Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 41
ÆTTFRÆÐI 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 41
Atli Hilmarsson
BANKAMAÐUR, ÞJÁLFARI OG FYRRV.LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA
Pétur Jónsson
HÚSASMÍÐAMEISTARI Á HVANNEYRI
Pétur fæddist á Akranesi en ólst
upp á Innri-Skeljabrekku í Andakíl.
Hann stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni, lærði húsa-
smíði við Iðnskólann á Akranesi og
í Skipasmíðstöð Þorgeirs og Ellerts.
Að loknu iðnámi fluttu Pétur og
fjölskyldan frá Akranesi til Árhus
í Danmörku og vann Pétur hjá Sa-
broe-verksmiðjunum á árunum
1972-1973.
Eftir heimkomu 1973 fluttu þau
að Hvanneyri og hafa búið þar síð-
an þar sem Pétur hefur unnið við
smíðar. Frá árinu 1977 hefur Pétur
verið sjálfstæður byggingaverktaki
og séð um byggingu fjölda húsa á
Hvanneyri og víðar, en fyrirtæki
hans heitir PJ Byggingar ehf.
Þá var Pétur stundakennari við
Bændaskólann á Hvanneyri á ár-
unum 1989-1999.
Pétur starfaði lengi í Slökkviliði
Borgarfjarðardala og var slökkvi-
liðsstjóri þess í tíu ár, sat í bygg-
ingarnefnd Andaklílshrepps (síð-
ar Borgarfjarðarsveitar) 1978-1996
.Hann hefur tekið þátt í ýmsum fé-
lagsmálum, var i Lionsklúbbi Borg-
arfjarðar í tíu ár, hefur verið for-
maður Veiðifélags Andakílsár frá
1984, hefur starfað í Oddfellow-
hreyfingunni á Akranesi frá 1986
og gegnt þar trúnaðarstörfum, hef-
ur verið félagi i þjóðdansahópnum
Sporinu í Borgarfirði um árabil og
stundar hestamennsku í frístund-
um.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 13.9. 1969 Svövu
Sjöfn Kristjánsdóttur, f. 9.6. 1949,
húsmóður og skrifstofumanni.
Hún er dóttir Kristjáns Jónssonar
og Ingibjargar Jónsdóttur, bænda á
Óslandi í Skagafirði, sem bæði eru
látin.
Börn Péturs og Svövu Sjafnar eru
Ómar Pétursson, f. 5.5. 1971, bygg-
ingafræðingur á Hvanneyri en kona
hans er Íris Björg Sigmarsdóttir og
eru þeirra börn Sigmar Aron, Pétur
Snær og Unnur Björg; Kristján Ingi
Pétursson, f. 29.7. 1976, húsasmiður,
búsettur á Hvanneyri en kona hans
er Anna Sigríður Hauksdóttir og eru
þeirra börn Svava Sjöfn, Vignir Þór
og Elvar Ingi; Kristín Pétursdóttir, f.
5.9. 1980, kennari, búsett í Harstad í
Noregi en maður hennar er Öyvind
Kulseng og eru dætur þeirra Hjördís
Ylfa og Guðrún Sjöfn.
Systkini Péturs eru Gísli Jóns-
son, f. 17.6. 1946, verkamaður,
búsettur að Brekku við Andakíl-
sárvirkjun, kvæntur Oddbjörgu
Leifsdóttur og eiga þau fimm
börn; Þorvaldur Jónsson, f. 28.5.
1954, bóndi og frjótæknir, búsett-
ur að Innri-Skeljabrekku í Andakíl,
kvæntur Dagnýju Sigurðardóttur
og eiga þau þrjá syni.
Foreldrar Péturs eru Jón Gísla-
son, f. 18.9. 1922, d. 23.9. 2002,
bóndi á Innri- Skeljabrekku, og
k.h., Kristín Pétursdóttir, f. 28.12.
1925, d. 2.8. 2001, húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Gísla, b. í Súlunesi
og síðar í Innri-Skeljabrekku Jóns-
sonar, húsmanns í Borgarfirði
Gíslasonar. Móðir Gísla í Súlunesi
var Guðríður Jónsdóttir, b. á Litla-
Sandi Guðmundssonar, og Ing-
unnar Sigurðardóttur.
