Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 37
JÓLABLAÐ 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 37 Á miðju sumri 1980 varð Vig-dís Finnbogadóttir heims-fræg á einni nóttu. Hún hafði verið þjóð sinni að góðu kunn sem stjórnandi frönsku- kennslu í sjónvarpinu áður en sá miðill missti nýjabrumið, hafði sinnt leiðsögn og landkynningarmálum og verið leikhússtjóri um árabil í Iðnó – hinu litla, sæta og sögufræga leikhúsi Leikfélags Reykjavíkur við Tjörnina. Skömmu áður en Vigdís hellti sér út í forsetakosningar hafði hún haldið upp á fimmtíu ára afmæli sitt austur í Eystra-Geldingaholti þar sem hún dvaldi á sumrin sem barn og unglingur. Þessi glæsilega ljóshærða og blá- eygða kona, með heiðríkju landsins í mildum en eilítið sposkum svipn- um, var kjörin fjórði forseti íslenska lýðveldisins þann 29. júní 1980, og var þar með fyrsta konan í veraldar- sögunni sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Daginn eftir kjörið átti Vigdís heimspressuna og bar síðan hróð- ur lands og þjóðar um víða veröld. Menn veltu því fyrir sér, þótt enginn segði það upphátt, hvort hér væri ekki komið, holdi klætt, hið ljósa man úr Íslandsklukku Halldórs Lax- ness. Klerkar landsins kepptust við að skíra meybörn í höfuðið á henni enda var Vigdís og forsetaferill henn- ar íslenskt ævintýri eins og þau ger- ast best. Þegar þjóðir upplifa síðan mar- traðir á borð við bankahrun, gjald- miðil í frjálsu falli, fjárglæfrastarf- semi í æðra veldi og svimandi upphæðir Icesave-reikninga er skilj- anlegt að menn hverfi á vit fyrri ævintýra, líti um öxl og svipist um eftir eldri og traustrari gildum til leiðsagnar fyrir nýjan kúrs þjóðar- skútunnar. Þetta er líklega meginástæða þess að Vigdís hefur sjaldan verið umsetn- ari og eftirsóttari en einmitt nú, inn- an lands sem utan – tæpum þrjátíu árum eftir hið sögufræga „vorkvöld í Reykjavík“ – og fjórtán árum eftir að hún lýsti því yfir að hún yrði ekki aft- ur í kjöri sem forseti þjóðarinnar. Vigdís, nú er ævisaga þín nýútkom- in, skrifuð af virtum ævisagnahöf- undi. Gera má ráð fyrir að bókin verði í hópi söluhæstu bóka fyrir þessi jól. Vekur það ekki blendnar tilfinningar að stór hluti þjóðarinnar skuli vera að velta fyrir sér ævi þinni, frá vöggu og til dagsins í dag? „Ég geng nú ekki að því vísu að bókin nái einhverri metsölu. Hvað þá að stór hluti þjóðarinnar lesi hana yfir hátíðarnar. En bókin er til staðar og hefði hún ekki verið skrifuð nú, hefði hún verið skrifuð síðar. Þetta segi ég ekki vegna mín sem einstaklings. Öðru nær. Að forsetakjörinu frátöldu hefði þetta vel getað verið ævisaga hvaða íslenskrar konu sem er. En það er forsetakjörið árið 1980 sem gerir þessa bók óhjákvæmilega. Íslensk kona varð fyrst kvenna í veröldinni kjörin þjóðhöfðingi í frjáls- um, lýðræðislegum kosningum. Hvað sem líður minni persónu varð sá at- burður býsna mikilvægur. Hann varð mikilvægur fyrir íslenskar konur og reyndar fjölda annarra kvenna víða um heim. Þessi atburður átti óneitan- lega sinn þátt í því að hvetja konur til dáða og auka sjálfstraust þeirra. Auk þess sendi hann körlunum þau mikil- vægu skilaboð að þeir væru ekki leng- ur einir um hituna. Ég var langt í frá sannfærð um að ég myndi sigra í forsetakosningunum 1980. En ég taldi mikilvægt að koma þeim skilaboðum áleiðis að það væri engan veginn sjálfgefið að forsetinn yrði karlmaður. Sá ásetningur minn var meginástæðan fyrir framboðinu. Síðan fór sem fór.