Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 19
HJÁLPA ÖÐRUM UM JÓLIN
Heimilislausir
mæta uppá-
klæddir
Anne Marie Reinholdtsen held-
ur utan um jólahátíð Hjálpræð-
ishersins. Þá er heimilislausum
og fátækum boðið í glæsilegan
kvöldverð á aðfangadagskvöld og
hádegisverð á jóladag. Í ár verð-
ur boðið upp á lambalæri og
hamborgarhrygg í bland við jóla-
söngva, jólagjafir og ómetanlega
jólastemningu. Ár hvert kemur
fjöldi sjálfboðaliða sem hjálpar til
við jólahald Hjálpræðishersins yf-
irleitt í kringum fjörutíu einstak-
lingar. Gestir á jólahátíðinni eru
ríflega hundrað og fimmtíu talsins
og skemmta sér konunglega. Anne
Marie segir það ómetanlegt að
geta glatt aðra yfir jólin. „Við höf-
um fengið gefins mat frá fjölda fyr-
irtækja enda hefur alltaf verið fjöl-
mennt hjá okkur. Jólastemningin
hjá okkur er mjög góð og það er
svo gaman að hitta gestina prúð-
búna, í sínum bestu fötum, sem
alla jafna eru illa til fara. Við finn-
um mikla gleði og gestirnir eru svo
þakklátir, það er eitt af því besta
við hátíðina því það er svo gaman
að geta gefið af sér. Um það snúast
einmitt jólin,“ segir Anne Marie.
„Það er alltaf hópur sjálfboða-
liða sem hefur samband við okkur
að fyrra bragði og það er alveg frá-
bært. Síðan gefum við jólasælgæti
og það fá allir jólapakka hjá okk-
ur. Við reynum að hafa þetta eins
jólalegt og heimilislegt og hægt
er. Flestir gestirnir okkar upplifa
barnið í sér á nýjan leik og það
segir mér að við erum að gera eitt-
hvað rétt með hátíðinni okkar.“
trausti@dv.is
Harpa Fönn dvaldi í Úganda yfir síðustu jólahátíð:
Áramótabað í Níl
„Ég var í Soroti í Úganda um síð-
ustu jól að kenna leiklist og tónlist í
barnaskóla og stjórna landbúnað-
arverkefni í sveitunum. Ég komst í
kynni við belgísk hjálparsamtök þeg-
ar ég var að vinna fyrir EFTA. Ég var
samtals í níu mánuði í Afríku,“ seg-
ir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ann-
ar eigandi Framkvæmdafélags lista-
manna.
Úgandabúar halda jólin á jóladag
en þrátt fyrir það segir Harpa að það
hafi verið æðislegt að eyða jólunum
í Úganda enda hélt hún séríslenskan
aðfangadag – með önd. „Ég fór ferð
til Kampala til að leita að hinni einu
sönnu jólasteik. Við erum alltaf með
önd í minni fjölskyldu og það var
hægt að fá önd í Kampala. Nema hún
kostaði jafnmikið og þriggja mánaða
laun þarna úti. Ég ákvað samt að
kaupa eina bringu. Það var ógeðs-
lega gaman og ég eldaði mér önd á
aðfangadag.“ Daginn eftir var henni
svo boðið í mikla veislu. „Það er eng-
in pakkamenning í Úganda, þetta
snýst allt um að vera með rosalega
góðan mat – sjö til átta rétta. Þetta er
í raun eina skiptið á árinu sem þau
borða á sig gat.“
Harpa segir að jólamenning Úg-
anda sé mjög frábrugðin íslensku
jólunum. „Gjöfunum er ekki pakk-
að inn og það er ekki jólatré, enda
erfitt að fá grenitré þarna úti. Það er
ekki hægt, en jólaskraut þekkist. Þau
reyndu að hafa eitthvað glitrandi,
eitthvert skraut hengdu þau upp á
vegg. Það er kristni þarna úti og fólk-
ið í Úganda er frekar strangtrúað.
Sérstaklega þar sem ég var.“
Harpa hefur aðeins eytt þess-
um einu jólum fjarri fjölskyldu og
vinum. Hún segir að það hafi verið
svolítið skrýtið en tæknin hafi kom-
ið sér vel. „Ég fékk náttúrulega enga
pakka en ég hélt að þetta yrði miklu
skrýtnara. Þetta var samt yndislegt í
alla staði og svo talaði ég við alla fjöl-
skylduna á aðfangadag, það var fínt
símasamband akkúrat á aðfangadag
þannig ég gat talað við alla.
Ég tók rosalega margar mynd-
ir og setti inn í tölvuna og fjölskyld-
an sendi mér myndir svo að ég upp-
lifði svolítið jólin í gegnum tæknina
– sem var skemmtilegt.“
Harpa segir að foreldrar hennar
hafi tekið því með jafnaðargeði að
hún ætlaði að eyða jólunum í Úg-
anda en ekki í paradísinni Húsavík
en þangað á Harpa ættir að rekja.
„Þau voru rosaglöð yfir því að ég
væri að fara út en þeim fannst þetta
pínu erfitt yfir jólin. En þau skildu
þetta. Ég fór náttúrulega til Úganda
í september og tveim vikum síðar
hrundi allt. Ég átti því ekkert kost á
því að fara heim,“ segir hún og hlær.
Hún bætir þó við að hún fari aftur til
Afríku – annað komi ekki til greina.
„Þeir sem hafa dýft sér í Níl einu
sinni þeir eiga alltaf afturkvæmt. Ég
tók áramótabaðið þar svo að ég á að
fara aftur og stefni á það.“ benni@dv.is
Á jóladag Harpa var í Úganda um síðustu jól að kenna leiklist, tónlist og stjórna
landbúnaðarverkefni.
Falleg í Afríku Harpa lét ljós sitt skína
í Afríku.
Að veiða „Þetta er í Soroti. Rétt
fyrir utan bæinn er vatn þar sem við
prufuðum að veiða.“Anna Marie Reinholdtsen, stýrir jóla-
hátíð Hjálpræðishersins: