Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 34
föstudagur 26. júní 200934 Helgarblað tæki í mörg ár þar sem ákvarðanir eru teknar hratt fann ég hins vegar fljótt að ég hafði ekki áhuga á að taka þátt í þessu pólitíska þrasi og dró mig út úr því mjög fljótt. Okkur Gulla kom vel saman og eftir að ég skildi fórum við að vera saman,“ segir hún en þau Guðlaugur Þór gengu í það heilaga árið 2001. Ágústa á tvö börn af fyrra hjónabandi, Önnu Ýr sem er 17 ára og Rafn Franklín 14 ára. Saman eiga þau Guðlaugur tvíburana Þórð Ársæl og Sonju Dís sem eru 7 ára. „Guðlaugur er frábær pabbi og voðalega natinn og skemmtilegur og leggur sig fram við að finna tíma fyrir börnin. Það er mik- ill aldursmunur á þeim eldri og þeim yngri og því var mikill spenningur að fá þau litlu í heiminn og þau litlu horfa upp til þeirra eldri. Samkomulagið er mjög gott og þetta gæti ekki gengið betur,“ segir Ágústa sem var 37 ára þeg- ar hún varð ófrísk að tvíburunum. Aðspurð segir hún meðgönguna hafa gengið vel. „Aldur er bara spurning um viðhorf. Ég hef fylgst með jafnöldrum mínum eignast börn fram að og eftir fertugt og fara létt með það. Lífaldur fólks fer hækkandi svo það hlýtur að vera eðlileg þróun að seinka barneignum. Ég held líka að það sé ekki verra að vera búin að ná ákveðnum þroska áður en maður tekst á við foreldrahlutverkið.“ Spennuþrungin bið Ágústa segir að koma tvíburanna í heim- inn hafi verið óvæntur lottóvinningur í lífi þeirra Guðlaugs. Guðlaugur sé einkabarn og því hafi tvíburarnir verið fyrstu barnabörnin hans megin. „Ég var orðin þetta gömul og var satt að segja ekki mjög spennt að ganga í gegnum fleiri en eina meðgöngu svo við vorum himin- lifandi. Í upphafi meðgöngunnar fann ég fyrir afar sterkum óléttueinkennum og leið illa og fór því í snemmsónar til að sjá hvort allt væri í lagi. Læknirinn taldi þá mögulegt að fleira væri inni í leginu. Annaðhvort væru fóstrin tvö eða um blóðköggul væri að ræða. Við urð- um að bíða í tvær vikur eftir niðurstöðunni og okkur þótti sú bið löng og spennuþrungin. Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum raunverulega von á tvíburum og vorum mjög spennt að komast aftur í skoðun. Þá virtist í fyrstu að um eitt fóstur væri að ræða og því er ekki að neita að þá upplifði ég óvænt dálitla vonbrigðatilfinningu. Svo kom í ljós að fóstr- in voru tvö og má þá segja að tekið hafi við kvíðablandin hamingjutilfinning. Svo þetta var talsverður tilfinngarússibani.“ Meiri áherSla á heilSuna Ágústa hefur verið framkvæmdastjóri Hreyf- ingar frá upphafi en árið 1998 sameinaðist Stúdíó Ágústu og Hrafns líkamsræktarstöð- inni Mætti. Fyrir fjórum árum varð Hreyfing dótturfyrirtæki Bláa lónsins og er Ágústa enn hluthafi. Hún segir rekstur Hreyfingar ganga mjög vel þótt henni hafi ekki litist á blikuna fyrstu vikuna eftir bankahrunið. „Það var eins og allt stöðvaðist en nokkr- um dögum síðar komst allt í fyrra horf á ný. Helsta breytingin sem ég finn fyrir er að að- sókn hefur aukist jafnt og þétt og fólk nýtir kortin sín betur í dag. Það er mjög ánægju- legt að sjá hve margir setja heilsu sína í for- gang. Regluleg heilsurækt er grunnur að and- legri og líkamlegri vellíðan og það skiptir ekki svo litlu máli fyrir okkur, sérstaklega þegar við tökumst á við sveiflur í lífinu eins og núna. Strax í upphafi bankahrunsins voru skilaboð- in í samfélaginu sterk um að nú þyrfti fólk að huga að því sem virkilegu máli skipt- ir, eigin heilsu, styrkja fjölskyldu- og vinabönd og hugsa á jákvæðum nót- um. Fólk virðist almennt hafa meðtek- ið þessi skilaboð og ég upplifi ákveðnar breytingar í þessa veru, að við hugsum meira um heilsuna, ræktum andlegu hliðina til dæmis með því að fara oftar í leikhús og lifum kannski innihaldsrík- ara lífi nú en þegar góðærið stóð sem hæst og mér finnst þetta góð þróun. Í Hreyfingu hefur til dæmis orð- ið mikil aukning í þátttöku í ýmsum heilsuræktarnámskeiðum sem við höf- um boðið upp á síðastliðna tvo ára- tugi og það er athyglisvert að á síðustu mánuðum hef ég greinilega orðið vör við einlægari áhuga fólks á að bæta heilsu sína og koma heilsurækt fast inn í sitt lífsmunstur varanlega. Mér þyk- ir það auðvitað sérlega ánægjulegt og vona að þessi breyting sé komin til að vera.