Móðir Jóns var Þóra Þorvalds-
dóttir, b. í Arnþórsholti í Lund-
reykjadal Þórðarson, og Elínar,
systur Sigríðar, langömmu Baldurs
Baldurssonar yfirmatsveins sem
skrifað er um hér á síðunni. Elín
var dóttir Vigfúsar, b. á Fellsmúla í
Landsveit og á Grund í Skorradal
Gunnarssonar. Móðir Vigfúsar var
Kristín vefari Jónsdóttir, b. á Vind-
ási Bjarnasonar, ættföður Víkings-
lækjarættar Halldórssonar. Móð-
ir Elínar var Vigdís Auðunsdóttir,
pr. á Stóru-Völlum á Landi Jóns-
sonar. Móðir Vigdísar var Sigríður
Magnúsdóttir, b. á Indriðastöðum
Árnasonar, b. á Grund í Skorradal
Sigurðssonar, lrm. á Grund Árna-
sonar, lögmanns á Leirá Odds-
sonar, biskups í Skálholti Einars-
sonar, pr. og skálds (Nóttin var sú
ágæt ein) í Eydölum Sigurðssonar.
Kristín var dóttir Péturs, b. á
Mið-Fossum í Andakíl Þorsteins-
sonar, b. og organista á Bakka í
Melasveit og á Mið-Fossum Pét-
urssonar. Móðir Péturs var Krstín
Kristjánsdóttir, b. í Rafnseyrar-
húsum Símonarsonar, og Þóru
Jónsdóttur.
Móðir Kristínar var Guðfinna
Guðmundsdóttir, b. á Brók Ein-
arssonar, og Kristínar Sigurðar-
dóttur.
Á JÓLADAG
30 ÁRA
n Daenthai Phalee Karlagötu 21, Reykjavík
n Gemmaryn Cutob Gunnarsson Miðvangi 41,
Hafnarfirði
n Przemyslan Roman Jadeszko Byggðarenda
3, Reykjavík
n Katrin Maria Huber Guðlaugsstöðum,
Blönduósi
n Atli Þór Hannesson Gnitaheiði 1, Kópavogi
n Arngrímur Vilhjálmsson Suðurgarði 18,
Reykjanesbæ
n Ásdís María Elfarsdóttir Hraunbraut 12,
Kópavogi
n Vala Rut Sjafnardóttir Austurbraut 1222,
Reykjanesbæ
n Sturla Már Guðmundsson Stillholti 19,
Akranesi
n Sveinn Guðmundsson Ljósuvík 58, Reykjavík
40 ÁRA
n Lovísa Lu Hou Löve Hraunteigi 16, Reykjavík
n Erna Rós Ingvarsdóttir Vestursíðu 6d, Ak-
ureyri
n Ingibjörg Arnardóttir Furuhlíð 25, Hafnarfirði
n Helga Einarsdóttir Vogatungu 20, Kópavogi
n María Árdís Gunnarsdóttir Kópalind 12,
Kópavogi
n Kristín Helgadóttir Dverghólum 20, Selfossi
50 ÁRA
n Björgvin K. Þorvaldsson Ystaseli 3, Reykjavík
n Atli Þór Símonarson Kaplaskjólsvegi 41,
Reykjavík
n Magnús Sigurðsson Dvergabakka 30,
Reykjavík
n Guðrún Guðbjörnsdóttir Glaðheimum 16,
Reykjavík
n Helga Guðjónsdóttir Leirutanga 26, Mos-
fellsbæ
n Ágúst Ómar Einarsson Boðaslóð 7, Vest-
mannaeyjum
n Salvör Jónsdóttir Fjörugranda 2, Reykjavík
n Ib Hansen Göttler Reykjabyggð 34, Mos-
fellsbæ
n Runólfur Pálsson Ásenda 15, Reykjavík
n Bolli Árnason Leiðhömrum 11, Reykjavík
n Sigurður Jón Daníelsson Bólstaðarhlíð 56,
Reykjavík
n Ósk Sigríður Jónsdóttir Skáldalæk, Dalvík
n Sóley Ósk Stefánsdóttir Sílakvísl 12, Reykja-
vík
n Margrét Þorvaldsdóttir Dvergabakka 12,
Reykjavík
60 ÁRA
n Jón Gísli Grétarsson Snægili 3b, Akureyri
n Sveinn Björnsson Þingvallastræti 25, Akureyri
n Guðrún Samsonardóttir Borgarbraut 10,
Selfossi
n Guðlaug Eyþórsdóttir Borgarholtsbraut 63,
Kópavogi
70 ÁRA
n Guðmundur Þ. Jónsson Blikahólum 2,
Reykjavík
n Geirlaug Björnsdóttir Meistaravöllum 11,
