Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 2
Sophia Hansen hefur ákveðið að kalla Rúnu, yngri dóttur sína, til vitnis í málinu sem ríkissaksóknari höfðar gegn henni. Halim Al kveðst í samtali við DV ekki ætla að standa í vegi fyrir að dætur hans og Sophiu Hansen fari til Íslands en þær voru hér síðast fyrir hartnær tveimur áratugum. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI LAMAST EFTIR BIT „Ef mér hrakar jafnmikið á næsta ári og á þessu lifi ég ekki næsta ár af. Það eru eng- ar líkur á því,“ segir Guðjón Egilsson húsasmiður. Rúm þrjú ár eru nú liðin frá því að Guðjón, sem í dag er 52 ára gamall, var bitinn af skógarmítli, þegar hann var í sumarfríi með fjölskyldunni í Dan- mörku. Paddan, sem virðist vera að koma sér fyrir á Íslandi, sýgur blóð úr spendýrum. Guðjóni er mikið í mun að vara Íslendinga við hættunni sem getur fylgt þessari pöddu. Hún smitaði Guðjón af svo alvarlegum taugasjúk- dómi, að hann á í dag erfitt með dagleg- ar athafnir. Hann getur hvorki unnið né gengið út í búð og segist sjálfur þekkja til dæma þar sem fólk lamist í andliti og fótum vegna sjúkdómsins. Hann lifir við stöðuga verki í öllum útlimum og segist enga von eiga sér um fullan bata. RIFIST UM ÖGMUND Eftir að Sigmar Guðmunds- son, aðstoðarritstjóri Kastljóss Sjónvarpsins, flutti fréttir af víndrykkju Ögmundar Jónassonar, þingmanns vinstri grænna, fyrir atkvæðagreiðslu Alþingis hefur frétta- maðurinn orðið fyrir talsverðri gagn- rýni í bloggheimum. Þar hafa meðal annarra veitt Ögmundi stuðning þau Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyf- ingarinnar, Björn Bjarnason, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Frá minni hálfu er málinu lokið. Ég hef sagt það að það sem fullyrt var í fréttinni er ekki rangt en um fréttaflutninginn sjálfan verða aðrir að dæma,“ segir Ögmundur. Sigmar sér ekkert athugavert við fréttina. „Gagnrýnin kem- ur mér verulega á óvart því ég vona að mönnum finnist það ekki eðli- legt að menn séu undir áhrifum áfengis í þingstörfum.“ JÓLIN KOSTA SITT Ætla má að hver Íslending- ur verji að meðaltali næst- um 42 þúsund krónum til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Rannsókna- seturs verslunarinnar um jólaverslun Íslendinga. Það gerir 58,5 milljarða króna. Mikill verðmunur er á vinsæl- asta jólamatnum á milli verslanna, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Samkvæmt ASí er algengur munur á hæsta og lægsta verði á jólakjöti um 43 prósent og algengur verðmunur á jóla- ís var um 60 prósent. Á laufabrauði og flatökum var verðmunurinn tæplega 40 prósent og á drykkjavörum var al- gengur verðmunur á hæsta og lægsta verði um 40 til 50 prósent. Bónus er með lægsta verðið í 27 af 38 vörutegundum, en Samkaup Úrval, var oftast með hæsta verðið. 2 3 1 F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð dv.is MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 21. – 22. DESEMBER 2009 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 167. TBL.99. ÁRG. – VERÐ KR. 395 BRITTANY MURPHY LÁTIN SVIÐSLJÓS n FÉKK HJARTA- ÁFALL 32 ÁRA GUÐJÓN FÉKK TAUGASJÚKDÓM Í SUMARFRÍINU: SKÓGARMÍTILLINN ER KOMINN TIL ÍSLANDS n SÝGUR BLÓÐ ÚR SPENDÝRUM LAMAST EFTIR BIT n PADDA Í GRASINU GETUR VALDIÐ TAUGAHRÖRNUN n „VERRI EN AIDS“ n RÖNG VIÐBRÖGÐ VIÐ SMITI LÍFSHÆTTULEG