Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 22
GLEÐILEG JÓL! Sjálfsagt hefur ekki farið fram hjá neinum sem kannast við Svarthöfða að hann er með sigg á sálinni enda annálað- ur fyrir illmælgi, ómerkilegheit og almenn leiðindi. Þá fer heldur ekkert á milli mála að Svarthöfði er fundvís á viðkvæma bletti á samborgurum sínum og hikar ekki við að pota í þá. Þetta þýðir þó alls ekki að Svarthöfði sé rakið illmenni, sem gengið hefur myrkraöflunum á vald, og sjálfur lifir hann í þeirri frómu trú að hann sé í raun vinur þeirra sem hann pönkast á með því að segja til vamms á sinn oft á tíðum ósmekklega hátt. Starf Svarthöfða er vanþakk-látt og hann fær iðulega bágt fyrir beinskeyttar umvandan-ir sínar til þeirra sem fara út af sporinu og hann hefur því komið sér upp þykkum skráp sem fátt bítur á. Undir brynjunni slær samt hjarta sem er ósköp meyrt þessa dagana þar sem smá skíma frá jólaljósum hefur náð að lýsa upp geðvonskulegt myrkrið sem Svarthöfði hjúpar sig dagana langa. Svarthöfði er einhvern veginn aldrei meðvitaðari um þá and-legu bresti sem gera honum kleift að veitast með fúkyrð- um og leiðindum að fólki en einmitt þegar hann stendur undir mistilteini, með rjúkandi glögg í bolla og starir í kertisloga á aðventukransi. Gremj- an gufar upp og honum finnst allir eiga gott eitt skilið um leið og hann viðurkennir fyrir sjálfum sér að hann getur kennt sjálfum sér um allar kartöflurnar sem hann hefur fengið í skóinn í gegnum tíðina. Eineltispúkar eiga ekkert annað skilið en kartöflur þannig að Svarthöfði er síður en svo öfundsverður af hlutskipti sínu en einhver verður að leiðrétta kúrsinn og axla um leið þær byrðar að vera út- hrópaður hrekkjusvín og skepna. Svarthöfði gerir þetta þó alls ekki með glöðu geði og þegar jólaandinn hellist yfir nagar hann efi og eftirsjá. Samvisku- bitið hverfist oftar en ekki um blessuð framsóknarhéraskinnin sem Svart- höfði hefur tekið á beinið vegna þess að eðlilega vill hann ekki vera vondur við minnimáttar. Svarthöfði getur að sjálfsögðu samt ekki hætt að vera sá sem hann er en til þess að hann fari ekki í jólaköttinn ætlar hann að vera ljúfur sem lamb fram yfir jól og vera góður við alla. Svarthöfði óskar landsmönn-um öllum nær og fjær og þá sérstaklega framsóknarmönn-um gleði og friðar á jólunum. SANDKORN n Kastljós Ríkissjónvarpsins á ekki von á góðu eftir að hafa fjall- að um áfengisneyslu Ögmundar Jónassonar alþingismanns. Nú beinast augu þingheims að kostn- aði við dag- skrárliðinn. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismað- ur Framsókn- arflokksins, spurði um kostnað Rík- isútvarpsins við einstaka dagskrárliði. Þá kom í ljós að Kastljós kostar skattgreið- endur árlega 130 milljónir króna. Þannig kostar hver þáttur um 500 þúsund kall. Einhverjir gleði- menn myndu anda léttar af Kast- ljós yrði slegið af. Einn grimmasti bloggari Morg- unblaðsins er Baldur Hermanns- son. Baldur tilheyrir náhirð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og heldur merki þess hóps hátt á lofti. Og hann er á köflum fyndinn. „Þá er það opin- berlega stað- fest: komma- kerlingin Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir er vit- lausasta kona Íslands. Það er ekki vitað með vissu hvort hún sé vitlausasta kona Íslandssögunnar en hún er alla vega í baráttusæti,“ bloggar Baldur um forseta Alþingis sem bannaði orðið djók í ræðustóli. Útrásarvíkingar eiga ekki upp á pallborðið á Íslandi þessi miss- erin. Margir þeirra hafa kosið að eyða jólunum og raunar flestum öðrum árstímum erlendis. En það eru til undantekningar. Björgólf- ur Thor Björgólfsson er á landinu og lætur sem vind um eyru þjóta þau skammaryrði sem að hon- um er beint. Hann mun vera dugleg- ur að mæta í ræktina og fer þá í World Class. Þar hoppa þeir gjarnan saman hann og Björn Leifsson, eigandi WC, og útrásar- víkingur í Danmörku. Meðal vefsíðna neðanjarðar er hvitbok.vg sem er hýst á Tortóla. Þar standa menn fyrir kosningu á óvinsælasta útrásarvíkingi Ís- lands. Efstir og jafnir í kosning- unni eru þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson með 14 pró- sent atkvæða á bak við sig hvor. Á hæla þeim kem- ur Hannes Smárason með 10 pró- senta fylgi. Athyglisvert er að á topp 10 listan- um er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem fjögur prósent velja sem óvinsælasta útrásarvík- inginn. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef mér hrakar jafnmikið á næsta ári og á þessu, lifi ég ekki næsta ár af. Það eru engar líkur á því.“ n Guðjón Egilsson, 52 ára húsasmiður, sem var bitinn af skógarmítli þegar hann var í sumarfríi með fjölskyldunni í Danmörku. Hann fékk alvarlegan taugasjúkdóm vegna þess sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með réttri greiningu.-DV. „... því er eðlilegt að almenningur fái að meta hvort það sé eðlilegt innan Alþingis.“ n Sigmar Guðmundsson um frétt Kastljóss um að Ögmundur Jónasson hafi sinnt störfum undir áhrifum áfengis. Hann segir neyslu áfengis ekki tíðkast í starfi hjá til dæmis lögreglu og læknum.-DV. „Mig langar líka að vera borgarstjóri.“ n Einar Skúlason, verðandi oddviti Framsóknar í borgarstjórn- arkosningunum, þegar framboð Jóns Gnarr var borið undir hann.-DV. „Eftir sigurleiki eru oft dansaðir einhverjir Afríkudansar inni í klefa.“ n Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason sem gerir það gott í danska toppliðinu OB. Hann segir Afríkumennina Peter Utaka og Eric Djemba- Djemba, fyrrverandi leikmann Manchester United, hressa náunga.-Fréttablaðið. Tilgangur forseta LEIÐARI Vigdís Finnbogadóttir er aftur orð-in forseti Íslendinga. Í haust var gerð rannsókn á því hvern Íslendingar álitu sameiningartákn þjóðarinnar. Niður- staðan var að fleiri völdu Vigdísi en nokkurn annan. Ólafur Ragnar Grímsson forseti reyndist vera álíka sterkt sameiningartákn og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins. Aðeins eitt prósent svarenda valdi Sigmund Davíð eða forsetann. Vigdís er fulltrúi gamalla gilda. Auðmýkt, varfærni og hófstilling eru aðalsmerki henn- ar. Núverandi forseti er hróðugri, kraftmeiri og kapitalískari. Ólafur er fulltrúi þeirra gilda, sem hér voru við lýði, en hrundu með bönkunum þarsíðasta haust. Tilgangur forseta Íslands hefur verið á reiki í þjóðfélagsumræðunni, bæði í lagalegum, prakt- ískum og táknrænum skilningi. Lagalega deil- an snýst um hvort hann eigi að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vísa lögum til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Það gerði Ólafur, en Vigdís ekki. Um táknrænan tilgang forsetans ber helst að nefna tvenns konar viðhorf. Það hefðbundna kveður á um að forsetanum sé ætlað að vera akkeri sem forðar þjóðinni frá því að reka burt frá sögu sinni og hefð. Forsetinn eigi að vera fasti í breytilegum heimi, sem veitir hröðum breyt- ingum viðnám. Ólafur Ragnar var ekki fasti. Hann hefur ver- ið hreyfanlegri en aðrir forsetar, enda flaug hann oft með einkaþotum útrásarvíkinga. Jarðbund- inn er hann ekki heldur. Fyrir hrun var hann nú- tímalegur forseti. Eftir hrun er hann álitinn einn af þeim sem brugðust þjóðinni mest. Önnur sýn á forsetaembættið er að forset- inn eigi að vera samferða þjóð sinni og endur- spegla gildi hennar hverju sinni. Ólafur Ragnar var á sinn hátt samferða þjóðinni, þótt hann hafi hlaupið svolítið á undan og farið hraðar yfir en almenningur. Stefnan var engu að síður sú sama og áfangastaðurinn sameiginlegur. Samkvæmt þessari sýn getur forsetinn þjónað tilgangi með því að styrkja ráðandi gildi og markaðssetja þau. Á meðan Vigdís var framsækin í kvenrétt- indamálum var Ólafur Ragnar fánaberi skulda- væðingar og áhættusækni. Eðlismunur er á þessu tvennu. Vigdís stóð vörð um grundvall- armannréttindi; réttindi kvenna til jafns við aðra. Það sem Ólafur studdi, í besta falli óafvit- andi um afleiðingarnar, var frelsi hinna fáu til að stunda skuldsettar yfirtökur í útlöndum og veð- setja eignir þjóðarinnar, henni til dýrðar. Stuðn- ingur Ólafs var án vafa byggður á þeirri trú hans að þjóðin myndi hagnast á útrásinni. Hann virð- ist hins vegar hafa lagt þjóðina og útrásarvíkinga að jöfnu. Og hann leit svo á að hin nýstárlega bankastarfsemi væri jafngild sjávarútveginum, sem haldið hefur þjóðinni á lífi um aldir. Forsetinn var tákn um gildi sem endurspegl- uðu velgengni þjóðarinnar í sögu hennar. Auð- mýkt, varfærni og hófstilling greyptust inn í þjóðina meðan tugir mannsaldra lifðu af ham- farir sem góðæri. Gildin sem við höfðum, og Vigdís endurspeglaði, voru afsprengi darwin- ískrar þróunar, þar sem þau urðu ofan á sem héldu okkur á lífi. Að því leytinu eru hefðir og gildi hagkvæm í lífsbaráttunni. Forsetinn var bæði tákngervingur og vernd- ari þessara gilda. Og út frá því getur forseti fund- ið raunverulegan tilgang, eða misst hann. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. „Vigdís er fulltrúi gamalla gilda. Auðmýkt, varfærni og hófstilling eru aðalsmerki hennar.“ BÓKSTAFLEGA Andleg útrás Það vakti bæði reiði og hljóðan harm þegar Pálmi prestur fann sig knúinn til þess að biðja griða fyrir útrásar- víkinga og innmúraða klíkubræður. Hann bað þjóðina og almáttugan guð um að fyrirgefa bankabröskur- unum og þeim sem stálu kjölfestu þjóðarskútunnar. Þetta gerði Pálmi í frægri útvarpsmessu á því herrans ári sem nú er brátt á enda. Þeir voru nokkrir sem orðuðu það við mig að þarna væri ríkasti prestur landsins að gjalda gott með góðu jafnvel þótt þetta gjálfur kostaði það að hann þyrfti að rugla saman reytum kristni og hræsni. Þarna var bljúgur maður að vernda stétt glæpamanna með bænasuði. Vinur vina sinna að fá út- rás fyrir einlæga fyrirgefningu. Það er þetta með útrásina – yf- irleitt allt sem að útrás kemur. Allt er það í dag útjaskað og ef eitthvað flokkast undir útrás þá er það ógeðs- legt og ógyslegt. Útrásarvíkingarn- ir eyðilögðu alla útrás. Í dag er un- aður kynferðislegrar útrásar nánast illa séður og upphefð andlegrar út- rásar engin. Það er til vansæmdar ef einhverjum verður á að nefna líkam- lega útrás. Og til háborinnar skamm- ar telst það athæfi að fá útrás fyrir skáldskap eða að útrása sig á einn eða annan hátt. Sá er litinn horn- auga og jafnvel dæmdur til dauða með ísköldu augnaráði sem ber upp þá frómu ósk að mega fá að njóta út- rásar. Núna hefur öll útrás verið sett í salt og engu er líkara en herrann á himnum sé að undirbúa okkur fyrir eitthvað stærra og meira. Kannski er hann akkúrat að nota hátíð ljóss og friðar sem pækil fyrir allt það kjöt sem enn má á beinunum finna. Kannski er okkur ætlað að upplifa ný og hold- meiri andlit fyrirgefningarinnar – andlit sem ekki líkjast neinu sem fyr- ir augu okkar hefur borið. Kannski er sá í efra að ætla okkur það stóra hlut- verk að gleyma niðurstöðum nefnd- arinnar sem rannsakar hrunadans- inn. Kannski verður dansað í Hruna þessi jól. Kannski verða dansararnir í þetta skiptið þjóðkjörnir leiðtogar – fólkið sem okkur var sagt að við ætt- um að geta treyst. Kæra þjóð, ef það fer svo í byrj- um árs, þegar skýrsla rannsóknar- nefndar bankahrunsins verður birt, að enginn verður dæmdur, ef okk- ur verður boðin sú smán að fyrir- gefa öllum glæpalýðnum – án þess að ein einasta hræða verði dregin til ábyrgðar – þá fyrst mun íslensk þjóð fá útrás. Er varla sól á veröld skín og versna okkar krísur þá er það besta útrás mín að yrkja fagrar vísur. Gleðileg jól KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Þarna var bljúgur maður að vernda stétt glæpamanna með bænasuði.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 22 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 UMRÆÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.