Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 48
föstudagur 26. júní 200948 Lífsstíll Góð kaup í koló Kolaportið öðlaðist nýtt líf er íslenska hagkerfið hrundi. troðið er út úr dyrum hverja einustu helgi og hafa íslendingar uppgötvað á nýjan leik að það er afar auðvelt að þéna smá vasapening með því að taka til í kompunni og selja gamla dótið og ónotuðu flíkurnar. Kíktu í Kolaportið um helgina og gerðu góð kaup. Herratískan næsta vor umsjón: hanna eiríKsdóttir, hanna@dv.is Dýrt að líta vel út Breska söngkonan Cheryl Cole eyðir sem nemur tæplega 30 milljónum króna á ári í útlitið. Það eru engir smápeningar. „Cheryl er metnaðar- fyllsta manneskja sem ég þekki,“ er haft eftir heimildarmanni á female first. „hún eyðir miklum pening í að líta sem best út, ekki út af því að hún er hégómagjörn heldur vegna þess að hún stefnir hátt. hún lítur á þetta sem fjárfestingu.“ Cheryl eyðir 6,3 milljónum í stílistann sinn, tæpum tveimur milljónum í hárið, tveimur og hálfri milljón í næringar- fræðing og þremur milljónum í einkaþjálfun. auk þess eyðir girls aloud-söngkonan rúmri milljón í neglur, nudd og þess háttar og tæpum átta milljónum í fitu- brennslu. Frábærar Fyrir raksturinn mikilvægt er fyrir karlmenn að hugsa vel um húðina sína og sérstaklega þegar það kemur að rakstrinum. Post-shave kremið frá Clinique dregur úr roða og brunatilfinningu í húðinni sem getur myndast við rakstur. Kremið inniheldur aloe vera og það er létt og græðandi á sár. einnig kemur frá Clinique m shave aloe-gelið sem er olíulaust rakagel. Það mýkir jafnvel grófustu hárin og gerir raksturinn auðveldari fyrir vikið. gelið hefur kælandi áhrif á húðina eftir rakstur. Í aðeins nokkra daga snýst allt um karlmenn í Míl- anó eða allavega á með- an Herratískuvikan stend- ur yfir. Áhorfendur fengu smjörþefinn af því sem koma skal næsta vor. Af myndunum að dæma er allt leyfilegt í herratísk- unni á næsta ári. En á sýn- ingarpöllunum mátti sjá allt frá rifnum gallabuxum að glansandi jakkafötum a là Goodfellas. Gucci BurBerry Prorsum d&G dolce e GaBBana etro GiorGio armani moschino „Ég er með rosalega blandaðan stíl og ég er ekki mikið að elta nýj- ustu tísku heldur kaupi ég það sem mér finnst þægilegt og passar,“ seg- ir Þóra Kristín Sigurðardóttir, hár- greiðslukona á hárstofunni Eplinu í Borgartúni og pilates-kennari. „Ég hef gaman af því að breyta bolum og þess háttar og blanda því við nýjar flíkur sem og gamlar.“ Buxur: Levi´s-buxur keyptar í san sebastian Bolur: top shop Belti: all saints skór: uppáhaldsskórnir mínir keyptir í gs skóm Úr: Keypt í danmörku Kjóll: gamall kjóll sem ég breytti í pils. Vesti: Vero moda skór: nýjasta parið keypt í gs skóm leggings: rokk og rósir hálsmen: gjöf frá frænku minni, keypt í China town lopapeysukjóll: Prjónaður af mömmu minni. Ég valdi litina sjálf Kjóll: Keyptur í dublin skór: úr Zöru Gallajakki: Þetta er uppáhaldsjakkinn minn sokkabuxur: Klassískar úr hm elskar að breyta Flíkum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.