n „ÞAÐ ER STUTT ÞANGAÐ TIL ÉG FER“ SIGMAR BIÐST EKKI AFSÖKUNAR ÁFALL ER BAUGUR FÉLL FRÉTTIR n VILL 25 MILLJÓNA LAUNFRÉTTIR BEÐIÐ FYRIR HRAFNKATLI n SPARNAÐUR TENGDUR SLYSINU n JÓN ÞORSTEINN STERKLEGA GRUNAÐUR MEÐ STÖÐU SAKBORNINGS TIGER LÉT GRAFA FRÉTT EINLÆG VIGDÍS n BÓKA- FLÓÐIÐ DÆMT SKÓKASTARI: SVIKINN UM HREINAR MEYJAR n OG KAMELDÝR FRÉTTIR Mikill verðmunur er á vinsælasta jólamatnum á milli verslana, sam- kvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ, sem gerð var í verslunum miðviku- daginn 16. desember. Samkvæmt ASí er algengur munur á hæsta og lægsta verði á jólakjöti um 43 pró- sent og algengur verðmunur á jóla- ís var um 60 prósent. Á laufabrauði og flatökum var verðmunurinn tæp- lega 40 prósent og á drykkjavörum var algengur verðmunur á hæsta og lægsta verði um 40 til 50 prósent. ASÍ kannað verð á ýmsum vinsælum jólamatvörutegundunum á borð við TOYS ́ R ́US SEKTAÐ Neytendastofa hefur sektað leik- fangaverslunina Toys ´R´ Us um hálfa milljón króna fyrir brot á útsölureglum. Sannað þótti að verslunin hefði selt valdar vörur úr tveimur auglýsingabækling- um á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Einnig var kraf- ist skýringa á því að Toys ´R´ Us hefði auglýst nýjar vörur á tilboði. Samkvæmt reglum verða fyrir- tæki að geta sannað að að sú vara sem auglýst er á lækkuðu verði hafi áður verið seld á fyrra verði. Neytendastofa ákvað að sekta verslunina vegna fjölda og um- fangs brota. VARAÐ VIÐ SVIKAMYLLU Nokkrir íslenskir neytendur hafa orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að hafa pantað hótelber- bergi í gegnum tyrkneska fyrir- tækið www.bookinhotels.com, að því er segir frá á vef Neytenda- samtakanna. Fólkið greiddi fyrir herbergin með kreditkorti, en við komuna á hótelið fannst hins vegar engin bókun og fólkið þurfti að útvega sé aðra gistingu. Fólkið hefur ekki fengið endurgreitt og mjög erfitt virðist að koma kvörtunum á framfæri. Svo virðist sem um sé að ræða svikamyllu og vara Neyt- endasamtökin við fyrirtækinu. n Lastið fær Select fyrir hátt verð á brauðmeti. „Lanloka í Select kostar rétt um 500 krónur. Það er svakalega dýrt,“ sagði forviða viðskiptavinur Select sem lét DV vita. Hann hætti við að kaupa langlokuna. n Serrano í nýja turninum í Borgartúni fær lofið. Þeir eru að sögn viðskiptavin- ar búnir að leggja meiri metnað í framreiðsluna hjá sér. Nú er hægt að fá burrito í skál borið fram á diski, mjög vel úti látið og girnilegt. Setur matargerð- ina skör hærra. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 184,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 181,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 178,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 184,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr.UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 MÁNUDAGUR 21. desember 2009 NEYTENDUR Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ munar allt að 100 prósentum á vinsælum jólamat í stærstu matvöruverslununum. Bónus er með lægsta verðið í 27 af 38 vörutegundum, en Samkaup Úrval, var oftast með hæsta verðið. Í Hagkaup kostar vinsæll jólaís langmest eða 929 krón-ur en 498 krónur í Krónunni þar sem hann er ódýrastur. Í langflestum kjötvörum er 43 prósenta verðmunur á dýrustu og ódýrustu versluninni. MIKILL VERÐMUNUR Á JÓLAMATNUM hangikjötslæri, hamborgarhryggi, kalkúna, hreindýrapaté, jólasíld, jólakonfekt, klementínur og fleira. Algengt var að ýmsar kjötvörur væru nákvæmlega jafndýrar upp á krónu, en þær eru þá jafnan verðmerktar með smásöluverði hjá framleiðanda. Verðlagseftirlitið hefur bent á að slík forverðmerking hamli eðlilega verð- samkeppni. Oftast lægsta verð í Bónus Í könnun ASÍ reyndist Bónus sem fyrr oftast með lægsta verðið eða í 28 af 37 vörum. Samkaup - Úrval reyndist hins vegar vera með hæsta verðið eða í 16 tilvikum. Í sumum vöruflokkum var gríð- arlegur verðmunur og til að mynda var 101,5 prósenta verðmunur á rauðum eplum í Bónus og Hag- kaup. Eplin kostuðu 199 krónur í Bónus en sömu epli kostuðu 399 krónur í Hagkaup. Í fleiri verðflokk- um reyndist vera mikill verðmun- ur. Til að mynda voru tveir lítrar af vanillu Mjúkís frá Kjörís 87 pró- sent dýrari í Hagkaup en hann var í Krónunni. Ísinn kostaði 498 krón- ur í Krónunni en 929 krónur í Hag- kaupum. Könunnin var gerð í Bónus Ak- ureyri, Krónunni Bíldshöfða, Nettó Hverafold, Hagkaup í Spöng, Nóa- túni í Grafarholti, Samkaupum- Úr- val í Miðvangi. Ein vara á nákvæm- lega sama verði Kílóið af beinlausum hamborgar- hrygg frá Alí kostar 1.749 krónur í Bónus og Nettó, en 2.498 krónur í Kosti og og Samkaup - Úrval. Kíló- verðið af heilum frosnum kalkúni er ódýrast í Nettó og Hagkaup á 998 krónur, í öðrum verslunum er það 100 krónum dýrara, en á 1.198 krónur í Samkaup-Úrval. Nóa kon- fekt í kassa er á 2.479 krónur í Bón- us, einni krónu dýrara í Krónunni, en er 25 prósentum dýrara í Hag- kaupum og Nóatúni, eða 3.099 krónur. Aðeins ein vinsæl jólamat- vara reyndist vera á nákvæmlega sama verði, hvar sem var leitað, en það var vakúmpakkað hrein- dýrapaté í lengju á 4.989 krónur þar sem það var til. Verðlagskönnunina má sjá í heild sinni á vef ASÍ. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Verðsamanburður á vinsælum jólamat 1 kíló af úrbeinuðu KEA Hangilæri Bónus 2.239 Krónan 2.399 Nettó 2.239 Kostur 3.198 Hagkaup 3.198 Nóatún 3.198 Samkaup- Úrval 3.198 Ora Jólasíld 630 grömm Bónus 659 Krónan 659 Nettó 698 Kostur X Hagkaup 699 Nóatún 678 Samkaup Úrval e. Frosinn heill kalkúnn kílóverð Bónus 1.098 Krónan 1.098 Nettó 998 Kostur 1.124 Hagkaup 998 Nóatún 1.098 Samkaup Úrval 1.198 Kílóverð af Alí hamborgarhrygg með beini Bónus 1.399 Krónan X Nettó 1.399 Kostur 1.198 Hagkaup 1.998 Nóatún X Samkaup Úrval 2.498 Emmes jólaís 1.5 lítrar Bónus 592 Krónan 593 Nettó 679 Kostur 959 Hagkaup 779 Nóatún X Samkaup Úrval 889 Kíló af klementínum Bónus 259 Krónan 260 Nettó 349 Kostur 321 Hagkaup 347 Nóatún 347 Samkaup Úrval 379 Kristjáns Laufabrauð 15 stk. Bónus 1.498 Krónan 1.499 Nettó 1.771 Kostur 1.599 Hagkaup X Nóatún X Samkaup Úrval 2.048 Jólasteikin Sérstaklega mikill verðmunur er á jólasteikum í stærstu matvöruverslunum landsins. 