“ Fannst þér það einhvern tíma vera álitamál að ljá máls á þessari ævi- sagnaritun? „Nei, það fannst mér ekki, og ástæðan er einmitt sú að forsetakjör- ið 1980 kallar á bók af þessu tagi, nú eða síðar. Ég hefði síður viljað að slík bók yrði skrifuð án þess að ég kæmi að henni og gæfi þær upplýsingar sem ég tel sannar og réttar. Þetta er því nokkuð sem mér hef- ur fundist ég þurfa að ganga frá. Þeg- ar svo slíkur afbragðshöfundur og Páll Valsson er sýndi verkefninu áhuga varð ég afar þakklát og ánægð og þá var ekki lengur eftir neinu að bíða.“ Forseti og fjölmiðlar Fjölmiðlaumfjöllun þróaðist mjög hratt í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og var í raun öll önnur í forsetakosning- unum 1980 en hún hafði verið 1968. Dagblöðin voru að losa sig af klafa stjórnmálaflokkanna og öll umfjöllun var orðin mun frjálslegri og hispurs- lausari. Því var oft haldið fram eftir kosningarnar að þú hefðir verið mun meðvitaðri um þessa þróun en karl- arnir þrír sem þú attir kappi við. Er ekki nokkuð til í því? „Satt best að segja hef ég aldrei velt þessu fyrir mér. Ég held ég hafi komið fram gagnvart fjölmiðlum eins og mér var eiginlegt. Það er yfirleitt farsælast að koma til dyranna eins og maður er klæddur og vera ekki að setja upp ein- hvern stífan sparisvip. Ég var yngri en hinir frambjóðend- urnir og auk þess bjó ég að töluverðri reynslu úr fjölmiðlum og leikhúslíf- inu. Það má vel vera að sú reynsla hafi komið að notum. En hitt held ég að hafi skipt sköp- um: Ég var kona. Og ekki bara kona. Ég var móðir, ein á báti. Ég skar mig því úr og vakti umtal og athygli. Þessi staðreynd gaf mér líklega visst forskot. En það forskot var engu að síður svolítið tvíeggjað vopn því við slíkar aðstæður má ekkert út af bregða. Þá er eins gott að vera skjót- ur að svara fyrir sig en stíga jafn- framt varlega til jarðar og misstíga sig hvergi.“ Hvernig upplifðir þú kosningabar- áttuna 1980? „Hún var ljómandi skemmtileg og spennandi þegar á heildina er litið. Auðvitað kvöddu þeir sér hljóðs sem vildu skoða framboðin og kosning- arnar með fægðum flokksgleraugum og ég fór ekki varhluta af slíkri túlk- un. En á endanum varð þetta þjóð- aratkvæðagreiðsla um einstakling en ekki stjórnmálaflokka. „Fólkið velur forseta“ var slagorð stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar í forsetakosn- ingunum 1952, og ég tel að það slag- orð hafi einnig átt við 1968 og 1980. Ég held að fari best á því að þjóðin láti ekki stjórnmálaflokka segja sér fyrir verkum í þessum efnum. Það má svo geta þess að mótfram- bjóðendur mínir voru miklir heið- urs- og áhrifamenn, hver með sínum hætti: Guðlaugur Þorvaldsson hafði verið háskólarektor og ríkissáttasemj- ari – annálaður mannasættir og prúð- menni; Albert Guðmundsson hafði verið stolt þjóðarinnar sem fyrsti at- vinnumaður okkar í knattspyrnu, borgarfulltrúi, borgarráðsmaður, alþingismaður og síðar ráðherra – raunagóður og öflugur stjórnmála- maður, og Pétur Thorsteinsson hafði þjónað okkur á erlendum vettvangi um langt árabil sem einn reyndasti og farsælasti sendiherra þjóðarinn- ar. Hér voru því engir aukvisar á ferð. Hitt er þó meira um vert, að þeir voru heiðursmenn sem ég mat mikils. Ég minnist þess að í lok kosninga- baráttunnar kom ég til Grindavík- ur. Ég hafði svolítið kviðið þeirri ferð enda vissi ég eins og hvert manns- barn að í því góða plássi var Tómas Þorvaldsson, útgerðarmaður og bróðir Guðlaugs, einn helsti máttar- stólpi atvinnulífsins. Eftir stuttan bíl- túr í plássinu kom Tómas á reiðhjóli og hjólaði fyrir bílinn hjá mér. Ég varð að snarhemla og vissi ekki alveg á hverju ég ætti von. Þá kom þessi höfð- ingi blaðskellandi, faðmaði mig að sér, bauð mig velkomna, skammaði mig fyrir að láta sig ekki vita að ég yrði á ferðinni og krafðist þess að ég héldi framboðsfund í mötuneyti frystihúss- ins í kaffitímanum. Þetta var höfðing- leg og drengileg framkoma: Lítil en góð dæmisaga um það hvernig lýð- ræði og kosningabarátta eiga að vera í framkvæmd.