Incorporation var hún skráð fyrir 45
prósenta hlut í fyrirtækinu í Banda-
ríkjunum áður en það var selt til
IceExpress. Samkvæmt hlutafé-
lagaskrá sem Credit Info veitir að-
gang að er Hildur einnig skráð fyr-
ir helmingshlut í ShopUSA Holding
ehf. á Íslandi.
Bauð blaðamanni vinnu
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips,
reyndi að hafa áhrif á skrif DV um
málefni sín og eiginkonu sinnar
með því að bjóða blaðamanni vinnu
hjá Eimskip. Sagði hann við blaða-
mann að breytingar yrðu gerðar á
fjármálasviði félagsins í júní og þá
þyrfti að ráða nýtt fólk. Samkvæmt
4. grein siðareglna Blaðamannafé-
lagsins telst það mjög alvarlegt brot
þiggi blaðamaður mútur eða hafi í
hótunum vegna birtingar efnis.
Fengu samninga án greiðslu
Eftir að IceExpress keypti ShopUSA
af eiginkonu Gylfa fékk fyrirtæk-
ið ýmsa samninga við Eimskip í
Bandaríkjunum. Má þar nefna yf-
irtöku á rekstri vöruhúss Eimskips
í Norfolk í Virginíufylki sem IceEx-
press fékk án nokkurrar greiðslu.
Í lok árs 2007 var IceExpress orð-
inn stærsti undirverktaki Eimskips
í Bandaríkjunum og hafði yfirtekið
stóran hluta af starfsemi Eimskips í
Bandaríkjunum.
Eimskip kaupir IceExpress
Við bankahrunið í haust varð veru-
legur samdráttur á flutningastarf-
semi frá Bandaríkjunum til Íslands.
Eimskip fækkaði þá skipaferðum til
Bandaríkjanna og dró saman samn-
inga við undirverktaka. IceExpress
missti á þeim tíma stóran hluta við-
skipta sinna og viðskipti ShopUSA
snarminnkuðu. Samkvæmt heim-
ildum DV jukust skuldir IceExpress
við Eimskip mikið á þeim tíma.
Í febrúar 2009 keypti Eimskip
síðan IceExpress. Þá sagði Gylfi
við blaðamann Morgunblaðs-
ins að verðið væri trúnaðarmál en
það greiddist með hagræðingunni.
Samkvæmt heimild-
um DV var kaup-
verðið um
þrjár millj-
ónir dollara.
„Við höfum
ekki borgað
krónu fyr-
ir IceExpress.
Við tókum bara
yfir félagið,“ segir
Gylfi í samtali við
DV. IceExpress hafi
verið með starfsemi
í New York þar sem
þeir voru að þjóna
TVG Zimsen,
sem er í
eigu Eimskips. Það snúi að flug-
starfsemi sem Eimskip hafi yfirtek-
ið. Einnig hafi starfsemi IceExpress
í Norfolk í Virginíufylki runnið inn í
rekstur Eimskips.
Undir skilanefnd
Landsbankans
Á mánudag var tilkynnt að Björgólf-
ur Guðmundsson, eigandi Grett-
is, sem var stærsti hluthafi Eim-
skips með 33 prósenta hlut, bæri
persónulega ábyrgð á 58 milljarða
skuld við Landsbankann. Stór hluti
af því væri vegna kaupa hans á hlut
hans í Eimskip. Auk þess var Magn-
ús Þorsteinsson, eigandi Frontline
Holding sem átti 33 prósenta hlut í
Eimskip, lýstur gjaldþrota af Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra.
Gylfi segir að núna sé verið að
vinna að endurskipulagn-
ingu Eimskips í samstarfi
við skilanefnd Landsbank-
ans. Bankarnir fari nú fram
fyrir hönd þeirra Björgólfs
og Magnúsar.
Óbreytt stjórn
Í stjórn Eimskips sitja Sindri
Sindrason, stjórnarfor-
maður, Gunnar M.
Bjorg, Frið-
rik
Jóhannsson, Orri Hauksson og
Tómas Ottó Hansson.
Að sögn Gylfa sat Sindri í stjórn
þar sem hann átti stóran hlut í
Eimskip sem hafi nú rýrnað veru-
lega. Gunnar sat fyrir hönd Magn-
úsar Þorsteinssonar og þeir Orri
og Tómas fyrir hönd Björgólfs
Guðmundssonar. Þegar Gylfi er
spurður hvort ekki eigi að setja
nýja stjórn yfir Eimskip þar sem
stjórnarmenn séu flestir fulltrú-
ar þeirra hluthafa sem hafi glatað
hlut sínum svarar hann því neit-
andi. „Menn eru fyrst og fremst að
gæta hagsmuna Eimskips, en ekk
að hugsa um það fyrir hvern þeir
komu inn í stjórnina upphaflega,“
segir Gylfi.
Fyrirhugaðar breytingar
Að sögn Gylfa er unnið daglega með
ýmsum aðilum frá Landsbankan-
um, Straumi-Burðarás og erlend-
um kröfuhöfum að endurskipu-
lagningu félagsins. Nefnir hann
meðal annars fyrirhugaða sölu á
frystigeymslum í Kanada og jafn-
vel einhverjum af skipum félagsins.
Gylfi segir að hugsanlega sé ein-
hverra frétta að vænta af félaginu
fyrir aðalfund sem haldinn verður í
lok maí. Ekki náðist í Hildi Hauks-
dóttur og Hallgrím T. Ragnarsson,
framkvæmdastjóra ShopUSA, við
vinnslu fréttarinnar þar sem slökkt
var á símum beggja.
annaS SIGmUndSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
afneitar hlut konunnar
gylfi Sigfússon, forstjóri
Eimskips, neitar því að kona
hans eigi, eða hafi átt, hlut í
ShopuSa.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@bil
jofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
annas sigmundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Áfram forstjóri
samkvæmt heimildum
dV verður gylfi sigfússon
áfram forstjóri Eimskips.
mYnd Bragi ÞÓr jÓsEfsson
Óljóst með skipin Langfoss og dalfoss
voru fjármögnuð af sænska bankanum
nordea. Þessi skip finnast ekki lengur í
áætlanakerfi Eimskips en þó hefur ekki
verið tilkynnt um sölu þeirra.
8. aí 2009 6. maí 2009