“ bólan hlaut að Springa Ágústa segir að við hljótum öll að vera sammála um að það sé betra að hugsa meira inn á við og rækta það sem virki- lega skiptir máli. „Það tóku allir þátt í góðærinu og það var gaman á meðan á því stóð en það hlaut að koma að því að bólan spryngi þótt það sé auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir hún og bætir við að þótt kreppan hafi komið mjög illa við marga megi alltaf finna jákvæðar hliðar á öllum málum þó stund- um sé erfitt að koma auga á þær. „Kreppan veitir óneitanlega ákveðna lífsreynslu sem til dæmis unglingarnir geta lært af. Unga kynslóðin var víðast hvar orðin ansi dekruð og bar litla virðingu fyrir því til dæmis að hafa atvinnu, því nóg var framboðið. Við þurftum á ákveðinni leið- réttingu að halda og ég heyri þessi viðhorf víða í kringum mig. Gömlu gildin voru gleymd og verðmætamat okkar var orð- ið dálítið brenglað. Það var allt orðið svo sjálfsagt og margir voru hættir að finna fyrir ánægju yfir að eignast hluti, allt þurfti að verða stærra og meira. Þetta er auðvitað ekki algilt en ég hef orð- ið vör við að margir upplifa þetta á þennan hátt. Kreppan lendir auð- vitað misharkalega á fólki og ef til vill ekki jafnilla á minni kynslóð sem búin var að koma sér upp hús- næði og þeim sem eru um þrítugs- aldurinn og voru að koma undir sig fótunum, með háa greiðslubyrði og jafnvel erlend húsnæðislán. Efna- hagshrunið kemur líklega verst nið- ur á þeim og hjá mörgum eru miklir erfiðleikar og mikil skiljanleg reiði. Ég finn mikið til með því fólki,“ segir hún. SaMMála í 99% tilvika Líkt og margir segjast upplifa hefur Ágústu aldrei fundist ástandið óraunverulegt eða eins og um martröð sé að ræða. Hún hefur líka tengst stjórnmálum það lengi að hún veit að í þeim getur allt gerst. „En núna vantar okkur Íslendinga alvöru leiðtoga, einhvern sem stappar stáli í þjóðina og hvetur okkur áfram af jákvæðni og sann- færir okkur um að allt verði í lagi. Samfélagið er komið í eina allsherjar ringulreið og þenn- an leiðtoga er hvergi að finna. Oft fyllist ég hálfgerðum doða yfir ástandinu og reyni að hugsa sem minnst um þetta allt saman og lík- lega væri best að fara í fréttaföstu og hugsa bara um eitthvað skemmtilegt en það er ekki svo einfalt. Sérstaklega ekki þegar maður býr með stjórnmálamanni sem lifir og hrærist í þessum heimi.“ Hún segir að þau Guðlaugur ræði mikið um stjórnmál á heimilinu og að lífsskoðan- ir þeirra séu svipaðar. „Ætli við séum ekki sammála í svona 99% tilvika,“ segir hún og brosir og bætir aðspurð við að hann hafi nú spurt hana ráða þótt hún sé langt frá því að vera sérlegur ráð- gjafi hans. „Ég stjórna nú helst því sem viðkemur heilsunni í hans lífi og reyni að beina honum í réttar áttir henni tengdar. Við erum lítið að skipta okkur af ákvörð- unartöku hvort annars í okkar störfum en við ræðum oft hlutina og fáum skoðanir hvort annars á ýmsum málum.“ bíður Spennt eftir SuMarfríinu Ágústa hefur alltaf lifað heilbrigðu líferni sem skilar sér í unglegu og glæsilegu útliti. Hún hugsar vel um sig, hefur aldrei reykt, sefur vel og hvílir sig og hefur tileinkað sér að hafa bjartsýni að leiðarljósi. „Ég gæti ekki hugsað mér lífið öðruvísi en að vera í reglulegri þjálfun svo ég hafi orku til að framkvæma hlutina. Þegar þessir stóru þættir eru í lagi líður mér vel,“ segir hún ham- ingjusöm og bætir við að hún bíði spennt eftir að geta farið í langþráð sumarleyfi með Guð- laugi og börnunun. „Mér finnst að Gulli hafi stað- ið sig mjög vel. Hann missti aldrei sjónar á því sem skipti máli og vann af heiðarleika. Það hefði verið auð- velt að gefast upp og detta í þunglyndi þegar menn lenda í slíkum ólgusjó. Þetta hefur tekið á en hann var fljótur að horfa á hlutina með jákvæðum augum og einbeita sér að þeim frá- bæra stuðningi sem hann fékk frá vinum og fjölskyldu í stað þess að einblína á hið nei- kvæða. Vinir okkar eru traustir og stóðu þétt við bakið á okkur sem er þakkarvert. Kannski hafa einhverjir efast um heiðarleika hans en það sem skiptir máli er að við vitum það sanna. Ég er ofsalega stolt af honum.“ Indíana Ása Hreinsdóttir „Ég þrýsti á Hann að Hætta því mÉr finnst ekki þess virði að leggja sig fram við Hlutina þegar þú færð bara skít og leiðindi að launum.“ eignaðist tvíbura 38 ára „annaðhvort væru fóstrin tvö eða um blóðköggul væri að ræða. Við urðum að bíða í tvær vikur eftir niðurstöðunni og okkur þótti sú bið löng og spennuþrungin.“ Mynd heiða helgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.