Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 40
föstudagur 26. júní 200940 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Guðmundur I. Arnarson háskólanemi í Reykjavík Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum. Hann var í Hlíðaskóla, lauk stúd- entsprófi frá MH 2001 og stundar nú nám í sagn- fræði við HÍ. Guðmundur starfaði hjá timbursölu BYKO á sumrin með mennta- skólanámi, starfaði hjá Ræstingaþjónustunni um skeið en hefur starfað hjá Össuri frá 2008. Guðmundur æfði og keppti í körfubolta með yngri flokkum Vals á ungl- ingsárunum. Fjölskylda Systir Guðmundar er Sigurlaug Arnardóttir, f. 21.8. 1970, tónlistar- kennari í Reykjavík. Foreldrar Guð- mundar: Örn Sigur- bergsson, f. 13.12. 1950, d. 19.8. 2001, aðstoðarskólameistari við MK, og Kristín Jónsdóttir, f. 7.8. 1949, verslunarmaður í Reykjavík. 30 ára á föstudag 85 ára á mánudag Skúli H. Norðdahl aRkitekt Skúli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1944 og námi í arkitektúr við Nor- ges Högskole í Þrándheimi í Noregi 1951. Þá sótti hann námskeið í skipu- lagsfræðum við Kungl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi, Svíþjóð, og Byggningsadminstration og ekonomi á vegum Stokkhólmsborgar 1952. Skúli starfaði hjá Stockholms- stadsfastighetskontor, husbyggnad- savdeling, 1952-53 og teiknistofu SÍS 1954-56. Hann vann hjá skipulags- deild Reykjavíkurborgar 1956-60, Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins 1964-65 og var skipulags- stjóri hjá bæjarverkfræðingi Kópa- vogs 1969-1989. Skúli hefur starfrækt eigin teiknistofu í Reykjavík samhliða öðrum störfum frá 1954 og gerir enn. Fjölskylda Skúli kvæntist 1974 Sigríði Guðrúnu Elíasdóttur Norðdahl, f. 22.11. 1925, d. 1.5. 1992, húsmóður. Börn þeirra eru Guðrún Valgerður, f. 26.8. 1948, búsett í Þrándheimi, Noregi, Dr. Phil, lífefnafræðingur en maður hennar er Logi Jónsson lífeðlisfræðingur; Guð- björg Astrid, f. 8.10. 1953 í Stokkhólmi, Svíþjóð, listdansari og starfrækir Klass- íska listdansskólann en maður henn- ar var Þórarinn Kjartansson fram- kvæmdastjóri sem er látinn; Ingibjörg Lára, f. 11.9. 1959, B.S. líffræðingur en maður hennar er Jón Þrándur Steins- son læknir; Valgerður Hrund, f. 17.9. 1963 í Reykjavík, rafmagnsverkfræð- ingur og MBAM; Elías Skúli, f. 16.8. 1965 í Reykjavík, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri en kona hans er Sigrún Faulk hjúkrunarfræðingur. Systkini Skúla eru Kristín Guðrún Haraldsdóttir Norðdahl, f. 8.8. 1926 í Reykjavík, íþróttakennari; Guðmund- ur Haraldsson Norðdahl, f. 29.2. 1929 í Reykjavík, tónlistarkennari; Jón Bjarni Haraldsson Norðdahl, f. 24.4. 1931 í Reykjavík, verkstjóri. Hálfbróðir Skúla, samfeðra, er Jó- hannes Víðir Haraldsson, f. 2.6. 1939 á Akureyri, flugstjóri. Foreldrar Skúla voru Haraldur Norðdahl, f. 24.9. 1897, d. 24.1. 1993, tollvörður í Reykjavík, og k.h., Valgerð- ur Jónsdóttir Norðdahl, f. 20.9. 1895, d. 30.9. 1960, húsfreyja. Ætt Haraldur var sonur Skúla Norðdahl, b. og vegaverkstjóra í Elliðakoti og á Úlfarsfelli, bróður Guðmundar, afa Guðrúnar Norðdahl arkitekts. Skúli var sonur Guðmundar Norðdahl, b. á Elliðakoti Magnússonar Norðdahl, pr. í Meðallandsþingum Jónssonar, pr. í Hvammi í Norðurárdal Magnús- sonar, sýslumanns í Búðardal Ketils- sonar. Móðir Magnúsar sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla fógeta. Móðir Magnúsar Norð- dahl var Guðrún Guðmundsdóttir, sýslumanns á Svignaskarði