Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn n Óskar Hrafn Þorvaldsson og samstarfsfólk hans á Stöð 2 virð- ist vera að ryðja RÚV-urum aftur fyrir sig. Þannig hefur spurst út að samkvæmt fyrstu tölum úr mælingum þessarar viku séu bæði fréttir Stöðvar 2 (25 prósent) og Ísland í dag (29 prósent) með nokk- uð forskot á fréttir Sjónvarps (19 prósent) og Kastljós (21 prósent). Það er því af sem áður var þegar fréttir Sjónvarps og Kastljósið báru höf- uð og herðar yfir keppinauta sína á Stöð 2. Eftir nokkur döpur ár á Lynghálsi og síðar Skaftahlíð og tíð fréttastjóraskipti virðist Stöðin hins vegar á góðri siglingu. n Áhorf á fréttir SkjásEins hljóta hins vegar að valda aðstandend- um þeirra, bæði á SkjáEinum og Morgunblaðinu, miklum áhyggj- um. Þannig mælist áhorf á frétta- tímann aðeins um eitt prósent og sennilega í fyrsta skipti á gifturíkum sjónvarps- ferli Ingu Lindar Karls- dóttur sem hún þarf að sætta sig við slíkt. Áhorf á dagskrárliði SkjásEins mælist almennt lítið eftir að lokað var á dagskrána og hafa sumir hrunið en þá afsökun er ekki hægt að nota á fréttatímann sem sendur er út í opinni dagskrá. n Viðbúið er að fjöldi fólks verði saman kominn á veitingastaðn- um Litlu Brekku sunnudaginn 6. desember þegar tveir fulltrúar Wiki Leaks, þeir Daniel Schmitt og Julian Ass- ange, verða frummæl- endur á Pressukvöldi Blaða- mannafé- lags Íslands. Þeir hafa verið hérna í nokkurn tíma og munu á Pressukvöldinu meðal annars fjalla um hvern- ig íslenskir blaðamenn geta nýtt sér Wikileaks og hugmyndir um hvað Ísland getur gert fyrir fjöl- miðlafrelsi í heiminum. Wiki- leaks er síðan sem birti upplýs- ingar úr lánabók Kaupþings sem vöktu mikla athygli fyrr á árinu. 4 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Forsvarsmenn PH prents biðja keppinaut um sameiningu: Kennitöluflakkarar leita lausna Forsvarsmenn prentsmiðjunnar PH prents hafa óskað eftir sameiningu við annað fyrirtæki í sama bransa. Um er að ræða prentsmiðjuna Let- urprent en einn eigenda prentsmiðj- unnar, Hilmar Sigurðsson, gekk á fund eigenda Leturprents nýverið þar sem óskað var eftir sameiningu fyrirtækjanna. Endurtekið kennitöluflakk eig- enda prentsmiðjunnar PH prents í Hafnarfirði hefur vakið reiði sam- keppnisaðila. Eigendurnir starfa nú undir fimmtu kennitölunni og hafa því keyrt fjórar prentsmiðjur í þrot á tæpum áratug. Fyrri gjaldþrot fyr- irtækja þeirra Magnúsar Ólafssonar, Rósmundar Magnússonar og Hilm- ars Sigurðssonar nema hundruðum milljóna króna. Keppinautar, birgj- ar og hagsmunasamtök hafa lýst yfir sárum vonbrigðum og kallað eftir því að komið verði í veg fyrir áframhald- andi rekstur prentsmiðjunnar. Undir nafni PH prents leita þeir nú lausna til að halda áfram prentsmiðjurekstri og ein þeirra gæti verið sameining við aðrar prentsmiðjur. Burkni Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Leturprents, staðfestir að leitað hafi verið til sín þar sem ósk- að var eftir sameiningu við Prenth- eima. Aðspurður útilokar hann að hún verði að veruleika. „Ég get alveg viður- kennt að þeir komu til okkar og spurðu eftir áhuga okkar. Við erum hins veg- ar á bullandi siglingu og auðvitað hef- ur umræða um kennitöluflakk þeirra mikil áhrif á okkur enda erum við með flekklaust fyrirtæki. Við viljum ekki fara út í eitthvert ævintýri. Við höfum engan áhuga á þessu, því miður,“ segir Burkni Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Leturprents. trausti@dv.is Vilja sameinast Forsvarsmenn PH prents, áður Íslandsprents, leita til samkeppnisaðila eftir sameiningu. Mexíkósk súpa á alþingi Í frétt um matinn á Alþingi í síð- asta blaði féll út að á föstudag er mexíkósk súpa með nachos og sýrðum rjóma í matinn, auk sal- atbars. Þessu er hér með komið á framfæri. Í fréttinni mæltist nær- ingarfræðingur til þess að sýrði rjóminn innihéldi mest tíu pró- sent fitu og hvatti þingmenn til að borða nachos í hófi með súpunni. Tapaði ekki í