Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Side 64
n KR-ingurinn knái Björgólfur Tak- efusa hafði ekki heppnina með sér á æfingu Vesturbæjarstórveldisins á dögunum. Björgólfur fékk hné sam- herja síns í lærið með þeim afleiðing- um að það bólgnaði upp. Björgólfur ákvað því að leita til læknis sem varð til þess að kappinn var lagður inn á spítala þar sem það blæddi inn á lærvöðvann. Björgólfur dvaldi að- eins eina nótt á sjúkrahúsi en þetta var samt sem áður áfall fyrir knatt- spyrnu- manninn sem hefur staðið sig vel það sem af er leiktíðinni. Óheppnin virðist elta fjölskyld- una en eins og oft hefur komið fram er Björgólfur afabarn Björgólfs Guð- mundssonar og þar af leiðandi frændi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Er góð menntun silfri betri? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Níu landsliðsmenn karla í handbolta skráðu sig í nám í ÍAK einkaþjálfun hjá Keili fyrir stuttu. Í þessum hópi eru margar skærustu stjörnur landsliðsins en námsmennirnir eru Guðjón Val- ur Sigurðsson, Logi Geirsson, Vignir Svavarsson, Björgvin Páll Gústavsson, Einar Hólmgeirsson, Ingimundur Ingi- mundarson, Þórir Ólafsson, Hreiðar Levy Guðmundsson og Aron Pálmars- son. Einnig er kærasta Loga Geirsson- ar, körfuboltakonan Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir, skráð í námið. Björgvin Páll, sem hefur farið ham- förum í markinu, segir námið sniðið að þörfum silfurstrákanna. „Við erum búnir að leita mikið að námi sem teng- ist íþróttinni og sem hægt er að taka á Íslandi. Það getur verið erfitt að nálg- ast námið því oft er mikið af verkleg- um tímum og tímum sem krefjast þess að maður sé á Íslandi. ÍAK býður upp á skemmtilega lausn fyrir okkur og er námið í rauninni sniðið í kringum okkur. Við erum allir í þessu í gegnum netið. Svo þegar við erum á Íslandi í kringum landsliðið og fleira hittast all- ir og við förum í verklega tíma.“ Björgvin Páll útilokar ekki að liðs- félagarnir hjálpist að. „Það er ómögu- legt að segja. Við erum allir góðir vinir þannig að það er ekkert fjarlægt. Eins og Logi sagði um daginn þá gæti far- ið svo að við opnum stöð saman þeg- ar við komum heim allir. Það er alveg pæling. En ég á vonandi eftir fimm- tán ár í atvinnumennsku þannig að ég held að þetta sé langtímahugmynd.“ liljakatrin@dv.is Björgólfur á spítala Opið laugardaga 10-14 Níu landsliðsmenn karla í handbolta stunda fjarnám hjá Keili: sIlfurstráKarNIr á sKólaBEKK n Partípinninn Andrés Pétur Rún- arsson datt aldeilis í lukkupottinn fyrir stuttu þegar hann var beðinn um að vera einn af dómurunum í fegurðarsamkeppninni Sumar- stúlka Suðurnesja sem fram fór um helgina. Andrési Pétri var boðið í golf sömu helgi en afþakkaði boð- ið og tók dómarastarfinu fegins hendi í staðinn. Þessi knái veitingahúsa- eigandi tók starf sitt sem dómari mjög alvarlega og undir- bjó sig með því að skoða aragrúa af bikiníblöðum. Sjálf keppnin tókst mjög vel og var Andrés Pétur hæstánægð- ur með kvöldið og því ekki ólíklegt að hann taki álíka dómarastarf að sér aftur. aNdrés pétur dæmIr fEgurð n Poppgúrúinn Dr. Gunni er í sum- arfríi og ákvað að skella sér í veiði- ferð. Hann hefði betur sleppt því, því eins og hann skrifar á blogg- síðu sína var þetta ekki ferð til fjár. „Í Skorradalsvatni sargaðist flotholt og fluga af í þriðja kasti. Þá festi ég Tobyspún og braut glænýju stöng- ina þegar ég reyndi með offorsi að ná spúninum,“ bloggar Dr. Gunni. Hremmingarnar héldu áfram í Vest- urhópi. „Á báti í Vesturhópi hélt ég áfram með hálfa stöng og lét bátinn draga annan spún. Gætti ég ekki að mér og rann allt girnið af hjólinu. Greip ég þá Disney-stöng Dag- bjartar og henti út síðasta spúninum. Hann festist og allt draslið slitnaði af,“ skrifar Dr. Gunni. Hann lætur þetta ekki stoppa sig og hlakkar til að veiða aftur reynsl- unni ríkari. ömurlEg vEIðIfErð Silfraðir námshestar landsliðinu var ákaft fagnað þegar það vann silfurverð- launin á ólympíuleikunum í fyrra. mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.