8 MÁNUDAGUR 21. desember 2009 FRÉTTIR Toys´R´Us fá sekt Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000 króna stjórnvaldssekt á Toys´R´Us fyrir brot á útsölu- reglum. Neytendastofa fór fram á að Toys´R´Us færði sönnur á að valdar vörur úr tveimur aug- lýsingabæklingum hafi verið seldar á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Stofnun- in fór einnig fram á skýring- ar Toys´R´Us fyrir því að nýjar vörur voru auglýstar á tilboði. Neytendastofu bárust engin svör frá Toys´R´Us þrátt fyrir ítrekuð bréf stofnunarinnar og því hefur Toys´R´Us ekki sýnt fram á að vörurnar hafi verið seldar á fyrra verði eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Fimm teknir fullir Fimm ökumenn voru staðnir að því að keyra undir áhrifum áfengis á höfuðborgarsvæð- inu aðfaranótt laugardagsins. Þá var einn til vibótar tekinn fyrir að keyra undir áhrif- um fíkniefna. Nokkrir gistu fangageymslur lögreglu um nóttina en annars var fremur rólegt í höfuðborginni. Hnuplað fyrir 500 milljónir í desember „Hnuplið helst mjög í hend- ur við efnahagsástandið. Það er algjör fylgni milli þessar- ar brotastarfsemi og efna- hagsástandsins,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Í desember ber jafnan mik- ið á smáþjófnuðum úr búðum og áætla samtökin að verslanir verði af hundruðum milljóna í jólamánuðinum einum. Andrés segir að engar tölur séu til yfir hnupl í jólamánuðinum einum og sér. Hins vegar séu til tölur um kostnaðinn á ársgrundvelli. „Það er þannig að það eru sex til sex og hálfur milljarður í vörum sem er stolið á hverju ári.“ Sé sex og hálfum milljarði deilt niður á alla tólf mánuði ársins má áætla gróflega að vörum sé stolið fyrir að minnsta kosti 540 milljónir króna á hverjum mánuði. Fallið frá milli- skattþrepi á sykraðar vörur Ákveðið hefur verið að falla frá hugmyndum um fjórtán prósenta milliskattþrep, sem átti að leggjast á sykraðar vörur og sölu veitingahúsa að því er fram kemur á vef Ríkis- útvarpsins. Almennur virðis- aukaskattur verður hinsvegar hækkaður um eitt prósentu- stig. Eru tillögurnar komnar frá meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis og eru þær gjörbreytingar á frum- varpi ríkisstórnarinnar um skattamál. „Frá minni hálfu er málinu lokið. Ég hef sagt það að það sem fullyrt var í fréttinni er ekki rangt en um fréttaflutninginn sjálfan verða aðr- ir að dæma,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður vinstri grænna. Eftir að Sigmar Guðmunds- son, aðstoðarritstjóri Kastljóss Sjónvarpsins, flutti fréttir af vín- drykkju Ögmundar Jónassonar, þingmanns vinstri grænna, fyr- ir atkvæðagreiðslu Alþingis hef- ur fréttamaðurinn orðið fyrir talsverðri gagnrýni í bloggheim- um. Þar hafa meðal annarra veitt Ögmundi stuðning þau Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfing- arinnar, Björn Bjarnason, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Tryggvi Þór Herberts- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Fréttaflutningurinn er harð- lega gagnrýndur og rætt um að Kastljósið skuldi Ögmundi afsök- unarbeiðni. Engin frétt? Sigmar Guðmundsson, aðstoðar- ritstjóri Kastljóssins, útilokar að svo verði þar sem fréttin eigi fylli- lega rétt á sér. Hann segir ritstjórn- ina hafa búist við gagnrýni en það hafi verið einróma álit hennar að víndrykkja Ögmundar við störf sín hafi átt erindi við almenning. „Gagnrýnin kemur mér verulega á óvart því ég vona að mönnum finnist það ekki eðlilegt að menn séu undir áhrifum áfengis í þing- störfum. Við fórum vel og vand- lega yfir þetta á ritstjórninni. Eftir að hafa rætt þetta fram og til baka sáum við að okkur finnst það vera frétt þegar alþingismaður er undir áhrifum áfengis þegar hann greið- ir atkvæði á þingi eða