Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Page 18
„Við höfum verið bjartsýnar allan tím- ann en þetta tekur svo langan tíma og gengur svo hægt. Hann er með börnin þótt ég hafi fengið fullt for- ræði. Hann áfrýjar en samt er hann með börnin. Við skiljum þetta ekki. Hvað ef ég vinn aftur og hann ákveð- ur að flýja með börnin? Hvað get ég gert þá?“ segir Lilja Karen Jónsdótt- ir. Hún stendur nú í forræðisdeilu í Færeyjum við íslenskan barnsföður sinn, Baldur Hrafn Björnsson. Dóm- stólar í Færeyjum dæmdu henni fullt forræði í byrjun nóvember. Baldur ákvað að áfrýja málinu og fær að hafa börnin til 22. mars á næsta ári þegar málið verður tekið fyrir aftur. Telja þetta barnsrán Lilja og Baldur eiga saman dóttur- ina Söru Maríu, sem er fjögurra ára, og Magnús Elí, sem er tveggja ára. Þau hafa verið í Færeyjum síðan í lok nóvember í fyrra. Þá bað Lilja hann um að taka börnin tímabund- ið því sambýliskona hennar, Friðmey Sveinsdóttir, veiktist skyndilega. Að sögn Lilju fór Baldur fram á að þau skiptu um lögheimili svo þau gætu verið á leikskóla í Færeyjum og sam- þykkti Lilja það. Börnin áttu að vera hjá föður sínum til 1. apríl á þessu ári en þá vildi hann ekki skila þeim aftur, að sögn Lilju. Seinna komst Lilja að því að ekki hefði þurft að breyta lögheimili barn- anna svo þau gætu verið á leikskóla þar sem fyrirhugað var að þau dveldu í Færeyjum skemur en hálft ár. Hún komst einnig að því að búið var að breyta lögheimili barnanna mánuði áður en þau fóru þangað. Lilja og Friðmey halda því fram að um barnsrán sé að ræða en þar sem Færeyjar eru ekki aðili að Haag- samningnum er ekki hægt að beita ákvæði hans um að fá börnin til baka til Íslands. Unnu besta lögfræðinginn Forræðisdeila Lilju og Baldurs var tekin fyrir 21. október síðastliðinn. Í dómsúrskurði kemur fram að fær- eyskum dómstólum finnst augljóst að Lilja hafi mestmegnis séð um uppeldi barnanna þangað til þau fluttu til Færeyja. Því metur dómur- inn það svo að best sé að veita henni fullt forræði. Sameiginlegt forræði þeirra Baldurs sé því ógilt. „Hann var með besta lögfræðing Færeyja, lögfræðing sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum eins og forræði og skilnuðum. Okkar lögfræðingur gerir það ekki. Baldur fékk tvær vik- ur til að áfrýja og hann gerði það á lokadegi. Við héldum að við fengjum börnin en örfáum klukkustundum áður en fresturinn rann út áfrýjaði hann,“ segir Lilja. Málið verður tekið fyrir aftur 22. mars á næsta ári og fær Baldur að hafa börnin þangað til. „Við skiljum þetta ekki því börnin hafa nánari tengsl við Lilju. Þau hafa verið í hennar faðmi og þau vilja ekki að hún leggi þau frá sér,“ segir Frið- mey. Missir af miklu Lilja og Friðmey hafa biðlað til ís- lenska dómsmálaráðuneytisins um hjálp. Þar fá þær þau svör að þetta sé í höndum færeyskra yfirvalda þar sem börnin séu með lögheimili þar. „Af hverju vilja íslensk stjórnvöld ekki hjálpa okkur? Við viljum biðla til Íslendinga að hafa samband við okkur ef þeir halda að okkur hafi yfir- sést eitthvað sem gæti hjálpað í okkar máli,“ segir Lilja. Hún segir það afar sárt að hafa verið svo lengi aðskilin frá börnum sínum. „Það er hræðilegt að vera án barnanna sinna. Það er ekkert verra en það. Ég vil ekki að börnin mín séu í Færeyjum. Ég er búin að missa af rúmlega ári af uppvexti þeirra. Þau voru svo ung þegar þau fóru út. Ég er búin að missa af tveimur afmælis- veislum og einum jólum og áramót- um. Ég og Friðmey ætluðum að gifta okkur 2. maí en þurftum að afpanta því við vildum gifta okkur að börn- unum viðstöddum. Mamma sagði meira að segja einu sinni við mig: „Ætlar þetta að verða annað Sophiu Hansen mál?