Ketils- sonar, bróður, samfeðra, Magnúsar í Búðardal. Móðir Guðmundar var Rannveig Eggertsdóttir, pr. í Staf- holti Bjarnasonar, landlæknis Páls- sonar. Móðir Eggerts var Rannveig Skúladóttir, landfógeta Magnússon- ar. Móðir Skúla var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Langholti Gissurarsonar og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Syðri- Steinsmýri Jónssonar, pr. í Með- allandsþingum Jónssonar, bróður Steingríms biskups. Móðir Jóns pr. var Helga Steingrímsdóttir, systir Jóns eldprests. Móðir Haralds var Guðbjörg, syst- ir Eiríks, afa Vigdísar Finnbogadótt- ur, fyrrv. forseta. Annar bróðir Guð- bjargar var Einar, faðir Guðmundar frá Miðdal, föður Errós, Ara Trausta og Egils arkitekts, en meðal bræðra Guðmundar frá Miðdal voru Sveinn veiðimálastjóri, faðir Einars arkitekts, Tryggvi, b. í Miðdal, faðir Einars arki- tekts, og Haukur prentari, faðir Rún- ars arkitekts. Guðbjörg var dóttir Guð- mundar, b. í Miðdal Einarssonar, b. á Álfsstöðum á Skeiðum Gíslasonar, b. þar Helgasonar, bróður Ingveldar, móður Ófeigs ríka á Fjalli. Móðir Guð- mundar var Margrét Hafliðadóttir, b. á Birnustöðum Þorkelssonar. Móðir Guðbjargar var Vigdís Eiríksdóttir, b. á Vorsabæ á Skeiðum Hafliðasonar, bróður Margrétar. Foreldrar Valgerðar, móður Skúla, voru Jón Bjarni Jónsson, sjómaður á Patreksfirði, og Guðbjörg Össur- ardóttur, forstöðukona Sjúkrahúss Patreksfjarðar. Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp að Ingólfshvoli í Ölfusi til ellefu ára aldurs og síðan í Vaðnesi í Grímsnesi. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi. Guðmundur stundaði bygg- ingavinnu með afa sínum og nafna í Reykjavík, starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands í sauðfjárslátrun nokkur haust og var bifreiðastjóri og sölu- maður hjá Sanitas 1981-85. Hann flutti þá á Selfoss og var þar bifreiða- stjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga til 1986 en flutti þá að Klausturhólum, hóf þar búskap og hefur verið bóndi þar síðan. Guðmundur hefur verið fjall- kóngur frá 1990 og var fjallskilastjóri 1994-2006. Hann situr í stjórn Bún- aðarfélags Grímsneshrepps frá 1993 og er formaður ungmennafélagsins Hvatar frá 1998. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Þórleif Gunnarsdóttir, f. 22.9. 1963, skrif- stofumaður. Hún er dóttir Gunn- ars F. Þórðarsonar bifvélavirkja og Hönnu S. Hansdóttur, húsmóð- ur í Ömmukoti í Klausturhólum, sem bæði eru látin. Börn Guðmundar og Þórleifar eru Gunnar Finnur, f. 23.7. 1983, d. 18.8. 1987; Antonía Helga, f. 17.4. 1988, nemi; Jóhannes Þór- ólfur, f. 13.11. 1989, nemi; Einar Ásgeir, f. 8.7. 1997, grunnskóla- nemi. Systkini Guðmundar eru Brúney Bjarklind Kjartansdótt- ir, f. 9.8. 1963, búsett á Villinga- vatni í Grafningi; Ragnhildur Kjartansdóttir, f. 11.8. 1966, bú- sett á Selfossi; Ingólfur Heimir Kjartansson, f. 9.8. 1968, búsett- ur í Svíþjóð; Birna Kjartansdótt- ir, f. 16.1. 1971 búsett í Vaðnesi; Páll Helgi Kjartansson, f. 7.5. 1972, búsettur á Grænlandi; Jón Steingrímur Kjartansson, f. 24.7. 1973, búsettur á Selfossi; Guðjón Kjartansson, f. 23.2. 1975, búsett- ur í Vaðnesi; Ólafur Ingi Kjartans- son, f. 10.8. 1978, búsettur í Vað- nesi; Skarphéðinn Jóhannesson, f. 30.7. 1963, búsettur í Lyngholti í Ásahreppi; Þórólfur Jóhannes- son, f. 6.3. 1967, búsettur í Reykja- vík; Hörður Jóhannesson, f. 21.6. 1969 búsettur á Selfossi. Foreldrar Guðmundar eru Jóhannes Þórólfur Gylfi Guð- mundsson, f. 20.5. 1931, leigu- bílstjóri í Reykjavík, og Antonía Helga Helgadóttir, f. 20.8. 1942, húsfreyja í Vaðnesi. Fósturfaðir Guðmundar var Kjartan Pálsson, f. 28.7. 1918, d. 13.9. 2006, bóndi Vaðnesi. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 50 ára á laugardag Guðmundur Jóhannesson bóndi og veRktaki á klaustuRhólum í gRímsnesi Elvar Knútur Valsson veRkefnastjóRi hjá nýsköpunaRmiðstöð íslands Elvar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Glerárskóla, lauk stúd- entsprófi frá MA 2000, lauk prófi í viðskiptafræði frá HA 2003 og MS-prófi í við- skiptum frá HÍ 2006. Elvar starfaði hjá Iðn- tæknistofnun Íslands 2004-2007, hjá Arion – Verðbréfavörslunni 2007- 2009 og hefur verið verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands frá 2009. Elvar æfði og keppti í körfubolta með unglingaflokkum Þórs á Akur- eyri og lék með unglingalandsliði Íslands. Fjölskylda Kona Elvars er Anna Margrét Eggertsdóttir, f. 23.8. 1980, verkefna- stjóri hjá Stjórnmála- fræðideild HÍ. Systkini Elvars eru Sigurgeir Valsson, f. 4.12. 1984, nemi í lög- fræði við HÍ; Ingibjörg Lind Valsdóttir, f. 4.11. 1987, nemi í verkfræði við HÍ; Sig- rún Eva Valsdóttir, f. 3.3. 1999, grunnskólanemi. Foreldrar Elvars eru Valur Knútsson, f. 1.12. 1959, verkfræðingur á Akureyri, og Sól- veig Sigurgeirsdóttir, f. 31.3. 1959, bankastarfsmaður á Akureyri. 30 ára á föstudag Berglind Ó. Guðnadóttir þRoskaþjálfi í Reykjavík Fæddist í Reykjavík, ólst upp á Hornafirði til fimm ára ald- urs en síðan í Reykjavík. Var í Árbæjarskóla, lauk stúdents- prófi frá FB 2001 og þroska- þjálfaprófi frá KHÍ 2007. Berglind starfaði við Hólmasund, á sambýli fyr- ir fatlaða 2003-2005 og hefur starfað þar frá 2007. Þá starf- aði hún í Lyngási, dagvist- un fyrir fötluð börn, á sumrin með námi í FB. Berglind starfar með björgunar- sveitinni Kili á Kjalarnesi. Þá stundar hún þjálfun á eigin hundi til leita. Fjölskylda Systkini Berglind- ar eru Inga Sigurrós Guðnadóttir, f. 1974; Örvar Guðnason, f. 1993; Hörður Helga- son, f. 1995; Anika Helgadóttir, f. 1995. Foreldrar Berg- lindar eru Guðrún Sóley Guðnadóttir, f. 1956, leikskólaliði í Reykjavík, og Guðni Þór Hermannsson, f. 1954, ráðsmaður á Einarsstöðum. Fóstur- faðir Berglindar er Helgi Harðarson, f. 1960, bifvélavirki í Reykjavík. 30 ára á föstudag Þórarinn Óli Rafnsson iðnveRkamaðuR og nemi á staðaRbakka í miðfiRði Þórarinn fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Staðar- bakka í Miðfirði. Hann var í barnaskóla að Laugabakka og stundar nú fjarnám í raf- virkjun við VMA . Þórarinn stundaði verk- takastörf, hefur verið leið- sögumaður veiðimanna í Miðfjarðará og hefur stund- að rafvirkjastörf. Þórarinn var formaður Flugbjörgunarsveit- ar Vestur-Húnavatnssýslu og hefur sinnt fleiri trúnaðarstörfum. Fjölskylda Eiginkona Þórarins er Guðfinna Krístín Ólafsdóttir, f. 1.11. 1973, skrif- stofumaður á Hvamms- tanga. Sonur Guðfinnu og fóstursonur Þórarins er Heiðar Örn Rúnars- son, f. 15.12. 1994. Dótt- ir Þórarins og Guðfinnu er Inga Þórey Þórarins- dóttir, f. 19.5. 2000. Systkini Þórarins eru Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir, f. 28.6. 1976, kennari á Hvammstanga; Benedikt Rafnsson, f. 26.7. 1985, vélsmiður á Hvammstanga. Foreldrar Þórarins eru Rafn Benediktsson, f. 25.5. 1952, bóndi á Staðarbakka, og Ingibjörg Þórðardóttir, f. 11.10. 1955, bóndi og húsfreyja á Staðarbakka. 30 ára á laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.