Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 JÓLABLAÐ
„Mér líkar mjög vel á Hólum enda
sveitastrákur að upplagi,“ segir Jón
Aðalsteinn Baldvinsson vígslubisk-
up á Hólum í Hjaltadal. Jón Aðal-
steinn, sem ólst upp í Kaldakinn í
Suður-Þingeyjarsýslu, hefur setið á
biskupsstóli á Hólum í sex ár. Hann
lauk embættsprófi í guðfræði frá Há-
skóla Íslands árið 1974 og stundaði
framhaldsnám í sálgæslu við Unvier-
sity of Edinburgh. Árið 1983 tók hann
við sendiráðsprestsembætti í Lond-
on eftir að hafa gegnt prestembætti
í Staðarfellsprestakalli. Eftir 20 ár í
Bretlandi, þar sem hann sinnti með-
al annars þeim fjölmörgu Íslending-
um sem voru sendir út til lækninga,
var kominn tími til að halda heim.
„Við stefndum alltaf á að koma
til baka og vorum mun lengur en
við ætluðum okkur,“ segir Jón Aðal-
steinn sem ásamt eiginkonu sinni,
Margréti Sigtryggsdóttur, fór frá ein-
um höfuðstað til annars þegar þau
fluttu frá London því eins og Jón Að-
alsteinn minnir á voru Hólar höfuð-
staður Norðurlands í ein sjö hundr-
uð ár.
Sendiráðsprestur í 20 ár
Jón segir starfið í London hafa ver-
ið fjölbreytilegt. „Upphaflega var ég
sendur út til að aðstoða sjúklinga
sem komu til lækninga og fyrstu
árin komu yfir 200 sjúklingar árlega,
ásamt fylgdarliði þeirra. Mitt hlut-
verk var að undirbúa komu þeirra
og aðstoða á meðan á dvölinni stóð.
Þar sem prestur var kominn á stað-
inn vaknaði áhugi heimamanna á að
stofna söfnuð og nú telur sá söfnuð-
ur á þriðja þusund manns,“ segir Jón
Aðalsteinn og bætir við að með tím-
anum hafi sjúklingum sem heim-
sóttu breska spítala fækkað. Munað
hafi þar mestu um að hjartaskurð-
lækningar hófust heima á Íslandi,
en meirihluti sjúklinganna hafi kom-
ið til þeirra aðgerða. „Eftir sem áður
komu sjúklingar sem margir hverj-
ir voru mjög illa haldnir og dvöldu
lengi, þar á meðal þeir sem komu
í líffæraskipti. Á þessum tíma þró-
aðist kirkjustarfið ört og mitt svæði
stækkaði. Ég þjónustaði Íslendinga í
Grimsby og Hull og einnig í Lúxem-
borg.“
Erfiðast þegar börn eiga í hlut
Jón hafði starfsaðstöðu á sendiráð-
inu í London og sinnti þar ýmsum
störfum. Hann segir starfið vissulega
hafa verið erfitt en að sama skapi
mjög lærdómsríkt. Dauðsföll hafi
verið tíð. Þá hafi hann þurft að koma
að slysförum sem áttu sér stað ekki
bara á Bretladseyjum heldur víðar
um Evrópu.
Aðspurður segir hann aðstand-
endur oft eiga mjög erfitt enda get-
ur óvissan verið nagandi og sárt sé
að horfa upp á ástvini sína þjást Þeir
þarfnist því oft sérstakrar aðstoð-
ar og umhyggju. „Ég hef alltaf tekið
það mjög nærri mér þegar börn eiga
í hlut, það er erfitt að horfa á lítið
barn og vita innst inni að vonin um
bata er lítil. Ég hef hryggur fylgst með
sumum þeirra koma aftur og aftur til
meðferðar en hraka samt frekar en
hitt. Og svo eru þau rifin frá foreldr-
um sínum eftir að hafa gróið föst við
þau,“ segir Jón en bætir við að trúin
geti gert kraftaverk við þungbærar
aðstæður.
„Mitt haldreipi er trúin, þar finn
ég minn styrk en ég treð trú minni
ekki upp á aðra. Reynsla mín er sú
að í hana sækir fólk styrk í erfiðleik-
um en þangað beinist líka stundum
reiðin. Hlutverk sálargæslumanns
er að beina reiðinni í þann farveg að
menn nái sáttum því sátt sefar sorg.
