Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Qupperneq 46
föstudagur 26. júní 200946 Helgarblað
HIN HLIÐIN
Trommar með
sveitinni Wasabi‘s
Nafn og aldur?
„Ég heiti Hrefna Rósa Jóhannsd. Sætran samkvæmt
þjóðskrá og er 28 ára gömul.“
Atvinna?
„Veitingahúsaeigandi og matreiðslumaður að mennt.
Yfirkokkur á Fiskmarkaðnum.“
Hjúskaparstaða?
„Á kærasta.“
Fjöldi barna?
„Engin eins og er.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Jahá, ég hef alltaf átt kisur og ég elska kisur. Ég á þrjár
kisur í dag sem heita Skugga, Lenni og Mía.“
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Ég fór á Stóns á Sódómu. Voru alveg klikkaðir tón-
leikar.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Já. En ekkert alvarlegt samt.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju?
„Í augnablikinu eru það Kron by KronKron-skórnir
mínir úr sumarlínunni. Skór eru flík, ekki satt?“
Hefur þú farið í megrun?
„Nei, en ég hef farið í aðhald. Megrun er svo ljótt og
niðurdrepandi orð.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum?
„Já.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Ég geri það, já, á fallegan og barnslegan hátt.“
Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið
upp á?
„Ég skammast mín ekki fyrir neitt. Asnaleg lög eru
bara minningar um gamla og góða tíma.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Club Tropicana með Wham! kemur mér í gott skap
og fær mig til að dilla mér.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Ég hlakka til að taka upp fleiri Matarklúbbsþætti,
klára kokkabókina mína og fara á Eistnaflug og
Lunga.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur?
„Það er Mallrats. Mér finnst hún eldast mjög vel, hún
er sjúklega fyndin og Jason Lee er uppáhaldsleikar-
inn minn.“
Afrek vikunnar?
„Fékk mér tattú sem var mjög vont – og ekki láta
neinn segja þér neitt annað – en það var alveg þess
virði.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei. Ég vil frekar að lífið komi mér á óvart en að ég sé
að bíða eftir að einhver spá rætist.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Ég er trommari í The Wasabi‘s. “
Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið?
„Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér það
mál nógu vel til að hafa sterka skoðun á því.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Það eru þessir litlu hlutir í lífinu sem veita manni
ómælda ánægju. Svo er líka mikilvægt að elska sjálfan
sig svo maður geti elskað aðra og smitað út frá sér.
Hljómar egótískt en er svo satt.“
Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella full-
an og fara á trúnó með?
„Össur Skarphéðinsson. Svo myndi ég plata hann
til að kaupa flugmiða handa okkur til Írlands og við
myndum dansa river-dansa.“
Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og
af hverju?
„Ég myndi vilja hitta Rachel Ray og spyrja hana hvar
hún fékk þennan græna písk sem hún notar í þáttun-
um sínum. Þegar ég sé þennan písk langar mig geð-
veikt til að þeyta eitthvað. Svo girnilegur pískur.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já, ég var mjög dugleg að yrkja ljóð og skrifa smásög-
ur hérna áður fyrr. Tölvusjúka mamma og Konan sem
átti 100 börn eru titlar sem gleymast seint.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Algjör prakkari. Er alltaf að prakkarast. Það er of
vandræðalegt að segja frá.“
Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest?
„Persónulega finnst mér ég ekki líkjast neinum fræg-
um en mér hefur oftast verið líkt við Reneé Zellweger
í útliti.“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Ég get ekki gert neitt svona skrýtið með líkamanum
ef það er spurningin en ég er góð að teikna sem er
hæfileiki sem ég hef ekki náð að sinna í mörg ár og
stefni á að sinna meira á næstunni þegar tími gefst.“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Það fer algjörlega eftir því hvernig skapi ég er í en
þessa dagana dreymir mig um að fara á veitingastað-
inn Roka í London og fá mér kokteil sem heitir Tokyo
Baby 2009. Ég sé þann stað fyrir mér í hillingum eins
og manneskja sem sér gossjálfsala í eyðimörkinnni. “
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að
sofa?
„Ég fer inn á southparkstudios.com og kveiki á einum
þætti sem ég sofna mjög fljótlega yfir samt.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Ég væri til í að vita svarið við þessu.“
LandsLiðskokkurinn Hrefna rósa JóHannsdóttir sætran myndi pLata Össur
skarpHéðinsson með sér tiL ÍrLands að dansa river-dans og fékk sér Húð-
fLúr fyrr Í vikunni.
mynd karL petersson
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
H
u
g
sa
s
é
r!
S. 562 2104
Varahlutaverslunin
Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is
Ventlar
NICOLAI
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455