Reykjavík
n Karitas Óskarsdóttir Seljavegi 11, Selfossi
75 ÁRA
n Bryndís Zoega Magnúsdóttir Kristnibraut
49, Reykjavík
80 ÁRA
n Magnús Pálsson Þingholtsstræti 30, Reykjavík
n Ragnhildur Jónsdóttir Herjólfsgötu 36,
Hafnarfirði
n Brynjólfur Valgeir Vilhjálmsson Austurbrún
2, Reykjavík
n Jóhann Tómas Ingjaldsson Sæviðarsundi
60, Reykjavík
n Rita A. M. T. Júlíusson Víðiteigi 6e, Mosfellsbæ
85 ÁRA
n Guðríður Gísladóttir Austurgerði 7, Kópavogi
n Guðmundur Einarsson Sóltúni 11, Reykjavík
101 ÁRA
n Svanlaug Einarsdóttir Birkimörk 8, Hvera-
gerði
Á ANNAN Í JÓLUM
30 ÁRA
n Zbigniew Marcin Kaszuba Hafnarstétt 25,
Húsavík
n Ewa Krystyna Ostrowska Reykjavíkurvegi 68,
Hafnarfirði
n Brynjar Arnarsson Laugavegi 84, Reykjavík
n Soffía Guðný Santacroce Huldubraut 11,
Kópavogi
n Ólöf Harpa Halldórsdóttir Stakkhömrum 20,
Reykjavík
n Bjarki Steinar Hermannsson Gyðufelli 4,
Reykjavík
n Ásgeir Sævarsson Hlynskógum 3, Akranesi
n Una Kristín Pétursdóttir Áskinn 2a, Stykk-
ishólmi
n Sigurður Forni Helgason Háteigi, Vopnafirði
n Kristján Ragnar Halldórsson Vættaborgum
3, Reykjavík
n Rakel Sigurðardóttir Eyrarflöt 6, Akranesi
n Björn Ingvar Bennewitz Þrætueyri, Borg-
arnesi
n Alda Ósk Hauksdóttir Vanabyggð 19, Akureyri
40 ÁRA
n Sigríður Schram Fljótaseli 25, Reykjavík
n Laufey Árnadóttir Löngumýri 25, Akureyri
n Bjarni Davíðsson Hraunbæ 60, Reykjavík
n Kristmann Þór Gunnarsson Vífilsgötu 11,
Reykjavík
n Jón Ingi Ingibergsson Greniteigi 19, Reykja-
nesbæ
n Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson Háaleitisbraut
115, Reykjavík
n Ingibjörg Steindórsdóttir Flétturima 5,
Reykjavík
50 ÁRA
n Ingi Stefán Ólafsson Dalsbyggð 6, Garðabæ
n Björk Inga Arnórsdóttir Háaleitisbraut 33,
Reykjavík
n Olga Valdimarsdóttir Túngötu 9, Húsavík
n Marta Elísabet Björgvinsdóttir Áshamri 75,
Vestmannaeyjum
n Sævar Magnússon Álfheimum 50, Reykjavík
n Guðný Svana Harðardóttir Fífuseli 13,
Reykjavík
n Margrét Jónsdóttir Stararima 4, Reykjavík
60 ÁRA
n Pétur Bogason Brautarholti 1, Ólafsvík
n Guðbrandur Sævar Karlsson Bakkaseli 6,
Reykjavík
n Haraldur Guðbjartsson Esjugrund 32,
Reykjavík
n Stefanía Gústafsdóttir Hrafnagilsstræti 29,
Akureyri
n Hrefna Sölvadóttir Birkigrund 1, Kópavogi
n Sæmundur Eiríksson Þverholti 9a, Mosfellsbæ
n Guðmundur Valur Valtýsson Árnatúni 5,
Stykkishólmi
n Steinunn Gunnarsdóttir Hamrahlíð 6,
Vopnafirði
n Alma Hjörleifsdóttir Baughúsum 15, Reykja-
vík
n Guðrún Dóra Petersen Lundi 1, Kópavogi
n Trausti Þorsteinsson Bjarkarlundi 4, Akureyri
n Finnur Þórðarson Nesbakka 8, Neskaupstað
70 ÁRA
n Halla Sigríður Þorvaldsdóttir Sunnuflöt 24,
Garðabæ
n Helga S. Ágústsdóttir Hörðalandi 14,
Reykjavík
n Hannes Oddsson Vallargötu 34, Sandgerði
n Ásgeir Sumarliðason Túnhvammi 11, Hafn-
arfirði
n Elín Ólafsdóttir Fornhaga 20, Reykjavík
n Sigurður Þorvaldsson Básahrauni 20, Þor-
lákshöfn
n Erich Hermann Köppel Hamarsteigi 5, Mos-
fellsbæ
75 ÁRA
n Þórarna Ólafsdóttir Löngulínu 7, Garðabæ
n Kristjana Kristjónsdóttir Dalseli 34, Reykja-
vík
n Guðrún Guozhen Zhai Laugarnesvegi 63,
Reykjavík
n Eiður Ragnarsson Fossvöllum 1, Egilsstöðum
n Guðmundur Ásgrímsson Urðarbraut 20,
Blönduósi
n Ásdís Magnúsdóttir Hraunvangi 1, Hafnarfirði
n Theódór Guðmundsson Brekku, Gufudal,
Reykhólahreppi
n Guðlaug Helgadóttir Klapparhlíð 5, Mos-
fellsbæ
80 ÁRA
n Svanhildur Sigurðardóttir Kelduskógum 1,
Egilsstöðum
n Erla M Halldórsdóttir Auðnum 2, Akureyri
n Jakob Hólm Hermannsson Boðagranda 7,
Reykjavík
n Guðmunda Jónsdóttir Fagurhólsmýri 2,
Öræfum
90 ÁRA
n Karín Kristín Blöndal Lækjargötu 13,
Hvammstanga
n Baldvin Ólafsson Reynivöllum 8, Akureyri
60 ÁRA Á JÓLADAG
Baldur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk sjúkra-
liðaprófi 1973, stundaði nám við
Vélskóla Íslands 1975-76 og við
Hótel- og veitingaskóla Íslands
1987-88.
Baldur hefur stundaði ýmis al-
menn störf til sjós og lands. Hann
starfaði við Meðferðarstöð ríkisins
fyrir unglinga að Stuðlum á Kjal-
arnesi 1989-2003, var matsveinn
hjá Íslenskri erfðagreiningu 2003-
2005 en hefur verið yfirmatsveinn
við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað frá 2005.
Baldur söng með Fríkirkju-
kórnum í Reykjavík í þrjú ár og
syngur nú með kór Norðfjarðar-
kirkju og Kór Fjarðabyggðar. Þá er
hann félagi í Oddfellow-reglunni.
Fjölskylda
Eiginkona Baldurs var Kristín
Gunnarsdóttir, f. 7.5. 1953, skrif-
stofumaður. Hún er dóttir Gunn-
ars Magnússonar skipstjóra og
Kristínar Valdimarsdóttur hús-
móður. Baldur og Kristín skildu.
Dóttir Baldurs og Ingu Ólafar
Ingimundardóttur, f. 31.10. 1950,
d. 12.1. 1996, er Anna Jóna, f. 5.2.
1972, háskólanemi við Bifröst, en
maður hennar er Leifur Sæmund-
sen og eiga þau fjögur börn.
Börn Baldurs og Kristínar eru
Valdimar Kristinn Baldursson, f.
30.11. 1974, umsjónarmaður, bú-
settur í Tromsö í Noregi, en sam-
býliskona hans er Tatsijana Eriks-
en leikskólakennari og eiga þau
tvö börn; Malena Birna Baldurs-
dóttir, f. 19.11. 1977, viðskipta-
fræðingur og deildarstjóri hjá Byr
en maður hennar er Pétur Sig-
urðsson tölvunarfræðingur og
eiga þau tvö börn.
Albræður Baldurs: Björn
Baldursson, f. 9.5.1942, þýðandi
í Reykjavík; Kolbeinn Baldurs-
son, f. 14.10. 1944, d. 24.2. 2008,
sjúkraliði í Reykjavík; Bragi Sig-
urður Baldursson, f. 28.12.1952,
rafvirki í Reykjavík.
Hálfsystir Baldurs, samfeðra,
er Guðrún Baldursdóttir, f. 5.6.
1940, sjúkraliði í Kópavogi.
Foreldrar Baldurs: Bald-
ur Kolbeinsson, f. 1.1. 1914, d.
20.4. 1981, vélstjóri í Reykjavík,
og Anna Guðbjörg Björnsdóttir,
f. 15.12. 1914, d. 25.8. 1992, hús-
móðir.
Halldór Hlífar Árnason
BIFREIÐASTJÓRI HJÁ GUÐMUNDI JÓNASSYNI
Baldur Baldursson
YFIRMATSVEINN FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSINU Í NESKAUPSTAÐ
60 ÁRA Á AÐFANGADAG
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN