Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2009, Page 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Sveinn Viðar Jónsson rafvélavirkjameistari Sveinn Viðar fæddist í Bolungar- vík og sleit þar barnsskónum. Hann nam í Barnaskóla Bolungarvíkur en fluttist suður yfir heiðar til Reykja- víkur árið 1955 og starfaði í Sunnu- búðinni í Mávahlíð. Sveinn hóf nám í rafvélavirkj- un við Iðnskólann í Reykjavik 1959. Hann var samhliða námi í vinnu hjá Segli. Eftir nám starfaði hann m.a. við Síldarbræðsluna á Hjalteyri og í Búrfellsvirkjun. Sveinn starfaði síðar hjá fyrirtæki Hauks og Ólafs í sex ár en rak síð- an eigið fyrirtæki, Rafvélaverkstæði Sveins Viðars, í tuttugu og fimm ár. Frá 1995 hefur Sveinn starfað hjá Orkuveitunni. Fjölskylda Eiginkona Sveins er Auður Sigur- borg Vésteinsdóttir, f. 29.8. 1939, húsmóðir. Þau gengu í hjónaband 12.8. 1962. Foreldrar Auðar voru Elín Guðbrandsdóttir, f. 1.8. 1914 í Reykjavík, d. 16.9. 1996, verslunar- maður, og Vésteinn Guðmundsson, f. 14.8. 1914, á Hesti í Önundarfirði, d. 15.1. 1980, efnaverkfræðingur og forstjóri Kísiliðjunnar við Mývatn um árabil. Börn Auðar og Sveins eru Elín, f. 25.2. 1963, útsendingarstjóri á SkjáEinum, en eiginmaður henn- ar er Sigmundur Ernir Rúnarsson, f. 6.3. 1961, skáld og alþm. og eiga þau Birtu, f. 29.8. 1990, Rúnar f. 13.3. 1992, Erni, f. 24.4. 1996 og Auði, f. 10.11. 2004, en fyrir á Sigmund- ur Eydísi Eddu, f. 4.1. 1985, d. 23.3. 2009, og Odd, f. 17.2. 1987; Hrönn, f. 23.3. 1967, fjármálastjóri hjá Voda- fone, en eiginmaður hennar er Berg- sveinn Sampsted, f. 15.5. 1966, fram- kvæmdastjóri Valitor, og eiga þau Svein, f. 24.1, 1995, Alfons, f. 6.4. 1998 og Dag, f. 7.8. 2004; Auður Ýr, f. 14.12. 1974, sjávarlíffræðingur og MA í um- hverfis og efnafræði, og sérfræðing- ur hjá Álverinu í Straumsvík en mað- ur hennar er William McDonald Johnston 3rd, f. 15.1. 1974, markaðs- fræðingur og eru börn þeirra Pálína Hrönn, f. 3.10. 2005,og Tómas Ás- geir, f. 21.3. 2007; Ásgeir Örn, f. 5.1. 1976, d. 22.10. 1994. Systkini Sveins eru Guðmunda, f. 1922, nú látin, var gift Kristjáni Páls- syni, d. 1998, en þau eignuðust sex börn; Gísli, f. 1923, d. 1989 en kona hans var Gyða Antoníusdóttir, d. 1991, og eignuðust þau fimm börn en hann átti eina dóttur áður; Guðbjörg Krist- ín, f. 1925, d. 1926; Guðbjörg, f. 1927 en hennar maður var Kristján Tröm- berg, d. 1969 og áttu þau fimm börn en seinni maður hennar var Krist- inn Finnbogason, d. 1991, og eign- uðust þau fimm börn; Óskar, f. 1928, en hans kona er Elsa Friðriksdóttir og eiga þau fjögur börn auk þess sem hann átti eina dóttur áður; Áslaug, f. 1929, nú látin, en hennar maður var Jóhannes Guðjónsson, d. 1985, og eignuðust þau fimm börn; Jóhann Líndal, f. 1930, en kona hans er Elsa Gestsdóttir og eiga þau fimm börn en hann átti eina dóttur áður; Alda, f. 1935, var gift Ingibergi Jensen sem er látinn en þau eignuðust fjögur börn; Herbert, f. 1936, d. 1985, en hans kona var Steinunn Felixdóttir og eignuðust þau tvö börn; Sigurvin, f. 1937, kvænt- ist Halldóru Guðbjörnsdóttur en þau skildu, þau eignuðust sjö börn. Foreldrar Sveins Viðars voru Lína Dalrós Gísladóttir, f. Í Bolungarvík 22. 9. 1904, d. 14.12. 1997, og Jón Ás- geir Jónsson, f. 9.7. 1911 á Ísafirði, d. 1.10. 1996. Ætt Foreldrar Línu Dalrósar voru Gísli Jónsson á Tindum í Tungusveit í Strandasýslu og Elísabet Guð- mundsdóttir frá Meira-Hrauni í Skálavík. Jón Ásgeir var sonur hjónanna Jóns Jónssonar vélstjóra og Ástríð- ar Guðbjartsdóttur. Hann ólst upp á Bolungarvik og sótti sjó þaðan á meðan heilsa leyfði. 70 ára á laugardag 70 ára á föstudag Astrid Kofoed Hansen húsmóðir í reykjavík Astrid fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Austurbæjarskólan- um, stundaði nám við Kvennaskól- ann í Stake Farm í Kent á Bretlandi í tæpt ár og var síðan skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár en hún fór með fyrsta skiptinemahópnum sem héðan fór til Bandaríkjanna. Astrid var hlaðfreyja hjá Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli í eitt og hálft ár og flugfreyja hjá Loft- leiðum í þrjú ár. Hún stundaði síð- an húsmóðurstörf, fyrst í München í Þýskalandi meðan maður hennar stundaði þar nám og síðan i Garða- bænum. Astrid var formaður Laufsins, samtaka flogaveikra. Fjölskylda Eiginmaður Astridar er Einar Þor- björnsson, f. 7.7. 1938, verkfræðing- ur. Hann er sonur Þorbjörns Jóhann- essonar, kaupmanns í Kjötbúðinni Borg í Reykjavík, og k.h., Sigríðar Huldu Einarsdóttur húsmóður. Synir Astridar og Einars eru Agnar Már, f. 26.1. 1964, framkvæmdastjóri og eigandi Nemag, The Pub Man- egement Company Sviss, búsettur í Sviss, en kona hans er Andrea Isa- bella Sprich og eiga þau tvær dæt- ur; Þorbjörn Jóhannes, f. 8.8. 1967, húsasmíðameistari hjá Forsvarsbygg í Noregi, en kona hans er Anna Maria Gísladóttir og eiga þau tvo syni; Axel Kristján, f. 30.12. 1970, starfsmaður hjá Flugmálastjórn en kona hans er Laufey Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni; Einar Eiríkur, f. 13.5. 1980, við störf og nám í Sviss og á hann fjög- ur börn. Systkini Astridar eru Hólmfríð- ur Sólveig, f. 20.6.1941, sendiherra- frú í Brussel; Emelía Kristín, f. 1.5. 1943, d. 17.9. 2004, vararæðismaður Íslendinga í Grikklandi; Soffia Ísa- bella, f. 6.10.1945, fyrrv. sérkenn- ari við Ölduselsskóla; Björg Sigríður Anna, f. 18.7. 1948, B.S. og starfsmað- ur hjá Iðan Fræðslusetri; Agnar Kof- oed Hansen, f. 7.4. 1956, rekstraverk- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Astridar: Agnar Eldberg Kofoed Hansen, f. 3.8. 1915, d. 23.12. 1982, framkvæmdastjóri Flugfélags Akureyrar (síðar Flugfélag Íslands) og fyrsti flugmaður þess, lögreglu- stjóri í Reykjavík og síðan flugmála- stjóri, og k.h., Björg Sigríður Anna Axelsdóttir, f. 24.7. 1918, húsmóðir. Ætt Agnar var sonur Agnars Kofoed Hansens, skógræktarstjóra í Reykja- vík, sonar Hans Péturs Kofoed Han- sens prófasts og Soffiu Isabellu Molke Kofoed Hansen. Móðir Agn- ars flugmálastjóra var Emilía Kofoed Hansen Benediktsdóttir, formanns í Akurey Péturssonar. Björg Sigríður Anna er dóttir Ax- els, kaupmanns á Akureyri Krist- jánssonar, kaupmanns á Sauðárkróki Gíslasonar, b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal Ólafssonar. Móðir Gísla var Ingiríður, systir Ingibjargar, lang- ömmu Kristjáns, föður Jónasar lækn- is, afa Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. ritsrjóra DV. Önnur systir Ingiríð- ar var Guðrún, langamma Páls á Guðlaugsstöðum, afa Páls Péturs- sonar, fyrrv. ráðherra. Ingiríður var dóttir Guðmundar ríka, í Stóradal Jónssonar, ættföður Skeggstaðaætt- ar, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Elísabet, systir Erlends, afa Sigurð- ar Guðmundssonar skólameistara. Annar bróðir Elísabetar var Jón, afi Jóns Leifs. Elísabet var dóttir Pálma, b. í Sólheimum á Ásum Jónssonar. Móðir Axels var Björg Eiríksdóttir, b. í Blöndudalshólum, bróður Þor- bjargar, ömmu Ólafs Björnssonar hagfræðiprófessors. Eiríkur var son- ur Halldórs, stúdents á Úlfsstöðum i Loðmundarfirði Sigurðssonar, pr. á Hálsi í Fnjóskadal Árnasonar. Móðir Halldórs var Björg Halldórsdóttir Ví- dalín, systir Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Eiríks var Hildur Eiríksdóttir, b. á Skinna- lóni Grímssonar. Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir Scheving, pr. á Presthólum, bróðir Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Bjargar Sigríðar Önnu var Hólmfríður, systir Jóns, b. á Hofi, föð- ur Pálma í Hagkaup. Annar bróðir Hólmfríðar var Pálmi, faðir Elínar, blaðamanns og rithöfundar. Hólm- fríður var dóttir Jóns, b. á Nautabúi í Skagafirði, bróðir Hannesar, föður Pálma rektors og afa Hannesar Pét- urssonar skálds. Móðir Hólmfríðar var Sólveig Eggertsdóttir, Jónsson- ar, pr. á Mælifelli Sveinssonar, nátt- úrufræðings Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir, landlækn- is Pálssonar og Rannveigar Skúla- dóttur, landfógeta Magnússonar. Móðir Eggerts var Hólmfríður Jóns- dóttir, ættföður Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar. Gunnar fæddist á Hólmavík en ólst upp í Einfætlingsgili í Bitrufirði. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan próf- um sem rennismiður. Þá stund- aði hann söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistar- skóla Garðabæjar. Gunnar lærði vélsmíði hjá Vél- smiðjunni Faxa, starfaði síðan hjá Vélsmiðjunni Faxastáli í Kópavogi til 2005 en hefur síðan starfað hjá þjónustudeild Olíudreifingar. Hann syngur i kór Hjallakirkju og hefur einnig sungið með Karla- kór Reykjavíkur, Drangey og Kór Átthagafélags Strandamanna. Fjölskylda Gunnar kvæntist 16.7 1994 Ragn- heiði Sveinsdóttur, f. 29.4. 1961, lyfjatækni. Hún er dóttir Sveins Kristinssonar og Pálínu Guðlaugs- dóttur. Börn Gunnars og Ragnheið- ar eru Guðjón Ingi Gunnarsson, f. 17.5. 1992; Sólrún Ásdís Gunnars- dóttir, f. 26.7. 1995. Systkini Gunnars eru Sigmund- ur, f. 24.1. 1957, lagermaður, búsett- ur í Kópavogi; Guðjón Friðbjörn, f. 16.6. 1958, húsasmíðameistari, bú- settur á Bifröst í Borgarfirði; Sól- rún, f. 17.7. 1961, sjúkaliði, bú- sett á Hólmavík; Lýður, f. 29.1. 1967, vélamaður á Hólmadrangi frá Hólmavík; Jóhann Lárus, f. 28.8. 1969, húsasmiður, búsettur á Hólmavík. Foreldrar Gunnars: Jón Sig- mundsson, f. 22.11. 1914, d. 30.7. 2004, bóndi að Einfætlingsgili, og Elín Gunnarsdóttir, f. 15.3. 1933, húsfreyja, nú á dvalarheimili aldr- aðra á Hólmavík. Ætt Jón var sonur Sigmundar Lýðsson- ar, b. og gullsmiðs á Einfætlings- gili, og Jóhönnu Sigmundsdóttur Knudsen húsfreyju. Elín er dóttir Gunnars Jónsson- ar, b. í Gilsfjarðarmúla, og Sólrúnar Guðjónsdóttur húsfreyju. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 50 ára á föstudag Gunnar Jónsson rennismiður og söngvari Finnur Eyjólfsson og Bryndís Ágústa Sigurðardóttir 50 ára brúðkaupsafmæli á laugardag Hjónin Finnur Eyjólfsson, f. 6.9. 1930, fyrrv. starfsmaður Flugmála- stjórnar, og Bryndís Ágústa Sigurð- ardóttir, f. 28.10. 1929, húsmóðir, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli á laug- ardag. Börn þeirra eru Áslaug Finns- dóttir, f. 24.9. 1960, skrifstofustjóri; Sigrún Finnsdóttir, f. 22.1. 1962, sér- fræðingur, og Eyjólfur Ágúst Finns- son, f. 5.3. 1966. gullbrúðkaup 38 föstudagur 4. desember 2009 ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.