Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Qupperneq 50
föstudagur 26. júní 200950 Lífsstíll Notaðu sólarvörN! „Ég held að yngri konur hafi ekki meðtekið hversu mikilvæg sólarvörn er fyrir húðina og þær munu sjá eftir því seinna,“ segir sex and the City-stjarnan Kristin davis þegar hún er spurð um sitt helsta fegurðar- ráð. Þetta snýst ekki bara um að fá smá lit, stelpur. Ný rós blómstrar hjá L´Occitane en klassíska rósalínan þeirra hefur ver- ið afar vinsæl síðustu misseri. Nýja rósalínan á rætur sínar að rekja til Forcalquier í Provence-héraði í Suðaustur-Frakklandi. Í maímán- uði í þessum litla bæ brýst vorsólin fram og rósaakrarnir fylla þorpin af ljúfum ilmi. Samkvæmt gömlum hefðum fagnar unga fólkið fyrstu rósaupp- skerunni með því að syngja og dansa í kringum tré skreytt rósa- blómsveigum og litskrúðugum borðum. Og síðan er ein ung og fal- leg stúlka valin maídrottningin um nóttina. Því hefur þessar fallega lína hlotið nafnið Rose Nuit de Mai eða næturrós maímánaðar. Línan fangar þetta sérstaka and- rúmsloft maíhátíðarinnar þegar rósailmurinn blandast saman við viðarkenndan ilminn. Ilmurinn er heillandi og nautnafullur í senn. Í línunni má finna ilmvatn, „roll on“- ilm sem er kjörið að hafa í veskinu til að fríska upp á ilminn, sturtu- sápu og húðmjólk sem gefur húð- inni glitrandi áferð. Ný rósalína frá L´Occitane: Ilmur NæturrósarINNar faNgaður umsjón: hanna eiríKsdóttir, hanna@dv.is Burt með BroddaNa margar konur raka á sér leggina enda er með eindæmum dýrt að fara í vax þessa dagana. hægt er að vaxa sig heima en það er ekki auðvelt og margar konur hafa ekki þolinmæði í að láta hárin vaxa. fyrir þær konur sem raka á sér fæturna en hata broddana er um að gera að fjárfesta í góðri fjögurra eða fimm blaða rakvél. eftir raksturinn er síðan gott að bera þykkt krem á til að koma í veg fyrir kaktus-áferðina eins og til dæmis elizabeth arden eight hour kremið. Kremið er bæði græðandi og gefur fallegan glans. HeIllaNdI uppskrIftIr Whole foods-verslanakeðjan í Bandaríkjunum er með frábæra heimasíðu. Þar má finna frábærar uppskriftir, allt frá heimabökuðum brauðum til tófúrétta. fyrir þá sem hafa gaman af að elda á þessi síða eftir að koma að góðum notum því uppskriftir eru afar skemmtilegar og öðruvísi. Á vefnum má finna næringarinnihald allra uppskrift- anna sem kemur sér vel fyrir þá sem hugsa vel um heilsuna. en á síðunni má einnig finna skemmtilegar heilsuráðleggingar fyrir hina venjulegu manneskju. nú svo er alveg þess virði að kíkja inn í verslunina við tækifæri ef farið er vestur um haf. hún er draumur. lestu í sumar Þú verður kannski ekki á ströndinni á alicante í sumar, en þú færð sumarfrí, svo mikið er víst. í sumar halda íslenskar fjölskyldur upp í bústað eða í tjaldferðalag. Því er kjörið tækifæri þetta sumarið að næla sér í góðar bækur því fátt er betra en að lesa í blíðviðrinu. Það fylgir einnig lestrinum mikil hvíld. Léttur lestur er skemmtilegur á sumrin og því eru spennusögur oft vel við hæfi. stieg Larsson-trílógían hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og verður enginn svikinn af því að lesa Karla sem hata konur eftir stieg Larsson, óheillakrákuna eftir Camillu Lackberg eða rauðbrysting eftir jo nesbö. skandínavískar og pottþéttar. lostavekjaNdI matur Kim Basinger og Mickey Rourke notuðust við mat í ástarleikjum sínum í kvikmyndinni Nine and ½ week á afar eftir- minnlegan máta. En viss matur getur einnig örvað líkamann til hins ítrasta og gert kynlífið mun skemmtilegra. CHIlI-pIpar Það er sérstakt efnasamband í chili- pipar sem eykur blóðflæði líkamans og örvar taugaendana þannig að það „kviknar“ í þínum og ástarleikirn- ir verða enn meira spennandi. avókadó og aspas Bæði avókadó og aspasinn inni- halda mikið af e-vítamínun sem kemur af stað fjöldaframleiðslu hórmóna á borð við testósterón, estrógen og prógesterón líkam- ans sem örvar kynfæri kvenna. BaNaNar Það er mikið magn af pótassíum í banönum. steinefnið styrkir vöðvana. Við fullnægingu verða samdrætt- irnir mun öflugri ef nóg er um pótassíum í líkamanum og þar að leiðandi mun manneskjan upplifa ákafari fullnægingu. súkkulaðI súkkulaðibaunin inniheldur fenýlalín sem er ein af nauðsynlegum amínósýrum. Það sem ein- kennir fenýlalínið er að það veitir manneskjunni mikla vellíðan og þegar fólki líður vel er ekki vitlaust að stunda kynlíf. ostrur Þetta er kannski klisja en ostrur innihalda mikið magn af steinefninu zink sem eykur testósterónmagn líkamans. Því er haldið fram að testósterónið auki kynlífslöngun hvers og eins. graNateplI granatepli innihalda mikið af andoxunarefnum sem hjálpa blóðinu að renna betur í gegnum hár- og slagæð- ar. Þetta veldur aukinni tilfinningu á kynfærasvæðinu. rauðvíN rauðvín slakar hraðar á fólki heldur en gott axlanudd. Það eru andoxun- arefni í rauðvíni sem auka blóðflæðið áður og á meðan á kynlífi stendur. lax og valHNetur Bæð laxinn og valhneturnar eru stútfull af omega 3 fitusýrum sem hafa frábær áhrif á alla kynlífshórmón- ana. graskersfræ og hörfræ eru einnig frábær frygðarlyf. vaNIlla eftir kvöldmatinn er um að gera að fá sér ljúffengan ís með vanillu. Vanilla er sögð örva taugarnar á mildan máta og gera því kynlífið enn sætara. Roll on-ilmur hentugt þegar konur eru á ferðinni. Sturtusápa sem ilmar af franskri rós. Glitrandi húðmjólk Þú munt glitra af fegurð í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.