“ Ertu sátt við þá fjölmiðlaumfjöllun sem þú fékkst á þínum forsetaferli? „Já. Þegar á heildina er litið er ég mjög sátt. Auðvitað kemst maður ekki hjá því á sextán ára forsetaferli að fá um sig umfjöllun í fjölmiðlum sem maður telur ósanngjarna – og ég er nú einu sinni þannig innréttuð að ég á erfitt með að kyngja rangindum og óréttlæti. Líklega sárnaði mér mest ómakleg umfjöllun og tilefnisrýr rangtúlkun ýmissa fjölmiðla á framkomu minni og afstöðu þegar ég átti fund með for- sætisráðherra Kína í opinberri heim- sókn minni þangað í kjölfar kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sumarið 1995. Mér var falið að halda opnunar- ræðu fjórðu kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna sem fram fór í Kína í lok ágústmánaðar og var þá vísað til þess að ég væri fyrsta lýðræðislega kjörna konan í sæti þjóðhöfðingja. Í kjölfarið buðu kínversk stjórn- völd forseta Íslands í opinbera heim- sókn til Kína. Íslenskum stjórnvöld- um var hér vandi á höndum enda yrði slík heimsókn engin skemmti- reisa, einungis nokkrum árum eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska frið- ar. Það að hafna slíku boði hefði hins vegar verið mjög alvarleg móðgun gagnvart þessu mikla stórveldi og því var boðið þegið eftir að málin höfðu verið rædd og metin í utanríkisráðu- neytinu. Á fundi mínum með Li Peng for- sætisráðherra lenti ég í hugmynda- fræðilegum kappræðum við hann um frelsi og lýðræði. Ég átti ekki von á því að spjall okkar þróaðist á þann veg – en hélt mínu striki – stóð fast á mínum vestrænu hugmyndum um mannréttindi, mannhelgi, frelsi og lýðræði – og er enn stolt af því hvern- ig ég hélt fram minni sannfæringu í þeim orðaskiptum. Það veit hamingj- an að ég barðist eins og ljón við hann Li Peng enda fékk ég staðfestingu á þeirri frammistöðu þegar ég síðar fékk bréf frá Kínverjum. En þegar fréttamaður kom til mín strax eftir fundinn varð mér á að láta þau orð falla að við hefðum meðal annars talað um frelsi og afstæði þess. Þetta var að vísu rétt því okkur greindi á um skilgreiningar á frelsi. En þetta var óheppilega til orða tekið og nægði til þess að ýmsir íslenskir fjölmiðl- ar túlkuðu orð mín á versta veg fyrir mig. Það var augljóslega röng túlkun og afar ósanngjörn í minn garð. Svona nokkuð gerist þegar fjöl- miðlar leggja allt kapp á að segja frétt- ir og leggja jafnvel út af þeim, áður en nógu ítarlegar upplýsingar liggja fyr- ir.“ Því er stundum haldið fram, Vig- dís, að konur hafi meiri áhuga á því en karlar að komast í fjölmiðla og sjá myndir af sér í blöðum og sjónvarpi. Heldur þú að það sé rétt? „Heldur þú að það sé rétt að konur séu í öllum tilfellum verri ökumenn en karlar? Slíkir fordómar þóttu góð latína fyrir hálfri öld. Þá hristu karlar höfuðið ef þeir sáu konu undir stýri. Þetta eru auðvitað fordómar sem eru sem betur fer á undanhaldi. Á miðju sumri 1980 varð Vigdís Finn- bogadóttir heimsfræg á einni nóttu þegar hún varð fyrsta konan í verald- arsögunni sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Kjartan Gunnar Kjartansson settist niður með Vigdísi á heimili hennar á Aragötunni einn eftirmiðdag í lok desember og spjallaði við hana um kosningabaráttuna fyrir þrjátíu árum, um forsetaembættið, ýmislegt frá forsetaferli hennar og um núverandi stöðu lands og þjóðar. „Forseta Íslands má aldrei hefja yfir gagn- rýni því hann er fyrst og síðast embættismaður þjóðarinnar og störf hans þjónusta við hana. Vigdís „Ég minnist þess frá embættistíð minni að þegar ég mætti á skrifstofuna á morgnana og fór að líta í dagblöðin, þá sagði ég oft við sjálfa mig: Æ – það vona ég að það sé ekki mynd af mér í þessum blöðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.