Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR Þann 21. desember sviptu fornleifa- fræðingar hulunni af húsarústum í Nasaret. Óhætt er að segja að tíma- setningin hefði ekki getað verið skemmtilegri, núna rétt fyrir jól, því um er að ræða rústir sem rekja má til þess tíma sem talið er að Jesús hafi verið uppi á. Rústirnar eru sem fyrr segir í Nasaret, og gefa til kynna, ásamt grafhvelfingum sem áður hafa fundist, að Nasaret hafi á þeim tíma verið smáþorp þar sem um fimmtíu fátækar gyðingafjölskyldur bjuggu, þeirra á meðal, samkvæmt kristnum fræðum, Jósef, María og eingetinn sonur Maríu, Jesús. Þar af leiðandi gæti allt eins verið um að ræða bernskuheimili Jesú Krists. Fyrstu híbýlarústir frá tíma Jesú Þetta er í fyrsta sinn sem fornleifa- fræðingar finna rústir híbýla manna frá dögum Jesú á þessum stað og kann fundurinn, að sögn yfirvalda um ísraelskar fornminja, að „varpa ljósi á lífsmáta á dögum Jesú“ á slóð- um gyðinga í Nasaret þar sem kristn- ir telja að Jesú hafi vaxið úr grasi. „Byggingin sem við fundum er lítil og látlaus og er sennilega dæmigerð fyrir híbýli í Nasaret á þeim tíma,“ sagði Yardenna Alex- andre, fulltrúi ísraelskra yfirvalda við fornleifauppgröftinn. Alexandra sagði að fyrir hefðu einungis fund- ist grafhvelfingar frá dögum Jesú í Nasaret, en um væri að ræða fyrsta fund híbýlarústa frá þeim tíma á svæðinu. Að leik með öðrum börnum Fornleifafræðingar og íbúar Nasa- ret geta eftir fundinn séð Jesúm fyrir sér, ungan dreng, að leik með öðrum börnum í einangruðu þorpi skammt frá þeim stað þar sem erki- engillinn Gabríel vitjaði Maríu og boðaði að hún myndi fæða svein- barn, en á þeim stað stendur nú Boðunarkirkjan. Nú er Nasaret, sem þá var senni- lega þorp, orðin stærsta borg araba í norðurhluta Ísraels, og kristnir íbú- ar eru helmingi færri en múslimar. „Vel kann að vera að Jesú og samtímamenn hans hafi verið kunnugir þessum stað,“ sagði Yar- denna Alexandre, en fundurinn hefur glatt mjög kristið fólk sem býr í grenndinni, ekki síst vegna þess hve stutt var til jóla þegar tilkynnt var um hann. Leynigöng í hellisskúta Ekki liggur fyrir hve stór híbýlin hafa verið en fornleifafræðingar hafa grafið upp um áttatíu og fjóra fermetra af húsinu. Ekki er talið úti- lokað að húsið hafi verið heimili stórfjölskyldu og gæti því verið mun stærra. Yardenna Alexandre sagði að einnig hefði fundist falinn inn- gangur í hellisskúta og telur hún að gyðingar hafi notað skútann til að fela sig í fyrir Rómverjum sem áttu í átökum við uppreisnar- menn gyðinga á þeim tíma. Skútinn getur, að sögn Yar- dennu, hýst sex manns í nokkrar klukkustundir og svipaðir fald- ir skútar hafa fundist á öðrum stöðum sem byggðir voru af gyð- ingum í Neðri-Galíleu til forna. Yardenna sagði einnig að þorpið Nasaret á þeim tíma hefði verið svo mikið úr alfaraleið að senni- lega hefði ekki verið þörf á slíkum felustöðum. Leir og kalk vitna um íbúana Yardenna Alexander sagði frétta- mönnum að fornleifafræðing- arnir hefðu fundið leir- og kalk- ílát sem líklegt væri að gyðingar í Galíleu hefðu notað á þeim tíma, og vísindamenn hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að gyð- ingafjölskylda hafi búið í húsinu og byggja niðurstöðu sína á til- vist kalkílátanna. Gyðingar munu hafa notað slík ílát á þeim tíma til að tryggja hreinleika matvæla og drykkjarvatns sem í þeim voru geymd. Leirbrotin sem fundist hafa eru einnig frá dögum Jesú, en dagar Jesú tilheyra tímabili sem miðast við síðhelleníska tímann og snemmrómverska tímann, frá árinu100 fyrir Krist til ársins 100 eftir Krist. Að sögn Yardennu Alexandre hafa hvorki fundist leifar gleríláta né innfluttra muna og bendir það til þess að hagir fjölskyldunnar sem bjó í húsinu hafi verið „fá- brotnir“, en Yardenna sagði að ekki væri hægt að fullyrða hvort um var að ræða fjölskyldu versl- unarmanna eða bænda. Byggt á gömlum merg Boðunarkirkjan stendur í hjarta Nasaret og er byggð ofan á annarri kirkju sem var byggð ofan á enn annarri kirkju frá býsanska tím- anum. Á svæðinu við kirkjuna er að finna helli sem var til forna tal- inn hafa verið heimili Jesú og fjöl- skyldu hans. Þar hafa vísindamenn fundið geymslurými og vatnsþrær umhverfis kirkjuna. Geymslurým- ið og margar þrónna eru taldar frá tímum Jesú. Við forleifauppgröftinn fannst breiður veggur frá fimmtándu öld sem var reistur ofan á veggjum fornrar byggingar. Sú bygging er sú sem um ræð- ir og er frá dögum Jesú. Hún sam- anstendur af tveimur herbergjum og húsagarði með vatnsþró sem hlaðin er úr tilhöggnu grjóti. Kannski sat Jesú, lítill dreng- ur, flötum beinum í sólskininu og tálgaði trékubb, og þegar hann þyrsti slökkti hann þorsta sinn með svalandi vatnslögg úr vatns- þrónni. Hver veit? Rústir híbýla íbúa Nasaret frá dögum Jesú fundust fyrir skömmu. Flest bendir til þess að fjölskyldan sem þar bjó hafi verið gyðingar og búið við fábreytni. Hver veit nema Jesús hafi verið að leik úti fyrir þessu húsi með öðrum börnum í Nasaret, sem þá var sennilega þorp fimmtíu gyðingafjölskyldna? FORNAR RÚSTIR Á HEIMASLÓÐUM JESÚ Fornleifar í Nasaret Geta varpað ljósi á lifnaðarhætti fólks á bernskuslóðum Jesú. MYND: AFP Málverk eftir Bartolomé Esteban Perez Murillo Jesús eyddi stærstum hluta ævi sinnar í Nasaret. Boðunarkirkjan í Nasaret Stendur þar sem erkiengillinn Gabriel er sagður hafa vitjað Maríu. Nasaret í dag Var sennilega afskekkt smáþorp á dögum Jesú. Fornleifafræðingar og íbúar Nasaret geta eftir fundinn séð Jesúm fyrir sér, ungan dreng, að leik með öðrum börnum í einangruðu þorpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.