Reykjanesbæ Í frétt og á forsíðu miðvikudags- blaðs DV var knattspyrnumað- urinn Eiður Smári Guðjohnsen ranglega sagður hafa tapað fé á Íþróttaakademíunni í Reykja- nesbæ. Hið rétta er að Eiður Smári er einn af aðstandendum Knattspyrnuakademíu Íslands í Kópavogi. Dagný Gísladóttir, kynningarstjóri Reykjanesbæjar, segir rekstur Íþróttaakademíunn- ar ganga vel hjá Keili, miðstöð vísinda og fræða á Ásbrú undir stjórn HR. „Það voru sorglega fáir sem mættu því það var virkilega vel að þessu staðið. Þetta var frábært framtak hjá þeim sem komu að þessum tónleik- um,“ segir Elísabet Valgeirsdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar Hafn- arfjarðar. Prímadonnurnar héldu tónleika í Víðistaðakirkju laugardag- inn 28. nóvember til styrktar nefnd- inni. Aðeins borguðu 26 manns sig inn á tónleikana þar sem söfnuðust 65 þúsund krónur. Sú upphæð skilar sér óskert til skjólstæðinga Mæðra- styrksnefndar. Prímadonnurnar fengu hins vegar 700 þúsund króna styrk frá Rio Tinto Alcan til að halda tónleikana. Úthlutað úr styrktarsjóði Á styrktartónleikunum komu fram sópransöngkonurnar Sigrún Hjálm- týsdóttir, betur þekkt sem Diddú, Auður Gunnarsdóttir, Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Þóra Einarsdóttir, auk Antoníu Hevesi píanóleikara. Þær hafa áður leitt saman hesta sína í Íslensku óp- er- unni undir nafninu Príma- donnurnar. Daginn fyr- ir tónleikana var tilkynnt um úthlutanir úr Samfélagssjóði Alcan. Þá var 9,3 milljónum úthlutað, þar af 700 þúsund krónum til tón- leikahaldsins. Þannig greiddi Rio Tinto Al- can laun þeirra sem komu að tónleikunum og fyrir aug- lýsingar vegna þeirra. Styrkir voru veittir til valinna verkefna sem sótt hafði verið um styrki fyrir til fyr- irtækisins. Hófstillt miðaverð Auður leynir ekki vonbrigðum sín- um með mætingu á tónleikana og þá upphæð sem þar safnaðist. „Jú, það var frekar illa mætt. Auðvitað voru þetta von- brigði,“ segir hún. Prímadonn- urnar stefna því á að halda aðra tónleika fyrir næstu jól til styrkt- ar Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. „Við erum mjög spenntar fyrir því,“ segir Auður. Hún telur að tímasetning tónleik- anna hafi mögulega haft eitthvað um aðsóknina að segja en sama dag var Jólaþorpið á Thorsplaninu í Hafnarfirði formlega opnað. Því var mikið um að vera fyrir bæjarbúa þennan dag. Engu að síður var miðaverði sér- staklega stillt í hóf til að laða að gesti, en aðgangseyrir var 2.500 krónur. Elísabet hjá Mæðrastyrksnefnd er afar þakklát fyrir það fé sem safn- aðist. Hún bendir á að Mæðrastyrks- nefnd Hafnarfjarðar sé ekki á fjár- lögum ríkisins og nefndina muni um allt fé sem til fellur. Erfitt að fá athygli Prímadonnurnar héldu veglega tón- leika í Íslensku óperunni í vor. Góð- ur rómur var gerður að þeim tón- leikum og þótti tíðindum sæta að fjórar af fremstu sópransöngkonum skyldu þarna koma saman, ásamt Antoníu píanóleikara. Efnisskráin samanstóð þá af helstu perlum óp- erubókmenntanna, eftir meðal ann- ars Mozart, Verdi og Wagner, . Auður segir Prímadonnurnar stefna að því að halda reglulega tón- leika saman á næstu misserum. Hún undrast þá litlu athygli sem tónleik- arnir fengu nú. „Það er alltaf svo mikið um að vera að það er erfitt að fá athygli fjölmiðla. Mér hefur líka fundist það enn erfiðara þegar að- eins konur koma saman og standa að viðburðum,“ segir hún. Sópransöngkonurnar Prímadonnurnar fengu 700 þúsund króna styrk úr Samfélagssjóði Alcan til að halda tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Heldur fáir mættu á tónleikana og því söfnuðust aðeins 65 þúsund krónur fyrir Mæðrastyrksnefnd. TÍU SINNUM DÝRARI EN SÖFNUNARFÉÐ Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „ Auðvitað voru þetta vonbrigði.“ Auglýsingaveggspjald fyrir tónleikana. Prímadonnurnar Rio Tinto Alcan styrkti tónleikana um 700 þúsund krónur en þar söfnuðust aðeins 65 þúsund krónur fyrir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.