tekur að öðru leyti þátt í þingstörfum. Það er bara svoleiðis. Auðvitað þykir okkur ekkert skemmtilegt að segja þannig frétt en við teljum það frétt- næmt,“ segir Sigmar. Hannes Hólmsteinn telur Sig- mar hafa sýnt af sér ódrengskap. Hann telur Ögmund ekki hafa brotið af sér þegar hann kaus und- ir áhrifum. „Ögmundur Jónasson gerði það, sem rétt var. Kastljóss- menn gerðu það, sem rangt var. Sú frétt þeirra var engin frétt, að Ög- mundur hefði greitt atkvæði und- ir áhrifum. Það er ekki bannað að fá sér vín með hádegismatnum og raunar ekkert ámælisvert við það. Þingmenn eiga ekki að taka til máls, ef þeir finna á sér, en auðvit- að geta þeir greitt atkvæði, þegar verið er að afgreiða mál, sem lengi hafa verið í undirbúningi,“ sagði Hannes Hólmsteinn. Tíðkast ekki hjá öðrum Björn tekur í sama streng og segir fréttaflutning Kastljóssins undar- legan. Hann bendir á þá staðreynd að áfengisneysla hafi breyst til hins betra og þannig sé orðið algengara að skálað sé í víni eða bjór í hádegi, ef svo beri undir. Björn segist eiga erfitt með að átta sig á því hvað vaki fyrir Kastljósinu með slíkri fréttamennsku. „Sé Kastljós  að segja hófdrykkju stríð á hendur, er það í sjálfu sér virðingarvert. Hins vegar er ómaklegt, að Ögmundur Jónasson sé gerður að blóraböggli í því stríði,“ segir Björn. Sigmar ítrekar þá skoðun sína að það sé fréttnæmt að þingmað- ur mæti í þingsal undir áhrifum. Hann segir það svo í hönd- um almennings að dæma hvort það sé í lagi eða ekki. „Mér finnst sér- kennilegt að einhverjir telji fréttaflutninginn sem slíkan gagnrýni- verðan. Við erum ekki að leggja neitt mat á það í fréttinni hvort þetta sé í lagi eða ekki. Það er almennings að meta það. Það tíðkast ekki hjá öðrum starfsstéttum, til að mynda lögreglumönnum eða læknum, að þær sinni störfum undir áhrif- um áfengis og því er eðlilegt að al- menningur fái að meta það hvort það sé í lagi innan Alþingis. Við stöndum fyllilega við frétt- ina og það er ekkert rangt við hana. Þar af leiðandi er engin ástæða til að biðjast afsökunar,“ segir Sigmar. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is FRÉTTIN Á FYLLILEGA RÉTT Á SÉR Ritstjórn Kastljóssins hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir fréttaflutning af víndrykkju Ögmundar Jónassonar, þingmanns vinstri grænna, fyrir atvæðagreiðslu á Alþingi. Sigmar Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Kastljóssins, undrast gagnrýnina og útilokar afsökunarbeiðni. „Gagnrýnin kem- ur mér verulega á óvart því ég vona að mönnum finnst það ekki eðlilegt að menn séu undir áhrifum áfengis í þingstörfum.“ Undir áhrifum Ögmundur hefur viðurkennt að hafa drukkið vín í hádeginu en lætur öðrum eftir að dæma fréttaflutninginn. Stendur við fréttina Þar sem ekkert sé rangt í fréttinni stendur Sigmar fyllilega við hana og biður almenning að dæma hvort það sé í lagi að mæta undir áhrifum í vinnuna. Eignir fyrrverandi starfsmanns Byko, Sigurjóns Arnar Steingrímssonar, hafa verið kyrrsettar vegna þess að Byko telur að hann hafi dregið sér tæpar 20 milljónir króna meðan hann var yfirmaður lagnadeildar fyrirtækisins. Dómur féll í málinu 17. desember síðastliðinn þar sem ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík frá 5. októb- er um að hafna kyrrsetningarbeiðni Byko var felld úr gildi. Líkt og DV fjallaði um var Sigur- jóni sagt upp störfum hjá Byko í byrj- un árs vegna þess að upp komst að hann hefði smyglað bjór til landsins í vörugámum Byko og notað hann til að hygla viðskiptavinum fyrirtækis- ins. Hinn meinti fjárdráttur kom í ljós í kjölfarið. Bjórsmyglið er til rannsókn- ar hjá lögreglunni. Í dómnum segir að Byko telji að Sigurjón hafi látið erlenda birgðasala Byko greiða sér umboðslaun persónu- lega. Umboðslaunin hafi átt að fara til Byko en Sigurjó hafi búið svo um hnútana að hann hafi sjálfur fengið tæpar 20 milljónir króna. Hinn meinti fjárdráttur á að hafa átt sér stað á ár- inu 2008. Samkvæmt málflutningi lögmanns Byko, sem reifaður er í dómnum, dró Sigurjón sér peningana þannig að hann notaði nafn á fyrirtæki sem var mjög líkt nafninu á dótturfélagi Byko sem hefði átt að fá umboðslaunin og látið birgðasalana greiða umboðs- launin inn á reikning þess fyrirtækis. Fyrirtækið sem Sigurjón notaði heit- ir Rammis en dótturfélag Byko heitir Ramis. Í dómnum segir að Byko álíti sem svo að Sigurjón hafi notað þetta nafn í „blekkingarskyni“. „Ætla verði að varnaraðili hafi notað nafnið Rammis að þessu leyti í blekkingarskyni.“ Byko vill fá fjármunina sem fyr- irtækið telur að Sigurjón hafi dregið sér til baka og kyrrsetningin til þess gerð að hann komi eignum sínum ekki undan á einhvern hátt. Líklegt má telja að Byko höfði skaðabótamál gegn Sigurjóni út af fjárdrættinum en hann neitar því í dómnum að um- boðsgreiðslurnar hafi verið ólögmæt- ar þó svo að hann viðurkenni að þær hafi verið ámælisverðar. Brottrekinn starfsmaður Byko talinn hafa misnotað stöðu sína: Vændur um 20 milljóna fjárdrátt Eignirnar kyrrsettar Eignir Sigurjóns Arnar verða kyrrsettar því Byko telur hann hafa dregið sér tæpar 20 milljónir sem með réttu hefðu átt að renna til Byko. 2 FÖSTUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið Byggir á nýrri tækni sem eyðir • Svifryki, myglusveppi og ólykt • Gæludýraflösu og bakteríum • Vírusum og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt • Tilvalið á heimilið og skrifstofuna Hæð aðeins 27 cm Betra loft betri líðan „ÉG ER ÞREYTTUR Á DÆTRUM MÍNUM“ „Það kemur mér ekki við hvort eða hvert þær vilja fara og mér er alveg sama,“ segir Halim Al þegar blaða- maður spyr hann út í tilætlanir Soph- iu Hansen um að önnur dætra þeirra beri vitni í sakamálinu gegn Sophiu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Halim Al segist ekki ætla að standa í vegi fyrir Dagbjörtu og Rúnu kjósi þær að fara til Íslands. „Ég er ekki í neinu sam- bandi við dætur mínar. Þær hafa ekki spurt mig og þær þurfa þess ekki.“ Þingfesting var á mánudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjársvika- máli á hendur Sophiu Hansen sem ríkissaksóknari höfðar. Aðalmeðferð málsins mun fara fram 2. febrúar og sagði Sophia við þingfestinguna á mánudagsmorgun að hún myndi kalla aðra dóttur sína til sem vitni í málinu. Er óhætt að segja að sú yf- irlýsing hafi komið á óvart. Hvorki Dagbjört né Rúna hafa komið til Ís- lands í hartnær tvo áratugi. Opinbert mál gegn Sophiu Sophia var fyrr á þessu ári dæmd til að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni um 20 milljónir króna vegna van- goldinna skulda. Málið sem ríkis- saksóknari höfðar á hendur henni nú er sprottið úr því þegar Sophia kærði Sigurð Pétur fyrir að hafa fals- að undirskrift hennar og þannig haft af henni fé. Sigurður Pétur var á árum áður nánasti bandamaður Sophiu í bar- áttu hennar um að fá dætur sínar Dagbjörtu og Rúnu heim til Íslands, en barnsfaðir hennar Halim Al neit- aði henni um umgengnisrétt. Sigurður Pétur neitaði því að hafa falsað undirskrift Sophiu og var undirskriftin send til rithandar- rannsóknar Statens kriminaltekn- iska laboratorium í Svíþjóð og bentu niðurstöður þeirrar rannsóknar ein- dregið til þess að umrædd undir- skrift væri ekki gerð af Sigurði Pétri heldur Sophiu sjálfri. Mál Sophiu á hendur Sigurði Pétri var því látið niður falla, en nið- urstaðan gaf á sama tíma tilefni til þess að höfða opinbert mál á hendur Sophiu, enda lögbrot að hafa mann fyrir rangri sök, og fer málið fram í febrúar. Sophia neitar sök. Fékk nóg af dætrum sínum Halim Al býr í Istanbúl. Hann seg- ist ekkert vita um mál Sophiu og hvort hún hafi beðið dætur þeirra að bera vitni hér á landi. Hann seg- ist ekki vera í neinu sambandi við þær. „Dætur mínar mega fara ef þær vilja. Þær eru 27 og 29 ára. Mér er alveg sama um þær. Ég veit ekki hvort þær vilja fara til Bandaríkj- anna, Englands eða Íslands og mér er alveg sama. Þær eru báðar gift- ar,“ segir Halim og kveðst ekki einu sinni vita hvort þær séu í Tyrklandi núna. „Þær eru gamlar. Gamlar konur. Þær eiga börn og eiginmenn. Ég vil bara fá frið fyrir þeim. Ég fékk nóg af þeim,“ segir Halim nokkuð hvass, hugsar þögull um stund og breyt- ir um tón: „Ég er þreyttur á dætrum mínum. Nú ráða þær sjálfar yfir eigin högum. Ég stjórna engu.“ Gamall og nennir ekki að vinna Halim Al segist finna fyrir aldrin- um. Halim Al komst á spjöld Ís- landssögunnar í júní árið 1990 þeg- ar hann fór með Dagbjörtu Vesile, níu ára, og Rúnu Ayisegül, sjö ára, dætur sínar og Sophiu Hansen, til Tyrklands og neitaði að snúa aft- ur. Margra ára hatrammar deilur og dómsmál spruttu vegna brottnáms- ins og málið vakti gríðarlega athygli á Íslandi og í Tyrklandi. Nú, nærri tuttugu árum síðar, kveðst Halim þreyttur. Hann hefur átt átta hæða stórhýsi í Istanbúl um árabil og leigt út rými í því fyrir atvinnurekstur, t.d. gallabuxnaverksmiðju. Halim seg- ist nú vera sestur í helgan stein. „Ég nenni ekki að vinna lengur. Ég vinn bara örlítið í húsinu mínu og sinni fjölskyldunni.“ Stóð sína plikt Halim kveðst hafa gert það sem hon- um bar í uppeldi barnanna. Sá tími sé einfaldlega liðinn. „Dætur mín- ar eru vaxnar úr grasi. Ég get ekki ráðið yfir þeim alla ævi. Ég get ekki sagt: „Gerðu þetta, gerðu hitt“. Nei. Þær eru ekki börn lengur, þær eru orðnar gamlar og mega fara til Ís- lands ef þær vilja. Halim Al er gamall maður og vill hvílast. Ég sinnti mín- um skyldum sem faðir. En nú er það búið.“ Halim saknar Íslands og seg- ist eiga marga góða vini hérlendis. „Þakka þér, bróðir, fyrir að hringja. Ég bið að heilsa öllum Íslendingum. Ég elska þá alla.“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Dæturnar Dagbjört og Rúna fóru frá Íslandi árið 1990. Alveg sama Halim Al segist vera orðinn þreyttur á dætrum sínum. Honum sé alveg sama hvert þær fari. MYND: RÓBERT REYNISSON „Þær eru gamlar konur. Ég vil bara fá frið fyrir þeim. Ég fékk nóg af þeim“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.