Sátt við Guð og menn. Reiðin getur
líka beinst að þeim sem eiga hlut að
máli og læknar verða oft fyrir barð-
inu á henni. Fólki finnst, eða ímynd-
ar sér, að þeir hafi brugðist eða ekki
orðið við þeim væntingum sem það
bjóst við. En, sem betur fer, er reið-
in ekki afgerandi þáttur í sorgarferli
fólks. Það eru ákveðin stig sem menn
ganga í gegnum og oftast er þetta
ferli býsna samkvæmt sjálfu sér. Það
er þó misjafnt hvernig fólki geng-
ur að vinna úr sínum málum. Þá er
mikilvægt að einhver sé til staðar til
að ganga með viðkomandi og deila
með honum hugrenningum hans
og tilfinningum. Að eiga vin í raun
skiptir mestu máli í sorg.“
Misstu dóttur sína
Jón Aðalsteinn þekkir sorgina af eig-
in raun en þau hjónin misstu dóttur
sína, Sigrúnu, árið 2004. Sigrún var
skólastjóri tónlistarskólans í Stykkis-
hólmi þegar hún lést, en hafði áður
verið kórstjóri og organisti við Stykk-
ishólmskirkju. Hún barðist við illvígt
krabbamein og var aðeins 35 ára þeg-
ar hún lést frá eignmanni og þremur
ungum börnum. Aðspurður hvern-
ig hægt sé að komast yfir svo erfiða
reynslu segist Jón eiga góða að.
„Fjölskyldan er samrýnd og við
hjónin studdum hvort annað og höf-
um verið samferða í þessu. Við eig-
um líka góða vini og sálargæslumenn
í kringum okkur sem hefur verið gott
að leita til. Í eðli sínu var þetta ekk-
ert frábrugðið þeirri reynslu sem ég
hef áður gengið í gegnum nema hvað
hún snerti sjálfan mig miklu dýpra.
Erfiðast var að horfa upp á börn-
in hennar en þau komust furðu vel
í gegnum þetta með Guðs hjálp og
góðra manna.“
Erfitt að biðja um hjálp
Eftir efnahagshrunið síðasta vetur
hefur ríkt mikil reiði í samfélaginu.
Jón segist skynja reiðina og skilja
að vissu marki. „Ég, eins og aðrir,
hef gengið í gegnum talsvert hugar-
rót í tengslum við kreppuna. Það er
hryggilegt til þess að vita að í okk-
ar ríka landi þurfi fólk að líða nauð.
Þrátt fyrir allt er auður í okkar garði
og þegar maður ber samfélagið eftir
hrun saman við þær þjóðir sem eru
hvað fátækastar sjáum við að hér er
óhemju ríkidómur til staðar,“ segir
hann en bætir við að það sé sorglegt
til þess að hugsa að margir þeir sem
þurfi að leita sér fjárhagsaðstoðar
eigi í raun miklar eignir en geti ekki
breytt þeim í brauð.
„Það er engin spurning að ástand-
ið hér á Norður- og Austurlandi er
betra en í þéttbýlinu. Hér gátu fáir
reist sér hurðarás um öxl enda var
til dæmis neikvæður hagvöxtur allt
uppgangstímabilið á Norðurlandi
vestra. Samt sem áður eru einhverj-
ir sem lent hafa í því að lánin þeirra
hafa tvöfaldast,“ segir hann og bætir
við að skrefin til hjálparstofnana séu
þung.
„Það er óskaplega erfitt að biðja
um hjálp og ég sé sjálfan mig í því.
Það gerir enginn að gamni sínu og
þess vegna verðum við að leita uppi
þetta fólk. Til allrar guðs lukku erum
við fjölskylduvæn þjóð og styðjum
hvert annað en ef stórfjölskyldunn-
ar nýtur ekki við verða aðrir að koma
til skjalanna. Það reynir Hjálparstarf
kirkjunnar að gera en hjálparstarfið
beinist ekki síst að barnafjölskyldum
svo börn geti haldið áfram í félags-
starfi og við íþróttaiðkun og verði
ekki út undan. Það er gott að mega
geta þess að í þessum áföllum hefur
gjafmildi þjóðarinnar sýnt sig með
áþreifanlegum hætti.“
Jólin eru fagnaðarhátíð,
LÍKA ÞEIM SEM SYRGJA
Samrýnd hjón Jón
Aðalsteinn og Margrét
Sigtryggsdóttir þekkja
sorgina af eigin raun
en þau misstu dóttur
sína Sigrúnu. Hún lést
eftir baráttu við íllvígt
krabbamein frá eig-
inmanni og þremur
ungum börnum.