Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 JÓLABLAÐ Bandaríska leik- og söngkonan Brittany Murphy lést sunnudaginn 20. desember, þrjátíu og tveggja ára að aldri. Samkvæmt frétt frá TMZ- vefsíðunni var hringt í neyðarlín- una frá heimili eiginmanns hennar klukkan 16.00 að íslenskum tíma, eftir að móðir hennar hafði komið að henni meðvitundarlausri í sturt- unni. Þegar bráðaliðar mættu á stað- inn komust þeir að því að hjarta hennar sló ekki og reyndu end- urlífgun. Á fyrrnefndri vefsíðu er vitnað í minnispunkta Blacklocks nokkurs sem titlaður er rannsókn- araðili. Í skýrslu Blacklocks segir að Brittany Murphy „hefði kvartað yfir andnauð og slæmum kviðverkjum“ í 7 til 10 daga fyrir dauða hennar og að áður en bráðaliðar mættu á stað- inn hefði hún ekki sýnt viðbrögð en verið búin að losa sig við magainni- haldið. Brittany Murphy var úr- skurðuð látin við komuna á Cedars- Sinai-sjúkrahúsið. Lyfjabúr heimilisins Heilmiklar vangaveltur vöknuðu um dánarorsök Brittany og svokall- aðir vinir hennar fullyrtu að hún hefði verið háð lyfjablöndu. Þrátt fyrir að dánardómstjóri hafi í kjölfar krufningar fullyrt að ekkert grun- samlegt væri við dauða hennar og að hún hefði einfaldlega fengið heiftarlegt hjartaáfall er í ljósi þess magns lyfja sem fannst á heimili hennar ekki að undra að skuldinni sé skellt á lyfjanotkun. Á vefsíðu TMZ er vitnað í skýrslu Blacklocks og sagt að á náttborðum hafi fundist mikið magn lyfseðils- skyldra lyfja sem skráð voru á nafn hinnar látnu. „Einnig var að finna tóm lyfjaglös sem skráð voru á eig- inmann hinnar látnu, móður hinn- ar látnu og óþekktan þriðja aðila“. Lyf af ýmsum toga Á meðal þeirra lyfja sem fundust á heimili Brittany Murphy og Sim- ons Monjack, eiginmanns henn- ar, voru Topamax, kvíðastillandi lyf einnig notað við mígreni; Meth- ylprednisolone, bólgustillandi lyf; Fluoxetine, þunglyndislyf; Klonop- in, kvíðalyf; Carbamazepine, slær á sykursýkieinkenni; Ativan, kvíðalyf; Vicoprofen, verkjalyf; Propranolol, notað til að hindra hjartaáfall; Biax- in, sýklalyf; Hydrocodone, verkja- lyf; og ýmiss konar vítamín. „Engar áfengisflöskur, eng- in áhöld [til fíkniefnaneyslu] eða fíkniefni fundust,“ segir á minnis- blöðum Blacklocks, samkvæmt vef- síðu TMZ. Stutt ævi, langur ferill Brittany Murphy hóf leiklistarfer- il sinn ung að árum og fékk hlut- verk í söngleiknum Vesalingarnir þegar hún var níu ára, og sitt fyrsta Hollywood-hlutverk þegar hún var fjórtán. En það var þó ekki fyrr en í kvikmyndinni Clueless 1995 sem hún vakti verulega athygli. Á með- al annarra stórra hlutverka má nefna hlutverk Daisy Randone í Girl, Interrupted, Elizabet Burr- ows í Don´t Say a Word, þar sem hún lék á móti Michael Dougl- as og hlutverk Alex Latourno í myndinni 8 Mile þar sem hún lék á móti rapparanum Eminem. Ásamt leik fékkst Brittany við tónlist og átti smellinn Faster Kill Pussycat árið 2006. Þegar þetta er skrifað er ekki talið að nokkuð óeðlilegt tengist dauða hennar. Við dauða sinn bætist Britt- any Murphy í hóp nokkuð margra frægra einstaklinga sem þekktir voru fyrir afrek sín í leik- og/eða tónlist og dóu ungir. Leikarinn Heath Ledger Þann 22. janúar á síðasta ári lést leikarinn Heath Ledger 28 ára að aldri. Eftir tveggja vikna vangaveltur um mögulegar dánar- orsakir Ledgers birti skrifstofa dán- ardómstjóra New York niðurstöður sínar, sem byggðust á upphaflegri krufningu sem var framkvæmd 23. janúar, og fylgdu niðurstöðunum eiturefnagreining sem gerð hafði verið. Samkvæmt niðurstöðunum var að hluta til hægt að rekja dauða Ledgers til bráðrar eitrunar vegna neyslu á lyfjunum oxycodone, hy- drocodone, diazepam, temazep- am, alprazolam og doxyl- amine. Í skýrslu dánardómstjó- ra New York eru tekin af öll tvímæli um hvað það var sem dró Heath Ledger til dauða: „Niðurstaða okkar er að dauði [Heaths Ledger] er vegna slyss sem rekja má til misnotkunar á lyfseðils- kyldum lyfjum.“ Læknar í Bandaríkjunum skrifa alla jafna upp á nefnd lyf vegna svefnleysis, kvíða, þung- lyndis, verkja og einkenna sem fylgja kvefi. River Phoenix yfirgefur sviðið Annar leikari sem lést langt fyrir aldur fram árið 1993 aðeins 23 ára að aldri vegna of stórs skammts af heróíni og kókaíni, blöndu sem þekkt er sem „speedball“. Dauði hans kom flestum sem til þekktu í opna skjöldu enda var hann þekktur fyrir allt annað en óheilbrigt líferni. Fyr- ir dauða sinn hafði ímynd Phoenix verið nánast tandurhrein og tengd- ist áhugamálum hans sem voru af samfélagslegum og stjórnmálaleg- um toga, auk þess sem hann lét sig varða mannúðarmál. Skömmu fyrir dauða sinn, þegar vitneskja um fíkniefnanotkun hans var ekki á allra vitorði, sagði Pho- enix í viðtali að eiturlyfja væri ekki bara neytt af „slæmum strákum og óþokkum“. Árið 2004 lenti River Phoenix í 64. sæti í kjöri um bestu leikara allra tíma. Fyrir kjörinu stóð bresk sjónvarpsstöð og þátttakendur í kosningunni voru allir vel metnir einstaklingar í heimi leiklistar og leikstjórnar. Uppreisnarseggur án ástæðu James Dean er vafalítið frægast- ur þeirra leikara sem söfnuðust til feðra sinna á unga aldri. Dean fæddist 8. febrúar, 1931 og lést 30. september, 1955, aðeins 24 ára gamall. Hann hefur fyrir margt löngu öðlast stöðu goðsagnar og menningarlegrar ímyndar. Andstætt Heath Ledger og Riv er Phoenix var lyfjanotk- un eða eiturlyfjafíkn ekki orsök dauða James Dean. Fíkn James Dean fólst í hraðakstri og áhuga á kappakstri og 30. september 1955 lenti Dean í árekstri þegar hann var, ásamt vélvirkja sínum, að undirbúa sig vegna kappakst- urskeppni sem fara átti fram í Sal- inas í Kaliforníu. Ökumaður hins bílsins beygði, án þess að sjá bíl Deans, yfir á vegarhelming hans við gatnamót. Lokaorð James Dean, sem vitað er um voru: „Þessi náungi verður að stoppa... Hann mun sjá okkur.“ En náunginn sá ekki bifreið James Dean sem var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Leikkonan Brittany Murphy lést langt fyrir aldur fram sunnudaginn 20. desember. Við dauða sinn bætist Brittany í hóp leikara sem dáið hafa langt fyrir aldur fram, sumir hverjir vegna fíkniefna og aðrir vegna lyfjanotk- unar eða af öðrum orsökum. AÐ ÁRUM Létust ung Uppreisnarseggurinn Lést í bílslysi langt fyrir aldur fram. Brittany Murphy Átti stutta ævi en langan feril. MYND AFP Lést vegna lyfjanotkunar Heath Ledger náði aðeins 28 ára aldri. Faldi eiturlyfjafíkn sína River Phoenix tók of stóran skammt af heróíni og kókaíni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.