““ Sárt að skila þeim Lilja fékk sér fyrst lögfræðing hér á Ís- landi en fékk ekki gjafsókn. Því borg- ar hún enn helming af launum sínum í lögfræðikostnað, að hennar sögn. Hún og Baldur eru bæði með gjaf- sókn í Færeyjum en Lilja segir málið samt sem áður hafa kostað þær Frið- meyju gríðarlega peninga. „Lögfræðingurinn sótti um gjaf- sókn hér á Íslandi en fékk neitun því börnin eru skráð í Færeyjum. Við fengum færeyska gjafsókn en hver ferð til Færeyja kostar okkur að minnsta kosti tvö hundruð þúsund. Svo þurfum við að greiða fyrir gist- ingu þannig að þetta eru rosaleg- ir peningar, sérstaklega fyrir öryrkja eins og okkur.“ Lilja og Friðmey fá börnin um jól- in, frá 18. desember til 4. janúar. Þær eru glaðar yfir því en finnst sárt að þurfa að skila þeim. „Það er frábært að fá þau yfir jól- in. Það er bara sárt að þurfa að skila þeim. Mér finnst að það eigi að skila þeim til okkar.“ 18 föstudagur 4. desember 2009 fréttir Haagsamningurinn gildir ekki Færeyjar eru eitt af fáum löndum sem ekki eru aðilar að Haagsamningnum. Því er ekki hægt að beita ákvæðum hans í máli Lilju. Afhending á grUndvelli hAAgSAMningSinS 11. gr. Barn, sem flutt er hingað til lands með ólögmætum hætti eða er haldið hér á ólögmætan hátt, skal, samkvæmt beiðni, afhent þeim sem rétt hefur til þess ef barnið var búsett í ríki, sem er aðili að Haagsamningnum, rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst. Ólögmætt er að flytja barn eða halda því ef: 1. sú háttsemi brýtur í bága við rétt forsjáraðila eða annars aðila, án tillits til hvort hann fer einn með réttinn eða með öðrum, til að annast barnið samkvæmt lögum þess ríkis þar sem barnið var búsett rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst og 2. hlutaðeigandi aðili fór í raun með þennan rétt, þegar barnið var flutt á brott eða hald hófst, eða hefði farið með hann ef hin ólögmæta háttsemi hefði ekki átt sér stað. lilja Karen Jónsdóttir vann forræðisdeilu í Færeyjum við íslenskan barnsföður sinn. Hann áfrýjaði og fær að hafa börnin þangað til málið verður tekið aftur fyrir í mars. Hún skilur ekki af hverju íslensk stjórnvöld vilja ekki hjálpa henni og segir ekkert verra en að vera aðskilin frá börnum sínum. sÁrT aÐ skila BÖrnunum lilJA KATrín gUnnArSdóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Mamma sagði meira að segja einu sinni við mig: „Ætlar þetta að verða annað Sophiu Hansen mál?““ ekkert verra Lilja er búin að missa af mörgu í uppvexti barna sinna og segir það hræðilegt. Mynd KriSTinn MAgnúSSon Koma heim um jólin Lilja og Friðmey fá börnin heim um jólin en þurfa að skila þeim aftur 4. janúar. veiktist í nóvember Friðmey veiktist í nóvember í fyrra og þá bað Lilja Baldur um að taka börnin tímabundið. Hér er Friðmey ásamt Magnúsi Elí. í faðmi móður sinnar Færeyskir dómstólar komust að þeirri niður- stöðu að réttast væri að Lilja fengi fullt forræði yfir börnunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.